Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 27 Mikkalína Sturlu- dóttir - Minning Fædd 21. september 1894 Dáin 20. júlí 1982 í dag fer fram útför tengdamóð- ur minnar, Mikkalínu Sturludótt- ur. Því langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Lína, eins og hún var alltaf köll- uð, var fædd á Flateyri við önund- arfjörð. Foreldrar hennar voru Sturla Jónsson frá Stað í Súg- andafirði og Vigdís Karvelsdóttir frá Hvammi á Barðaströnd. Sturla faðir hennar fórst með skipi sinu og allri áhöfn hinn 28. febrúar 1898. Vígdís giftist síðar Markúsi Guðmundssyni á Suður- eyri og áttu þau tvö börn, Guð- rúnu, sem nú er dáin, og Gunnar, sem býr í Reykjavík. Strax eftir fæðingu tók ljósmóð- irin, Margrét Magnúsdóttir og eig- inmaður hennar, Jens Guð- mundsson, Línu til fósturs og reyndust henni góðir foreldrar. Þegar þetta gerðist áttu þau hjónin ekkert barn en alis eignuð- ust þau 11 mannvænleg börn. Af þeim eru nú á lífi, Gunnjóna og Magnús búsett í Reykjavík og Davíð búsettur í Kanada. Fósturforeldrar Línu bjuggu um skeið í Önundarfirði en fluttu síð- an til Þingeyrar, þar sem Jens gerðist kaupmaður. Hinn 29. nóvember 1913, giftist Lina hagleiksmanninum Guðna Bjarnasyni, vélsmið á Þingeyri. Eignuðust þau tvö börn, Ólafíu, búsett í Reykjavík, og Þórð, bú- settur í Kópavogi. Um haustið 1918 missti Lína mann sinn úr spönsku veikinni". Eftir fimm ára sambúð stóð hún þá ein með tvö ung börn. Fór hún þá aftur um tíma til fósturforeldra sinna með börnin. En Lína var sterk og dugmikil og lífið hélt áfram og hinn 22. maí 1921 giftist hún athafnamannin- um Óskari Jónssyni. Gekk Óskar Þórði í föðurstað en Ólafía dvaldist áfram hjá Mar- gréti og Jens. Lína óg Óskar eignuðust tvær dætur, Önnu og Margréti, báðar búsettar í Hafnarfirði. Haustið 1931 flytja þau svo búferlum til Hafnarfjarðar og bjuggu þar alla tíð eftir það. Mikil umsvif fylgdu starfi Óskars og kom það talsvert mikið við heimili þeirra. Reyndi þá á húsmóðurina, sem aldrei brást. Lina var mikil hannyrðakona og mátti með sanni segja, að allt sem hún snerti á, léki í höndum hennar og ótrúlegt var hvað hún afkastaði miklu. Hún átti fallegt heimili þar sem vel unnin handarverk hennar og frábær smekkur nutu sín vel. Óskar átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu ár sín og í þeim veikindum stóð Lína við hlið hans, sterk og æðrulaus. Hjónaband þeirra var mjög ástríkt og gott. Mann sinn missti hún hinn 6. maí 1971. Mikill styrkur var henni af sam- býli við Önnu dóttur sína og Þórð tengdason og börn þeirra, sér- staklega Margréti og verður það seint fullþakkað. í des. sl. veiktist Lina alvarlega. Var hún á sjúkrahúsi allt til hinstu stundar. Þetta voru erfið og þung veikindi, en alltaf sýndi þessi dugmikla kona hugprýði og æðruleysi þar til yfir lauk. Kynni okkar Línu hófust árið 1945 er ég dvaldi gestur á heimili þeirra hjóna. Þá fann ég strax hversu hlý, vönduð og traust hún var. Seinna er ég varð tengdadótt- ir hennar lærði ég að þekkja fleiri kosti henar. Ævinlega er ég þakk- lát fyrir að hafa notið samvistar hennar. Ég mun geyma minningu hennar alla tíð. Börnum okkar Þórðar þótti mjög vænt um ömmu sína og þau hlökkuðu alltaf mikið til þegar amma í Hafnarfirði ætlaði að koma í heimsókn, eða þegar þau ætluðu að heimsækja