Morgunblaðið - 13.08.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
5
Bókaútgáfan Vakæ
Gefur út heimildaþætti um
þjóðlíf og mannleg örlög
— eftir Gunnar M. Magnúss
„Ingimundur fiðla og fleira fólk“
er heiti á nýrri bók eftir Gunnar M.
Magnúss rithöfund sem Bókaútgáf-
an Vaka mun gefa út með haustinu.
Olafur Ragnarsson hjá Vöku sagði í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins, að þetta væru heimilda-
þættir um þjóðlíf og mannleg örlög.
Byggt væri á raunverulegum atburð-
um frá öldinni sem leið og frá byrj-
un þessarar. Einkum væru þetta sög-
ur er tengdust Vestfjörðum og suð-
vesturlandi, þar sem höfundur hefði
með einum eða öðrum hætti komist í
kynni við sögupersónur, vettvang
sagnanna eða atburði þá sem lýst er.
Sögur þessar og frásagnir hefði
Gunnar svo fært í læsilegan bún-
ing, en heiti bókarinnar sagði
Ólafur að dregið væri af einum
þeirra manna er sagt væri frá.
Það væri Ingimundur Sveinsson er
oft var nefndur Ingimundur fiðla.
Hann var bróðir Jóhannesar
Sveinssonar Kjarval, og ferðaðist
víða um landið, lék á fiðlu og
skemmti fólki.
Þessi nýja bók er 56. bókin sem
út kemur eftir Gunnar M. Magn-
úss á 54 árum. Fyrsta bók hans
kom út árið 1928, og síðan hefur
hann verið sískrifandi og skrifar
enn í hárri elli.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
í Vestfjarðakjördæmi:
Aðalfundurinn
settur í kvöld
AÐALFUNDIIR kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi hefst í dag, 13. ágúst, en
fundinum lýkur á morgun. Fundur-
inn verður haldinn i heimavist
Menntaskólans á ísafirði og verður
hann settur klukkan 21.
Geir Hallgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu
við setningu fundarins og einnig
tala alþingismennirnir Matthías
Bjarnason og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson. Öllum sjálfstæðis-
mönnum er heimilt að sitja setn-
ingarfundinn.
Aðalfundarstörf hefjast klukkan
9.30 laugardaginn 14. águst.
Klukkan 19 verður minnst 20 ára
afmælis kjördæmisráðsins við
kvöldverð í menntaskólanum. Allt
sjálfstæðisfólk getur tekið þátt í
kvöldverðinum á meðan húsrúm
leyfir.
Geir Hallgrímsson
t
Ein myndanna
á sýningunni
sem ber nafnið
Síðdegi jökuls-
ins.
Myndlistarsýn-
ing á ísafírði
Guðmundur Thoroddsen opnar
sýningu á grafíkmyndum á Hótelinu
á ísafirði á morgun, laugardaginn
14. ágúst. Þetta er hans fyrsta einka-
sýning, en hann stundar nú nám við
grafíkdeild Ríkisakademíunnar í
Amstcrdam.
Hann var fyrst tvo vetur við
nám í Myndlistarskólanum við
Freyjugötuna, 1974—76. Þá var
hann við Myndlistardeild París-
arháskóla 1976—78 og á sama
tíma frjáls nemandi við akademí-
una í París, Beaux-Arts.
Á sýningunni verða sýnd tíu
verk frá síðastliðnum vetri og eru
þau myndasögur um landslag og
náttúrufyrirbæri og stemmningar
af sjónum. Sýningin stendur til 21.
ágúst og verður opin meðan hótel-
ið er opið. Allar myndirnar eru til
sölu.
. ■
Misjafnar frétt-
ir af heyskap
MJÖG er mismunandi eftir lands-
hlutum, hvað bændur hafa að segja
um heyskap og heyfeng, eins og
málin standa í dag, eftir þeim sam-
tölum sem Morgunblaðið átti við
þrjá bændur víðs vegar um land.
Fara þau hér á eftir.
Byrjað um mánaða-
mótin á Ströndum
„Heyskapur er nýbyrjaður
hérna, byrjaði svona um mánaða-
mótin,“ sagði Guðmundur Jónsson
hreppsstjóri í Munaðarnesi, þegar
við höfðum samband við hann.
„Það hefur allt gengið vel hingað
til, en það er ótíð núna eins og er
og við erum því stopp í bili. Sprett-
an var hægfara, en það er nú
eitthvað að rætast úr henni, ég
held að hún sé orðin sæmileg víð-
ast hvar. Ástæðan var að það var
kalt framan af, vorið kalt og
þurrkar miklir, en það hefur ræst
úr því. Það hefur verið skínandi
góð tíð undanfarið, logn og blíða,
en sprottið hægt, og það er fyrst
núna um mánaðamótin og upp úr
mánaðamótum sem menn fóru að
byrja að slá. Það tekur nú yfirleitt
ekki langan tíma hérna að slá, ef
tíðarfarið leyfir, því það er eigin-
lega allt verkað í vothey hérna,
það er bara lítið eitt sem er þurrk-
að, en það hefur verið rigning og
kuldi núna i tvo daga og þá er
ómögulegt að fást við þetta. Ann-
ars er eitthvað að stytta upp núna,
svo þetta er held ég að komast í
gang aftur. Ég held að heyfengur
geti orðið sæmilegur, ef tíðarfarið
það sem eftir er verður sæmilegt,"
sagði Guðmundur að lokum.
Hefur gengið á
ýmsu á Suðurlandi
„Þetta hefur nú gengið dálítið
misjafnlega, til dæmis leit út fyrir
þurrk og var spáð þurrki í morgun,
en nú er komin bullandi rigning,"
sagði Markús Jónsson á Borgar-
eyrum í Rangárvallasýslu, þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hann. „Þetta hefur verið dálítið
erfitt og það hefur gengið á ýmsu.
