Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 13 UUA ASSOCIATED PRESS Nýjar „eftaahagseiningar“ tii að leysa matvælaskortinn Da Lat Víetnam. — Stjórnvöld í Víetnam vinna nú að því að fá borgarbúa og bændur til að flytjast í nýjar „efnahagseiningar" í hálend- inu sunnanverðu og í óshólmum Mekong-ár. Með þessu móti vilja þau stemma stigu fyrir matvælaskort í landinu. Sérfræðingar telja, að á þessum svæðum séu ónýttir miklir ræktunarmöguleikar. Fréttamönnum var nýlega boðið að skoða nýja efnahagsein- ingu skammt frá bænum Da Lat í héraðinu Lam Dong. 15.000 manns, sem áður bjuggu í Hanoi vinna þar við ræktunarstörf, og eru brautryðjendur í hinni nýju efnahagseiningu. Ungt fólk hef- ur verið fengið til að hreinsa til og byggja dvalarstaði fyrir fólk í Lam Dong og nærliggjandi hér- uðum. Hafin er herferð til að hvetja fólk til að taka sér ból- festu á þessum slóðum. Svipaðar áætlanir eru uppi um nýtingu lands í hinum frjósömu óshólm- um Mekong-ár, en ræktun þar má þrefalda að mati sérfræð- inga. Aukin matvælaframleiðsla í Víetnam er mjög brýnt verkefni, en þar búa um 55 milljónir manna og þjóðinni fjölgar um eina milljón á ári. Eftir að Ví- etnamstríðinu lauk fyrir 7 árum hefur þjóðin átt í útistöðum við Kínverja og Kambódíumenn auk þess sem náttúruhamfarir hafa dunið yfir. Þá hafa stjórnvöld viðurkennt opinberlega, að þeim hafi orðið á ýmsar skyssur í efnahagsmálum. Yfirvöld í Lam Dong eru mjög stolt af hinni nýju efnahagsein- ingu, sem kennd er við Hanoi. Þar er sjúkrahús, kvikmynda- hús, verzlanir, skrifstofur, sög- unarmylla, dráttarvélastöð og nokkir bjálkakofar. Um 48.000 hektarar lands munu heyra þessari efnahagseiningu til og gert er ráð fyrir, að íbúafjöldinn þar verði 150 þúsund árið 1990. Skömmu eftir lok Víetnam- stríðsins var hafinn stórfelldur flutningur borgarbúa út í sveitir, en víða er svo komið að 90% fólks, sem flutti inn á nýjar efnahagseiningar, er á bak og burt. Fulltrúi upplýsingadeildar- innar í Ho Chi Mihn borg viður- kennir að mikil mistök hafi átt sér stað í sambandi við þá flutn- inga. — Það var of mikill asi á okkur þá og við létum flytja fólkið inn á svæðin, áður en nauðsynlegum undirbúnings- framkvæmdum var lokið. Nú munum við fara okkur hægar. I samræmi við þessa yfirlýs- ingu hefur ýmislegt verið gert til að laða fólk að hinum nýju efna- hagseiningum. Landnemar fá 6 mánaða birgðir af hrísgrjónum, flugnanet, skálar og dýnur. Þá fá bændur til eigin afnota 1,5 hekt- ara lands hver, sem þeir geta erjað að loknum ræktunarstörf- um í þágu efnahagseiningarinn- ar. Japan: ManntjóniÖ í flóðunum meira en talið var Tókíó, 27. júlí. AP. ENN HÆKKAR tala látinna vegna flóóanna í Japan og samkvæmt síð- ustu fréttum er vitað að 261 maður drukknaði, 97 er saknað og 309 slös- uðust. Verst úti varð svæðið við Naga- saki, sem er 896 km suðvestur af Tókíó. Á því svæði einu er ljóst að 228 létust og flestir þeirra sem eru týndir eru þaðan. Björgunarsveit- ir og viðgerðarmenn vinna nú að því að gera við og vatns- og gas- leiðslur sem skemmdust, auk þess að leitað er týndra. Einn þriðji borgarinnar er eldsneytis- og vatnslaus enn. í fimm öðrum hér- uðum í Japan, í vesturhluta lands- ins, hefur fólk látist. Lífláts- dómar í íran ^ Nikosía, 27. júlí. AP. ÁTJÁN „harðsoðnir smyglarar í alþjóðlegum eiturlyfjahring" voru dæmdir til dauða í íran og síðan líflátnir og 39 teknir hönd- um og munu eiga yfir höfði sér að dúsa í tukthúsi í 10 til 20 ár að því er Teheran-útvarpið skýrði frá í gær. Útvarpið skýrði ekki frá því hvar mennirnir hefðu verið líflátnir en tók fram að sér- stakur islamskur byltingar- dómstóll, sem fengist við eiturlyfjamál hefði kveðið upp dóma yfir 1557 manns í júlí- mánuði einum. Brazilía: 21. gengis- felling ársins Brasilía, Brasilíu, 27. júlí. AP. STJÓRN Brasilíu kunngerði í dag lækkun á gjaldmiðli lands- ins, cruzeiranum, um sem svar- aði 1,809 prósent gagnvart bandaríkjadollar. Þetta er 21. gengislækkunin í landinu á þessu ári. Á árinu hefur cruzeirinn verið lækkað- ur um samtals 42,9 prósent. sjpnanún oKKa'f®' 367 yerið 77 AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Áramgur sem K&!a fyrir Þrotlaus rannsóknarvinna, endalausar þol- og veðrunar prófanir eru að baki — og útkoman er ÞAKVARI, lágglansandi þakmálning sem við ætlum að standist íslenska veðráttu harla vel, hörð veður og miklar og hraðar hitasveiflur. ÞAKVARI er málning á öll þök og annað bárujárn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.