Morgunblaðið - 13.08.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
23
Ragnheiöur Ara-
dóttir — Minning
Fædd 23. september 1933
Dáin 1. júlí 1982
Allt í einu var náin frændkona
og vinkona horfin af sjónarsviði
þessa lífs. Hún dó inn í hásumarið
nákvæmlega á miðju nýju ári —
svipað og hún væri komin hálfa
leið að áfanga á nýrri lífsgöngu.
Hverju nýju ári fylgja stundum ný
mið, jafnvel ný sjónarmið, nýjar
leiðir og síðast en ekki sízt nýtt
takmark í innra og ytra lífi. Lífið
krefst aðhaids og jafnframt breyt-
ingar og ekki hvað sízt andlegrar
hreyfingar.
Sú látna yfirgaf þennan heim
snögglega 1. júlí síðastliðinn og
skilur eftir óþægilegt tóm og sökn-
uð hjá aðstandendum og vinum og
velunnurum og frændaliði.
Fréttin um andlát Ragnheiðar
Aradóttur kom þeim, sem þetta
skrifar, harkalega á óvart. Það at-
vikaðist svo, að eftir nokkurra
vikna Evrópuferð var hann ný-
kominn vestur á fjörðu og staddur
i góðu húsi á ísafirði, hafði þá ekki
séð reykvísku blöðin langa lengi.
Hann rakst á stafla af Morgun-
blaðinu, og þá hann fletti einu ein-
taki blaðsins hálfsmánaðargömlu
rak hann augun í þakkarorð fyrir
auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför Ragnheið-
ar. Þessi orð voru frá manni henn-
ar, Sigurði Þ. Guðmundssyni
lækni, og öðrum nánustu aðstand-
endum, og þá þau voru lesin þarna
í blaðinu, var liðinn töluvert lang-
ur tími frá því allt var um garð
gengið.
Það er sálarlegur auður að
kynnast sumu fólki á lífsleiðinni.
Það verður eins og innistæða á
hlaupareikningi lífsins með vöxt-
um. Hins vegar er andlátstíðindin
spurðust með fyrrgreindum hætti
þangað langt vestur, þar sem
lífsbaráttan er harðari og virðist
tekin fastari tökum en víðast hvar
annars staðar og nánast talin
dauðasynd að vera með vol og víl
— þá var eins og erfitt væri að
átta sig á því fyrst í stað, hvað
gerzt hafði. En svo var eins og til-
hugsunin um miskunnarleysi
mannsins með ljáinn græfi sig inn
úr skelinni og festi þar rætur. Það
var eins og höggvið hefði verið
stórt skarð í höfuðstól lífsauðs og
tilfinningaverðmæta.
Ragnheiður sáluga skilur eftir
minningu um glæsilega og ríka
sál, sem gædd var sérstökum
þokka í lífsstíl og viðmóti. Hún
var einstaklega vel af guði gerð
með eðlisþáttu sumpart ofna úr
hárfínum þráðum og hún hélt allt-
af sínum persónutöfrum og sinni
eðlislægu reisn. Allir, sem kynnt-
ust henni, löðuðust að henni. Ljúf-
leiki hennar var engin tilgerð —
og varmi hennar var gullekta.
Hún var kona kurteis eins og sagt
var um konu í fornri sögu, gædd
fasi og upplagi fyrirkonu; slíkt
hafði hún hlotið að erfðum — og
var hvorttveggja „í blóðinu", en
ekki leikið.
Hún var skapfelldleg mann-
eskja, sem manni leið alltaf vel í
návist við — það stafaði einungis
hreint og jákvætt frá nærveru
hennar — og hún sagði aldrei of
mikið. Hún kunni þá list að undir-
segja eða það, sem Bretinn kallar
„understatement" — og hún var
örnæm á lífið, en dul. Það var yfir
henni eitt, sem er fátítt, eins kon-
ar „dignity" — eða innri virðu-
leiki, svo að það var ekki hægt
annað en að virða hana mikils.
