Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JULI 1982
24
Katrín Helgadótt-
ir - Minningarorð
Fædd 27. nóvember 1905
Dáin 16. júlí 1982
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Þau orð komu mér
í huK, er ég frétti andlát tengda-
móður minnar, Katrínar Helga-
dóttur. Það er nú einu sinni svo að
við, sem eftir lifum, eigum oft erf-
itt með að sætta okkur við þegar
ástvinir kveðja. Ef til vill er þetta
vottur eigingirni að vilja halda
sem iengst í þá sem okkur eru
kærir. Eg átti þess sannarlega
ekki von, þegar ég kvaddi hana
glaða og hressa þriðjudaginn 13.
júlí, að við ættum ekki eftir að
hittast á ný í þessu lífi. Hún var
að ieggja upp í orlofsferð aldr-
aðra, sem hún hafði oft farið í á
undangengnum árum. Að þessu
sinni var ferðinni heitið að Löngu-
mýri í Skagafirði, en þar lést hún
að kvöldi 16. júlí.
Katrín var fædd á Akureyri
dóttir Helga Benediktssonar skip-
stjóra o.g seinni konu hans, Si-
gnýjar Jónsdóttur. Börn þeirra
voru sex. Er Katrín síðust þeirra
systkina, sem kveður.
Þegar Katrín var níu ára missti
hún föður sinn, og var þá börnun-
um komið fyrir á ýmsum stöðum
nema yngsta barninu, Lóu, sem
Signý hafði hjá sér. Katrín lenti
hjá góðu fólki í Kolgerði í Eyja-
firði og dvaldi þar fram yfir ferm-
ingu við venjuleg sveitastörf. Ekki
var skólaganga Katrínar löng,
eins og títt var á þessum árum,
þrátt fyrir góða greind, en hún
nam þeim mun meira í skóla lífs-
ins, þeim skóla, sem herðir skap
og stælir kjark.
Eftir fermingu vann Katrín al-
geng störf til sjávar og sveita eins
og sagt er. Árið 1929 giftist Katrín
Agli Jóhannssyni, góðum hag-
Fædd 2. september 1895
Dáin 19. júlí 1982
Aldamótakynslóðin er nú sem
óðast að hverfa af sjónarsviðinu
af skiljanlegum ástæðum. Víða
hefur mátt sjá og heyra í ræðu og
riti fróðra manna, að engin kyn-
slóð önnur hafi leyst af hendi þýð-
ingarmeira hlutverk í þágu ís-
lensku þjóðarinnar.
Víst er, að Guðrún Guðmunds-
dóttir verðskuldar þennan vitnis-
burð. Ekki þekki ég margar konur,
sem hefðu leyst af hendi með jafn-
miklum myndarbrag það hlutverk
að koma upp stórum barnahópi
hjálparlaust á þeim erfiðu tímum,
sem þá ríktu hér á landi, þegar
mikið fjölskylduáfall reið yfir, er
fyrirvinnan slasaðist og varð að
liggja árum saman á spítala. Víst
er, að til þess að vel færi, þurfti
húsfreyjan að hafa til að bera
góða greind, mikla nýtni og
óhemju dugnað.
Vel má vera, að erfiðleikar í
uppvexti hafi hert og styrkt þessa
ágætu konu, því að á síðasta tug
19. aldar og fram eftir þessari
voru atvinnuhættir hér á landi
næsta fábrotnir. Landbúnaður,
sem þá var helsti atvinnuvegur
þjóðarinnar, var rekinn á hinn
frumstæðasta hátt. Flestir bænd-
ur voru sárfátækir einyrkjar, sem
tókst aðeins með naumindum að
halda lífinu í fjölskyldum sínum
með linnulausu striti myrkranna
á milli.
