Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 21
taka upp radaraðflugsstjórn á Reykjavíkurflugvelli, byggist á vissu fyrir því, að þessi fram- kvæmd er ekki'verulega dýr og er jafnframt hagkvæm, vegna sparn- aðar í kostnaði varðandi manna- hald, flutning starfsmanna, auka- greiðslu vegna ferðatíma og síma- línuleigu. Að svo stöddu verða frekari kostnaðartölur um tækja- kaup og mannahald ekki lagðar fram á, meðan lokaviðræður við framleiðanda radartækjanna standa yfir, ásamt viðræðum við starfsmenn, og umfjöllun í flug- ráði. Hins vegar liggur fyrir varð- andi rekstur radaraðflugsstjórnar fyrir Reykjavík á Keflavíkurflug- velli, að aukakostnaður á ári er áætlaður á núverandi verðlagi um 130.000 kr. vegna símalínuleigu, 75.000 kr. vegna aukagreiðslu fyrir ferðatíma og 67.000 vegna flutn- ings starfsmanna. Þetta er aðeins hluti þeirra fjárhæða sem sparast við flutning frumradarmerkisins til Reykjavíkur og starfrækslu radaraðflugsstjórnar þar. Auk hagkvæmni hefur tilvera frumradarmerkis á Reykjavíkur- flugvelli meðal annars eftirfar- andi kosti: Frumradarmerkið opnar mögu- leika á að koma síðar upp sérstök- um sjónvarpsskjá af gerðinni BRITE innan glugga flugturnsins í Reykjavík. Á sjónvarpsskjánum sjá flugumferðarstjórarnir, sem stjórna sjónflugi í vallarsviði, raunverulega hvar og hvenær von er á blindflugsumferð. Samráð milli flugumferðarstjóra í innan- landsdeild og radaraðflugsstjórn, um flugumferð, sem fer milli far- flugsleiðar og aðflugsleiðar, verða mikið einfaldari og þar með öruggari, þar eð flugumferðar- stjórarnir sitja hlið við hlið. Lokaorð I áætlunargerð um veitingu þjónustu á sviði flugleiðsögu og flugumferðarstjórnar, er eðlilegt að leita eftir hagkvæmum rekstri og auknu flugöryggi. Tæknifram- farir í radar og öðrum flugleið- sögutækjum eru örar og er mjög mikilvægt að nýta strax þá mögu- leika sem ný tæki gefa, eins og til dæmis fyrirhuguð radartæki flug- stjórnarmiðstöðvarinnar, áður en ör þróun gerir allar síðari tækja- breytingar of dýru verði keyptar, eins og menn ættu að hafa fengið reynslu af. Vonandi verða menn opnir fyrir möguleikunum á þessu tæknisviði, en staðna ekki með því að binda sig um of við áætlanir með gömlum dagsetningum. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 21 Frábserar niðurstöður fsienskra sérfræðinga. Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir vfðtækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er því einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður. Duftsmitandi fletir valda ekki lengur erfiðleikum. Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu. Rigningarskúr er ekkert vandamál. STEINAKRÝL er terpentfnuþynnanleg málning, sem er óvenjulega hæf fyrir íslenskar aðstæður STEIN- AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð þér bara kaffisopa á meðan rígningin gengur yfir - og heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir rigningu fljótlega eftir málun. Nú geturðu málað I frostl. Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel 110 gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST! STEINAKRÝL - málnlngin sem andar málning't Ef þú mólar með STEINAKRÝLI frá Mólningu hf þarftu ekki að bíða eftír mólningarveðri! SÉRSTÖK LEIGUFERÐ • HAGSTÆÐ KJÖR! Nú er hver síðastur að komast með Innifalið: flug, gisting, morgunverður, akstur milli hótela og flugvallar erlendis N0TIÐ TÆKIFÆRIÐ — BÓKIÐ STRAX! URVAL við Austurvöll ® 26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.