Morgunblaðið - 25.08.1982, Side 2

Morgunblaðið - 25.08.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 Bllar hækka á bilinu 14—20% BÍLAR hækka verulega i verði um þessar mundir, annars vegar vegna hækkunar á sérstöku gjaldi af bif- reiðum og bifhjólum og hins vegar vegna gengisfellingarinnar. Hækk- unin er nokkuð mismunandi, en samkvæmt upplýsingum Mbl., mun ekki vera óalgengt, að venju- legir fólksbílar hækki á bilinu 14—20%. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að Volvo 244 DL, sem fyrir gengisfellingu kostaði lið- lega 200 þúsund krónur, kostar nú liðlega 239 þúsund krónur. Þá kostaði Volvo 244 GL liðlega 223 þúsund krónur, en kostar nú um 263 þúsund krónur. Þá má nefna, að Mazda 323, 1.300, 3 dyra, sem kostaði fyrir gengisfellingu 112 þúsund krón- ur, kostar nú liðlega 128 þúsund ‘ krónur. Saloon-útfærsla af Mazda 323, sem kostaði fyrir gengisfellingu um 118 þúsund krónur, kostar nú liðlega 135 þúsund krónur. 15—28% verðhækkun á heimilistækjum í KJÖLFAR gengisfellingar hækka heimilistæki nú um 15 til 28 prósent. Þetta kom fram í sam- tali Mbl. við William Gunnarsson, sölustjóra hjá Heimilistækjum i gær. William nefndi sem dæmi að verðhækkun á útvörpum og sjón- vörpum væri í kringum 26 pró- sent, að 20 tommu sjónvarp hækkaði úr kr. 12.638 í kr. 15.868. Á smærri heimilistækj- um sem ekki bæru vörugjald, svo sem ryksugum og hrærivélum, væri hækkunin frá 15 til 20 pró- sent. Verð kæliskápa hækkaði um nálægt 20 prósent og sem dæmi um hækkun á verði þvottavéla nefndi William eina algenga tegund sem hækkaði úr kr. 7.8% í kr. 9.439. Mesta kvað William hækkun- ina vera á myndsegulbandstækj- um og venjulegum segulbands- tækjum, þar væri hún 27 til 28 prósent, enda væri vörugjald á þessum tækjum hátt eða allt að 40 prósentum. William nefndi dæmi um myndsegulbandstæki sem kostað hefði kr. 22.400 en kostaði nú eftir gengisfellingu kr. 28.560. Ferðakostnaður: Spánarferð hækkar um 3 þúsund krónur VKGNA gengisfellingar hafa ís- lenskar ferðaskrifstofur hækkað gjaldskrá utanlandsferða um 9 prósent. Þetta var ákveðið á fundi Félags islenskra ferðaskrifstofa síðastliðinn fimmtudag, áður en ríkisstjómin ákvað að fella gengið. Að sögn Steins Lárussonar, for- manns FÍF, höfðu þeir ferðaskrif- stofumenn þá einhverjar upplýs- ingar um að 13 prósent gengisfell- ing væri í vændum. Hækkun þessi tók strax gildi fyrir allar ferðir sem farnar eru eftir þann 20. þessa mánaðar, en laust eftir síðustu mánaðamót hafði FÍF ákveðið 4 prósent hækkun á þessum sömu ferðum vegna gengissigs. Sem dæmi um áhrif gjaldskrárbreytingarinnar nú í ágúst má nefna að þriggja vikna ferð til Costa del Sol á Spáni, miðað við tvo í íbúð, kost- ar nú kr. 12.420 í stað kr. 11.224 áður. íslenskur ferðamaður, sem hyggur á Spánardvöl, hefur rétt á að kaupa allt að 80 þúsund pes- eta til fararinnar. Fyrir gengis- fellingu þurfti hann greiða fyrir þetta kr. 9.775, og er þá búið að reikna með leyfisgjaldi, föstum kostnaði, þóknun og 10 prósent ferðagjaldeyrisálagningu. í dag kosta þessir pesetar hann kr. 11.657. Ef reiknað er með að ferða- maður kaupi fyrrgreinda Spán- arför og taki