Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
13
Sex Baskar
handteknir
Madrid, 12. ágúst. AP.
LÖGREGLAN tilkynnti í dag að sex
meðlimir úr aðskilnaðarhreyfingu
Baska, ETA, hefðu verið handteknir,
þar sem álitið er að þeir hafi verið
viðriðnir hryðjuverkastarfsemi.
Mennirnir sex voru handteknir í
Baskabænum Tolosa 9.ágúst síð-
astliðinn. I fórum þeirra fundust
vopn, skotfæri og hernaðarlegar
upplýsingar.
Sjöunda Baskanum, sem hand-
tekinn hafði verið, tókst að forða
sér á flótta og hefur ekki tekist að
hafa upp á honum. Meðal þeirra
handteknu eru þrjár konur.
Fékk skaða-
bætur fyrir
blótsyrði
Birmin^ham, 12. ágúst. AP.
DÓMSTÓLL í Birmingham hefur nú
úrskurðað, að þótt menn bölvi yfir-
manni sínum eigi það ekki að kosta
þá vinnuna. Eftir að hafa heyrt sögu
Bernard Weaver voru honum dæmd-
ar tæplega 2300 sterlingspunda
skaðabætur fyrir að vera rekinn úr
vinnu.
Weaver hafði unnið sleitulaust
við að afferma 19 tonna teppa-
farm af vörubifreið fyrirtækisins,
sem hann starfaði hjá, er yfirmað-
ur hans innti hann eftir hvar 20
pokar af teppalit væru. „Skiptu
þér ekki af því,“ eða eitthvað á þá
leið svaraði Weaver. Honum var
þegar í stað sagt upp.
„Það er hreint ekki á hverjum
degi, sem mönnum eru greiddar
skaðabætur fyrir að hafa rifið
kjaft við yfirmann sinn,“ segir
stjórinn, Alec Livesey. „Ef einhver
annar minna starfsmanna gerir
sig sekan um slíkt hika ég ekki við
að reka hann, jafnvel þótt ég hafi
ekki efni á því.“
Staðan óljós
í Toluca
Toluca, Mexíkó, 12. ágúst. AP.
SKÁKMENNIRNIR Adorjan, Port-
isch, Balashov og Hulak eru efstir
eftir tvær umferðir á millisvæðamót-
inu í Toluca með einn og hálfan
vinning.
I annarri umferð mótsins sigr-
aði Adorjan Kúbumanninn Ro-
driguez í 20 leikjum og Balashov
frá Sovétríkjunum sigraði Rubin-
etti frá Argentínu í 50 leikjum.
Þeir Hulak frá Júgóslaviu og Port-
isch frá Ungverjalandi gerðu jafn-
tefli eftir 18 leiki og hið sama gerðu
Kanadamaðurinn Ivanov og Yus-
upov frá Sovétríkjunum í jafn-
mörgum leikjum.
Þrjár skákir fóru í bið, allar eft-
ir 41 leik. Voru það viðureignir
Torre og Spassky, Polugajevski og
Nunn og Seirawan og Líbanans
Kouatly.
50 saknað er
ofhlaðin ferja
sökk
JakarU, Indónesíu, 12. ágúst. AP.
FIMMTÍU manns að minnsta kosti
er saknað og taldir af eftir að ofhlað-
in fólksflutningaferja sökk um síð-
ustu helgi í miklu óveðri á sundinu á
milli eyjanna Borneo óg Celebes.
Floti 90 lítilla skipa bjargaði
244 farþeganna og fann 6 lík.
Rúmlega 300 farþegar voru um
borð í ferjunni. Hún hafði aðeins
leyfi til að flytja 60 manns.
r ^
ERLENT
Vistaflutningur til Falklandseyja:
Bretar koma sér upp
bækistöð í Brasilíu
London, 12. ágúst. AP.
