Morgunblaðið - 25.08.1982, Page 30

Morgunblaðið - 25.08.1982, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 St. Etienne heppið gegn Karli og félögum „VIÐ VORUM óheppnir að sigra ekki í leiknum. Við hefðum átt bæði stigin fyllilega skilin," sagði Karl Uórðarson eftir leik Laval við St. Etienne í gærkvöldi. Heil umferð fór fram í Frakk- landi, og gerði Laval markalaust jafntefli við St. Etienne á heima- velli sinum. „Við vorum mjög óheppnir að skora ekki, og hefði tveggja marka sigur okkar verið sanngjarn. St. Etienne er ekki cins sterkt og undanfarin ár, nú þegar Platini er farinn,“ sagði Kalli. • Teitur Þórðarson Ljó«in. sk.pii Mörg óvænt úrsiit urðu í Frakklandi í gærkvöldi og skulum við líta á þau: Lyon — Tours 2-0 Brest — Rouen 4-2 Bordeaux — Nantes 1-2 Laval — St. Etienne 0-0 Mulouse — Lens 1-2 Bastia — Monaco 2-0 Metz — Strasbourg 1-1 Paris S.G. — Nancy 2-3 Touiouse — Auxerre 2-1 Toulouse er nú efst í deild- inni, hefur unnið þrjá fyrstu leikina, en liðið kom upp úr 2. deild í fyrra. Liðið styrktist mikið fyrir tímabilið, en þá keypti það tvo fræga kappa, Christian Lopez, miðvörð frá St. Etienne, og Gerard Soler frá Bordeaux, en hann er góð- kunningi íslenskra sjónvarps- áhorfenda eftir HM. Eins og á þessu sést unnu Teitur Þórðarson og félagar í Lens góðan sigur á Mulouse á útivelli. Að sögn Karls Þórð- arsonar var Teitur orðinn góð- ur af meiðslunum sem hrjáð hafa hann í langan tíma, og bjóst hann við að spila þennan leik. Ekki vissi Karl þó hvort honum hefði tekist að skora. Úrslit þriggja leikja verða að teljast sérstaklega óvænt, tap Bordeaux á heimavelli gegn Nantes, tap frönsku meistar- anna Monaco gegn Bastia á Korsíku og tap Paris St. Ger- main á heimavelli _ SH Síðasta tímabil Paisley SÚ yfirlýsing var gefin út í Liv- erpool í gær, að Bob Paisley, framkvæmdastjóri meistaranna, væri nú að hefja sitt síðasta keppnistímabil sem slíkur. Sagt var að Paisley, sem nú er orðinn 62 ára, hefði ákveðið sjálfur að hætta. Hann mun þó ekki yfir- gefa félagið, heldur mun hann taka við annarri stöðu. Paisley er örugglega sigur- sælasti framkvæmdastjóri allra tíma í Englandi og þó viðar væri leitað. Hann tók við af Bill Shankly fyrir átta ár- um, og hefur Iiðið unnið til 18 verðlauna undir hans stjórn á þessum tíma. Hann hefur ver- ið hjá Liverpool í 42 ár, sem leikmaður, þjálfari o.fl. og var aðstoðarmaður Shanklys áður en hann tók við af honum. Líkiegustu eftirmenn Pais- ley eru taldir John Toshack, núverandi stjóri Swansea, og Emlyn Hughes, sem er ' við stjórnvölínn hjá Rotherham. Báðir hafa þeir náð mjög góð- um árangri með lið sín og þá sérstaklega Toshack. Þeir léku báðir með Liverpool hér áður fyrr, eins og kunnugt er. Kvennalandsliðið leikur við Noreg á laugardaginn ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur á fóstudag- inn til Noregs og leikur við heimamenn á laugardaginn. Leikurinn er sá fyrsti sem ís- lcnskt kvennalandslið spilar i Evrópukeppni. Auk íslands og Noregs eru í riðlinum lið Svíþjóð- ar og Finnlands, og léku þau lið á dögunum. Sviar sigruðu þá Finna með sex mörkum gegn engu. Svíar eiga eitt besta kvennalandslið i heimi og