Morgunblaðið - 25.08.1982, Page 14

Morgunblaðið - 25.08.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 „Ljón Swazilands44 látið í hárri elli Mbabane, Swa/.ilandi, 23. ápisl. AP. SOBHUZA II, konungur Swazi- lands, aldursforseti meðal þjóð- höCðingja og sá þeirra, sem lengst hefur setið á stóli, lést í gær, sunnudag, og hefur hann þegar verið greftraður á laun að þarlendum sið. 1‘egnar hans, 600.000 talsins, velta nú vöng- um yfir því hver muni taka við af „Ijóni Swazilands" eins og Sobhuza var kallaður. Sobhuza, sem varð 83 ára í júlí sl., lét eftir sig eitthvað á annað hundrað eiginkvenna, a.m.k. 600 börn og sæg af barnabörnum og barnabarnabörnum, sem enginn veit tölu á. I tilkynningu, sem utanríkisráðherra landsins gaf út eftir lát konungs, sagði, að engin Lestunar- áætlun ——»— Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell 6/9 Arnarfell 20/9 Arnarfell 4/10 ROTTERDAM: Arnarfell 8/9 Arnarfell 22/9 Arnarfell 6/10 ANTWERPEN: Arnarfell 9/9 Arnarfell 23/9 Arnarfell 7/10 HAMBORG: Helgafell 10/9 Helgafell 1/10 Helgafell 22/10 HELSINKI: Dísarfell 13/9 Dísarfell 11/10 LARVIK: Hvassafell 30/8 Hvassafell 13/9 Hvassafell 27/9 Hvassafell 11/10 GAUTABORG: Hvassafell 31/8 Hvassafell 14/9 Hvassafell 28/9 Hvassafell 12/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell 1/9 Hvassafell 15/9 Hvassafell 29/9 Hvassafell 13/10 SVENDBORG: Hvassafell ........ 2/9 Helgafell ........ 11/9 Helgafell ......... 5/9 Helgafell ....... 25/10 AARHUS: Helgafell ........ 14/9 Helgafell ........ 6/10 Helgafell ....... 26/10 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ........ 1/9 Skaftafell ........ 9/9 Skaftafell ....... 4/10 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ........ 3/9 Skaftafell ....... 6/10 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 h breytingyrði á stjórnarstefnunni í þessu einu minnsta ríki Afríku, sem liggur á milli Mósambik og Suður-Afríku. Stjórnvöld í Suður-Afríku trega Sobhuza sárt enda var hann mikill stuðningsmaður þeirra, sá eini meðal svartra þjóðhöfðingja í álf- unni. Fyrir nokkru ákváðu þau að gefa Swazilandi rúmlega 2.000 fer- ; mílna svæði ásamt 240.000 íbúum þess, fólki af Zulu-ættbálki, og hefur sú ákvörðun valdið miklum deilum í Suður-Afríku. Sobhuza var krýndur konungur árið 1921 og hefur ríkt æ síðan. Hann bar ýmis virðingarheiti meðal þegna sinna auk ljóns- nafnsins, kallaður Fjallið mikla, Munnurinn, sem ekki lýgur, Sólin og Vetrarbrautin. ERLENT Eiginkonur og mæður PLO-manna gráta sáran er brotflutningarnir frá Beir- út hófust á laugardag. Atvinnuleysi í Bret- landi aldrei meira Lundúnum, 24. á|0ÍMt. AP. ATVINNULEYSI í Bretlandi hefur aldrei verið meira frá þvi skráning atvinnuleysingja hófst þar i landi 1948. Alls reyndust rétt tæpar 3,3 milljónir manna, eða 13,8% alls vinnuaflans, vera án vinnu nú um miðjan ágúst. Er þetta aukning um 0,4% frá því í júlí. Iæiðtogar Verkamannaflokksins breska hafa brugðist æfir við þessum nýju tölum og Barry Jon- es, einn talsmanna flokksins, sagði „að leiða ætti alla ríkis- stjórnina rakleiðis í The Tower" í Lundúnum fyrir miskunnarlausar