Morgunblaðið - 15.08.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982
49
í Biblíusamtalinu á sunnudagsmorgninum var tjaldið þéttsetið, cins og sjá má.
í messunni á sunnudeginum var veðrið það gott, að menn sátu í grasinu fyrir utan tjaldið og alt
arisgestir krupu í grasið við tjaldskörina. Líklega hafa fyrstu messur, sem sungnar voru á Þing
völlum, farið fram í tjöldum.
Útimessa á Þingvöllum
Flestir kannast við það á hátíð-
um úti við um sumartímann, að
prestar eru fengnir til þess að tala
á helgistundum. Eru þeir uppi á
palli og tala þar í hljóðnema. En
alþýða manna heldur áfram að
rabba saman og krakkar ganga
með sín stereótæki með dynjandi
popptónlist. Almcnnt. Það sem
presturinn er að segja fer fyrir
ofan garð og neðan hjá flestum,
þar sem presturinn nær ekki eyr-
um mótsgesta.
Um verzlunarmannáhelgina
var helgihald á Þingvöllum með
nokkuð öðru sniði en verið hefur.
Þar var farið með heigihald út
til fólksins á tjaldstæðin,
skammt frá þjónustumiðstöð-
inni, á svokölluðum Leirum.
Kallaði Heimir Steinsson, Þing-
vallaprestur, starfshóp úr
Grensáskirkju í Reykjavík til
þess að aðstoða við helgihaldið
þessa miklu ferðahelgi. Tjaldað
var stóru tjaldi á Leirunum, þar
sem flest dagskráratriði fóru
fram.
Byrjað var á laugardegi með
almennum söng og ávarpi Heim-
is. Síðan var farið í gönguferð
um söguslóðir undir leiðsögn
hans og endað á Lögbergi, þar
sem fáni var dreginn að húni, og
ættjarðarsöngvar sungnir. I
framhaldi af því var tónlistar-
dagskrá í tjaldinu, þar sem flutt-
ir voru trúarlegir söngvar. Söng-
hópur úr Grensáskirkju undir
stjórn Þorvalds Halldórssonar
annaðist alla tónlist um helgina.
Var um kvöldið almenn sam-
koma. Örn Jónsson, djákni úr
Grensáskirkju, talaði, vitnis-
burðir voru fluttir, mikið sungið,
og vildi ferðafólkið halda áfram,
langt fram á nótt, þegar
dagskráin var búin. Svo vel tókst
til með þessa samkomu.
Á sunnudagsmorgun var kom-
ið saman fyrir hádegi og flutt
svokallað Biblíusamtal undir
stjórn Ingólfs Guðmundssonar
kennara. Niðurlag 9. kapítula
Lúkasarguðspjalls var tekið
fyrir og rætt af ýmsum aðilum í
Ijósi fortíðar, nútíðar og fram-
tíðar. Var það vel til þess fallið á
þessum mikla sögustað.
Helgihaldi lauk síðan með
messu í tjaldinu og altarisgöngu.
Flutt var „ný tónlist", sem svo er
kölluð. Er þar um að ræða
messu, þar sem farið er í öllu
eftir helgisiðabók kirkjunnar.
En í stað hefðbundinna sálma,
þá er flutt tónlist af léttara tag-
inu. Hefur tónlistin komið frá
þeirri vakningu, sem hér hefur
verið undanfarið og starfað af
miklum þrótti með Halldóri
Gröndal í Grensáskirkju og víð-
ar.
I þessari messu, sem staðar-
prestur og Örn djákni sáu um
ásamt sönghóptium, komu á 2.
hundrað til altaris. Veður eins
og bezt var á kosið þessa helgi,
og dreif fólk að tjaldinu um leið
og tónlistin barst til eyrna
þeirra, sem gistu hjólhýsi og
tjöld á svæðinu. Er áætlað, að
mörg hundruð manns hafi tekið
þátt í helgihaldinu.
Virtist fólki líka þessi ný-
breytni vel, sem marka má af
virkri þátttöku í söng og flutn-
ingi messunnar, að ekki sé talað
um þátttöku í altarisgöngunni,
sem var mikil og gleðileg. Mikill
mannfjöldi var á Þingvöllum
þessa helgi eins og venja er, og
höfðust menn misjafnt að. Enda
tilgangur og markmið með för á
svona stað margvísleg. En það
vakti athygli þeirra, sem stóðu
að helgihaldinu, hversu gott
næði fékkst, þrátt fyrir að
dagskrá færi fram fyrir opnum
tjöldum mitt í iðukasti mann-
fjöldans, sem dvaldi á Þingvöll-
um umrædda helgi. — pþ.