Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982
Reykjavíkurfliigvöllur:
Flugvélin sást í
ratsjánni en illa
og í stutta stund
— segir GuÖmundur Matthíasson deildarstjóri
„SAMKVÆMT starfsreglum flugumferðarstjóra er þessi ratsjá ekki notuð
við stjórn á flugumferð í nágrenni Reykjavíkur, enda er hún ekki hönnuð til
þess,“ sagði Guðmundur Matthíasson, deildarstjóri í flugumferðarþjónust-
unni í samtali við Mbl. í g*r.
En í viðtali Mbl. við Pétur Guð-
mundsson flugvallarstjóra í
Keflavík sl. föstudag, kom fram að
Pétur taldi að í flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík væri ratsjá
sem nota hefði mátt til að fylgjast
með ferðum flugvélarinnar sem
fórst í hlíðum Esju í síðustu viku.
„Þennan umrædda dag var rat-
sjáin léleg eins og oft kemur fyrir,
enda er hún gömul og úr sér geng-
in. En það er rétt að þegar hún er
í góðu lagi sjást vélar sæmilega í
henni og þá má nota hana til að
aðstoða flugvélar sem lent hafa í
erfiðleikum," sagði Guðmundur
Matthíasson, og bætti við:
„Þessi umrædda vél sást ekki
nema tvisvar eða þrisvar, 10 sek-
úndur í einu, eftir að hún kom yfir
Þingvelli. Hún var síðan afhent
aðflugsstjórn yfir Elliðavatni og
þá vissu menn ekki betur en allt
væri í stakasta lagi. Eftir að vélar
hafa verið afhentar aðflugsstjórn
er þessi ratsjá ekki notuð nema
flugmaður tilkynni einhverja erf-
iðleika."
Tæplega 33,4% fleiri bílar tollafgreiddir í ár:
Mazda er í fyrsta
sæti meö 734 bíla
Þessi ungi sveinn var að borða nestið sitt í mestu makindum er ljósmyndari Mbl.
gekk fram á hann á Akureyri fyrir skömmu. Morgunbiaíii/KöE.
Vöruskiptajöfnuðurinn janúar—júní:
Óhagstæður um liðlega
1.313 milljónir króna
en var óhagstæður um liðlega 453,9 milljónir á sama tíma í fyrra
FYRSTU sex mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuður íslendinga
óhagstæður um liðlega 1.352,8 millj-
ónir króna, en verðmæti innflutn-
ings á þessu tímabili var liðlega
5.018,7 milljónir króna, en verðmæti
útflutnings liðlega 3.665,8 milljónir
króna.
Til samanburðar var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
iiðlega 453,9 milljónir króna á
sama tímabili í fyrra, en þá var
verðmæti innflutnings liðlega
3.251,7 milljónir króna, en verð-
mæti útflutnings hins vegar lið-
lega 2.797,7 milljónir króna.
í júnímánuði var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um tæp-
lega 574,2 milljónir króna, en
verðmæti innflutnings var þá lið-
lega 1.313,8 milljónir króna, en
verðmæti útflutnings hins vegar
liðlega 739,5 milljónir króna.
í útflutningi vegur ál og ál-
melmi þyngst, en verðmæti þess
var fyrstu sex mánuði ársins tæp-
lega 411,4 milljónir króna, saman-
borið við liðlega 308,7 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Verð-
mæti kísiljárns fyrstu sex mánuð-
ina í ár var tæplega 76,2 milljónir
króna, samanborið við tæplega
29,9 milljónir króna á sama tíma í
fyrra.
Ef innflutningurinn er skoðaður
kemur í ljós, að verðmæti skipa er
liðlega 252,8 milljónir króna
fyrstu sex mánuðina, en til sam-
anburðar var þessi tala liðlega
42,2 milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Verðmæti innflutnings
fyrir Landsvirkjun fyrstu sex
mánuðina var Iiðlega 86,3 milljón-
ir króna, samanborið við 89,2
milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Verðmæti innflutnings
„ÞAÐ er mjög áríðandi að tekin
verði ákvörðun hið fyrsta um bygg-
ingu nýrrar flugstöðvar á Keflavík-
urflugvelli og vonandi er að ríkis-
stjórnin dragi það ekki lengur og að
ákvörðun hennar verði jákvæð. Það
er Ijóst að núverandi bygging er
óhæf með öllu, öll aðstaða, bæði
fyrir starfsfólk og farþega, er með
öllu óviðunandi," sagði Jóhann Ein-
varðsson, formaður nefndar um
byggingu flugstöðvar á Keflavíkur-
flugvelli i samtali við Morgunblaðið.
„Okkur nefndarmönnum var
ekki falið að fjalla um fjármögnun
fyrir íslenzka járnblendifélagið
fyrstu sex mánuðina liðlega 15,4
milljónir króna, samanborið við
43.2 milljónir króna á sama tíma í
fyrra.
