Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982 í DAG er föstudagur 13. ágúst, sem er 225. dagur ársins 1982. Árdegisflóö í Reykjavík kl. 12.35 og síö- degisflóö kl. 25.07. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 05.11 og sólarlag kl. 21.52. Sólin er í hádegisstaö í Reykjavík kl. 13.33 og tunglið í suöri kl. 08.03. (Almanak Háskólans.) Áöur en fjöllunum var hleypt niður, á undan hæðunum fæddist óg, áöur en hann skapaði völl og vengi og fyrstu moldarkekki jarðríkis. (Orðskv. 8, 25.) KROSSGÁTA LÁKKTT: — 1 kaupið, 5 ósamstæðir, 6 skordýrió, 9 tilvera, 10 öðlast, II keyri, 12 mann, 13 á húsi, 15 mjúk, 17 skóglaust svæði. LÓÐRETT: — 1 hæfilegur, 2 rifa, 3 ótta, 4 árhók, 7 einnig, 8 forfóður, 12 síða, 14 skordýr, 16 ósamstæðir. I.AI SN SÍÐIJSTU KROSSGÁTIJ: LÁRÍTT: — 1 elda, 5 rugl, 6 frar, 7 fa, 8 apana, II ba\ 12 æst, 14 elgs, 16 tautar. LOÐRÍXT: — 1 Klísabet, 2 draga, 3 aur, 4 ólga, 7 fas, 9 pæla, 10 næst, 13 Týr, 15 pi. I I I ÁRNAÐ HEILLA i ■fC ára afmæli á í dag, 13. ff w ágúst, Gunnar Egilsson (iuðmund.sson málarameist- ari, Bræðraborgarstíg 53 hér í Rvík. Þó ekki sé hann borinn og barnfæddur Reykvíkingur, er hann það í hugum flestra, en afmælisbarnið fæddist vestur í Otradal í Arnarfirði. QA ára afmæli á í dag frú • 0\J Jónína hórðardóttir frá Árbæ i Vestmannaeyjum, Suðurgötu 14 í Keflavík. Hún ætlar að taka á móti gestum í dag milli kl. 15 og 19 í Kirkju- lundi. Eiginmaður hennar var Magnús Kristjánsson og eignuðust þau fimm börn. ára afmæli á í dag, 13. f w ágúst, Steinn Krist- insson, Ólafsbraut 48 t Jlafsvík. — Hann verður í ag á heimili sonar og engdadóttur á Holtabrún 8 ar í bæ. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Hulda Sig- urðardóttir Breiðagerði 13 Rvík, og Hannes Valsson, til heimilis í Gautaborg, Svíþjóð. Þessi mynd var tekin inni í Sundahöfn í fyrradag, af ítalska skemmtiferðaskipinu Eugenio C, sem kom sunnan úr Genova með 1100 farþega, flesta ítali, að því er ferðaskrifstofan Atlantic sagði blaðinu í gær. Þetta skip frá Napolí er 16 ára gamalt, og er það lengsta skip, sem tekið hefur verið upp að bryggju í Sundahöfn til þessa a.m.k., en það er 217 m langt. — Þegar skipið fór héðan í fyrrakvöld sigldi það beint áleiðis til Nýfundnalands, til St. Johns-borgar. Svo langt er skipið, að það stóð fimm eða sex metra fram af hafnarbakkanum, sem það lá við. FRÉTTIR l>að voru heldur hryssingslegar veðurfréttirnar i gærmorgun, en þá hafði Veðurstofan þann boðskap að flytja landsmönn- um, að áfram yrði kaldi um landið norðanvert, kalt yrði um nætur, en sæmilega hlýtt á dag- inn um landið sunnanvert. Það er norðlæg átt sem ræður ríkj- um á landinu. Þar sem nóttin var köldust aðfaranótt fimmtu- dags, uppi á Hveravöllum, fór hitinn niður í eitt sig, en þar sem kaldast var á láglendi, suð- ur á Mýrum í Álftaveri, var 2ja stiga hiti. Hér í Reykjavík fór hitinn niður í 5 stig í fyrrinótt. Sólskin var hér í bænum í tæp- lega 9 klst. í fyrradag. Rigning var hvergi teljandi á landinu um nóttina. Akureyrar-útvarp. I nýjum Degi frá Akureyri, segir að á morgun, laugardag, hefjist föst starfsemi útvarpsins þar í bænum og hefst þar útvarp kl. 13.30. Stendur þessi dagskrá yfir til kl. 15 og verð- ur Jónas Jónasson umsjónar- maður þessarar dagskrár. FRÁ HÖFNINNI í fyrradag kom í fyrsta skipti til hafnar hér í Reykjavík skip Nesskipa hf., sem Suður- land heitir. Þá kom Ljósafoss að utan, togarinn Ásgeir fór aftur til veiða og Askja kom úr strandferð. í gær kom tog- arinn Már frá Grundarfiröi til viðgerðar. Þetta er togar- inn sem tók niðri út af Ólafsvíkurenni á dögunum. Þá lögðu af stað áleiðis til út- landa Eyrarfoss og Hvassafell, en Goðafoss fór á ströndina. Leiguskip Hafskipa Lucia de l'eres kom frá útlöndum og Barok, sem er annað leiguskip Hafskipa, lagði af stað til út- landa í gær._____________ MESSUR____________________ Skálholtskirkja: Á sunnudag- inn kemur verður Tónastund í kirkjunni kl. 20.30 í umsjá Helgu Ingólfsdóttur. Messa kl. 21. Organisti Ólafur Sig- urjónsson. Sóknarprestur. HEIMILISDÝR Þessi köttur týndist að heiman frá sér í Neðra- Breiðholti, 20. júlí sl. Kisi, sem heitir Plató, er svart- flekkóttur, mjög mannelskur. Þeir sem geta gefið uppl. um köttinn eru beðnir að gera viðvart í síma 74790. 