Morgunblaðið - 07.08.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982
21
Bílar
Sighvatur Blöndahl
ISUZU
Gerð: Isuzu Trooper
Framl.: Isuzu Motor Ltd
Framleidsluland: Japan
InnDytjandi: Véladeild SÍS
Verð: 270.000.—
Afgreiðslufr.: Til á lager
Ix'ngd: 4.380 mm
Breidd: 1.650 mm
Hæð: 1.800 mm
Hjólahaf: 2.650 mm
Hæð u/lægsta punkt: 225 mm
Vél: 4 strokka, 61 hestafla,
2.238 rúmsentimetra, dísil
Fjöðrun: Sjálfstæð að fram-
an, fjaðrir að aftan
SkipL: 4 gíra, hátt og lágt drif
Kyðsla: 10—11 lítrar af olíu
Tankur: 50 lítra
Hjólb.: 6.00—16/4.5EX16.
Isuzu Trooper
reynsluekið
JeppateKundum hefur farið
mjög fjölgandi hér á landi síð-
ustu misserin, eins og fjallað
hefur verið um hér í þættinum.
Einn þessara nýju jeppa er Isuzu
Trooper, sem Véladeild Sam-
bandsins hóf innflutning á fyrir
liðlega ári. Um er að ræða stóran
lúxusjeppa, sem keppir við bíla
eins og Wagoneer, Toyota Land-
crusier Station og Range Rover
svo einhverjir séu nefndir. Eg
reynsluók Trooper á dögunum og
var sá bíll knúinn dísilvél, en
ennfremur er hægt að fá hann
knúinn benzínvél. Þegar á heild-
ina er litið er hægt að segja, að
hann hafi. komið ágætlega út.
Hann er lipur í innanbæjarum-
ferðinni af svo stórum bíl að
vera og hann liggur ágætlega úti
á vegum.
Gott er að ganga um bílinn,
sem er þriggja dyra. Framhurð-
irnar eru tiltölulega stórar og
afturgaflinn er hægt að opna all-
an og því þægilegt að flytja
varning í bílnum. Þegar setzt er
inn í bílinn er það fyrsta, sem
maður tekur eftir, að mjög gott
útsýni er út úr honum og maður
situr tiltölulega hátt í honum.
Frammi í eru tvö þægileg sæti,
sem hægt er að stilla að vild.
Þau mættu að vísu vera með ei-
lítið meiri hliðarstuðningi, sér-
staklega varð maður var við það
utan vegar. Þá er reyndar nauð-
synlegt, eins og í öllum jeppum,
að festa sig í öryggisbeltið, þegar
ekið er utan vegar til að rúlla
ekki fram og aftur. Reyndar er
ég þeirrar skoðunar, að menn
eigi alltaf að vera með öryggis-
beltið. Farþegasætið færist
sjálfkrafa fram, þegar því er ha-
llað fram til að komast aftur í
bílinn, þannig að tiltölulega auð-
Lipur — Liggur vel — Plássmikill
Mætti vera lægra drifaður
Mælaborðið stilhreint.
61 hestafla dísilvél.
velt er að komast aftur í. Það er
hins vegar galli á sumum jepp-
unum, hversu þröngt er að kom-
ast aftur í þá. Gott pláss er aftur
í fyrir farþega, en þar er um að
ræða venjulegan bekk, sem er
hvorki góður né vondur. Þrír
fullorðnir komast ágætlega fyrir
aftur í, þannig að segja má, að
bíllinn sé 5 manna. Frammi í er
hins vegar mjög gott pláss, bæði
fyrir ökumann og farþega. Auð-
velt er að leggja aftursætið fram
og fá þannig gríðarmikið pláss
Gott rými er í bílnum og auðvelt að ganga um hann.
aftur í bílnum. Reyndar er far-
angursrými Troopersins með því
mesta, sem gerist í svona bílum.
Það er því mjög auðvelt fyrir
4—5 að ferðast í honum með all-
an farangur innandyra.
Mælaborðið í Trooper er ágæt-
lega stílhreint og í því er að
finna alla þá mæla og tæki, sem
nauðsynleg geta talizt. Þau eru
auk þess innan seilingar og auð-
velt að taka á þeim. Auk hraða-
mælis er snúningshraðamælir.
olíumælir, klukka, hitamælir og
benzínmælir að sjálfsögðu, en
síðan eru ýmis viðvörunarljós.
Um miðstöðina er það að segja,
að hún er þriggja hraða og virk-
ar vel. Hún bæði hitar bílinn
mjög fljótt upp og er fljót að
hreinsa af rúðunum frammi í.