AÐ SÖGN The London Times hafa
Bretar nú tilkynnt, að þeir hyggist
Veður
víða um heim
Akureyri 7 skýjaö
Amsterdam 21 heióskírt
Aþena vantar
Barcelona 27 heióskírt
Berlin 28 heióskírt
Brússel 28 heióskfrt
Chicago 25 heióskirt
Dyflinní 19 heiðskirt
Feneyjar 28 heiöskfrt
Frankfurt 27 heióskfrt
Færeyjar vantar
Genf 26 heiöskírt
Helsinki 19 heiðskfrt
Hong Kong 33 heiðskfrt
Jerúsalem 31 hefðskírf
Jóhannesarborg 19 heióskirt
Kaíró 38 heióskfrt
Kaupmannah. 21 heióskirt
Las Palmas 26 hetóskírt
Lissabon 37 heióskírt
London 23 heiðskírt
Los Angeles 24 skýjað
Madrid 32 heiðskfrt
Majorka 31 heióskfrt
Madríd 32 heiöskírt
Malaga 25 heióskfrt
Mexfkóborg 25 heióskírt
Miami 30 rígning
Moakva 21 heiðskfrt
Nýia Delhi 34 rignfng
New York 24 skýjað
Osló 23 skýjað
París vantar
Peking 30 akýjað
Perth 16 skýjaO
Reykjavík 9 táttskýjað
Rio de Janeiro 26 rígning
Rómaborg 33 heióskfrt
San Francisco 18 heiðskfrt
Stokkhólmur 22 heióskfrt
Sydney 22 skýjaó
Tel Aviv 33 haiðakfrt
Tókýó 28 ekýjað
nota bækistöð í Brasilíu til að koma
vistum og öðrum nauðsynjum með
Herkúies-fiugvélum til Falklands-
eyja. Þykir sýnt að þessi tilkynning
geri aðeins illt verra í samskiptum
Breta og Argentínumanna.
Fylgdi einnig í frétt blaðsins, að
samkomulagið um bækistöðina
hefði tekist eftir margra vikna
samningaviðræður á milli breskra
og brasilískra yfirvalda. Þá sagði
ennfremur í Times, að samkomu-
lag þetta spari yfirvöldum margar
milljónir sterlingspunda árlega.
Eins og kunnugt er réðust Arg-
entínumenn á eyjarnar 2. apríl, en
Bretar náðu þeim á sitt vald 14.
júní eftir 10 vikna deilur og átök
um yfirráð. Argentínumenn hafa
síðan vonast til að hinn geysilegi
kostnaður Breta við að halda úti
varðliði á eyjunum myndi neyða
þá að samningaborðinu fyrr en
síðar.
MEIRA EN 600 breskir sjómenn á
kaupskipum, sem eru í siglingum i
nágrenni Falklandseyja, hafa nú
hótað að fara í verkfall eltir að hafa
misst aukagreiðslur, sem því fylgdi
að starfa á hernaðarsvæði. Nú þegar
deilunni er lokið hafa aukagreiðslur
þessar verið felldar niður, sjómönn-
unum til mikilla vonbrigða.
Segja sjómennirnir, að ósann-
gjarnt sé að taka greiðslurnar af
þeim þegar allsendis óvíst sé hvort
hættulaust er að sigla á þessu
svæði. Á sama tíma sé verið að
verðlauna bresku hermennina í
bak og fyrir fyrir frammistöðuna í
Falklandseyjadeilunni.
„Það er fáránlegt að fella þessar
aukagreiðslur niður,“ segir Jim
Slater, fulltrúi breska sjómanna-
sambandsins. „Þótt yfirvöld hafi
gefið þá yfirlýsingu, að allri
fjandsemi í garð Argentínumanna
sé formlega lokið, er sjómönnum á
þessum skipum á sama tíma skip-
að að vera við öllu búnir. Þetta er
ekkert annað en tvískinnungur,"
bætti Slater við.
Þá bætti Slater því við, að flest-
Frá því deilunni um eyjarnar
lauk hafa að meðaltali tvær
birgðavélar frá Ascension-eyju
lent í Port Stanley. Flugleiðin
þaðan og til Falklandseyja er um
6.400 km. Hafa Herkúles-vélarnar
orðið að taka eldsneyti á leið sinni.
Þarf a.m.k. þrjár eldsneytisvélar
til að fylla tanka flutningavél-
anna, þannig að kostnaðurinn
samfara fluginu er gífurlegur.
