Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Stenzel Universal kr. 610,- Lokasprettur 1. deildar: Þór varð Akur- eyrarmeistari þetta mál hér í Frakklandi, og nú hafa þeir kallað á Platini heim frá Italíu til að tala við hann um þetta,“ sagði Karl Þórðarson, sem leikur með franska liðinu Laval, er blm. spjallaði við hann i fyrra- kvöld. Platini sagði í samtali við AP að hann vissi ekkert um þetta mál, en ef gamli forsetinn fer með rétt mál, er hætt við því að einhverjir eigi eftir að bíða álitshnekki. Að sögn Karis Þórðarsonar hefur ver- ið ákveðið að rannsaka starfsemi félagsins síðustu árin, til að kom- ast til botns í málinu. —SH. Svíi til Forest í stað Shilton? ENSKI landsliðsmarkvörðurinn Pet- er Shilton var seldur til Southamp- ton á dögunum eins og við höfum sagt frá, og nú er Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, að leita að eftirmanni hans. Vitað er að Clough hefur einna mestan áhuga á hinum sænska Jan ftíöller, sem áður fyrr lék með FF Malmö. Hann lék fyrir nokkr- um árum með enska liðinu Bristol City, er landi hans, Bob Houghton, þjálfaði liðið. Möller yfirgaf Bristol-liðið hins vegar er það lenti í fjárhagsörðugleikum, og leikur nú í Bandaríkjunum. Hann er orðinn 29 ára gamall, og hann lýsti því yfir er hann yfirgaf Bristol City að hans stærsta ósk væri að fá tækifæri til að leika í ensku 1. deildinni. Sú ósk hans gæti nú ræst. TVEIR leikir eni i 1. deildinni i knattspyrnu i kvöld, Fram mætir ís- landsmeisturum Víkings á Laugar- dalsvclli, og ÍBK og ÍBV eigast við í Keflavík. Báðir hefjast leikirnir kl. 19.0«. Leikirnir eru að sjálfsögðu báð- ir geysilega mikilvægir þar sem staðan í deildinni er mjög jöfn og tvísýn. Víkingar eru sem fyrr efst- ir í deildinni, eru með 20 stig eftir 15 leiki, KR er í öðru sæti með tveimur stigum minna, en hefur leikið einum leik meira. KR á því aðeins tvo leiki eftir og getur náð 22 stigum vinni liðið báða sína leiki. Liðið á eftir að leika gegn ÍBK í Keflavík og gegn Val á Laugardalsvellinum. Vinni KR báða sína leiki og Vestmanúaeyingar fái sex stig úr sínum þremur leikjum, sem eftir eru, eru þrjú stig nóg fyrir Vík- inga úr þeim þremur leikjum sem þeir eiga eftir. Sigri þeir Fram í kvöld nægir þeim eitt stig úr við- ureignum sínum við KA á Akur- eyri og IA í Reykjavík til að tryggja sér Islandsmeistaratitil- inn annað árið í röð. Tapi KR og ÍBV hins vegar stigi eða stigum standa Víkingar með pálmann í höndunum. Framarar standa mjög illa að vígi, þeir eru í neðsta sæti með aðeins 13 stig eft- ir 15 leiki og verða því helst að ná í stig í kvöld. Auk leiksins í kvöld eiga Framarar eftir að leika við IBI á heimavelli og Vestmannaey- inga í Eyjum, þannig að um frekar erfitt prógram er að ræða hjá þeim. En öll nótt er auðvitað ekki úti enn hjá þeim þar sem mörg lið eru enn í fallhættu. KA á t.d. eftir erfiða leiki, gegn Víkingum fyrir norðan og síðan gegn Blikunum í Kópavogi. KA er með 14 stig fyrir þessa tvo leiki, þannig að staða þeirra er einnig erfið. Leikur Fram og ÍBÍ 4. sept- ember verður einnig mjög mikil- vægur þar sem Isfirðingar eru mjög illa staddir. Þeir eru með einu stigi meira en Fram og hafa leikið einum leik meira. Því gæti farið svo að þeir yrðu í neðsta sæt- inu eftir leikinn í kvöld. Hvur veit? lliTTniini Tveir mikilvægir leikir í kvöld • Ögmundur Kristinason, markvörður Vikings, gómar hér knöttinn af öryggi. Ögmundur hefur átt mjög góða leiki með liði sínu að undanförnu, og i hann stóran þitt i þvi að liðið stendur nú best að vígi í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. Frakkland: Hneykslismál komið upp Mikið hneykslismál er nú komið upp í frönsku knattspyrnunni, og á þar í hlut stórliðið St. Etienne. Þann- ig er mál með vexti að liðið rak á dögunum aldinn forseta sinn, sem verið hafði í því embætti um 20 ára skeið. Sá gamli var ekki ánægður með að vera leystur frá störfum, og hafði þvi fljótlega samband við yfir- völd og