Við samanburð við utanríkis-
verzlunartölur 1981 verður að
hafa í huga, að meðalgengi erlends
gjaldeyris í janúar—júní 1982 er
talið vera 42,8% hærra en það var
í sömu mánuðum 1981.
byggingarinnar, en að mínu viti er
ekkert annað en sjálfsagt að
Bandaríkjamenn taki þátt í kostn-
aði við byggingu nýrrar flugstöðv-
ar og mætti upphæðin vera meiri
en gert hefur verið samkomulag
um. Þetta er að hluta til partur af
aðskilnaði hersins og utanlands-
flugsins og er þar af leiðandi ein-
ungis beinn kostnaður af rekstri
herstöðvarinnar. Auk þess yfir-
tekur herinn gömlu bygginguna
þegar þar að kemur þannig að
framlag frá þeim gæti verið
greiðsla fyrir hana. Það er ljóst að
framlag Bandaríkjamanna til
FYR8TU sex mánuði ársins voru
tollafgreiddir 6.548 nýir bílar, en til
samanburðar voru tollafgreiddir
4.910 bílar á sama tíma i fyrra, eða
1.638 bílum fleira. Hlutfallslega er
búið að tollafgreiða tæplega 33,4%
meira af bílum á fyrstu sex mánuð-
unum í ár, en á sama tíma í fyrra.
Fyrstu sex mánuðina var mest toll-
afgreitt af Mazda-bílum, eða 734. Af
einstökum gerðum var hins vegar
mest tollafgreitt af Volvo 244, eða
357 bilar.
í öðru sæti yfir tollafgreidda
bíla er Volvo með 647 bíla, í þriðja
sæti er Lada með 579 bíla, í fjórða
sæti er Toyota með 570 bíla og í
fimmta sæti er Mitsubishi með
440 bíla.
í næstu fimm sætum eru svo
Saab, BMW, Daihatsu, Suzuki og
Volkswagen. Alls voru tollaf-
greiddir 391 Saab-bíll, 314 BMW
bílar, 311 Daihatsu og Suzuki-
bílar og 271 bíll af Voikswagen
gerð.
Eins og áður sagði var mest toll-
afgreitt af Volvo 244 af einstökum
gerðum, en í öðru sæti er Lada
2105/ 2106, en alls voru tollaf-
greiddir 289 slíkir bílar, í þriðja
sæti er er Subaru, en alls voru af-
greiddir 263 bílar af þeirri gerð. í
fjórða sæti er Mazda 626 en alls
voru afgreiddir 249 bílar þeirrar
gerðar, í fimmta sæti er svo
Mazda 323, en afgreiddir voru 229
bílar og í sjötta sæti er Mazda 929
en afgreiddir voru 208 bílar á
þessu tímabili.
byggingarinnar er háð fjárlaga-
tímabili, sem lýkur þann 1. októ-
ber næstkomandi og fyrir þann
tíma verður að vera búið að taka
ákvörðun um það hvort framlagið
verði þegið," sagði Jóhann enn-
fremur.
Þá sagði Jóhann, að nefndin
hefði skilað áliti sínu um miðjan
júní. Síðan hefði utanríkisráð-
herra, Ólafur Jóhannesson, lagt
það fyrir ríkisstjórnina, en hann
vissi ekki til þess að það hafi verið
afgreitt þar. Eins og fram hefði
komið í fréttum hefði nefndin
Ef fyrstu sex mánuðirnir á síð-
asta ári eru skoðaðir til saman-
burðar þá kemur í ljós, að breyt-
ingarnar eru mestar hjá Volvo. Af
Mazda-bílum voru tollafgreiddir
755 bílar, 239 af Volvo gerðum, 648
af Lada gerð, 384 af Toyota gerð
og 514 af Mitsubishi gerð.
Þá má geta þess, að markaðs-
hlutdeild japanskra bíla hefur
heldur minnkað frá fyrra ári, eða
úr liðlega 50,5% í liðlega 47% á
fyrstu sex mánuðunum í ár.
Margeir vann
Sovétmann
MARGEIR Pétursson vann sovéska
alþjóólega meistarann Kozlov I 1.
umferð alþjóðlegs skákmóts í Kaup-
mannahöfn. í mótinu taka þátt fimm
alþjóólegir meistarar og einn FIDE-
meistari og fjórir titillausir skák-
menn.
Auk Margeirs og Kozlovs eru
Carsten Hoi og Sten Fedder,
Danmörku, og Scheeren, Hollandi,
alþjóðlegir meistarar.
Jón L Árnason teflir nú í opnum
flokki á skákmóti í Sviss. í 7. um-
ferð tapaði hann fyrir Júgóslavan-
um Nemet og hefur hlotið 5 vinn-
inga, en Nemet er efstur með 6
vinninga.
skilað áliti í tvennu lagi, annars
vegar þeir Jóhann Einvarðsson og
Edgar Guðmundsson, verkfræð-
ingur og hins vegar Ólafur Ragnar
Grímsson. Tillaga þeirra Jóhanns
og Edgars hefði í meginatriðum
verið sú að byggt yrði eftir fyrir-
liggjandi teikningum og reynt að
byggja flugstöðina í áföngum eftir
því sem fé væri fyrir hendi. Til-
laga Ólafs Ragnars hefði hins veg-
ar verið sú, að byggingin væri í
stærra lagi og þyrfti að endur-
hanna hana með tilliti til breyttra
forsendna í utanlandsfluginu.
Jóhann Einvarðsson formaður nefndar um byggingu nýrrar flugstöðvar í Keflavík
„Flugstöðvarbyggingin með öllu óhæf“