Með bækistöðinni í Brasilíu eru
öll slík eldsneytisvandamál úr
sögunni. Ekki hefur verið gefið
upp hvar í landinu þessi stöð er.
Samskipti Argentínu og Brasilíu
fóru kólnandi á meðan á Falk-
landseyjadeilunni stóð, ekki hvað
síst eftir að Brasilíumenn skiluðu
aftur breskri vél, sem orðið hafði
að nauðlenda innan landamæra
ríkisins. Talið er að samkomulag
þetta kunni jafnvel að draga frek-
ari dilk á eftir sér í samskiptum
þessara Suður-Ameríkuríkja.
ir sjómannanna á þeim 23 skipum
af 50 upphaflegum, sem enn eru í
Falklandseyjasiglingum hafi ekki
stigið fæti á land í meira en 100
daga. „Breskir sjómenn eru ekki
vanir því að vera meira en þrjár
vikur á sjó án þess að komast í
land,“ sagði Slater.
r
Atján farast
í skriðuföllum
T»ipei, Taiwan, 12. ágúnl. AP.
ÁTJÁN manns létu lífið í útjaðri Tai-
pei á Taiwan þegar heimili þeirra
grófust undir aurskriðu í kjölfar
mikilla rigninga og flóða. Fórnar-
lömbin bjuggu í þorpinu Wu Ku.
Tveggja annarra er saknað.
Að sögn lögreglu eru heimili
2800 manns umflotin vatni, sem er
allt að 60 cm djúpt. Fólkinu var
komið til hjálpar af björgunar-
sveitarmönnum. Þá fóru meira en
1200 hektarar ræktunarlands und-
ir vatn og uppskera eyðilagðist.
Breskir sjómenn við Falk-
landseyjar hóta verkfalli
London, 12. áffúst. AP.
TIL
ÍSLANDS
Lestun í eriendum
höfnum
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Goðafoss 23. águst
Fjallfoss 24. ágúst
Mare Garant 3 sept.
Santiago 13. sept.
NEW YORK
Goöafoss 25. ágúst
Mare Garant 6. sept.
Santiago 15. sept.
HALIFAX
Hofsjökull 14 ágúst
Fjallfoss 27. ágúst
Hofsjökull 27. sept.
BRETLAND/
MEGINLAND
ROTTERDAM
Eyrarfoss 16. ágúst
Alafoss 26. ágúst
Eyrarfoss 30. águst
Alafoss 6. sept.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 17. ágúst
Alafoss 24 ágúst
Eyrarfoss 31. ágúst
Álafoss 7. sept.
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 18. ágúst
Alafoss 25. ágúst
Eyrarfoss 1. sept.
Alafoss 8. sept.
HAMBURG
Eyrarfoss 18. ágúst
Alafoss 27. ágúst
Eyrarfoss 2. sept.
Alafoss 9. sept.
WESTON POINT
1. sept. Helgey
14 sept. Helgey
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Mánafoss 16. ágúst
Mánafoss 30. ágúst
KRISTIANSAND
írafoss 20. ágúst
Laxfoss 1. sept.
MOSS
írafoss 19. ágúst
Dettifoss 24. ágúst
Laxfoss 31. ágúst
Dettifoss 7. sept.
GAUTABORG
Mánafoss 18. ágúst
Dettifoss 25. ágúst
Mánafoss 1. sept.
Dettifoss 8. sept.
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 19. ágúst
Dettifoss 26. ágúst
Mánafoss 2. sept.
Dettifoss 9. sept.
HELSINGBORG
Mánafoss 20. ágúst
Dettifoss 27. ágúst
Mánafoss 3. sept.
Dettifoss 10. sept.
HELSINKI
Laxfoss 24. ágúst
írafoss 8. sept.
Laxfoss 22. sept.
GDYNIA
Laxfoss 27. ágúst
irafoss 10. sept.
Laxfoss 24. sept.
HORSENS
irafoss 18. ágúst
Laxfoss 30. ágúst
irafoss 13. sept.
Laxfoss 27. sept.
THORSHAVN
Dettifoss 19. ágúst
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
- framog til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
tri tSAFIROI alla þríðiudaga
frá AKUREYRI alla»immtudaga
EIMSKIP
SÍMI 27100