Enginn hefði til að mynda átt að
ætla sér þá dul, að gera sér dælt
við hana — hún bauð ekki upp á
það fremur en ýmsir af ætt henn-
ar. Hins vegar var hún gædd
kímnikennd — undirsagðri kímni,
sem sannaði greindarstig hennar
og hugsæi.
Nú er í sjálfu sér margt verra til
en að deyja, en hins vegar er hast-
arlegt að sjá á bak manneskju,
sem gaf meiri sálarauð inn í um-
hverfi en títt er, manneskju, sem
hefði átt að eiga mörg hamingju-
rík ár eftir ólifuð. — Heimilið,
sem hún bjó sér og manni sínum,
Sigurði lækni, á Seltjarnarnesi að
Barðaströnd 1, örskammt frá upp-
runa sínum, Mýrarhúsum, ber
þess vitni, hve mikla sál og tilfinn-
ingu hún lagði í að skapa fegurð í
kringum sig. Hún lagði mikið upp
úr garðrækt kringum hús þeirra
hjónanna, og í vor var hún sýknt
og heilagt að hlúa að gróðri — það
er raunar rík í fólki hennar af
Mýrarhúsaættinni þessi alúð við
það, sem lifir og grær í náttúrunn-
ar ríki. Það vildi svo til, að á tíma-
bili í vor féll það í hlut greinar-
höfundar að aka syni sínum
nokkrum sinnum út á Seltjarn-
arnes í prentsmiðju — og þá var í
örfá skipti áð hjá Ragnheiði
frænku. Það var eins og að fá and-
legt veganesti í hvert sinn sem var
heilsað upp á hana.
Einhvern veginn er vont að
sætta sig við það að fá ekki að sjá
aftur grand lady Ragnheiði. Ensk
kona, sem vann um skeið með
henni á skrifstofu Loftleiða í
Reykjavík, en vinnur nú á skrif-
stofu Flugleiða í London, minntist
á Ragnheiði, þegar greinarhöf.
hitti hana að máli snemma í júlí
sl. (þá vissi hvorugt um andlát
hennar). Hún sagði: „She is a nice
lady — one of the nicest."
Ragnheiður ólst upp á læknis-
heimili af gamla skólanum á
Austurlandi. Faðir hennar, Ari
Jónsson, var nettmenni; hann var
héraðslæknir í Fljótsdalshéraði og
sat að Brekku. Hann var bróðir
Ólafs heitins Jónssonar læknis í
Reykjavík, sem lengi var aðstoð-
arlæknir Matthíasar heitins Ein-
arssonar á Landakotsspítala. Sagt
er, að þeir bræður Arasynir hafi
unnið hug og hjörtu fólks og al-
mennt verið taldir góðir læknar.
Móðir þeirra og amma Ragnheiðar
var Guðríður Ólafsdóttir, kona
síra Jóns Arasonar prests á Húsa-
vík; hún var frá Mýrarhúsum á
Seltjarnarnesi og dó fjörgömul.
Amma greinarhöfundar, frú Þór-
unn Ólafsdóttir, kona síra Ólafs
Finnssonar í Kálholti í Holtum,
Rang., og frú Guðríður, amma
Ragnheiðar, voru alsystur. Ein
systir þeirra var Halldóra Ólafs
kaupkona í Reykjavík, sem rak
lengi Sápubúðina í Reykjavík.
Hún var sögð hafa verið verzlun-
arkona af lífi og sál og skildi eftir
töluvert digran sjóð, þá hún lézt.
Hún hafði gert ráðstafanir til þess
að stofnaður yrði eftir sína daga
Minningarsjóður Halldóru Ólafs,
sem nánir ættingjar hennar
skyldu njóta góðs af til menntun-
ar, einkum og sér í lagi til náms í
verzlunarfræðum og í ensku við
skóla í Englandi.
