Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 48
f Siminná QQHQQ afgreiöskinni er OOUOO Jttorgtsnblafctfc FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Langur þing- flokksfund- ur Alþýðu- bandalags AlþýAuhandalagiA kom saman til þincflnkksfundar kl. 19 í gærkvöldi og samkva-mt heimildum Mbl. mátti bú- ast viA aA til tíAinda dra*>ji á fundin- um, en eins og komiA hefur fram í fréttum er mikil óeining innan þing- flokksins. Kundurinn stóA enn yfir er Mbl. fór í prentun seint í gærkvöldi. Blaðamaður Mhl. spurði Ólaf Rai;nar Grímsson þintfflokksfor- mann rétt áður en fundurinn hófst um hvað yrði fjallað. Ólafur sagði að þetta væri „venjulegur vinnu- fundur um fjárlögin“, en Mbl. hefur heimildir fyrir að ýmislegt annað var fyrirhugað að ræða á fundinum, svo sem afstöðu til ríkisstjórnarinn- ar í Ijósi framkominna yfirlýsintja Eggerts Haukdal og Alberts Guð- mundssonar. • Strokufanginn látinn laus í gær Gæsluvarðhaldsfanginn, sem strauk úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg fyrir síðustu helgi, var látinn laus klukkan 17.00 í gær, en þá rann gæsluvarðhald hans út. Sem kunnugt er var maðurinn handsamaður á ný í fyrrakvöld. Sleppa lundapysjum Anker Jörgensen forsætLsráðherra Danmerkur sleppir lundapvsju af stakri list á Nýjaskansi í Vestmannaeyjum í gær. Ráðherranum á hægri hönd stendur Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra með lundapysju. Vinstra megin við Anker Jörgensen má m.a. þekkja Guðmund Benediktsson ráðuneytisstjóra, sem býr sig undir að sleppa einni pysjunni, en ystur stendur Páll Helgason leiðsögumaður. Sjá bls. 2. Ljósm. Mbi. Sigunteir € P Bókaútgáfan Vaka: Bók með áður óbirtum bréf- um Þórbergs — sem hann sendi Lillu Heggu og Biddu systur Nú fyrir jólin er væntanleg frá Bókaútgáfunni Vöku bók með áður óbirtu efni eftir l'órberg 1'órAarson rithöfund, sem látinn er fyrir nokkrum árum. „Bréfin hans l>ór- bergs“ nefnist bókin, og hefur aö geyma bréf er 1‘órbergur skrifaði tveimur persónum úr bókinni „Sálmurinn um blómið", þeim Lillu Heggu og Biddu systur. Ólafur Ragnarsson hjá Vöku sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hér væri um að ræða þrjátíu bréf, er Þórbergur hefði skrifað og sent á löngu tímabili, og fjölluðu þau um nánast allt milli himins og jarðar, um lífið og tilveruna, einkamál, framlífið og fleira. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur búið bókina til prentunar og ritar inn- gang. I bréfunum eru mikið notuð gælunöfn og heiti sem ekki eru kunnug öðrum en þeim er mjög vel þekktu til Þórbergs, og hefur Hjörtur því tekið saman skýr- ingar er hann hefur unnið í sam- ráði við þær Lillu Heggu og Biddu systur og Margréti Jónsdóttur, ekkju Þórbergs. Ólafur Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði fyrir allnokkru frétt að Þórbergur hefði skrifað og sent umrædd bréf. Því hefði hann haft samband við þær Lillu Heggu, sem raunar heitir Helga Jóna Ásbjarnardóttir, og Biddu systur, sem heitir Birna Torfa- dóttir. Komið hefði í ljós að þær geymdu báðar bréf Þórbergs, og ekkert virtist því til fyrirstöðu að þau yrðu gefin út. Sagði Ólafur að raunar hefði mátt ráða af einu bréfanna, að Þórbergur hafi ætl- ast til þess að þau yrðu gefin út að sér látnum. Nú væri það að verða að veruleika, aðdáendum meistara Þórbergs vonandi ti) mikillar gleði. Spá VSÍ um þróun verðlags, gengis og launa: Verðbólga 65% frá upp hafi til loka árs 1982 IIEL/TH niAurstöður spár Vinnu- veitendasambands íslands um þróun verðlags, gengis og launa til loka næsta árs, eru þær, að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og verði um 65% á fyrri helmingi næsta árs. llr því er gert ráð fyrir, að heldur hægi á verðlagsþróuninni á síðari hluta ársins. Spáin