aðgerðir í efnahagsmálum. « Mikill fjöldi þeirra 102.000 nýrra atvinnuleysingja, sem bætt- ust aftan við biðröðina í ágúst- mánuði, eru skólanemar sem lokið hafa námi. Stjórnarliðar eru uggandi vegna hins mikla atvinnuleysis en hvika hvergi frá þeirri stefnu, að ráðast með kjafti og klóm gegn verðbólg- unni. Á tveimur árum hefur tekist að minnka hana úr 21,9% þegar hún var mest í 8,7%. Breska stjórnin er að eigin sögn sannfærð um að verstu tímarnir séu að baki og smám saman taki að rofa til í efnahagslífi þjóðarinnar. Miilisvæðamótið í Toluca: Torre tekur forystuna Tolura, Mexíkó. 24. ágúst. AP. EUGENIO Torre frá Filippseyjum tók forustuna á millisvæöamótinu í skák í Tolura í Mexíkó er hann lagði Líbanann Kouatly að velli ■ 40 leikj- um ■ 10. umferð mótsins. Torre hefur 7 vinninga að 10 um- ferðum loknum, en á hæla honum kemur Lajos Portisch frá Ungverjalandi með 6‘A vinning og biðskák við Sovétmanninn Yusu- pov. Seirawan og Spassky eru báðir með 6 vinninga. I öðrum skákum í 10. umferðinni sigraði Bandarikjamaðurinn Seira- wan Sovétmanninn Balashov í 25 leikjum á sama tíma og Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari, vann Ungverjann Adorjan i aðeins 23 leikjum. Eftir fjörlega byrjun hefur ekki verið heil brú í tafl- mennsku Adorjan. Polugajevski og Hulak gerðu jafntefli í 16 leikjum, en skákir þeirra Portisch og Yusupov, Nunn og Rubinetti og Ivanov og Rodrigu- ez fóru allar í bið. Frakkar íhuga að taka fallöxina í notkun á ný l'arís, 24. ágÚMÍ. AP. í KJÖLFAR hinna tíðu hryðjuverka í Frakklandi undanfarinn mánuð hafa umræður um hvort rétt sé að innleiða fallöxina á nýjan leik magn- ast mjög undanfarna daga. Síðasta sprengjutilræðið, and- bandarísk sprenging, hefur enn- fremur kallað á viðbrögð lögregl- unnar. Þrjú stéttarfélög lögreglu- manna hafa sent bréf til yfirvalda Ofbeldishneigðir af- brotamenn heimskari Wajihington, 24. ágÚ8t. AP. MED ÞVÍ að rannsaka heila fanga í ríkisfangelsinu í Nebraska hafa sálfræðingar komist að því, að af- brotamenn, sem sitja inni fyrir ofbeldisbrot, bregðast á allt annan hátt við prófunum en þeir afbrota- menn, sem sitja inni fyrir „venju- lega“ glæpi. Að sögn sálfræðinganna má rekja ofbeldishneigð til rangrar heilastarfsemi. Segja þeir enn- fremur, að með því að rannsaka afbrotamenn strax eftir fyrsta afbrot megi segja til um hvort þeir séu gæddir ofbeldishneigð eða ekki. Að sögn sálfræðinganna eiga afbrotamenn með ofbeldishneigð undantekningarlítið í erfiðleik- um með að leysa einföldustu lestrar- eða skriftardæmi, sem lögð eru fyrir þá. Flestir þeirra, sem staðnir höfðu verið að inn- brotum, reyndust hins vegar geta leyst þær þrautir, sem fyrir þá voru lagðar, án teljandi erfið- leika. þar sem þau krefjast þess, að harðari refsingar verði teknar upp gegn hryðjuverkamönnum. Á sama tíma og umræða og þrýstingur á stjórnvöld hafa auk- ist hefur lögreglan tilkynnt, að hún sé einskis vísari um hver kunni að vera valdur að spreng- ingunum, sem kostað hafa 9 manns lífið og slasað um 50. Lög- reglan telur að arabískir, palest- ínskir, armenskir og franskir hryðjuverkamenn séu ábyrgir fyrir