Ragnheiður var á vissan hátt
„klanisti" í góðri merkingu, og
amma hennar, Guðríður, virtist
hafa verið stór þáttur í lífi henn-
ar.
Eitt sinn fyrir æði löngu hitti
greinarhöf. Ragnheiði frænku á
gangi í Hljómskálagarðinum í
Reykjavík. Þetta var að haustlagi.
Hún virtist ekki glöð í bragði, en
bar sig vel að vanda. Hún heyrðist
aldrei kvarta og gaf yfirleitt
aldrei skýringar. Það var líka ein-
skis spurt. Þegar kvaðzt var, sagð-
ist hún ætla að heimsækja ömmu
Guðríði, sem var trúnaðarvinkona
hennar og sennilega eins konar
sáluhjálpari — bezti vinur henn-
ar, sem hún treysti fullkomlega.
Og þegar hún gekk burt, hafði
maður á tilfinningunni, að Ragn-
heiður heitin hefði farið til þess að
fá eins konar aflausn hjá Guðríði
ömmu sinni, sem var í vissum
skilningi dýrlingur vegna mann-
kærleika síns, að þvLer sagt er.
Guðríður hafði verið stór í öllu og
með vítt tilfinningasvið.
Það var oft minnzt á Mýrar-
húsaklanið þá þremenningar hitt-
ust. Þetta hefur löngum verið
hörkufólk öðrum þræði, gat á
stundum verið ómennskt að dugn-
aði og aflamanneskjur samkvæmt
því og jafnvel orðið steinríkt. Hins
vegar hefur sumt af „klaninu" ver-
ið haldið veiklund gagnvart lífsins
lystisemdum og jafnvel orðið því
fjötur um fót. En flestu af þessu
fólki — og óhætt er að segja það í
einlægni, enda þótt málið sé ofur
skylt — langsamlega flestu af
Mýrarhúsakyni fylgir ákveðinn
lífsblær siðfágunar og kurteisi
samfara stórlyndi — stórlæti. En
þetta er auk þess frændrækið og
vinfast fólk, svo að fegurð er að,
og að því leyti „klan“ með hefðir
aftan úr öldum. Á vissan hátt
minnti Ragnheiður frænka ævin-
lega á einhvern hátt á hefðarkonu
— grand landy, sem hafði til að
bera sálfræði frá annarri öld og
eins og hún hefði alizt upp við
aðra siði og aðra herra en nú eru
við lýði. Það var hennar ævintýra-
legi sjarmi.
Guð blessi minningu Ragnheið-
ar og veiti aðstandendum hennar
styrk.
— stgr
Ragnheiður Jónína
Arnadóttir
Fædd 25. júni 1890
Dáin 29. mars 1982
Mig langar að skrifa fáein
kveðjuorð um hana ömmu mína,
Ragnheiði Jónínu Árnadóttur frá
Tröllatungu, sem var mér alltaf
svo góð.
Ég dvaldi hjá þeim ömmu og afa
í Tröllatungu eitt sumar og þá sá
ég hvað hún amma mín var mikill
fugla- og blómaunnandi. Hvenær
sem færi gafst þá var hún komin
út í garð að vinna, en hún hafði
mjög stóran og fallegan garð við
— Minning
bæinn, og þar sem hún sat þarna
flötum beinum að reita illgresi og
hlú að blómunum, þá komu þrest-
irnir til hennar og settust bæði á
handleggi og fætur. Þetta fannst
mér, sem þá var bara 10 ára, alveg
undarlegt hvað þrestirnir voru
spakir hjá henni.
