Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 1 5 Skotið á fjóra lögreglumenn LENPIN6UM HORPU EF PEIR HÆTTl EKKI RÐ SKJÖTfl HVRLI" Ugandæ Ættbálkar hætta 20 ára skæruhernaði Nairobi, 27. júH. AP. TVEIR úganskir sttbálkar sem kalla sig Tunglfjöllin og hafa haldið uppi skæruhernaði i grennd við landamæri Zaire á hendur ríkis- stjórn landsins, hafa ákveðið að hætta þeim athöfnum sínum og ganga til samninga við ríkisstjórn- ina. Forseti „ríkis" þeirra Charles Irena Ngoma sagði að viðræður myndu hefjast við yfirmann Ug- andahers til að byrja með og síðan hefði forseti landsins Milton Obote fallist á að ganga að ákveðnum skilyrðum sem þeir settu. Ættbálkarnir hófu sjálfstæðis- baráttu sína fyrir 20 árum þegar Uganda fékk sjálfstæði frá Bret- um. Þeir hafa alla tíð síðan neitað að hlíta lögum landsins og þeir hafa gert stjórnarhermönnum ýmsa skráveifu þessi tuttugu ár. Um tíu þúsund manns eru innan þessara ættbálka. Fórst á leið á fæðingardeild Jóhannesarborg, 27. júlí. AP. KOBUS Olivier, lögreglumaður hraðaði sér í dag til fæðingar- deildar í úthverfi Jóhannesar- borgar, eftir að vanfær kona hans hafði hringt til hans og sagt honum, að fæðingarhriðir væru byrjaðar. Skömmu eftir að Olivier var kominn til sjúkrahússins kom sjúkrabíll brunandi og kona hans var borin inn, en var þá látin. Á leiðinni í sjúkrahúsið lenti hún í árekstri með þeim afleiðingum að hún lést sam- stundis. Læknar reyndu að bjarga barninu, sem var dreng- ur, en tókst ekki. BelfMt, 27. júlí. AP. FJÓRIR lögreglumenn særðust i dag er a.m.k. þrír vopnaðir skærulið- ar sátu fyrir þeim í Vestur-Belfast, samkvæmt heimildum frá lögregl- unni. Talsmaður lögreglunnar í Belf- ast sagði að lögreglumennirnir fjórir væru ekki alvarlega særðir, en írski lýðveldisherinn væri grunaður um að hafa átt þarna hlut að máli. Árásin sem írsk blöð segja hafa verið þrautskipulagða, var gerð úr einkahúsi sem skæruliðarnir tóku á sitt vald í gærkvöldi. Þar var haldið í gíslingu fjögurra manna fjölskyldu, þar á meðal tveimur ungum börnum. Lögreglumennirnir óku inn á svæðið í tveimur Land Rover-bif- reiðum og skothríðin dundi á þeim frá gluggum á efri hæð hússins. Báðum bifreiðunum var hægt að aka á brott frá árásarstaðnum. Eftir árásina tókst síðan árás- armönnunum að sleppa burt á stolnum bíl, en gíslar þeirra voru skildir eftir heilir á húfi. Indira Gandhi. Indira til Banda- ríkjanna Nýju Delhí, 27. júlí. AP. INDIRA GANDHI forsætisráðherra Indlands lagði af stað flugleiðis til Bandaríkjanna í dag til að ræða við bandaríska ráðamenn um bætt sam- skipti Indlands og Bandaríkjanna. Með í för eru ýmsir ráðgjafar hennar svo og sonur hennar Rajiv Gandhi, sem af mörgum er talinn æskilegur eftirmaður Indiru. Indira Gandhi mun eiga viðræður við Reagan Bandaríkjaforseta nokkr- um sinnum og fleiri ráðamenn. Eft- ir dvöl á austurströndinni fer hún til Los Angeles og þaðan til Japan í opinbera heimsókn. NV-7200 Panasonic sannanlega eitt besta og fullkomnasta myndsegulband sem völ er á. Á verði sem á sér enga hliðstæðu. Hefur þú efni á að kynna þér ekki Panasonic? — Sjón er sögu ríkari. BslkR'siúiS-t" I I I I I I “** j n n n lu uu IJJJIJ Ert bú ekki búinn aö fá nóg af bullinu um, aö hinir og þessir séu aö bjóöa ódýrasta og besta myndsegulbandiö bla bla bla . . . Þaö er okkur hulin ráögáta, hvernig nokkrum manni dettur þaö í hug, aö þessi „billegu“ tæki séu a einhvern hátt sambærileg hvaö varöar mynd- gæöi, hljóm og aila tæknilega upp- byggingu viö vönduöustu tæki virt- ustu myndsegulbandframleiðenda heims. A meöan flestir kappkosta aö bjoða „billegustu“ módelin höfum viö lagt alla áherzlu á aö ná sem hagstæðust- um samningum á einu því besta og fullkomnasta tæki sem völ er á: Panasonic * 24ra liða þráðlaus fjarstýring, (infrared). * DOLBY suðuhreinsikerfi (alvöru-hljómgaeði). * Sex ganghraðar: 9 sinnum áfram (hraðleitun áfram). 9 sinnum afturábak (hraðleitun afturábak). 2 sinnum áfram (með tali). 'h hraði áfram. Mynd-fyrir-mynd. Eðlilegur hraði. * Kyrrmynd. * 14 daga upptökuminni með fjórum mismunandi upptökutímum að eigin vali. ★ Quartz-kiukka. * Tveir beindrifnir quartz-stýröir mótorar. * Algjörlega eletrónískt stjórnborð. ★ Snertitakkar. * Minni (Memory). . . ★ Rakavari. ★ Síðast en ekki sizt: Tækið er byggt á álgrind. * Þetta er engan veginn tæmandi lýsing á NV-7200. Komið, skoðið og kynnist af eigin raun þessu magnaða tæki. Panasonic mest selduVHS tækin i heimi Hafnargötu 38 Keflavfk - Siml 3883 JAPIS Brautarholti 2 Sími 27133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.