Það var nú lengi vel í vor svo
þurrkasamt, að áburðurinn leyst-
ist ekki upp. Síðan hafa verið rign-
ingar. Það er búið að ná nokkuð
miklum heyjum, en það er samt
tölvert mikið eftir, sumir kannski
komnir langt, en aðrir eiga meira
óunnið. Það er erfitt að segja
nokkuð ákveðið og almennt eins og
sakir standa, en gras var orðið
ágætt víðast hvar. Að vísu hef ég
farið ósköp lítið um og veit þess
vegna ekki eins mikið og annars
væri, en ennþá er tölvert eftir af
sumri og vonandi verður þetta allt
vandræðalaust. Heyin sem náðst
hafa inn eru nokkuð misjöfn.
Sums staðar hafa þau orðið
þriggja vikna gömul á túnum, þeg-
ar menn hafa verið of bjartsýnir,
en annars staðar, eins og hér til
dæmis, eru þau ágæt. Annars eru
menn ekkert svartsýnir á að þetta
gangi ekki vel, enda held ég að
ástæðulaust sé að vera það ennþá,
þar sem menn eru nokkuð víða
komnir langt með heyskap. Ég
held því að menn séu nokkuð
bjartsýnir á að þetta verði bara
gott,“ sagði Markús ennfremur. Þá
lét hann þess getið, að sér fyndist
of lítið ræktað í vothey á Suður-
landi og að það þyrfti að auka.
Mjög léleg spretta
í Höfðahverfi
„Heyskapur er mjög lélegur,
með því lélegasta sem hann hefur
orðið, og ég held að það þurfi að
fara langt aftur til að finna ár, þar
sem hann er jafn lélegur hér í
þessari sveit,“ sagði Guðmundur
Þórisson í Hléskógum í Höfða-
hverfi, þegar Morgunblaðið hafði
tal af honum í gær. „Það hafa ver-
ið geysilegir þurrkar og kalt í vor,
en einkum eru það þurrkar, sem
eru ástæðan fyrir þessu. Það má
segja að það hafi ekki komið dropi
úr lofti í 6 vikur samfleytt. Það
kom þarna rigning eða krap um
hvítasunnuna og síðan kom ekki
dropi úr lofti fyrr en liklega
16.—17. júlí og síðan þá hefur bara
verið skúr og skúr, þangað til núna
upp úr helginni, að það gerði
geysimikla norðaustanrigningu.
Annars hefur verið heitt og ágætis
veður, það hefur bara skort rign-
inguna. Það er sæmilegt veður
núna, bara frekar kalt. Hitinn fór
niðurundir frostmark, var tvö stig
hér á þriðjudagsmorguninn. Menn
hafa verið að bíða eftir sprettunni,
annars eru sumir búnir að slá, en
þetta verður mjög lélegt og nánast
engar horfur á öðrum slætti. Ef
það hlýnar núna veit ég að það
getur sprottið ögn, en gallinn er
bara sá að það virðist vera kuldi á
næstunni."
Þú ert einnig með kartöflur,
hvernig eru horfurnar með þær?
„Það eru alls ekki slæmar horf-
ur með þær, ef það hlýnar, en það
sem við erum hræddir við núna er
frostið. Það er það mikill loftkuldi,
að ef heiðskýrst verður, þá verður
frost, svo að menn eru dálítið ugg-
andi einmitt þessa dagana, en það
eru alls ekki slæmar horfur ef það
hlýnar aftur,“ sagði Guðmundur
að síðustu.
Færeyskur
handfærabát-
ur sendi upp
neyðarblys
FÆREYSKUR handfærabátur
sendi upp neyðarblys um klukkan
1.40 í fyrrinótt og urðu þrjú íslensk
skip vör við blysið. Hins vegar
kom á daginn að báturinn var ekki
í nauöum staddur, en var að reyna
að ná athygli annars færeysks báts
á sömu slóðum, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk hjá
Slysavarnafélagi íslands í gær.
Atburður þessi átti sér stað
suðaustur af Reykjanesi, nánar
tiltekið 15 mílur suðvestur af
Eldey. Islensk skip svipuðust um
eftir þeim sem blysið sendi upp
og kom síðar í ljós að um var að
ræða færeyska handfærabátinn
Rad Hamar.
Stefán Skarphéðinsson
Barðastrandarsýsla:
Stefán
Skarphéðins-
son skipaður
sýslumaður
FORSETI íslands hefur skipað
Stefán Skarphéðinsson héraðs-
dómslögmann til að vera sýslu-
maður í Barðastrandarsýslu frá
15. ágúst 1982 að telja.
Umsækjendur um embættið
auk Stefáns voru Haraldur
Blöndal hæstaréttarlögmaður
og Ríkharður Másson dómara-
fulltrúi.
(KrétUtilkynning)
Leiðrétting
MEINLEG villa kom fram í gær í
frétt Morgunblaðsins af kynningu
Randaríkjamanna á orkunýtingu, á
Kaupstefnunni í Reykjavík (bls.
22).
Segir þar að Bandaríkjamenn
framleiði um 80% af þeirri orku
sem þeir nota og sé sífellt reynt
að minnka þetta hlutfall. Þar
átti auðsjáanlega að standa að
reynt væri að auka þetta hlutfall.
Er beðist velvirðingar á þess-
um mistökum.
Leiðrétting — séra
Sigurjón í Saurbæ
í Morgunblaðinu í gær, í afmæl-
isviðtali við Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, misritaðist nafn séra
Sigurjóns Guðjónssonar prófasts í
Saurbæ. Er séra Sigurjón beðinn
afsökunar á mistökunum sem
urðu við vinnslu blaðsins.