hana. Að þessum orðum sögðum, biðj- um við Guð að blessa minningu hennar og alla þá, er henni þótti vænt um. Tengdadóttir í dag er kvödd hinstu kveðju frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, amma mín, Mikkalína Sturludótt- ir sem andaðist 20. júlí sl. Hún var fædd á Flateyri 21. september 1894. Foreldrar hennar voru Vigdís Karvelsdóttir og Sturla Jónsson frá Stað í Súg- andafirði. Sem ungbarn var hún tekin í fóstur af Margréti Magn- úsdóttur ljósmóður og Jens Guð- mundssyni kaupmanni á Þingeyri við Dýrafjörð, og ólst hún upp hjá þeim ásamt 11 fóstursystkinum, þar til hún giftist 29. nóvember 1913 Guðna Bjarnasyni vélsmið, og bjuggu þau á Flateyri. Þau eignuðust tvö börn, ólafíu sem býr í Reykjavík og Þórð búsettan í Kópavogi. Eftir aðeins 5 ára hjónaband missti hún mann sinn úr spönsku veikinni. En þegar hún stóð í þeim erfiðu sporum varð það henni til hjálpar, að hún gat leitað til fósturforeldra sinna. Fluttist hún með bæði börn sín þangað og var til heimilis hjá þeim, þar til hún giftist aftur 22. nóvember 1921 Olskari Jónssyni frá Fjalla- skaga í Dýrafirði. Hófu þau bú- skap á Þingeyri og bjuggu þar til ársins 1931 að þau fluttu til Hafn- arfjarðar þar sem þau áttu heima upp frá því. Þau eignuðust tvær dætur Önnu, móður mína, og Margréti, sem báðar eru búsettar í Hafnarfirði. í meira en hálfa öld bjó amma í Hafnarfirði og þar starfaði afi við útgerð og að ýmsum bæjarmálum meðan hans naut við, en hann andaðist 6. maí 1971. Allt frá því ég fæddist og til þess tima að ég stofnaði mitt heimili, átti ég heima í sama húsi og amma, eru því allar bernskuminningar mínar nátengdar henni, og þær eru margar góðar minningarnar sem leita á hugann nú er leiðir skilur. Ávallt var manni sinnt af sömu alúðinni og umhyggjuseminni er auðkenndu ömmu fram til hinstu stundar, hún fylgdist með hverju því sem við systkinin og önnur barnabörn hennar tókum okkur fyrir hendur. Ekki fór yngsta kynslóðin, langömmubörnin varhluta af gæðum hennar. Öllum vildi hún gott gera af sinni með- fæddu hógværð og hjartahlýju. Amma var mikil hannyrðakona, alla tíð notaði hún hverja stund sem gafst frá heimilisstörfum til hannyrða, sem hún hafði mikinn áhuga fyrir. Þeir eru orðnir marg- ir munirnir sem hún hefur gefið vinum og vandamönnum hér heima og erlendis. Ég er svo lán- samur að eiga frá henni muni er prýða heimili mitt og eru mér mjög kærir. Ætíð var amma eitt- hvað að sauma út, allt fram að því hún lagðist inn á sjúkrahús í des- ember siðastliðnum, alltaf var það sama fallega handbragðið, hún var sérstaklega vandvirk og það var með ólíkindum hve mikilvirk hún var. Á síðustu jólum gaf hún Hárgreiðslu- og snyrtistofa Hárgreiöslumestararnir Matti og Dúddi hafa sameinað stofur sínar. Áður voru þeir með stofur í Kópavogi og að Suðurlandsbraut 10, en nú hafa þeir opnað hár- greiðslustofu undir nafninu „Hjá Dúdda og Matta“ að Suður- landsbraut 2, nánar tiltekið í glæsilegu húsnæði á götuhæð Hótel Esju. Þeir hafa fengið til liðs við sig snyrtifræðingana Erlu Gunnarsdóttur og Ólöfu Wess- manna, sem stofnað hafa snyrti- og sólbaösstofuna „Sól og snyrting" og verður jafnframt opnuð rakara- stofa í hinu nýja húsnæði innan skamms. Hyggjast þessir aðilar þannig ná sem beztri hagkvæmni í rekstri auk þess sem hægt