Nokkru skárri mun afkoma
manna hafa verið við sjávarsíð-
una, þar sem útvegsbændur gátu
stuðst jöfnum höndum við sjávar-
afla og landbúnað. Samt liggur i
augum uppi, að einnig þar mun oft
hafa verið um skort að ræða. Það
er sama, hvar borið er niður í
spjöld sögunnar frá aldamótaár-
leiksmanni, og átti með honum
fjórar dætur, sem allar eru giftar
hér á höfuðborgarsvæðinu. Árið
1942 missti Katrín mann sinn, og
stóð þá ein uppi með dæturnar, þá
elstu 13 ára, en yngstu 7 ára. Á
þeim árum voru engar almanna-
tryggingar og því í fá hús að venda
fyrir einstæðar mæður. En ein-
mitt þá, eins og oft síðar, kom í
ljós hennar sterka skaphöfn, að
gefast ekki upp, en berjast til
þrautar. Var nú lögð nótt við dag
til að sjá dætrunum ungu far-
borða. I stríðslok réðist hún í að
kaupa íbúð, að Víðimel 19, sem
varð hennar heimili til hinstu
stundar.
Katrín var um margt sérstæð
kona, hún var ekki allra við fyrstu
kynni og bar ekki tilfinningar sín-
ar á torg, en þeir sem einu sinni
höfðu öðlast vináttu hennar og
tryggð áttu hana til æviloka, því
undir harðri skelinni sló stórt
hjarta, heitt og ríkt.
Árið 1950 giftist Katrín aftur,
Ingiberg Runólfssyni bifreiða-
stjóra, góðum manni og greindum,
sem oft kryddaði heimilislífið á
Víðimelnum með glettni sinni og
gamansemi. Hann lést á árinu
1981 og sýndi Katrín í veikindum
hans hvern mann hún hafði að
geyma, því hún var vakin og sofin
yfir velferð hans þar til yfir lauk.
Þegar dætur Katrínar giftust
hver af annarri, varð heimilið á
Víðimelnum miðstöð allra fjöl-
skylduboða. Þar ríkti góðvild og
glaðværð, þar sem húsmóðirin var
hrókur alls og stjórnaði af sinni
höfðingsiund færandi, gefandi,
veitandi, en einmitt þeir eiginleik-
ar voru ríkjandi í hennar skap-
gerð.
Mér hefur oft flogið í hug hin
síðari ár, þegar maður fer að velta
unum og fyrstu árum 20. aldar —
hvarvetna blasir við skortur, litlir
atvinnumöguleikar á vissum árs-
tíðum, fjárskortur og, því miður,
oft matarleysi.
Þjóðin var fátæk og hrjáð eftir
margra alda nýlenduok. Sáraiitlir
peningar í umferð og varla hægt
að segja, að þeir hafi sést meðal
almennings. Fiskiskipastóll lands-
manna var eingöngu opnir árabát-
ar, þar til fyrstu skúturnar voru
keyptar til landsins um og upp úr
aldamótunum, og veiðarfæri af
skornum skammti. Enskir botn-
vörpungar skófu upp fiskimiðin
inn í firði og víkur og landhelgis-
gæslan var í höndum Dana, venju-
lega eitt herskip, sem oft lá lang-
tímum saman í höfn. Vegasam-
band afleitt milli landsfjórðunga
og byggðarlaga, víðast aðeins
troðningar og götuslóðar eftir
lestarferðir.
Þannig var umhverfið og að-
stæðurnar, sem Guðrún Guð-
mundsdóttir fæddist í og ólst upp
við.
Guðrún fæddist að Þæfusteini á
Hellissandi 2. september 1895.
Foreldrar hennar voru Guðmund-
ur Jónsson útvegsbóndi og Guðrún
Jónsdóttir kona hans, sem bjuggu
síðar á Munaðarhóli á Sandi. Tíu
ára að aldri varð Guðrún fyrir
þeirri mikiu sorg að missa móður
sína, og hefur það áfall eflaust
orðið þess valdandi, að heimilið
tvístraðist nokkuð, en fjölskyldan
var stór og börnin sjö talsins. Var
Guðrún þá send að Auðshaugi á
Barðaströnd, þar sem hún átti
heima um tveggja ára skeið. Árið
1907 fluttist hún til Katrínar syst-
ur sinnar, sem þá var nýgift
Þorsteini J. Jóhannssyni skip-
stjóra frá Narfeyri, og bjó á heim-
ili þeirra hjóna um nokkurt árabil.