Það er hins vegar með Trooper-
inn eins og aðra jeppa af þessari
stærð, að móða sezt gjarnan á
afturrúður bílsins, en við því er
ekkert að gera. Þegar maður lít-
ur á mælaborðið fer hins vegar
ekki hjá því, að manni finnist
því svipa nokkuð til þess, sem
verið hefur í Range Rover á und-
anförnum árum. Annars er öll
innrétting Troopersins mjög
hugguleg, hvorki er um að ræða
íburð, né skortir neitt á. Hann er
ágætlega einangraður, þannig að
dísilvél angrar ekkert vegna
hávaða, eins og oft vill vera með
dísilvélar, auk þess sem hún er
mjög þýðgeng. I bílnum er mjög
létt og þægilegt vökvastýri og er
stýrishjólið vel staðsett fyrir
undirritaðan, en það er auðvitað
persónubundið hvernig mönnum
finnst þægilegast að hafa það.
Pedalarnir eru einnig ágætlega
staðsettir, þannig að gott pláss
er á milli þeirra. Engin hætta er
á því að stíga á tvo þeirra sam-
tímis, eins og stundum vill vera í
bílum. Brernsurnar eru tiltölu-
lega léttar og virka vel.
Hvað gírskiptinguna áhrærir,
þá er hún óvenjulega létt og
þægileg. Stutt er milli gíra, sem
er mikill kostur í vegleysum.
Ennfremur er skiptistöngin
fyrir drifið óvenjulega létt og
þægileg, en bíllinn er að sjálf-
sögðu með lágu drifi, auk þess að
vera með framdrif. Trooperinn
er tiltölulega hátt drifaður, sem
hefur sína kosti, en ennfremur
sína galla. Bíllinn er mjög
skemmtilegur úti á vegum. Það
þarf ekkert að þenja hann til að
aka á góðum hraða, en hins veg-
ar fannst mér hann óneitanlega
fara heldur hratt yfir í lága drif-
inu, þegar komið var út fyrir
veg. Hins vegar er bíllinn að
öðru leyti mjög skemmtilegur
utan vegar. Hann er með sjálf-
stæða fjöðrun að framan og
fjaðrir að aftan, sem gerir hann
virkilega mjúkan og skemmti-
legan. Reyndar kemur þessi
sjálfstæða fjöðrun honum að
sjálfsögðu til góða í öllum venju-
legum akstri, ekki sízt á holótt-
um malarvegum.
Þar sem ég ók honum í veg-
leysum kom það mér hreinlega á
óvart hversu létt hann komst
áfram og tók skemmtilega á.
Olíugjöfin virkaði sérlega vel og
vélin skilaði sínu fyllilega. I
sambandi við vélina verður hins
vegar að segja, að hún mætti
vera lítið eitt kraftmeiri í venju-
legri þjóðvegakeyrslu.
Ef litið er á heildina eftir
þennan reynsluakstur, er ekki
hægt að segja annað en að
Trooperinn komi ágætlega út.
Hann er tiltölulega lipur í inn-
anbæjarakstri, liggur vel úti á
vegum og er mjúkur í ófærum.
Hann er plássmikill og þægilegt
að sitja í honum. Gallarnir eru
hins vegar þeir, að vélin mætti
vera eilítið kraftmeiri og hann
mætti að ósekju vera lægra
drifaður, ef hann er hugsaður
mikið til aksturs í vegleysum.
Drifhæðin er hins vegar góð í
ailri venjulegri keyrslu.
Leikfélag Reykjavlkur:
Áhorfendur aldrei fleiri
IIM SL. mánaðamót lauk leikferð
Leikfélags Reykjavíkur um Norður-
land og Vestnrði með leikritið Jóa eftir
Kjartan Kagnarsson og má segja að
þar með hafi lokið starfsemi Leikfé-
lagsins á leikárinu. Hefur starfsemi fé-
lagsins sjaldan verið með jafn miklum
blóma, alls voru í vetur sýnd 10 verk-
efni, þar af 5 íslensk. Sýningar urðu
309 og heildarfjöldi áhorfenda 75.590,
en það er meiri fjöldi en áður hefur
sótt sýningar félagsins á einu leikári.