er t.d. að veita aukna þjónustu við viðskiptavini með handsnyrt- ingu á meðan hársnyrting fer fram. Verzlun, simaþjónusta, móttaka, biðstofa og fleiri sam- eiginlegir rekstrarþættir, svo sem þvottur og kaffistofa, verð- ur sameiginlegt. Kjörorð snyrti- stofunnar er „Aðlaðandi er fólk- ið ánægt". yngstu langömmubörnum sinum útsaumaða muni. Þó amma væri mikil húsmóðir og hennar vettvangur væri innan veggja heimilisins, þá hafði hún fleiri áhugamál. Eitt af því voru ferðalög sem hún hafði mikið yndi af og naut þess að geta veitt sér að ferðast bæði innan lands og utan. Fóru hún og afi í margar utan- landsferðir saman sem hún hafði gaman af að rifja upp og segja frá. Undraðist ég oft minni hennar á ýmsum staðarheitum er hún hafði numið í þessum ferðum. Síðustu utanlandsferðina fór hún 1973 þá 79 ára gömul, ásamt fóstursystur sinni. Sú ferð var farin með Gull- fossi og var það einnig síðasta skemmtiferð skipsins í eigu ís- lendinga. Amma hafði góða heilsu lengst af, fylgdist vel með öllum þjóð- málum og var áhugasöm um mál- efni síns bæjar. Börnin hennar og þeirra fjölskyldur voru henni ætíð efst í huga, og hún gladdist yfir velferð þeirra. Margréti systur minni var hún afar þakklát fyrir að dvelja hjá sér í íbúðinni eftir að afi dó. Öldruð kona hefur kvatt sitt jarðlíf en eftir stendur minningin um mæta ömmu, sem var mér gott leiðarljós á uppvaxtarárum mín- um og hélst það nána samband til siðustu stundar að við kvöddumst. Ég, kona mín og sonur þökkum henni samfylgdina í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Reynir Þórðarson. + Þökkum auösýnda vináttu og samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, SIGRÚNAR EDWALD, Hátúni 10a. Börnin. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR BERGSSONAR, bakarameiatara. Ulla Brynhildur Siguröardóttir, Elna Sigrún Siguróardóttir, Guöjón Már Gíslason, og dóttursynir. + Þökkum auösýnda samúö vlö fráfail og jaröarför, HALLBJÖRN8 ÞÓRARINSSONAR, trásmiös, Raynimel 84. Fyrir hönd aöstandenda, Guðlaug Hallbjörnsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför föður, fósturföður, tengdafööur og afa, GÍSLA ÞORSTEINSSONAR, fyrrverandi oddvita, Geirshliö. Sérstakar þakkir færum við Miödælingum, sem heiöruöu minningu hans meö því að sjá um útförina, einnig starfsfólki og læknum Sjúkrahúss Akraness fyrir alla alúö og umönnun. Kristín Gísladóttir, Eiríkur Lárusson, Guömundur Gíslason, Guöný Jónasdóttir, Jón Ólafsson, Inga Þorsteinsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Sigvaldi Hjartarson, Ómar Kristinsson og barnabörn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, HELGA JÓNS MAGNÚSSONAR frá Hofi, Dýrafirói, Garöastræti 14. Sérstakar þakkir sendum viö laeknum og starfsfólki deildar 4-D, Landspítalans. Guö blessi ykkur öll. Jóhanna Helgadóttir, Haraldur Helgason, Magnea Helgadóttir, Sigurjón Guöjónason, Magnús Helgason, Kolbrún Ástráðsdóttir, Dóra Stína Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokaö í dag vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ísafírði. Verslunarfélagiö Festi. Lokað vegna jarðarfarar Björns Magnússonar, Svanhvítar Gunnarsdóttur, Auðar Björnsdóttur og Axels Björnssonar, föstudaginn 30. júlí. Fatahreinsunin í Grímsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.