90 refa- læður í ágústhefti búnaðarblaðsins Freys, segir Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í sam- tali við blaðið, að loðdýra- rækt geti bætt upp sam- drátt í hefðbundnum búgreinum. — búnaðar- málastjóri segir m.a. varðandi stofnkostnað loðdýrabús að hann sé um 8.600 krónur á hverja læðu miðað við að allt sé byggt upp frá grunni, miðað við verðlag í árs- byrjun þessa árs. Hann bætir við að 90 refalæður eru taldar gefa bóndanum álíka verðmæti og vísi- tölubúið. Þá kemur það fram í þessu viðtali Freys við búnaðarmálastjóra að miklar líkur eru á að toll- um og vörugjaldi verði af- létt af efni til loðdýrabúa. Þessir drengir, Sigurjón Birgisson og vinur hans Þórhallur Viðar Atlason, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir aldraða og söfnuðu 100 krónum. Kvöld-, iMBtur- og helgarþjónuda apótekanna i Reykja- vík dagana 13. ágúst til 19. ágúst. aö báöum dögum meötöldum, er í Vesturbæjar Apóteki. — En auk þess er Háaleitis Apótek opiö til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Onæmisaógerðir fyrir fulloröna gegn maenusótt fara fram i Heilsuverndarstöó Reykjavíkur á þriöjudögum kl.. 16.30—17.30. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini Læknastofur eru lokaöar á laugardögum og helgidögum, en hægt er aö ná sambandi viö lækni á Göngudeild Landspitalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög- um frá kl. 14—16 simi 21230. Göngudeild er lokuö á helgidögum. A virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná sambandi viö neyöarvakt lækna á Borgarspítalanum, sími 81200, en því aöeins aö ekki náist i heimilislækni. Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni og frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. A mánudög- um er læknavakt í síma 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabuöir og læknabjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er í Heilsuverndar- stóóinm viö Ðarónsstíg á laugardögum og helgidögum kl. 17—18 Akureyri. Vaktþjónusta apótekanna dagana 22. febrúar til 1. marz, aö báöum dögum meötöldum er í Akureyrar Apóteki. Uppl. um lækna- og apóteksvakt í simsvörum apótekanna 22444 eöa 23718. Hafnarfjöröur og Garöabær: Apótekin í Hafnarfiröi. Hafnarfjaróar Apótek og Noróurbæjar Apótek eru opin virka daga til kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugar- dag kl 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt- hafandi lækni og apóteksvakt i Reykjavik eru gefnar í simsvara 51600 eftir lokunartima apótekanna. Keflavík: Apótekiö er opið kl. 9—19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10—12. Símsvari Heilsugæslustöövarinnar, 3360, gefur uppl. um vakthafandi lækni eftir kl. 17. Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um ‘ læknavakt fást í simsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum dögum, svo og laugardögum og sunnudögum. Akranes: Uppl. um vakthafandi lækni eru i simsvara 2358 eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftir kl. 12 á hádegi laugardaga til kl. 8 á mánudag. — Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30, á laugardögum kl. 10—13 og sunnudaga kl. 13—14. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö: Sálu- hjálp í viölögum: Símsvari alla daga ársins 81515. Foreldraráógjöfin (Barnaverndarráö islands) Sálfræöileg ráögjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. í síma 11795. ORÐ DAGSINS Reykjavík simi 10000. Akureyri sími 96-21840. Siglufjöröur 96-71777. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl 19 til kl. 19.30. Kvennadeildin kl. 15—16 og kl. 19.30—20 Barnaspítali Hringsins: Kl. 13—19 alla daga. — Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15—18. Hafnarbúóir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. — Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16—19.30 — Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19 30. — Heilsuverndarstöóin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæóingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — SÖFN Landsbókasafn Islands Safnahúsinu viö Hverfisgötu: Lestrarsalir eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9—19. Utlánssalur (vegna heimlána) er opinn sömu daga kl. 13—16. Háskólabókasafn: Aöalbyggingu Háskóla islands. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—17, — Utibú: Upplýsingar um opnunartíma þeirra veittar í aöalsafni, sími 25088. Þjóóminjasafnió: Opiö alla daga vikunnar kl. 13.30—16. Listasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 til 16. Sérsýning: Manna- mvridir í eigu safnsins. Borgarbókasafn Reykjavíkur AOALSAFN — ÚTLÁNSDEILD, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga í sept —apríl kl. 13—16. HLJÓOBÓKASAFN — Hólmgaröi 34, simi 86922. Hljóöbókaþjónusta viö sjónskerta. Opiö mánud. — föstud. kl. 10—16. AÐAL-, SAFN — lestrarsalur, Þingholtsstræti 27. Sími 27029. Opiö alia daga vikunnar kl. 13—19. laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. SÉRÚTLÁN — afgreiösla í Þing- holtsstræti 29a, sími aöalsafns. Bókakassar lánaöir skip- um, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, simi 36814. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga sept.—apríl kl. 13—16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Heimsend- ingarþjónusta á prentuöum bókum viö fatlaöa og aldr- aöa. Símatími mánudaga og fimmtudaga kl. 10—12. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16, sími 27640. Oplö mánudaga — föstudaga kl. 16—19. BÚSTAOASAFN — Ðústaöakirkju, sími 36270. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21, einnig á laugardögum sept.—apríl kl. 13—16. BÓKABÍLAR — Bækistöö í Bústaöasafni, simi 36270. Viökomustaöir víösvegar um borgina. Árbæjartafn: Opiö júní til 31. ágúst frá kl. 13.30—18.00 alla daga vikunnar nema mánudaga. SVR-leiö 10 frá Hlemmi. Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opiö alla daga nema laugardaga kl. 13.30—16. Tæknibókasafnió, Skipholti 37, er opiö mánudag tíl föstudags frá kl. 13—19. Síml 81533. Höggmyndasafn Asmundar Sveinssonar viö Sigtún er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2_4. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö alla daga nema mánu- daga kl. 13.30—16. Hús Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn er opiö miö- vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og sunnudaga kl. 16—22. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarói, viö Suöurgötu. Handritasýning opin þriöju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14—15 fram til 15. september næstkomandi. Kjarvalsstaóir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22. SUNDSTAÐIR Laugardalslaugin er opin mánudag — föstudag kl. 7.20 til kl. 20.30. Á laugardögum er opiö frá kl. 7.20 til kl. 17.30. Á sunnudögum er opið frá kl. 8 tíl kl. 17.30. Sundhöllin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 7.20—20.30. Á laugardöqum er opiö kl. 7.20—17.30 og á sunnudögum er opiö kl. 8.00—14.30. — Kvennatímlnn er á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö komast í böðin alla daga frá opnun til kl. 19.30. Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga kl. 7.20—20.30, laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl. 8.00—17.30. Gufubaöiö í Vesturbæjarlauginni: Opnun- artíma skipt milli kvenna og karla. — Uppl. í síma 15004. Sundlaugin í Breióholti: Opin mánudaga—föstudaga kl. O7 20—20.30. Laugardag kl. 07.20—17.30. Sunnudaga kl. 08.00—14.30. Uppl. um gufubööin í síma 75547. Varmérlaug í Mosfellssveit er opin mánudaga til föstu- daga kl. 7.00—8.00 og kl. 17.00—20.00. Laugardaga kl. 12.00—18.00. Sunnudaga opiö kl. 10.00—16.00. Kvennatímar fimmtudaga kl. 20.00—22.00. Saunaböö kvenna kl. 19.00—22.00. Saunaböö karla opin laugar- daga kl. 14.00—18.00. Sauna, almennur tími, á sunnu- dögum kl. 10.30—16.00. Barnatímar alla rúmhelga daga kl. 12.00—16.00. Simi 66254. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga: 7.30—9, 16—18.30 og 20—21.30. Föstudögum á sama tíma, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30. Sunnudaga 9—11.30. Kvennatímar þriöjudaga og fimmtudaga 20—21.30. Gufubaöiö opiö frá kl. 16 mánu- daga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga. Síminn er 1145. Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl. 7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er opiö 8—19. Sunnudaga 9—13. Kvennatímar eru þriöjudaga 20—21 og miövikudaga 20—22. Síminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjaröar er opin mánudaga—föstudaga kl. 7—21. Laugardaga frá kl. 8—16 og sunnudaga frá kl. 9—11.30. Bööin og heitu kerin opin alla vírka daga frá morgni til kvölds. Sími 50088. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga—föstudaga kl. 7—8, 12—13 og 17—21. Á laugardögum kl. 8—16. Sunnudögum 8—11. Sími 23260. BILANAVAKT Vaktþjónusta borgarstofnana. vegna bilana á veitukerfi vatns og hita svarar vaktþjónustan alla virka daga frá kl. 17 til kl. 8 í síma 27311. I þennan síma er svaraö allan sólarhringinn á helgidögum. Rafmagnaveitan hefur bil- anavakt allan sólarhringinn í síma 18230.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.