Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Sandbúðir á Sprengisandi. Þar hafa mælingamenn aðsetur í þessum tveimur skúrum. Þarna er TF-RÁN komin uppeftir. Þyrla lenti í sandbyl ÞYRLAN TF-ATH, eign Albínu Thordarson hefur verið við land- mælingar uppi á Sprengisandi. Hefur aðsetur mælingamann- anna verið í Sandbúðum, þar sem veðurathugunarstöð var fyrir nokkrum árum. Um daginn gerði sandstorm og þrátt fyrir að reynt væri að skýla þyrlunni smaug sandurinn inn í vél þyrl- unnar. Olli það því að hún varð kraftlaus og þar með gagnslaus. Þurfti því nauðsynlega að fá flugvirkja til þess að líta á þyrluna. Vildi svo til að á flugdeginum á Akureyri var stödd þyrla Landhelgisgæzl- unnar, TF-RÁN. Fór hún upp í Sandbúðir og voru tveir flug- virkjar með. Höfðu þeir hvorki tæki né aðstöðu til að gera við hana þar. Var því brugðið á það ráð að fljúga henni til byggða. Var einn flugmaður í henni. Varð hann að fljúga lágt, þar sem þyrlan hafði ekki meira vélarafl. Varð hún að setjast á leiðinni niður í Bárðardal til þess að unnt væri að fjarlægja úr henni sand, sem setzt hafði fyrir í síum og olíusigti. 3 Þau sem létust í flugslysinu: Verða jarðsung- in á morgun og á fóstudaginn Á morgun, fimmtudag, verdur gerö útfór flugmannsins er fórst í flugslysinu í Kistufelli i Esju hinn 20. þessa mánaðar, Jóns Þrastar Hlíðberg. Verður hann jarðsunginn frá Kópavogskirkju, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Útför farþeganna í vélinni er fórust, hjónanna Björns Magnús- sonar og Svanhvítar Gunnarsdótt- ur og barna þeirra, Margrétar Auðar Björnsdóttur og Axels Magnúsar Björnssonar, verður gerð á föstudaginn, hinn 30. júlí. Útförin verður gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, en jarðsett verð- ur að Görðum á Álftanesi. Tvær þingnefnd- ir í heimsókn TVÆR ERLENDAR þingnefndir eru nú staddar hér á landi í boði Alþingis og er önnur skipuð átta frönskum þingmönnum, en hin fimm fulltrúum úr Æðstaráði Sovétríkjanna, en með þeirri nefnd eru tveir aðstoðarmenn, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Friðjóni Sigurðs- syni, skrifstofustjóra Alþingis. Nefndirnar komu báðar hingað til lands sl. mánudag. Sovéska nefndin er hér til að endurgjalda heimsókn íslenskrar nefndar til Sovétríkjanna á síðasta ári. Frönsku þingmennirnir eru úr hópi þingmanna sem myndað hafa Vin- áttusamband íslands og Frakk- lands, en þau samtök voru stofnuð nýlega. Frakkarnir eru aðallega frá norðurhéruðum lands síns. Sovéska nefndin heldur utan þann 30. júlí, en sú franska degi síðar. FRÁBÆRAR KASSETTUR Höfum gefiö út 25 kassettur meö íslenskri tónlist viö hæfi allra hlustenda. Margt af tónlistinni hefur ekki áöur veriö gefiö út á kassettu. Nú er m.a. hægt aö fá allar plötur Vilhjálms og Ellýar Vilhjálms á kassett- um. Seljast á sérlega lágu kynningarveröi í sumar eöa aöeins kr. 135.- stk. Fást í hljómplötuverslunum og söluskálum um land allt. Armúla 38 Sími 84548

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.