Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 32
Síminná OQfiQQ
afgreiöslunni er OOUOO
fttergmttiIaMfe
Þú manst’eftir
MNITED
4. ágúst á Laugardalsvelli
SHARP * VALUR
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLI 1982
Banaslys
í Hjalta-
staðarþinghá
BANASLYS varð á bænum Kór-
cksstöóum í Hjaltastaftarþinghá i
gær.
Bóndinn þar, Ingvar Halldórs-
són, hafði verið að vinna við hey-
bindivél, og lent í henni með þeim
afleiðingum að hann lést af
meiðslum er hann hlaut. Vitni
voru ekki að slysinu þar sem Ingv-
ar var einn við vinnu sína, en hann
var látinn er að var komið.
Ingvar var 78 ára að aldri,
ókvæntur og barnlaus.
*
Alagningarseðl-
arnir út í dag
og á morgun
ÁLAGNINGU skatta lýkur form-
lega á morgun, föstudag, en út-
sending álagningarseðla hefst
væntanlega í kvöld og verður
henni lokið á morgun. Því ættu
landsmenn, að vera búnir að fá
„skattaglaðninginn" innan fárra
daga.
Veðurútlit:
Bjart og
hlýtt nyrðra
og eystra
Utlit er fyrir að sama veður
og verið hefur síðustu daga
haldist eitthvað áfram, eða
fram á laugardag að minnsta
kosti, samkvæmt upplýsingum
er Morgunblaðið fékk á Veður-
stofu íslands í gærkveldi.
Áfram verður ríkjandi suðvest-
anátt, með dumbungsveðri
sunnanlands og vestan. Bjart og
hlýtt verður aftur eystra og
nyrðra.
Víða um land má finna fallegar stuðlabergsmyndanir, meðal annars vestan f Reynisfjalli, sunnan Garða, sem er syðsti bær landsins. Ferðamenn
staldra gjarnan við á þessum stað og þá er ekki amalegt að hafa fallegt útsýni fyrir augum eins og á þessum stað þar sem Reynisdrangar blasa við.
(Ljósm. RR)
Islenzku fyrirtækin á Bandaríkjamarkaði:
Samdráttur í sölu þorsk-
flaka á bilinu 24—32%
MIKILL samdráttur hefur orðið í
sölu þorskflaka í Bandaríkjunum
og er þar einkum um að kenna
Sjónvarpið úr sumarfríi á sunnudaginn:
Byrjað á HM-
leik frá 2. júlí
ÚTSENDINGAR sjónvarpsins
hefjast að nýju, eftir mánaðar
hlé, sunnudaginn 1. ágúst nk.
Dagskráin hefst kl. 16 með
knattspyrnuleik Argentinu og
Krasilíu sem fram fór í undan-
úrslitum heimsmeistarakeppn-
innar á Spáni 2. júli sl. Auk
þessa leiks verða fimm aðrir
íeikir heimsmeistarakeppninnar
sýndir fyrstu útsendingarvik-
una, þ.á m. keppnin um 3. sætið
og úrslitaleikurinn.
Fjórir nýir framhalds-
myndaflokkar verða á dagskrá
þessa fyrstu viku. Á sunnu-
daginn verður sýndur fyrsti
þáttur sænsks myndaflokks
fyrir börn. Á þriðjudaginn
verður á dagskrá fyrsti þáttur
þýsks myndaflokks um rann-
sóknarlögreglumanninn Derr-
ick.
Babelshús heitir nýr sænsk-
ur framhaldsmyndaflokkur
byggður á skáldsögu P.C. Jers-
ilds. Sunnudaginn 8. ágúst
verður svo sýndur fyrsti þátt-
ur framhaldsmyndaflokks
sem byggður er á frægustu
skáldsögu Romains Rolland,
Jóhanni Kristófer, en mynda-
flokkurinn ber sama heiti og
bækurnar.
aukinni samkeppni Kanada-
manna. Þorskflakasalan hefur
dregist saman um allt að 32% á
markaðnum, en alls hefur heild-
arsala á flökum minnkað um 19%
frá þvi í fyrra. Þorskflakasala fs-
lendinga hefur eðlilega dregist
mikið saman af þessum sökum ,
fyrst og fremst vegna aukinnar
samkeppni frá Kanadamönnum,
sem undirbjóða íslendinga á
mörkuðunum. íslenzku 5 punda
pakkningarnar eru nú seldar á í
kringum 1,80 dollara en þær
kanadísku á 1,20 til 1,30 dollara.
Guðmundur H. Garðarsson
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna sagði í gær, að þorskflaka-
sala Coldwater hefði minnkað
um 24% fyrstu sex mánuði árs-
ins, en sem betur fer væri ekki
jafn svart alls staðar. Söluaukn-
ing hefði orðið á verksmiðju-
framleiddum vörum Coldwater
Seafood, sem næmi 11% í
magni.
Guðjón B. Ólafsson hjá Ice-
land Seafood hefur veitt þær
upplýsingar að á fyrstu sex
mánuðum þessa árs hafi heild-
arsala flaka dregist saman um
19% miðað við sama tíma í
fyrra, en ef litið væri aðeins á
þorskflakasöluna, þá hefði hún
dregist saman um 32%, en þess
bæri þá að gæta að samdráttur í
þorskflakaframleiðsluni væri
28%.
Þrátt fyrir að Kanadamenn
hafi reynt að bæta gæði flaka
sinna mikið síðustu 2—3 árin
telur Guðjón engan vafa leika á
að Islendingar séu sem fyrr með
langbestu flökin á bandaríska
markaðnum.
Flugráð mótmælir vinnu-
brögðum samgönguráðherra
FLUGRAÐ gerði fyrir nokkru samþykkt samkvæmt upplýsingum Mbl., þar
sem því var harðlega mótmælt, að samgönguráðherra hefði einhliða ákveðið
leiðaskiptingu í áætlunarflugi milli landa milli Flugleiða og Arnarflugs, án
þess að Flugráð fengi málið til meðferðar og umsagnar, þar sem um svo
afdrifaríka stefnubreytingu í íslenzkum flugmálum er að ræða.
Flugráð var hins vegar beðið um
umsögn um hugmyndir sam-
gönguráðuneytisins um tilhögun
leiguflugs ísienzku félaganna á
miililandaleiðum. Flugráð mun
væntanlega fjalla um það mál á
fundi sínum í næstu viku.
Auk framangreindrar sam-
þykktar gerðu flugráðsmennirnir
Alexander Stefánsson og Guð-
mundur Guðmundsson sérstaka
viðbókarbókun, þar sem því er
lýst, að með ákvörðun ráðuneytis-
ins um leiðaskiptingu sé í raun
horfið frá þeirri stefnu, sem var
ein aðalröksemd samgönguráð-
herra fyrir veitingu áætlunarleyfa
fyrir Arnarflug á sl. vetri, en rök-
semdin var, að með veitingunni
væri komið á nauðsynlegri sam-
keppni í áætlunarfluginu til út-
landa. Ennfremur kemur fram í
bókun tvímenninganna, að koma
þurfi í veg fyrir óeðlilega far-
gjaldasamkeppni milli Flugleiða
og Arnarflugs með öðrum aðgerð-
um, en þeim að fyrirskipa leiða-
skiptingu milli félaganna, því ekki
megi breyta sjálfum grundvelli
flugmálastefnunnar á nokkurra
mánaða fresti.