Morgunblaðið - 25.08.1982, Side 29

Morgunblaðið - 25.08.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 29 rrftt1 g i ? ■ 1! j 5 T VÉl?akandi £ SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI Nöfn prestakaUa: Það mætti æra óstöðugan í þætti Velvakanda 20. ágúst sl. veitir Biskupsstofan skýringar (að gefnu tilefni) á nöfnum presta- kalla, og ber fyrir sig lög þar um nr. 35/1970. í þeim lögum er meg- inreglan sú, að prestaköll séu nefnd eftir staðsetningu prestset- urs. Svo er nú það. Séra Árni Þórarinsson, hinn þjóðkunni prófastur, þjónaði Miklaholtsprestakalli í meira en fjóra áratugi. Sr. Árni var vígður til Miklaholtsprestakalls 1886, en 1887 settist hann að í Miklaholti. 1901 flyst hann ásamt fjölskyldu sinni að Rauðamel — ytri (ann- exía frá Miklaholti) og bjó þar í 6 ár. — 1907 flyst sr. Árni með fjöl- skyldu sína að Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi og kaupir þá jörð 1910. Bjó hann á Stóra- Hrauni meðan hann gegndi prest- þjónustu, eða til ársins 1934. Eftirmaður sr. Árna í prest- starfi var sr. Þorsteinn L. Jónsson, settur sóknarprestur í Mikla- holtsprestakalli, 12. júní 1934, en vígður 28. júní sama ár, veitt Miklaholt 19. september 1934. Séra Þorsteinn Lúther var sókn- arprestur í Miklaholtsprestakalli frá 1934—1951, sat fyrst á Kolbeinsstöðum frá 1934—1936, en síðan í Söðulsholti í Eyjahreppi (Hnappadalssýslu), sem þá hafði [Svarvi^ri? fspurn um Mikia- noitsprestakaii I barVsflXk?TTrn’ Seml J um Mik/ahnpnda frá M B-Þ. j birt var í M'tSpreStakalJ ogl ágúst sl. wTbS01™ j taka fram J L ,,skuPsstofal J um 35/1970 er ”LkvaPmt l°g-f |sú, að prestaköll glnreg,anl verið keypt sem prestsetursjörð. Kolbeinsstaðasókn var lögð til Miklaholtsprestakalls frá fardög- um 1892. Mér er næst að halda, að kunn- ugir kannist varla við „Söðuls- holtsprestakall" — miklu fremur Rauðamelssókn, en á Rauðamel ytri er kirkja. Miklaholtspresta- kall er miklu eldra og af því tölu- verð saga. Það mætti æra óstöðug- an, ef nefna ætti prestaköllin eftir búsetu þjónandi presta í það og það sinn. Ekki hlotnast mér sá heiður, að sjá þessi lög 35/ 1970, sem vitnað er í frá Biskupsstofu, en þar hafa sennilega verið miklir spekingar að verki. Á.Þ.Ó. — 0674-4826 velli í mestu rólegheitum, enda eru slíkar Þingvallaferðir oft farnar til þess að njóta umhverfis- ins og slappa af. Er þau voru í bíl sínum, taka þau eftir því, að á eft- ir þeim kemur bifreið með blikk- andi ljós á ofsahraða, þannig að þau halda að orðið hafi stórslys eða eitthvað þvíumlíkt. En annað kom á daginn. Hér voru á ferð Anker Jörgensen og frú ásamt föruneyti í fylgd íslensku forsætisráðherrahjónanna með blikkandi ljós og lögreglu í bak og fyrir. Mig langaði að varpa þeirri spurningu fram, hvort slíkt til- stand sé nauðsynlegt hér á landi, en halda mætti að hér byggi stór- glæpaþjóð. Ég hefi grun um, að þessir erlendu gestir kæri sig lítið um þessar uppákomur hér, enda er nóg um slíkt erlendis af sérstökum ástæðum." Innilega þakka ég þeim sem glöddu mig á 70 ára áfmæli mínu 15. ágúst sl. með skeytum, blómum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Guörún Guömunsdóttir, Víkurbraut 11, Grindavík. Hugheilar þakkir sendi ég ykkur öllum sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu með heim- sóknum, gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Ólína Bergsveinsdóttir, Hverfisgötu 17, Hafnarfiröi. Hjartans þakkir til systkina minna, frændfólks og vina fyrir sýnda vinsemd á afmælinu mínu þann 6. ágúst síðastliðinn, svo og fyrir ógleymanlegar samverustundir. Guö blessi ykkur öll. Einhildur Sveinsdóttir. Komum körfuknatt- leiks köppum í stuð Þegar körfuboltinn fer að byrja finnst mér að þeir, sem sjá um íþróttaþættina, ættu að koma öll- um körfuboltaköppum í stuð og sýna körfuknattleiksmyndir frá liðnum árum. Ég ætla að spyrja Bjarna Fel- ixson tveggja spurninga: 1) Hvort er dýrara að kaupa bandarískar körfuboltamyndir eða þessar fót- boltamyndir yfirleitt? 2) Af hverju hefur þú aldrei sýnt leiki frá NBA-deildinni bandarísku og Pétri Guðmundssyni? Ég vona að það sé ekki fyrir neðan þína virðingu að svara þess- um spurningum. Körfuboltaunnandi GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Ég held að þetta hvorutveggja sé gott. Rétt væri: Ég held að þetta hvorttveggja sé gott. Heyrst hefur: Þeir litu á hvorn annan. Rétt væri: Þeir litu hvor á annan. Iæiðréttum börn sem flaska á þessu! Oft heyrist: Hann tefldi á tæpasta vað. Rétt væri: Hann lagði á tæpasta vað. (Eða: Hann tefldi á tvær hættur.). Sagt var: Það er æskilegt að láta hver annan njóta sann- mælis. Rétt væri: Það er æskilegt, að hver láti annan njóta sann- mælis. SIO&A V/GGA í l/LVEWN ALLTAFA FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Át MORGUN Vikuskommtur afskellihlátri iH SVNIlStHX VJOlSVDNISA^Onv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.