Þar fermdist hún, og þar mun hún
lífinu fyrir sér í alvöru, hvort ekki
hafi verið margt líkt með Katrínu
og nöfnu hennar og ömmu, sem
var þekkt og virt ljósmóðir á öld-
inni sem leið. Um ömmu hennar
var sagt: að hún hefði læknisgáfu
og líknarhendur. Um Katrínu
ljósmóður skrifar Karl Krist-
jánsson fv. alþingismaður í ritið
„Islenskar ljósmæður", en hún var
einnig amma hans.
Sagt hefur verið, að lengi búi að
fyrstu gerð. Ég hygg að Katrín
hafi frá öndverðu beint hugum
dætra sinna að því að verða góðir
og gegnir borgarar enda uppskar
hún eins og hún sáði. Dætur henn-
ar eru allar velgerðar konur og
myndarhúsmæður og tengslin
milli dætra og móður hafa verið
til fyrirmyndar.
Hún lét ekki staðar numið við
dæturnar, heldur fylgdist vökul-
um augum með vexti og þroska
barnabarnanna, og þeim skildist
snemma að þau áttu hauk í horni,
þar sem amma á Víðimelnum var.
Ég er þess fullviss að Katrín átti
ekki heitari ósk en fá að kveðja
einmitt á þessum árstíma þegar
„Foldin fríða tjaldar sínu feg-
ursta“, í sátt við alla.
Þegar kallið kom eins og hendi
væri veifað var hún söm, að miðla
öðrum af glaðværð sinni og
gæsku, aldrei til ama, sjálfstæð og
sterk lífið á enda. Þannig munum
við ástvinir hennar og niðjar
geyma minninguna um hana.
Að endingu nokkrar ljóðlínur
eftir Stein Sigurðsson, en í þeim
felst raunar það sem ég vildi sagt
hafa um þessa mætu konu.
Hver þér trúrri í stödu o* stétt
hver sUerri að þreki og vilja
hver meiri að fordast flekk og blett
hver fremri að stunda satt og rétt
hver skyldur fyrri að skilja.“
(Til móðir minnar)
Blessuð sé minning hennar.
Tengdasonur
„Hví skyldi eg ekki reyna >ð byrla Braga full
og bra ða, sleypa og móta hið dýra feðra gull,
ef heimaoielan kynni að horfa í aðferð mína
og hlusU í stutta siigu um mömmu og ömmu sina.
hafa unað hag sínum vel, enda
heimilið hið prýðilegasta.
Þegar Guðrún var 18 ára, tók
hún sig upp, kvaddi Breiðafjörð og
lagði land undir fót, hélt vestur til
ísafjarðar. Á þeim árum var ísa-
fjörður meðal stærstu útgerðar-
bæja landsins, aflabrögð í besta
lagi og atvinnumöguleikar því
meiri þar en víða annars staðar.
Ekkert var því eðlilegra en að ung,
hugsandi stúlka, sem vildi komast
áfram í lífinu, leitaði á þær slóðir.
Er til ísafjarðar kom, vann
Guðrún um tíma hjá þeim hjónum
Guðrúnu Stefánsdóttur og Ásgeiri
Jónssyni, en vistréðst því næst á
heimili hjónanna Jóns Hró-
bjartssonar kennara og Rannveig-
ar Samúelsdóttur og varð það
heimili hennar, þar til hún giftist
2. nóvember 1918, Sigurði Sigurðs-
syni, Vestfirðingi að ætt, sem þá
stundaði sjómennsku á vélbátum
frá Isafirði.
Jón og Rannveig áttu viður-
kennt myndarheimili, stórt og
mannmargt, og ráku einnig mötu-
neyti, svo að auk fjölskyldunnar
voru þar að jafnaði margir kost-
gangarar. Glaðværð mun þar hafa
verið ríkjandi, ekki síst þar sem
húsbóndinn var listrænn og þægi-
legur viðmóts, en heimilisvenjur
samt fastmótaðar og öllu stjórnað
af festu og virðuleik. í þessu um-
hverfi undi Guðrún sér vel og hún
sagði síðar, að dvöl sín á heimili
Jóns og Rannveigar hefði verið
besti skóli sinn á lífsleiðinni.