fullan gjaldeyri kostar ferðin hann nú röskar 24 þúsund krónur í stað 21 þúsund króna áður. Flugfargjöld milli landa hækka um 14% FARGJÖLD milli landa hækkuðu í verði í gærdag vegna gengisfell- ingarinnar, en þau eru reiknuð i erlcndri mynt. Hækkunin er um 14% samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Flugleiðum. Sem dæmi um hækkunina má nefna, að ársmiði frá Keflavík til Kaupmannahafnar kostaði fyrir gengisfellingu 10.650 krónur, en kostar eftir hana 12.136 krónur. Svokallað „6—30 daga fargjald" hækkar úr 7.661 krónu í 8.731 krónu. Þá hækkar Apex-fargjald úr 5.325 krónum í 6.068 krónur. Ársmiði á flugleiðinni milli Keflavíkur og Frankfurt kostaði fyrir gengisfellingu 11.832 krón- ur, en kostar nú 13.484 krónur. Apex-fargjald kostaði 5.984 krónur, en kostar nú 6.818 krón- ur. Þá má geta þess, að ársmiði á flugleiðinni milli Keflavíkur og New York kostaði fyrir gengis- fellingu 8.385 krónur, en kostar nú 9.555 krónur. Apex-fargjald kostaði fyrir gengisfellingu 7.418 krónur, en kostar nú 8.453 krón- Borgarritari segir starfi sínu lausu GUNNLAUGUR Pétursson borgarritari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. nóv- ember að telja. Hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir, en hann hefur starfað hjá Reykjavíkurborg frá árinu 1956, eða í 26 ár. JÉb* ' “ V ■ |||y 23.188 gestir höfðu heimsótt sýninguna Heimilið og fjölskyldan '82 i gærkvöldi, þegar hún lokaði. Mun það vera sambærileg aðsókn og var á síðustu sýningu. Á myndinni má sjá sýningaratriði í bás líkamsræktarinnar Baðstofunn- Ljóflmynd Mbl. KÖE Hugarburður og óskhyggja — segir Sighvatur Björgvinsson um hugsanlegan stuðning Alþýðuflokks við bráðabirgðalögin „ÞAÐ er af og frá,“ sagði Sighvatur Björgvinsson formaður þingfolkks alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður hvort rétt væri, sem heyrst hefur úr herbúðum stjórnarsinna, að Alþýðuflokkurinn hygðist styðja bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. liða um að Alþýðuflokkruinn muni hugsanlega greiða atkvæði með „I merkingarlausu fylgiskjali með bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar," sagði Sighvatur, „eru ýmis óskyld atriði talin upp, sem ríkisstjórnin segist ætla að skoða eða athuga eða hugsanlega stefna að, en engar ákvarðanir liggja fyrir um. Sum þessara at- riða varða þingmál, sem Alþýðu- flokkurinn hefur þegar flutt og liggja fyrir Alþingi. Nærtækast væri fyrir ríkisstjórnarflokkana, ef þeir í alvöru eru að hugleiða þessi mál, að greiða þá einfaldlega frumvörpum Alþýðuflokksins at- kvæði. Ekkert þessara mála er hins vegar að finna í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Þar er ekki á þau minnst með einum eða nein- um hætti. Vangaveltur stjórnar- bráðabirgðalögunum vegna þess, að í merkingarlausu plaggi gefi ríkisstjórnin í skyn, að stjórnar- liðið hugleiði ef til vill að ganga til fylgis við önnur og óskyld þingmál Alþýðuflokksins, eru því hugar- burður einn og óskhyggja," sagði Sighvatur að lokum. Vökull hf. hættir starfsemi sinni MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá stjórn Vökuls hf., sem er svohljóðandi: „Stjórn Vökuls