verður vafalaust gaman að sjá þær leika gegn íslandi á Kópavogsvelli 9. september. Islenska liðið sem fer til Noregs er þannig skipað: Markverðir: Guðríður Guðjónsdóttir, UBK Sigrún Norðfjörð, Val. Aðrir lcikmenn: Arna Steinsen, KR Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK Ásta M. Reynisdóttir, UBK Brynja Guðjónsdóttir, Víkingi Bryndís Einarsdóttir, UBK Erla Rafnsdóttir, UBK Jóhanna Pálsdóttir, Val Kristín Aðalsteinsdóttir, ÍA Laufey Sigurðardóttir, ÍA Magnea Magnúsdóttir, UBK Margrét Sigurðardóttir, UBK Rósa Á. Vaidimarsdóttir, UBK Sigríður Jóhannsdóttir, UBK Sigrún Blómsterberg, KR. Guðrún og Eðvarð á Evrópumótið TVEIK íslenzkir keppendur taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í sundi, sem haldið verður í Inns- bruck í Austurríki dagana 26.-29. ágúst. Þau eru Eðvarð Þ. Eðvarðs- son, Ungmennafélagi Njarðvíkur, sem keppir í 100 og 200 m baksundi, og Guðrún Fema Agústsdóttir, Sund- félaginu /Egi í Reykjavík, sem kepp- ir í 100 og 200 m bringusundi. Fararstjóri verður Guðfinnur Ólafsson, formaður Sundsam- bands íslands. Þau Eðvað og Guðrún hafa und- anfarnar vikur æft með unglinga- landsliði Svía í Svíþjóð undir Evr- ópumeistaramótið. Dæmigerð mynd frá leiknum, mikil barátta og ekkert gefið eftir. Frá vinstri eru: Blikarnir Þorsteinn Hilmarsson og Sigurjón Kristjánsson, og síðan Hálfdán Örlygsson KR. Ljóom.: Emilí*. Tíunda KR-jafnteflið KR-INGAR gerðu sitt tíunda jafn- tefii i 1. deild er þeir mættu Breiða- blik í gærkvöldi i miklum baráttu- leik. Hvort lið gerði eitt mark, og komu þau bæði í síðari hálfleik, en UBK var á undan að skora. Leikið var á aðalleikvanginum í Laugardal, og voru aðstæður til knattspyrnu- iðkunar mjög slæmar. Völlurinn var fijúgandi háll, þannig að leikmenn áttu erfitt með að hemja boltann. Við jafnteflið fór KR aftur upp í annað sætið, er nú tveimur stigum á eftir Víkingum og hefur leikið einum leik meira. Það sem liðin sýndu í gær var ekkert stórvirki, en þó var mesta furða hvað leik- menn gerðu miðað við aðstæður. Áttu bæði lið ágæta spretti og voru úrslitin nokkuð sanngjörn. Fyrstu 25 mín. leiksins voru al- gerlega eign KR-inga og fengu þeir eitt mjög gott færi. Sæbjörn skallaði þá yfir af markteig eftir að Guðmundi markverði hafði mistekist að halda fvrirgjöf Elías- ar. Þórarinn Þórhallsson átti gott skot að KR-markinu eftir 36 mín. og var það í eina skiptið fyrir leikhlé sem Blikarnir ógnuðu markinu. Fljótlega í upphafi síðari hálf- leiks náði Sigurjón Kristjánsson forystu fyrir Breiðablik með fal- legu marki. KR-ingar gerðu sig seka um slæm varnarmistök við Björgvin á vallarmeti hann setti fyrsta dag Landsmótsins á dögunum. Fór Björgvin völlinn á 70 höggum. Oskar Sæmundsson fór á 75, Sigurður Pétursson á 76, Hann- es Eyvindsson á 77 og Sveinn Sigur- bergsson á 80. Fyrstu fimm hjá unglingunum voru Hilmar Björgvinsson á 76, Sig- urður Sigurðsson 76, Páll Ketilsson 77, Magnus Jónsson 77 og Gylfi Kristinsson 78. Undirbúningi unglingalandsliðsins i golfi fyrir Evrópumótið lauk í gær, er það keppti við karlalandsliðið í Graf- arholtinu. Leiknar voru 18 holur, og voru sex kylfingar í hverri sveit. Tali árangur fimm