Eins og áður segir, voru þau
Guðrún og Sigurður gefin saman
1918. Stofnuðu ungu hjónin þá
heimili sitt á ísafirði, þar sem þau
bjuggu síðan til ársins 1977, þegar
þau fluttust hingað suður, er ellin
leitaði á.
Eflaust hefur heimilisstofnunin
verið erfið, enda kaupið lágt í þá
daga, en þau Guðrún og Sigurður
voru dugleg og samtaka um að
gera heimili sitt svo vel úr garði,
sem föng leyfðu. Síðan eignuðust
þau börnin, eitt af öðru, og árið
1936 taldi fjölskyldan níu manns,
börnin orðin sjö.
Það er eiginleiki greindra og
dugmikilla húsmæðra að stjórna
(lm héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í
tvennt,
er hríðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt.
Og ein.s er lítill tregi og engin aorg á ferðum,
þó ekkja falli í valinn meó sjötíu ár á herðum.“
Svo yrkir Guðmundur Frið-
jónsson á Sandi í ódauðlegu kvæði
sínu „Ekkjan við ána“, sem elsk-
aði, fórnaði og spann í lífsvef sinn
þátt tryggðar, hljóðlát, án mögl-
unar og fann unað lífsins í vellíð-
an barnanna sinna, er hún þreytt
lagðist til hvíldar eftir unnið
dagsverk.
„Er búió var aó „Jeaa“ hún bar þeim kvöld veróinn
og breiddi síóan ofan á litla hópinn sinn,
á versin sín þau minnti og vermdi kalda fetur,
en vakti sjálf og prjónaói fram á miójar na*tur.“
Því koma mér í hug þessi orð,
þegar í dag verður til moldar bor-
in merkiskonan, ekkjan Katrín
Helgadóttir, Víðimel 19, Reykja-
vík. Við sem þekktum hana virtum
hana og mátum vel, fundum í fari
hennar, að þar fór sérstæð kona
og mikillar gerðar, sem ekki bar á
torg kjör sín. Heldur hóf, svo af
bar, til vegs með verkum sínum
trúmennsku og skyldurækni.
Þegar Melaskólinn í Reykjavík
hóf starfsemi um miðjan fjórða
heimilum sínum af nærgætni,
halda uppi heilbrigðum aga án
orða og glata aldrei virðuleik hús-
freyjunnar, hversu mikið sem á
móti blæs. Óhætt er að fullyrða,
að þennan eiginleika hefur Guð-
rún Guðmundsdóttir haft til að
bera í ríkum mæli.
Árið 1938 varð fjölskyldan fyrir
miklu áfalli, þegar heimilisfaðir-
inn slasaðist við vinnu sína. í
fyrstu var ekki álitið, að um al-
varlegt slys væri að ræða, en þeg-
ar tímar liðu kom í ljós, að áverki,
sá sem Sigurður hafði hlotið,
hafðist illa við, og úr varð illkynj-
að fótarmein, sem útilokaði hann
frá störfum um árabil, auk þess
sem hann varð að liggja langdvöl-
um á sjúkrahúsum.
Vafalaust hefur þetta tímabil
verið húsmóðurinni mjög erfitt,
enda hefur það verið henni víðs
fjarri að biðja um aðstoð. Með
raunsæjum augum mun Guðrún
hafa litið á hlutverk sitt og með
ráðdeildarsemi, fádæma dugnaði
og hjálp góðra barna yfirsteig hún
alla örðugleika og stjórnaði heim-
ili sínu af smekkvísi og virðuleik.
Sennilega hefur það verið ein erf-
iðasta ákvörðun hennar á þessum
tíma, þegar hún neyddist til að
láta son sinn ungan hætta í skóla,
svo að hann mætti hjálpa til að
vinna fyrir heimilisþörfum.
áratuginn, þá réðst hún þar til
ræstingarstarfa, sem hún síðan
hafði með höndum í 34 ár, eða þar
til hún varð að hætta fyrir ald-
urssakir. Þar vann hún í fyrstu við
þröngan kost og erfiðar aðstæður
af þvílíkri elju og ósérhlífni, sem
umtals er vert.
