Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
27
Fyrsti aðalfundur
Menningarsamtaka
Norðlendinga
DAGANA 4.-5. september
nk. halda nýstofnuð Menn-
ingarsamtök Norðlendinga
sinn fyrsta aðalfund í gagm
fræðaskólanum á Húsavík. í
tengslum við aðalfundinn
verður efnt til samsýningar
norðlenskra myndlistar-
manna og ráðstefnu um listir
og skipulag listastarfsemi á
Norðurlandi.
Þetta mun verða í fyrsta sinn
sem haldin er sérstök samsýning
myndlistarmanna á Norðurlandi.
Á sýningunni, sem verður í
Safnahúsi Þingeyinga, verða
verk eftir a.m.k. 20 myndlistar-
menn, og verður hver þeirra með
2—4 verk. Þarna gefst því í
fyrsta skipti kostur á að sjá úr-
val þeirrar norðlensku myndlist-
ar, sem framin er um þessar
mundir. Á Norðurlandi hefur
einmitt löngum starfað hópur
Leiðrétting
í FRÉTT í Morgunblaðinu í g»r um
50 ára afmæli Siglufjarðarkirkju féll
niður fyrsta nafn Ragnars Páls Ein-
arssonar. Var listmálarinn aðeins
nefndur Páll Einarsson. Hlutaðeig-
endur eru beðnir velvirðingar á
þessu.
Þá var sagt í dagskrárkynningu
sjónvarps í Morgunblaðinu í gær,
að George Shearing myndi spila
lög eftir Colin Porter, en þar átti
að sjálfsögðu að standa Cole Port-
er. Er Colin Porter beðinn velvirð-
ingar á þessu.
myndlistarmanna, svo það er
vonum seinna að tækifæri gefst
að fá yfirlit yfir það sem verið er
að gera í þeim efnum. Myndlist-
arsýningin er öllum opin, en hún
hefst kl. 13.30 þann 4. sept.
I tengslum við aðalfundinn
verður einnig haldin ráðstefna
um listir og skipulag listastarf-
semi á Norðurlandi. Hún verður í
tvennu lagi. Fyrri hluti hennar
er helgaður samskiptum fjöl-
miðla og listamanna og munu
Jónas Jónasson, útvarpsmaður,
og Sverrir Páll Erlendsson,
menntaskólakennari, verða
framsögumenn um það efni. í
síðari hlutanum verður rætt um
skipulag listastarfseminnar á
Norðurlandi, sem er eitt af
meginviðfangsefnum Menning-
arsamtaka Norðlendinga. Verður
þarna fjallað ítarlega um hvern-
ig starfi og skipulagi samtak-
anna verður best háttað til hags-
bóta fyrir menningarlíf og menn-
ingarsamskipti á Norðurlandi.
Stutt inngangserindi um efnið
flytja Einar Njálsson, Guðmund-
ur Halldórsson frá Bergsstöðum,
Jón Hlöðver Áskelsson og Örn
Ingi Gíslason.
Formaður bráðabirgðastjórnar
Menningarsamtakanna, Kristinn
G. Jóhannsson, setur aðalfund
samtakanna eftir hádegi á
sunnudaginn 5. september. Á
dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf, s.s. lagabreytingar og
fyrsta reglulega stjórnarkjör
samtakanna. Aðalfundurinn er
öllum opinn með málfrelsi og til-
lögurétti.
(Úr fréttatilkynningu.)
Staðgengillinn
í Bíóhöllinni
BÍOHÖLLIN hefur hafið sýningar á
bandarísu kvikmyndinni Staðgeng-
illinn með Peter OToole í aðalhlut-
verki.
Myndin segir frá flóttamanni,
sem af tilviljun rekst inn í kvik-
myndaver, þar sem Peter O’Toole í
hlutverki leikstjóra er að gera
kvikmynd. Flóttamaðurinn er
settur í staðgengilshlutverk og svo
hættulegt reynist það, að hann
ákveður að flýja, en þegar hann
heldur að honum sé að takast það,
lendir hann í erfiðasta og hættu-
legasta atriðinu, sem auðvitað er
allt fest á kvikmyndaspóluna.
Háskólabíó:
Myndin um Morant liðþjálfa
HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar
á kvikmyndinni Morant liðþjálfi,
sem fjallar um strið Breta og Búa i
Suður-Afriku.
í myndinni segir frá viðureign
hersveitar/sem að mestu var skip-
uð Ástralíumönnum, og Búa, en
afleiðingar þeirrar viðureignar
urðu sögufræg herréttarhöld.
Aðalpersóna myndarinnar er Mor-
ant liðþjálfi, sem tók við stjóm
hersveitarinnar, þegar fyrirliði
hennar féll og fyrir framgöngu
sína gegn Búunum var hann svo
dæmdur til dauða. Nafn Morants
liðþjálfa féll hins vegar ekki í
gleymsku og um herréttarhöldin
yfir honum og félögum hans var
skrifuð bók, en þessi kvikmynd
var frumsýnd í fyrra.
HRAUN
utanhússmálning
meira en
15ára
ending
eru bestu
meðmælin
málninghlf
Stórir - litlir - breiðir - mjóir - kantaðir
flatir - rúnnaðir....
mmm W mm m