Annars kynntist ég henni varla
að nokkru marki fyrr en að hún
fluttist suður og bjó hjá foreldrum
mínum og á Hrafnistu, þá sá ég
hvað hún var iðin, hún sat aldrei
auðum höndum. Hún var ann-
aðhvort að hekla eða lesa í bók, og
Lára Pálmadótt-
ir - Minningarorð
Fædd 8. ágúst 1892
Dáin 7. ágúst 1982
Látin er í Reykjavík frú Lára
Pálmadóttir, síðast til heimilis að
Stóragerði 28, ekkja Aðalsteins
heitins Kristinssonar, fram-
kvæmdastjóra Sambands ísl. sam-
vinnufélaga. Hún lézt á Elliheim-
ilinu Grund þ. 7. ágúst sl.
Frú Lára fæddist að Æsustöð-
um í Eyjafirði 8. ágúst 1892 og
vantaði því einn dag í nírætt er
hún dó. Foreldrar hennar voru
hjónin Pálmi Jónsson trésmiður
og Jónína Jónsdóttir, er þar
bjuggu unz þau fluttust til Akur-
eyrar og síðar Reykjavíkur.
Lára minntist oft uppvaxtarára
sinna á Æsustöðum með nokkrum
söknuði og víst er að sú rósemi
hugans, sem oft einkennir þá sem
í sveit búa, fylgdi henni alla tíð og
gaf henni sérstæða reisn.
Eftir að Lára fluttist með for-
eldrum sínum til Akureyrar gekk
hún í gagnfræðaskólann þar og
síðan Kvennaskólann í Reykjavík
og fékk þannig þann undirbúning
er þá þótti beztur við hæfi kvenna.
Hún starfaði síðan við verzlun
Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri
unz hún þann 24. júní 1916 giftist
Aðalsteini Kristinssyni, er þá
veitti forstöðu firma Nathan og
Olsen á Akureyri.
Fyrstu hjúskaparár Aðalsteins
og Láru urðu því á Akureyri, en
1921 fluttist þau til Reykjavikur
þegar Aðalsteini var boðin fram-
kvæmdastjórastaða Sambandsins
hér.
Eftir nokkur ár í Reykjavík
keyptu þau húseignina Bergþóru-
götu 21, en byggðu síðan í félagi
við foreldra Láru stórt og vandað
hús við Fjölnisveg 11.
Aðalsteinn lézt 13. janúar 1947,
en Lára bjó áfram á Fjölnisvegin-
um í sambýli við móður sína, dæt-
ur og tengdasyni til ársins 1961 er
húsið var selt. Pálmi Jónsson féll
frá 1935 en frú Jónína lifði til
1951, en Lára annaðist hana alla
tíð af mikilli alúð og kærleika.
Eftir að Lára fluttist af Fjöln-
isveginum keypti hún sér íbúð í
Stóragerði 28, þar sem hún bjó
síðasta hluta æfinnar eða þar til
hún af heilsufarsástæðum flutti í
Elliheimilið Grund á þessu ári.
Aðalsteinn og Lára eignuðust
tvær dætur, Heiði, gift Karli Stef-
ánssyni verzlunarmanni, d. 1971,
seinni maður Sigurður Jónsson
prentari, og Höllu, gift Guðmundi
Árnasyni framkvæmdastjóra.
Lára Pálmadóttir var dæmi-
gerður fulltrúi síns tíma, sem
helgaði heimili og ástvinum alla
krafta sína en átti að sjálfsögðu
sín áhugamál, m.a. málefni Hall-
grímskirkju en þar starfaði hún í
stjórn kvenfélags safnaðarins um
nokkurra ára skeið þegar Aðal-
steinn var á lífi.
Mikil risna fylgdi starfi Aðal-
steins og var gestagangur því tíð-
ur á heimilinu bæði innlendra og
erlendra manna.
Hjónaband Láru og Aðalsteins
var mjög farsælt og hamingju-
samt og var mikill harmur að
Láru kveðinn við skyndilegt frá-
fall hans.
hún las mikið bækur um andleg
efni. Hún heklaði mjög fallegar
mottur og dúka en á síðari árum
var hún líka farin að sauma út.