skýrði frá stórfclldu svindli sem átt hafði sér stað hjá liðinu. Liðið hafði greitt stórar fjár- fúlgur undir borðið til leikmanna, og á þetta mál örugglega eftir að draga mikinn dilk á eftir sér. „Það hefur verið skrifað mjög mikið um Kvennalið KA: 19—0 í tveimur leikjum 2. deildarlið KA í kvennaknatt- spyrnu gerði góða ferð á Suðurland- ið um síðustu helgi. KA-stelpurnar léku tvo leiki og hefði þeim nægt eitt stig til að tryggja sér sæti i úrslita- lciknum gegn Viði um næstu helgi. En slíkt kom ekki til greina hjá þeim. Á laugardaginn sigraði KA lið Keflavíkur örugglega með tíu mörkum gegn engu, og daginn eft- ir lá síðan Hveragerði eftir 9-0- tap fyrir KA. Eftir þessi glæsilegu úrslit eru KA-stelpurnar því komnar í úrslit í 2. deild. Sigrún Sævarsdóttir var iðnust við að skora í þessari ferð, hún skoraði 3 mörk gegn Keflavík og siðan 5 gegn Hveragerði. Úrslitaleikur KA og Víðis verð- ur á Akureyri á laugardaginn. Öflugt unglingastarf í Eyjum Vestmanneyingar hafa löngum lagt mikla rækt við unglingastarfið í knattspyrnunni og hefur það skiiað góðum árangri. Eyjafélögin tvö, Týr og Þór, hafa undanfarin ár sent hvort í sínu lagi lið á íslandsmót yngri flokkanna og árlega fer fram umfangsmikið Vestmanneyjamót hjá hinum ungu og upprennandi knattspyrnumönnum Vestmanney- inga. Mótinu 1982 er nýlega lokið og var þar keppt í 8 flokkum, 6. fl. a-, b- og c-lið, 5 fl. a- og b-lið, 4. fl. a- og b- lið og 3. fl. Hjá 6. fl. voru leiknir sjö leikir en fimm leikir hjá öðrum flokkum. Á þessu má sjá að ekki skortir áhugan hjá ungum Eyjapeyj- um á knattspyrnunni. Týr hlaut i ár 5 Vestmanneyjameistara og Þór 3. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 6B. A: Vestmanneyjameistari Týr, þjálfari Sigurlás Þorleifsson. Týr 10 stig, Þór 4 stig, markatala 23-7. 6. n. B: Vestmanneyjameistari Týr, þjálfari Sigurlás Þorleifsson. Týr 13 stig, Þór 1 stig, markatala 29-0. 6n. C: Vestmanneyjameistari Þór, þjálfari Ársæll Sveinsson. Þór 9 stig, Týr 7 stig (eftir aukaleik), markatala 6—4. 5. H. A: Vestmanneyjameistari Týr, þjálfari Gísli Magnússon. Týr 8 stig, Þór 2 stig, markatala 14—4. 5n. B: Vestmanneyjameistari Þór, þjálfari Björn Elíasson. Þór 7 stig, Týr 3 stig, markatala 7—8. 4. n. A: Vestmanneyjameistari Týr, þjálfari Gísli Magnússon. Týr 6 stig, Þór 4 stig, markatala 5—3. 4. n. B: Vestmanneyjameistari Týr, þjálfari Gísli Magnússon. Týr 10 stig, Þór 0 stig, markatala 15—4. 3. n. Vestmanneyjameistari Þór, þjálfari Sveinn Sveinsson. Þór 7 stig, Týr 3 stig, markatala 9—6. Sigurvegarar í hverjum flokki fengu bikara til varðveislu og verðlaunapeninga í barminn. Flest mörk í mótinu skoraði ungur og bráðefnilegur peyi í 6. fl. A Týs, Huginn Helgason, 14 mörk, Einar Gíslason í B liði Týs í 6. fl. skoraði 11 mörk og Sindri Grétarsson í 5. fl. A Týs skoraði 10 mörk. — hkj. Handball Sport kr. 723,- Argentina kr. 417,- Þetta er bara smásýnishorn af því, sem viö eigum til. Póstsendum. nöruvorzlyn / Ó/kcaixsonar • Þórir Ólafsson leikmaður 3. flokks Vestmannaeyja-Þórs, en liðið varð í öðru sæti i íslandsmótinu sem lauk um síðustu helgi. Var hann val- inn leikmaður úrslitaleiksins, og er hann að sögn mikið efni. LjÓNm. Sigurgeir. ÞÓR varð í fyrrakvöld Akureyrar- meistari i knattspyrnu er liðið sigr- aði KA með þremur mörkum gegn einu. Var hér um seinni leik Akur- eyrarmótsins að ræða, en Þór sigraði einnig í þeim fyrri, þá 3—2. Bjarni Sveinbjörnsson kom Þór yfir á 37. mín. með fallegu skalla- marki en Erlingur Kristjánsson jafnaði á 66. mín. eftir hornspyrnu og var það einnig skallamark, og gullfallegt. - Guðjón Guðmundsson skoraði annað mark Þórs úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn og síðan gulltryggði Hafþór Helgason sig- urinn tveimur mín. fyrir leikslok er hann skoraði örugglega eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn KA- re/— SH. Klapparstíg 44. sími 11783

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.