hf. hefur tekið ákvörðun um að hætta starfsemi félagsins, sem hefur um árabil annast innflutning á bifreiðum frá Bandaríkjunum og Frakklandi, varahlutasölu og viðgerðir. Samn- ingar standa nú yfir um að nýir aðilar taki við bifreiðaumboðum félagsins og fara þeir fram í sam- ráði við hina bandarísku og frönsku umboðsaðila. Meðal ann- ars hafa farið fram viðræður við Jöfur hf. Munu nú fara fram slit á félag- inu og uppgjör á því í samræmi við hlutafélagalög. Meginástæðan fyrir því að fyrirtækið hættir nú er hin gífur- lega hækkun Bandaríkjadalsins sl. þrjú ár, sem leitt hefur til þess m.a. að markaðshlutdeild banda- rískra bíla er komin niður fyrir 2% af heildarbifreiðainnflutningi landsmanna. Auk þess hafa aðrar efnahagsaðstæður valdið þeim erfiðleikum, sem leitt hafa til þessarar ákvörðunar. Stjórn Vökuls hf. væntir þess, að þau óþægindi, sem viðskipta- vinir fyrirtækisins kunna að verða fyrir af þessum sökum verði svo skammvin, sem framast er kostur og mun leggja áherzlu á að svo verði." Tekinn með talsvert magn fíkniefna UNGUR maður var tekinn á Kefla- víkurflugvelii í fyrrinótt og var hann með talsvert magn af kannabisefn- um undir höndum, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá fikniefnadeild lögreglunnar í gær. Maðurinn var að koma frá Lux- emborg og fundust fíkniefnin í tösku hans við venjubundið toll- eftirlit. Maðurinn var í gær yfir- heyrður hjá lögreglunni, en í gærkveldi var talið að ekki yrði gerð krafa um gæsluvarðhald yfir honum, því talið var að málið upp- lýstist að fullu. Jónas Jónasson Jónas Jónas- son lögreglu- varðstjóri látinn JONAS Jónasson lögregluvarðstjóri lést að morgni 24. ágúst sl. Jónas var fæddur 24. maí árið 1916 á Kílalæk í Aðaldal og var hann þvi 66 ára að aldri þegar hann lést. Hann var fyrsti formaður Lands- sambands lögreglumanna, en lands- sambandið var stofnað árið 1968. Jónas hætti formennsku þar á síð- asta ári sökum heilsubrests. Hann var kvæntur Sigríði Jó- hannsdóttur, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Mikill áhugi danska forsætisráðherrans seinkaði ferðinni ANKER Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, ferðaðist ásamt fylgdar- liði um Norðurland í gærdag og gekk ferðin vel, að sögn Ólafs Egilssonar í utanríkisráðuneytinu, en hann er í fylgdarliði danska forsætisráðherrans. Flogið var með flugvél Landhelg- isgæziunnar til Akureyrar, en síðan var farin skoðunarferð um bæinn, þar sem lystigarðurinn var m.a. skoðaður. Þá var hádegisverður í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Frá Akureyri var ekið til Mývatns með viðkomu við Goðafoss. Þá var Kröflusvæðið skoðað, bæði mann- virki og eldstöðvar. Frá Kröflu var síðan ekið til Húsavíkur, þar sem gestirnir skoðuðu m.a. kirkjuna og Safnahúsið. Síðar var snæddur síð- búinn kvöldverður í boði bæjar- stjórnar Húsavíkur, en gestirnir gistu síðan á Hótel Húsavík. Að sögn Ólafs Egilssonar fór áætlunin nokkuð úr skorðum, þar sem dvalið var lengur á hverjum stað en áætlaði hafði verið, m.a. vegna mikils áhuga danska forsæt- isráðherrans á íslenzkri menningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.