Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982
19
Hvers vegna hefur ævi
íslendinga lengst?
— erindi Ólafs Ólafssonar á
málþingi á Kjarvalsstöðum í kvöld
Fyrsta reggae-hljóm-
sveitin til landsins
„REGGAE“-hljómsveitin Babat-
unde Tony Ellis er væntanleg til
landsíns í næstu viku og mun hún
koma fram á tónleikum í Laugar-
dalshöll fostudaginn 6. ágúst og í
íþróttaskemmunni á Akureyri
laugardaginn 7. ágúst nk. Mun
þetta vera í fyrsta skipti sem
„reggae“-hljómsveit kemur hingað
til lands, en þessi tegund tónlistar
nýtur mikilla vinsælda víða um
heim.
Babatunde Tony Ellis er skip-
uð átta hljómlistarmönnum, sex
Bæjarfógetaembættið í Kópavogi:
Sýning myndefnis í
fjölbýlishúsi stöðvuð
frá Jamaica og tveimur frá Sví-
þjóð, en hljómsveitin er vel
þekkt á Norðurlöndum og hefur
hún m.a. verið með sjónvarps-
þátt í skandinavískum sjón-
varpsstöðvum auk þess sem hún
hefur komið fram á tónleikum
við góðar undirtektir. Þá hefur
breiðplata þeirra, „Change Will
Corne" einnig fengið góðar við-
tökur hjá frændum okkar í
Skandinavíu, en platan kom út
þar skömmu fyrir áramót.
„HVERS vegna lengist ævi íslend-
inga svo mjög? er yfirskrift mál-
þings, sem efnt er til á Kjalvalsstöð-
um i kvöld klukkan 20.30, og það er
landlæknir sem leitar svara við þess-
ari spurningu í erindi er hann fiytur.
— Málþingið er haldið í tengslum
við sýningu á handmenntum og al-
þýðulist, sem nú stendur á Kjar-
valsstöðum í tilefni árs aldraðra.
Ólafur Ólafsson landlæknir
mun í erindi sínu ræða þá þýð-
ingarmiklu spurningu hvers vegna
mannsævin hefur lengst svo mjög.
Á því eru ýmsar alkunnar skýr-
ingar. Landlæknir telur aðrar
skýringar vera á málinu en hingað
til hefur verið haldið fram.
Á málþinginu á fimmtudags-
kvöld ræddi Valborg Bentsdóttir
hvenær eðlilegt væri að menn létu
Amsterdam — Diisseldorf:
Flugleiðir
fluttu 5.122 far-
þega í fyrra
FLUGLEIÐIR fluttu í fyrra
5.122 farþega á þeim tveimur
lciðum, sem samgönguráðherra
hefur svipt félagið frá og með 1.
október nk.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Mbl. fékk hjá Flugleiðum
voru 2.107 farþegar fluttir
milli íslands og Amsterdam í
fyrra og 3.015 farþegar voru
fluttir á leiðinni Keflavík-
Diisseldorf.
Hvalveiðibannið:
af störfum. Kom hún víða við og
skýrði frá þróun í reglum um
starfslok opinberra starfsmanna.
Hún ræddi um nauðsyn þess að
menn gerðu sér ljósan aldur sinn
og takmörk sem hann setti
mönnum. Menn kepptust við að
eiga sem lengsta starfsævi. Hitt
væri öllu mikilvægara að eiga
langa heilsuævi. Til að draga úr
áfallinu sem starfslok væri mörg-
um varpaði Valborg fram þeirri
hugmynd hvort ekki mætti draga
úr vinnunni smám saman þannig
að eftirlaun væru greidd að hluta.