gerir ráð fyrir að vísitala framfærslukostnaðar, frá upphafi til loka árs 1982, hækki um 65%, en hins vegar gerir spáin ráð fyrir, að meðaltalshækkun framfærslu- vísitölunnar á þessu ári verði um 52,4%. Um næsta ár segir spáin, að meðaltalshækkun ársins verði um 60,2%, en hins vegar muni hækkun framfærsluvísitölunnar frá upp- hafi til loka ársins verða í ná- munda við 49,8%. Spá VSÍ gerir ráð fyrir, að laun hækki 1. desember nk. um 8,0%. Þá hækki þau um 11,2% 1. marz á árinu 1982, 10,9% 1. júní, 9,6% 1. september og 8,7% 1. desember á næsta ári. Um gengi Bandaríkjadollars segir í spánni, að hann verði í des- Rituðu þakkarorð til bílstjór- ans í gestabók sæluhússins KRÖNSKli stúlkurnar, Yvette Ba- huaud og Marie Luce Bahuaud, sem ráðist var á í sæluhúsinu á Skeiðar- ársandi fyrir nokkru, rituðu þakkir i gestabók þá sem lá frarnmi í sælu- húsinu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. í bókinni stendur að „lögreglu- manninum" sé þakkað að aka þeim til sæluhússins, en Grétar Sigurður Árnason tók stúlkurnar upp í bíl sinn skammt frá Höfn í Hornafirði og ók þeim til sæluhússins. Eins og fram hefur komið sagði hann stúlk- unum að hann væri lögregluyfir- vald á svæðinu. Síðan skildi hann stúlkurnar eft- ir, en kom aftur síðar um kvöldið. Til átaka kom með þeim afleiðing- um að Grétar veitti Yvette banasár og slasaði Marie Luce. Yfirheyrslur yfir Grétari Sigurði halda áfram hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. ember nk. skráður á 16,10 krónur, en hann er í dag skráður 14,334 krónur. Spáin gerir síðan ráð fyrir, að gengið verði 17,40 krónur í marz á næsta ári. Verði síðan komið í 19,20 krónur í júní og í 21,00 krónu í september. I desember á næsta ári gerir spáin síðan ráð fyrir, að gengi Bandaríkjadollars verði komið í 22,90 krónur, eða hafi hækkað frá deginum í dag um 60%. í því sambandi má geta þess, að gengi Bandaríkjadollars hefur á þessu ári hækkað um liðlega 75%. Forsendur spárinnar eru í sjö liðum. Fyrir það fyrsta er gert ráð fyrir, að grunnkaupshækkanir verði 2,2% 1. janúar 1983 og 0,8% 1. marz 1983, samkæmt samning- um ASÍ og VSÍ frá 30. júní sl. Gert er ráð fyrir, að tilhögun verðbóta verði óbreytt. Fiskverð hækki eins og laun fiskvinnslufólks. Ekki er reiknað með umtalsverðum breyt- ingum á viðskiptakjörum. Ekki verði breytingar á vöxtum. Engar breytingar verði á beinum eða óbeinum sköttum og loks að niður- greiðslur landbúnaðarafurða verði óbreyttar. Fersk karfaflök send með Smyrli á danskan markað FISKVINNSLAN hf. á Seyðisfirði stendur nú í samningum við danska fyrirtækið Aurora í Esbjerg um sölu á ferskum karfaflökum. Þegar hafa verið sendar 10 lestir af ísuðum karfaflökum til Danmerkur sem prufusending og fengust rúmar 28 krónur íslenzkar fyrir kílóið (17 krónur danskar). Að sögn Ólafs Óskarssonar, gjaldkera og viðskiptafræðings Fiskvinnslunnar hf., verður vænt- anlega endanlega gengið frá því um mánaðamótin hvort samning- ar um frekari sölu náist. Sagði Ólafur, að prufusendingin hefði verið send út ísuð í kössum með Smyrli og ef um frekari sendingar yrði að ræða, yrði sá háttur hafð- ur á þar til siglingum Smyrils lyki um miðjan september. Eftir það væri fyrirhugað að senda fiskinn með Skiparakstri pf., sem er sam- eignarfélag Færeyinga og ýmissa út- og innflutningsaðilja á Aust- urlandi. Ólafur sagðist vongóður um að samningar næðust, Danirnir væru tilbúnir í frekari viðskipti, og Fiskvinnslan stefndi að því að hafa sendingu tilbúna fyrir næsta þriðjudag, er Smyrill fer frá Seyð- isfirði. Útlit væri fyrir að Danirn- ir gætu tekið við öllu því, sem Fiskvinnslan gæti afgreitt, en nú væri aðeins að bíða og sjá til hver úrslit mála yrðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.