tilræðunum. Pierre Salvi, þingmaður Mið- flokksins, hefur hvatt forsætisráð- herra landsins, Pierre Mauroy, til að opna umræður um dauðarefs- ingu á þingi í haust. Þá hafa ein stéttarsamtök lögreglumanna far- ið fram á að dauðarefsing verði tekin upp á ný. Fallöxin var bönnuð í fyrra þeg- ar afhöfðun sem dauðarefsing var felld niður. Alls er talið að um 4.600 manns hafi látið lífið undir fallöxinni frá því hún var fyrst notuð á dögum frönsku byltingar- innar. 1 stuttu máli... Banna kvik- mynda- og upp- tökubúnað Nýju Delí, Indlandi, 24. águHt. AP. YFIRVÖLD í Afghanistan hafa nú tilkynnt, að bannað sé að hafa í fórum sínum kvikmynda- tökuvélar og upptökubúnað af öðru tagi. Að sögn yfirvalda eru þessar aðgerðir til þess að vernda „trúarbrögð, hefðir og hugsunarhátt“ Afghana eins og það er orðað. Þá hefur einnig verið bann- að að hafa í fórum sinum snældur, tímarit, bækur og myndir, sem unnið geta gegn hagsmunum ríkisins. Gilda þessi nýju lög jafnt um emb- ættismenn sem aimenna borg- ara í landinu. Belgar brugga bjór i Kína Louvain, Ikdgíu. 24. á|(Ú8t. AP. STÆRíyTA bruggfyrirtæki Belga, Artois NV., hefur til- kynnt að bjórverksmiðja á veg- um fyrirtækisins verði reist í Kanton í Kína. Að sögn yfirmanns fyrir- tækisins hefur enn ekki verið ákveðið nafn á bjórinn, sem kemur á markað í Kína 1984 og er bruggaður „samkvæmt bruggaðferðum Artois" að sögn yfirmannsins. Gert er ráð fyrir að um 500 manns fái atvinnu við þessa bjórverksmiðju og standa vonir til að framleiðslan nái 55 milljónum lítra á ári. Árs- framleiðslan á kínverskum bjór nam í fyrra um 650 millj- ónum lítra, en framleiðsla Artois-fyrirtækisins nam 440 milljónum lítra. Flaggskipi lyft af hafsbotni Ixindon, 24. ájpúst. AP. TILKYNNT var í Lundúnum í dag að flaggskip Hinriks VIII, Mary Rose, sem sökk í orustu við Frakka árið 1545, verði lyft af hafsbotni þann 28. september næstkomandi með mikilli við- höfn, ef veðurguðirnir leyfa. Sautján ár eru liðin siðan staðsetning skipsins var ákvörðuð og hafa farið fram miklar neðansjávarrannsóknir á því síðan. Flakið liggur á hafsbotni í höfninni í Ports- mouth, en bakborðshlið þess er að engu orðin. Tilkynnt var um atburð þennan á blaðamannafundi er Romsay lávarður boðaði til og þar kom fram að Karl Breta- prins, sem hefur sýnt flakinu mikinn áhuga og m.a. kafað niður að því níu sinnum, muni verða viðstaddur athöfnina. Ef veðurguðirnir verða óhagstæðir þann 28. september hefur verið tilkynnt að atburð- inum verði frestað til 11. október. Börn vannærö í Thailandi Bangkok, 24. á((úst. AP. MEIRA EN helmingur allra barna í Thailandi þjáist af nær- ingarskorti segir í skýrslu, sem yfirvöld í landinu hafa látið taka saman. Náði könnunin til 7% allra barna í landinu. Bangkok var ekki með í könnuninni, en al- mennt er talið að börn þar séu betur á sig komin en gengur og gerist í landinu. I einu héraða landsins, Si Sa Ket, reyndust 68% barn- anna eiga við næringarskort að stríða. Tvö önnur héruð á svipuðum slóðum, í norð- vesturhluta landsins sem er fátækasti hluti landsins, komu skammt á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.