Þá ræddi hún starf í þágu aldr-
aðra á ýmsum stöðum væri í
höndum yngra fólks en iífeyris-
þegarnir sjálfir hefðu þar lítið um
að segja. Áð lokum sagði Valborg:
„I guðs bænum talið ekki um að
við séum ung í anda, það erum við
ekki. Við eigum reynsluríka ævi að
baki með litríkum minningum,
sem er sá brunnur sem hægt er að
miðla af þeim sem ungir eru að
árum. Þið sem ung eruð og mið-
aldra eigið eftir þá lífsreynslu að
verða gömul. Hana eigum við. En
okkur fellur fjandalega við að
komið sé fram við okkur eins og
við værum pinulítið þroskaheft,
þið fyrirgefið. Mér finnst það
broslegt þegar verið er að vísa
okkur leið sem við héldum okkur
rata.“
Á eftir voru umræður þar sem
margir tóku til máls. Þar komu
fram sjónarmið varðandi hækkun
lífeyrisaldurs, að þá væri verið að
taka vinnu frá þeim sem eldri
væru, að ráðskast væri með gamla
fólkið. Að hinu leytinu kom fram
að torvelt væri að fá eldra fólk til
að hafa frumkvæði og forystu í
eigin málum. Þá var rætt um þátt
vinnunnar í lífi fullorðinna,
skrefagjald símans o.fl.
„ÞAÐ virðist vera sem aðstandend-
ur kvikmyndahúsanna séu mjög
vakandi yfir rétti sínum um þessar
mundir, en þetta er í annað skipti
sem farið er fram á lögbannsgerð,
við sýningu kvikmyndar af mynd-
böndum á skömmum tíma,“ sagði
Rúnar Mogensen, fógetafulltrúi í
Kópavogi, en síðastliðið föstu-
dagskvöld fór Brynjólfur Eyvinds-
son, lögfræðingur Háskólabíós þess
á leit við bæjarfógetaembættið, að
lögbann yrði sett við sýningu kvik-
myndarinnar „The Hunter" í
myndbandakerfi fjölbýlishússins að
Engihjalla 3 í Kópavogi.
Er forráðamenn kvikmynda-
hússins höfðu sýnt fram á ótví-
ræðan rétt sinn á myndefninu fór
Rúnar ásamt lögfræðingi og for-
stjóra Háskólabíós á staðinn, þar
sem þeir hittu fyrir forsvarsmenn
sýningarinnar. „Ég gerði þeim
grein fyrir lögbannsbeiðninni, en
hún beinist gegn viðvarandi eða
yfirvofandi réttarbroti. Aðstand-
endur sýningarinnar gengust við
því að hætta sýningu myndarinn-
ar, þannig að fógetagerðar var
ekki þörf. Mér var afhent mynd-
bandsspólan, en á henni mátti
Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú
endurskoðað reglur um heimildir báta,
30 rúmlestir og minni, til þorskveiða á
banntímabilinu 25. júlí til 3. ágúst
næstkomandi.
Þannig tekur bannið nú ekki til
lesa, að hún var ekki ætluð til
opinberra sýninga, þ.e. ekki í fleiri
en einni íbúð,“ sagði Rúnar. Rúnar
kvaðst ekki vita frá hvaða aðilum
myndbandsspólan væri komin, en
að svo stöddu væri afskiptum fóg-
eta af málinu lokið og ekki kæmi
til frekari aðgerða, nema með
kæru annars hvors aðila.
báta, sem eru undir 30 lestum að
stærð eða minni og stunda annað-
hvort línu- eða handfæraveiðar. Áð-
ur en reglurnar voru endurskoðaðar
náði undanþágan aðeins til hand-
færabáta 30 lesta og minni.
Reglur um þorskveiði-
bann endurskoðaðar
Engin ákvörð-
un enn tekin
um mótmæli
„ÞAÐ hefur enn ekki verið
tekin ákvörðun um það hvort
samþykkt alþjóða hvalveiði-
ráðsins verður mótmælt, við
höfum 90 daga til þess. Ég hef
enn ekki fengið neina skýrslu
frá þeim, sem sátu fundinn í
Brighton og því hefur engin
ákvörðun, hvorki með né móti
samþykktinni, verið tekin
enn,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson, sjávarútvegsráð-
herra, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
snakespeaie
ædast til aó þú
gerir miklar krufur
Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og
fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir
geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um.
Haltu þig við Shakespeare línuna, þar ertu öruggur.
Shakesþeare veiðivörur fást i nœstu sþortvöruverslun.