Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 17 Jónas Sigurbergsson verktaki og kona hans, Auður Lóa Magnúsdóttir, ráðskona hópsins. Myndin er tekin fyrir framan hús það, sem Jónas tók á leigu. Foss á Síðu skartar sínu fegursta í baksýn. '48 staura- og stagfestur gssonar heimsóttur að Fossi á Síðu sem stagfestuholurnar koma hafi rétta eðlisþyngd og oft þarf að sækja efni um langan veg, en efnið sem grafið var upp er síðan jafnað út og sléttað. Stagfesturnar þurfa að þola um 15—20 tonna átak hver um sig. Af ofangreindu má sjá að ekki er alltaf auðvelt að vinna þetta verk, og var erfiðasti kaflinn hingað til frá Skeiðará og vestur Skeiðarár- sand, en þar vildi vatn fylla holurn- ar og varð að móta sérstakan járn- kassa sem grafið var innanúr og síð- an var vatninu dælt úr kassanum, svo að hægt væri að staðsetja staurastæðurnar og stagfestingarn- ar rétt í holurnar. Athyglisvert er hve þessi átta manna hópur sem að þessu verki vinnur, leggur mikla áherslu á að ganga snyrtilega frá hverri staur- ástæðu fyrir sig og sést á því hve mikil virðing er borin fyrir landinu. Ekki er síður athyglisvert og jafnvel undravert hve hópurinn afkastar mikilli vinnu og til marks um það má nefna að á einum degi hefur hópurinn fullgengið frá 6 staura- stæðum sem þýðir að í jörðu hafa verið grafnar 12 stæður og 12 stag- festingar ásamt seinlegum mæling- um og jarðvegsskiptum. 30 kílómetra vegarslóði lagður Til þess að geta hafið allar þessar framkvæmdir varð að byrja á að leggja veg og er sá vegur orðinn um 30 km langur og hafa farið í hann rúmlega 31.000 rúmmetrar af efni. Þar gegndi sama máli um snyrti- mennsku vinnuflokksins við efnis- tökuna, viðskilnaðurinn á efnis- tökusvæðunum er einstakur. Við þessa vegalagningu þurfti að brjót- ast í gegnum hraun á 13 km löngum kafla og liggur hann í gegnum Rauðabergshraun, Eldvatnstanga og Lækshraun í V-Skaftafellssýslu, á öðrum stað þurfti að leggja veg- arslóðann yfir mikið votlendi og var þá brugðið á það ráð að nota sér- stakan grisjuplastdúk á jörðina og aka síðan uppfyllingunni ofan á dúkinn. Með þessari aðferð er talið að sparast um 25—30% efni til þessarar vegalagningar, sem annars hefði sokkið í votlendinu. Ekki var annað að sjá en að hestamenn kynnu vel að meta þennan 30 km vegarslóða til útreiða. Við vegalagninguna var hafist handa þann 13. mars og unnu þá um 15 manns við hana en síðan henni lauk hafa eins og áður er greint unnið 8 manns við verkframkvæmd- ir á svæðinu. Aætlað er að verkinu ljúki um mánaðamótin ágúst—sept- ember í haust og er þá átt við fram- kvæmdir á öllu svæði 2. Eftirlitsmaður með verkinu fyrir hönd RARIK hefur lengst af verið Magnús Hallgrímsson verkfræðing- ur hjá Hönnun hf., en nýlega tók við því starfi Magnús Ólafsson verk- fræðingur hjá sama fyrirtæki. Verk eftirlitsmanna er að fylgjast með að allt sé rétt framkvæmt, og eru allar upplýsingar um hverja einustu holu sem grafin er skráðar sérstaklega. Um allar mælingar f.h. verktaka sér Sveinn Númi Vilhjálmsson verk- fræðingur. Heildarfjöldi trémastra á þessari 50 km leið er um 410. Staura- og stagfestur sem grafnar eru í jörð á þessu svæði eru um 748. Heildar- kostnaður við suðurlínuna var í upphafi áætlaður um 60 millj. króna. Áætlað er að hringtenging- unni, þ.e. frá tengivirki að Hólum í Hornafirði að tengivirki við Si- göldu, verði lokið seint á árinu 1983. Til að missa ekki jarðveginn í gegnum votlendið er vegarslóðinn var lagður var dúkur lagður undir. Magnús Ólafsson, verkfræðingur, athugar jarðveginn, sem nota á til að halda stagfestingunum. Jón Helgason frá Hoffelli í Nesjum, Hornafirði, á leið með jarðýtu á vinnusvæðið. Til að koma.Ni leiðar sinnar yfir Djúpá, þurfti Jón að taka Ijósabúnað og loftnet af jarðýtunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.