Leikritið Jói var það leikrit, sem
oftast var sýnt, sýningar urðu alls 92
og áhorfendafjöldi 21.201. Það leik-
rit, sem næst oftast var sýnt var
Salka Valka eftir Halldór Laxness,
sem frumsýnt var í janúarlok og
sýnt fyrir fullu húsi til loka leikárs,
39 sýningar, þar af 2 á leiklistarhá-
tíðinni .Leikhúsi þjóðanna' í Sofía í
Búlgaríu. Áhorfendur alls 9.585.
Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson og
Kjartan Ragnarsson og bandaríska
leikritið Kommí voru nú sýnd þriðja
leikárið í röð, Ofvitinn 31 sinni og
Rommí 35 sinnum t Iðnó og 15 sinn-
— Yfir 75 þúsund
manns sáu sýningar
Leikfélagsins
um á leikferð um Suðvesturland og
Austfirði. Heildarsýningarfjöldi
Ofvitans er 193 sýningar og áhorf-
endur alls yfir 42 þúsund. Rommí
hefur alls verið sýnt 151 sinni fyrir
rúmlega 30 þúsund áhorfendur. Geta
má þess að íslenska sjónvarpið vinn-
ur nú að upptökum á sýningu félags-
ins á Ofvitanum.
Aðrar sýningar á leikárinu voru
Undir álminum eftir Eugene O’Neill,
endursýningar á Barni í garðinum
eftir Sam Shepard og revíunni
Skornum skömmtum eftir Jón Hjart-
arson og Þórarinn Eldjárn. Var reví-
an sýnd 26 sinnum í Austurbæjar-
bíói fyrir 17.576 áhorfendur. Urðu
sýningar á henni alls 56 og heildar-
fjöldi áhorfenda 24.476. Þá sýndi
Iæikfélagið spánska barnaleikritið
Sagan um litla krítarhringinn eftir
Alfonso Sastre í grunnskólum borg-
arinnar, 27 sýningar fyrir 4.100
áhorfendur.
í vetur störfuðu 30 leikarar hjá
félaginu, þar af helmingur fastráð-
inn. Eftirtaldir leikstjórar leik-
stýrðu hjá félaginu: Kjartan Ragn-
arsson, Jón Sigurbjörnsson, Þórunn
Sigurðardóttir, Hallmar Sigurðsson
og Stefán Baldursson. Leikmynda-
teiknarar voru: Steinþór Sigurðsson,
Jón Þórisson, Magnús Pálsson, ívar
Török og Þórunn Sigríður Þor-
grímsdóttir. Þýðendur erlendra
verka voru: Árni Guðnason, Birgir
Sigurðsson, Stefán Baldursson,
Tómas Zoéga og Þórarinn Eldjárn.
Eftirtaldir tónlistarmenn sömdu
og/eða fluttu tónlist í sýningum:
Askell Másson, Atli Heimir Sveins-
son, Jóhann G. Jóhannssqn og Sig-
urður Rúnar Jónsson.
Eins og lesa má úr tölum um
áhorfendafjölda var aðsókn mjög
góð að sýningum Leikfélagsins í vet-
ur. Besta sætanýting varð á Sölkn
l'rá sýningu Leikfélags Reykjavikur á
forsýnt var á Listahátíð í vor.
Völku, yfir 98%, en sætanýting í
Iðnó á leikárinu í heild var tæp 94%.
Eftirtalin verkefni verða tekin
aftur til sýninga á næsta leikári: Jói
eftir Kjartan Ragnarsson, Hassið
hennar mömmu eftir Dario Fo, sem
flutt verður í Austurbæjarbíó, og
Salka Valka eftir Halldór Laxness,
en af sérstökum ástæðum verður þó
ekki unnt að hefja sýningar á því
verki fyrr en um áramót. Þá er lík-
legt að sýningar verði á Rommí, en
hætta varð sýningum á sl. leikári
vegna þrengsla.
Fyrsta frumsýning LR í haust
verður nýtt leikrit eftir Kjartan
Skilnaði eftir Kjartan Ragnarsson, sem
Ragnarsson, Skilnaður. sem reyndar
var forsýnt á Listahátíð í vor. Verð-
ur það frumsýnt um miðjan sept-
ember. Rétt er að benda fólki á, að
vegna breytinga á salarkynnum í
Iðnó, breytist sætaskipan þeirra sem
átt hafa áskriftarkort að sýningum
og verður fólk að panta sér ný sæti,
þegar sala aðgangskorta hefst um
næstu mánaðamót.
Leikhússtjórar Leikfélags Reykja-
víkur eru Stefán Baldursson og
Þorsteinn Gunnarsson. Núverandi
formaður félagsins er Jón Hjartar-
son leikari en framkvæmdastjóri er
Tómas Zoéga.