Þrátt fyrir þennan háa aldur,
bar hún hann mjög vel og var
hress og ekki sást grátt hár á
höfði hennar og einnig hafði hún
ágæta sjón, þannig að hún gat les-
ið blöðin og fylgst með hvað var að
ske í kringum hana.
Börnin mín, Rúnar, Örn og Rak-
el Ösp, senda langömmu bestu
kveðjur og þakkir fyrir hvað hún
var þeim góð. Henni rétt auðnað-
ist að sjá Rakel Ösp nýfædda áður
en hún kvaddi þennan heim, svo er
Guði fyrir að þakka. Vonandi hef-
ur amma mín það gott fyrir hand-
an.
Guðmunda
Þeir sem kynntust Láru munu
minnast góðvildar hennar og
hógværðar samfara persónulegri
reisn. Margir nákomnir munu við
lát hennar hugsa til mikillar fórn-
fýsi hennar, sem þekkti engin
takmörk.
Ég, sem þessar línur rita, átti
samleið með frú Láru í 35 ár og
man ekki eftir að hafa heyrt hana
tala styggðaryrði til nokkurs
manns, né gera kröfur til annarra.
Með framkomu sinni og lífs-
breytni mun Lára Pálmadóttir
seint gleymast þeim, sem kynnt-
ust.
Henni verður án efa vel fagnað
þegar hún nú gengur á fund skap-
ara síns.
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur Arnason
í dag kveðjum við ömmu okkar,
Láru Pálmadóttur, hinstu kveðju.
Öll eigum við henni mikið að
þakka.
Við barnabörnin áttum því láni
að fagna að vera samvistum við
ömmu okkar öll uppvaxtarárin að
Fjölnisvegi 11. Þegar húsið var
selt, árið 1961, og hún fluttist í
Stóragerði 28, vorum við enn í
nábýli, en eitt okkar, Aðalsteinn,
bjó áfram hjá ömmu. Við hin,
systkinin fiögur, vorum því áfram
tíðir gestir á heimili ömmu okkar.
Uppvaxtarárin með ömmu á
Fjölnisveginum sköpuðu dýrmæt-
ar minningar, sem eru okkur öll-
um hjartfólgnar. Hún skakkaði
leikinn, þegar í óefni var komið,
sagði okkur sögur af uppvaxtarár-
um sínum á Æsustöðum, hvatti
okkur og huggaði. Á þessum árum
var það svo eðlilegt og sjálfsagt,
að amma væri ávallt til taks, þeg-
ar eitthvað bjátaði á, einhver
þarfnaðist hennar. Með aldrinum
skildum við hins vegar betur,
hversu sérstök hún var okkur öll-
um.
Líf ömmu, eins og við kynnt-
umst því, snerist allt um að hjálpa
öðrum. Hún óskaði einskis fyrir
sjálfa sig, en hugsaði sífellt um að
gera öðrum gott. Þess nutum við
barnabörnin í ríkum mæli.
Hún vakti athygli okkar á því
góða og göfuga í fari annarra og
gaf okkur sjálf gott fordæmi. Hún
æðraðist aldrei, þrátt fyrir mót-
læti. Aldrei sagði hún styggðar-
yrði við nokkurn mann. Trú henn-
ar á lífið var óbifandi.
Fram í andlátið bar hún um-
hyggju fyrir öðrum, þótt máttur-
inn færi þverrandi. Að lokum
brast heilsan, þótt hún héldi and-
legum styrk til hinstu stundar.
Hana skorti dag í nírætt.
Við ætluðum að samfagna henni
á níræðisafmælinu. En eitt sinn
skal hver deyja. í stað þess biðjum
við henni blessunar, þakklátum
huga, fyrir alla þá ástúð, um-
hyggju og hlýju, sem hún veitti
okkur barnabörnum sínum. Guð
veri með henni.
Alli, Árni, Steini,
Helga Lára og Margrét.