Morgunblaðið - 13.08.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1982
SINDRA
STALHE
SINDRA STAL
Það sem steypt er þarf að styrkja
með stáli — Steypustyrktar stáli.
Steypustyrktarstál er ein af okkar
sérgreinum.
Við geymum stálið í húsi, sem
heldur því hreinu og gljáandi,
þannig verður það þægilegra í
vinnslu og sparar tíma. Markmið
okkar er fljót og góð sendingar-
þjónusta.
Notaðu aðeins gott steypustyrktar-
stál, í því liggur styrkurinn.
Borgartúni31 sími27222
TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN'
©
beriðsaman
verðoggæði
100% Teflon varinn þráður, hver þráður heldur frá sér óhreinindum
öll Gram-teppi eru af-rafmögnuð
★ ★ ★
T EPPAVERSLUN
FRIÐRIKS BERTELSEN
SÍÐUMÚLA 23 © 86260-86266
Enski boltinn:
Shilton og Hodgson
skipta um félög
Nottingham Forest samþvkkti
loksins í fyrradag að selja enska
landsliðsmarkvörðinn Peter Shilton
til Southampton fyrir 350.000 pund.
Að sögn Brian Clough, fram-
kvæmdastjóra Forest, er allt klapp-
að og klárt varðandi söluna, Shilton
á aðeins eftir að gangast undir
læknisskoðun.
— 0 —
Bob Paisley, framkvæmdastjóri
ensku meistaranna Liverpool, kom
nokkuð á óvart í fyrradag, er hann
festi kaup á framherjanum David
Ilodgson frá Middlesbrough. Hodg-
son er 22 ára gamall og var kaup-
verðið 450.000 pund. Flestir hefðu
nú haldið að Liverpool liði ekki
framherjaskort um þessar mundir
frekar en fyrri daginn, en Paisley
gamli er eflaust að hugsa nokkuð
fram í tímann með þessum kaupum,
og ekki kæmi á óvart þó Hodgson
ætti eftir að leika með varaliði
meistaranna í einhvern tíma áður en
hann kemst í aðalliðið. Pað er ekki
óalgengt hjá Liverpool þó svo menn
hafí verið með bestu leikmönnum
annarra liða áður en þeir komu á
Anfield.
— 0 —
Fyrst byrjað er að minnast á Liv-
erpool má geta þess að fyrir stuttu
lét liðið varamarkvörð sinn, Steve
Ogrizovic, í skiptum fyrir Bob
Wardle, markvörð Shrewsbury.
135.000 pund. Þessi mikli marka-
skorari er nú kominn hátt á fertugs-
aldurinn og hefur leikið með West
Ham i nokkur ár og skorað mikið
fyrir liðið. Nú eru þeir hins vegar
tiltölulega nýbúnir að festa kaup á
ungum miðherja frá Skotlandi þann-
ig að möguleikar Cross til að leika i
aðalliðinu hefðu sennilega ekki ver-
ið miklir.
— 0 —
— 0 —
í fyrradag fór David Cross frá
West Ham til Manchester City fyrir
Liechtenstein-
liöiö fær ekki
að vera meö
ÞEGAR knattspyrnusamband Evr-
ópu var að undirbúa Evrópumótin
þrjú í knattspyrnu kom til meðferðar
umsókn frá knattspyrnufélaginu FC
Balzers um að taka þátt i Evrópu-
keppni bikarhafa. FC Balzers er frá
smáríkinu Liechtenstein, en þarlend
knattspyrnufélög hafa aldrei keppt á
mótum á vegum UEFA.
Sambandið vísaði umsókn þess-
ari frá á þeirri forsendu að aðeins
sjö lið kepptu í bikarkeppni
Liechtenstein, þar af tvö sem leika
í áhugamannadeild i Sviss.
í gær var svo meira um kaup og
sölu á Englandi, og ber þar fyrst að
nefna að Lee Chapman, miðherji
Stoke City, var seldur til Arsenal.
Chapman hefur leikið í landsliði
Englands undir 21 árs, og er samn-
ingur hans við Stoke nú útrunninn.
Félögin hafa ekki getað komið sér
saman um verð kappans og eru allar
líkur á að nefnd frá knattspyrnu-
sambandinu verði að ákveða verðið.
Stoke vill fá 500.000 pund fyrir leik-
manninn. West Bromwich Albion og
Manchester United höfðu einnig
áhuga á Chapman, en hann valdi
Arsenal.
— 0 —
Chris Jones, miðherji frá Totten-
ham, sem fékk frjálsa sölu frá liðinu
á dögunum fór í gær til Manchester
City. Jones var fastur maður i liði
Spurs þar til fyrir nokkrum árum er
bæði Steve Archibald og Garth
Crooks voni keyptir til félagsins.
's 'ii j v,
j /1
, 1 f W >
K * $ % 4 p
Gregroz Lato freistar nú gæfnnnar f Mexfkó.
Lato til Mexíkó!
PÓLSKA knattspyrnuhetjan Gregr-
oz Lato er nú kominn á sfðari hluta
síns knattspyrnuferils, en hann hef-
ur verið ákaflega litrikur og spannar
meðal annars þrjár HM-keppnir.
Tvívegis hafnaði pólska liðið í 3. sæti
á HM með hinn sköllótta Lato inn-
anborðs. 1974 var hann markakóng-
ur HM-keppninnar með 7 mörk.
Nú hefur hann yfirgefið föður-
landið, í bili að minnsta kosti, en
hann hefur gert samning við
ónefnt 1. deildar lið í Mexíkó.
Hann var með tilboð víða að upp á
vasann og eitt sem engu munaði
að hann tæki var frá Suður-Afr-
íku.