bestu. Karlarnir sigr- uðu, fóru samtals á 378 höggum en unglingarnir á 384. Björgvin Þorsteinsson lék frábærlega vel í gær, og jafnaði vall- armet Sigurðar Péturssonar, sem Einkunnagjöfin Stððan LIÐ KR: Halldór Pálsson 7 Guðjón Hilmarsson 6 Magnús Jónsson 5 Ottó Guðmundsson 7 Jakob Pétursson 5 Jósteinn Einarsson 6 Ágúst Már Jónsson 6 Hálfdán Örlygsson 6 Elías Guðmundsson 6 Sæbjörn Guðmundsson 6 Birgir Guðjónsson 5 Björn Rafnsson (vm) 5 Erling Aðalsteinsson (vm) 4 LIÐ UBK: Guðmundur Ásgeirsson 6 Þórarinn Þórhallsson 6 Helgi Helgason 4 Valdimar Valdimarsson 6 Olafur Björnsson 7 Vignir Baldursson 6 Hákon Gunnarsson 6 Þorsteinn Hilmarsson 5 Sigurður Grétarsson 6 Helgi Bentsson 6 Sigurjón Kristjánsson 6 Omar Rafnsson (vm) lék of stutt. Eftir leik KR og Breiðabliks í vítateiginn, Sigurjón náði af þeim boltanum og sendi hann rakleiðis í fjærhornið með föstum jarðar- bolta, óverjandi fyrir Halldói markvörð. Eftir markið komu KR-ingai framar á völlinn, staðráðnir í að jafna, og við það varð vörnin veik- ari. Fengu Blikarnir ágætt færi, er Hákon gaf fyrir, en Sigurður Grétarsson skaut framhjá úi þrongri aðstöðu. Á 68. mín. kom Erling Aðal- steinsson inn hjá KR fyrir Hálf- dán og með sinni snertingu skaut hann boltanum rétt framhjá stöng eftir góða fyrirgjöf Björns Rafns- sonar. Nokkrum mín. síðar var dæmd aukaspyrna á UBK úti á velli, og varð við það nokkurt hlé á leiknum. Sigurður Grétarsson og Guðjón Hilmarsson fengu þá gult spjald, og menn höfðu ýmislegt að ræða. Er leikurinn hófst að nýju lyfti Sæbjörn boltanum úr aukaspyrn- unni inn á teig hjá UBK og þar skallaði Jósteinn Einarsson ör- ugglega í markið. Ágætis mark og vel að verki staðið hjá þeim félög- um. Eftir þetta færðist nokkur harka í leikinn, og hafði Villi Þór dómari ekki nógu góð tök á hon- um. Var dómgæsla hans nokkuð furðuleg á köflum; brotum sleppt en dæmt þegar ekkert virtist at- hugavert, og nokkrum sinnum kom fyrir að brotlegi aðilinn gærkvöldi er staöan í 1. deild þessi: hagnaðist á dómnum. Víkingur 15 6 8 1 22—15 20 Ekki var mikið um spennandi KK 16 4 10 2 13—12 18 augnablik lokakaflann, ef undan- Akranes 16 6 5 5 21—18 17 skilið er atvik er Helgi Bentsson ÍBV 15 6 4 5 18—15 16 var „felldur" innan teigs, en Villi Valur 16 5 5 6 16—14 15 sá ekki ástæðu til að dæma víta- Brciðablik 16 5 5 6 16—19 15 spyrnu. KA 16 4 6 6 16—18 14 I stuttu máli: Kefiavík 15 5 4 6 14—18 14 Laugardalsvöllur 1. deild ÍBÍ 16 5 4 7 23—29 14 KR—Breiðablik 1—1 (0—0) Fram 15 3 7 5 15-16 13 Mark KR: Jósteinn Einarsson á Næsti leikur í 1. deild er annað kvöld, þá leika Fram og V íkingur á l.augardalsvelli. 76. mín. Mark UBK: Sigurjón Kristjánsson á 49. mín. gjj Tvö Islandsmet í landskeppni unglinag í sundi milli Svía, Frakka og Vestur- Þjóðverja, sem fram fór sl. sunnu- dag, kepptu þau Eðvarð Þ. Eð- varðsson og Guðrún Fema Ág- ústsdóttir sem gestir. Bæði stóðu þau sig mjög vel. Guðrún Fema Agústsdóttir varð í 3. sæti í 100 m bringusundi og setti nýtt íslenzkt met á tímanum 1:16,25 mín og í 4. sæti í 200 m bringusundi og setti einnig íslandsmet í þeirri grein, synti á 2:45,06.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.