Við leiðarlok, nú þegar hún hef-
ur lagt niður staf sinn, þá er ég
þess fullviss að þeir fjölmörgu,
sem hana hafa þekkt og með henni
hafa starfað, minnast hennar að
verðleikum með virðingu og þökk,
einkum vil ég sem þessar línur
rita, sérstaklega þakka alla þá
vináttu, sem ég naut frá hennar
hendi.
Ég mun ekki hér rekja ævisögu
þessarar merku konu, því til þess
skortir mig nægan kunnugleika,
hitt veit ég, að hún var gædd mikl-
um hæfileikum bæði til munns og
handa og þeim eðliskostum, sem
ekki vildu vamm sitt vita. Hún var
kona með stórbrotna skapgerð og
ríka höfðingslund og stóð meðan
stætt var, óljúft að fela öðrum
hlut sinn. Hún var vinur sem til
vamms sagði, viðkvæm og veitul
þeim sem hjálpar þörfnuðust.
Ævikjörin voru ekki alltaf blíð,
hún var tvígift og tvisvar ekkja, sá
á bak báðum eiginmönnum sínum
auk fátæktar og heilsuáfalla.
En þrefaldan silfurþráðinn, sem
hún spann í ævikjörin sín tókst
ekki að slíta. í einlægri trú og
trausti á Hann sem: „Brákaðann
reyrinn brýtur ekki sundur, og
dapran hörkveik slökkur ekki,
heldur boðar réttinn með trú-
festi.“ Þá gat hún glaðst með glöð-
um og hryggst með hryggum og
borið skjöld sinn heilan og fægð-
an.
Með fyrri manni sínum eignað-
ist hún fjórar dætur, sem að erfð-
um hafa tekið svipmót móður
sinnar og nú blessa minningu
hennar.
„Far þú í friði. Friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.“
Arinbjörn Árnason
í upphafi þessa máls er því lýst
fáum orðum, hvernig umhorfs var
hér á landi um og upp úr aldamót-
unum, hve skortur sagði til sín
hvarvetna, hve möguleikarnir á að
bjarga sér voru takmarkaðir og
hve þjóðin var í rauninni skammt
á veg komin í félagslegri uppbygg-
ingu. Upp úr aldamótunum fór þó
að þokast í rétta átt, og eftir því
sem lengra leið, voru æ stærri
skref stigin. Náði sú framvinda
svo hámarki, þegar lýðveldið var
endurreist á Þingvöllum 1944.
Engin kynslóð íslendinga hefur
skilað meira dagsverki en sú, sem
hóf starf sitt um og upp úr alda-
mótunum. Engir hafa búið betur í
haginn fyrir komandi kynslóðir,
og sennilega engir lagt harðara að
sér. Þetta á við um fólk í öllum
stéttum, hvar í flokki, sem það
hefur staðið, og hvort heldur það
hefur átt heimkynni til sjávar eða
sveita. Þetta er fólkið, sem hefur
lagt grunninn að þeirri velmegun,
sem þjóðin býr nú við.
Þau hjónin, Guðrún og Sigurð-
ur, leystu upp heimili sitt á ísa-
firði 1977 eftir 59 ára búskap þar
og fluttust hingað suður. Fyrstu
árin bjuggu þau í húsi sonar síns
og tengdadóttur að Starhólma 4,
Kópavogi, en í september 1980
fluttust þau á Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna í Laugarási í
Reykjavík. Þaðan var Guðrún svo
flutt 18. þessa mánaðar á Land-
spítalann eftir að hafa fengið
hjartaáfall. Þar sofnaði hún sín-
um hinsta svefni, og yfir henni var
værð og ró.
Að lokum er rétt að benda á rík-
an þátt i fari Guðrúnar, en það var
sú sterka trúhneigð, sem hún allt-
af átti og aldrei brást. Sagði hún
undirrituðum oft frá trúhneigð
sinni, og að hún teldi sig hafa haft
mikinn styrk og hjálp í bæninni.
Ekki þarf að efa, að svo hafi verið.
Þegar Guðrún Guðmundsdóttir
er nú kvödd að endingu, er það
einlæg ósk mín að mega hitta
hana í fyllingu tímans heilbrigða
og káta á fallegri stjörnu í fjar-
lægu sólkerfi.
Olafur E. Einarsson
Guðrún Guðmunds-
dóttir - Minning