Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
45
Bílbeltin:
Abyrgðarhluti ad hvetja aðra
til þess að nota ekki beltin
Ég hef nýlega lesið í blöðum
bréf frá mönnum, þar sem rætt
hefur verið um, hve háskalegt geti
verið að nota bílbelti, þau tjóðri
menn svo við bílinn að úr honum
verði ekki komist nema með ær-
inni fyrirhöfn. Tveir bréfritar-
anna tóku það fram, að aldrei
hefði hvarflað að þeim að nota
beltin, þeir vildu vera lausir í sæt-
um sínum. Óþarfi var að geta þess,
því þá hefðu þeir vitað að aðeins
sekúndubrot tekur að losa sig við
beltið.
Ég get fallist á að beltin hjálpa
ekki alltaf, þegar slys ber að hönd-
um, en ég fullyrði að í margfalt
fleiri tilfellum koma beltin í veg
fyrir að fólk slasist. Eða halda
menn í raun og veru að það sé
bara upp á sport, sem beltin eru
sett í bíla og notkun þeirra hefur
verið lögfest.
Sjálfur byrjaði ég á því að nota
belti eftir harkalega viðvörun. Ég
var á ferð með kunningja mínum,
sem lengi hafði átt heima erlendis.
Þegar hann kom inn í bílinn,
spennti hann þegar beltið. Þetta
voru sýnilega ósjálfráð viðbrögð
hans. Ég hafði aftur á móti ekki
fyrir slíku. Á leiðinni upp í Mos-
fellssveit þurfti ég að snögghemla,
þar sem ég tók of seint eftir bíl,
sem hafði stansað og fór helst til
skammt út á vegarbrúnina. Það
var ekki að sökum að spyrja, ég
kastaðist fram, lenti fyrst á stýr-
inu, en síðan skall höfuðið í rúð-
una. Sem betur fer hlaut ég ekki
varanleg meiðsli, góður læknir
saumaöi saman skurðinn, sem ég
fékk. Vinur minn slapp á hinn
bóginn við alla áverka.
Síðan þetta gerðist, hef ég alltaf
notað belti, og ég þori varla að
hugsa til enda hvað gerst hefði, ef
ég hefði ekið á meiri ferð en í
þetta sinn.
Ég skal játa, að það tók mig dá-
lítinn tíma að venja mig við að
spenna beltið, en ég var ákveðinn
í, að það skyldi takast og nú eru
það orðin ósjálfráð viðbrögð um
leið og ég sest inn í bílinn.
Ég hvet alla farþega, sem með
mér aka, til þess að nota belti. Um
leið sýni ég þeim, hvernig á að losa
það, ef á þarf að halda. Það er
nauðsynlegt, þar sem nokkur mis-
munur er á slíku í hinum ýmsu
bílategundum.
Ég viðurkenni að ýmsar orsakir
geta legið til þess að einhverjir
vilji ekki nota þessi öryggistæki,
en að hvetja aðra til þess, finnst
mér ábyrgðarhluti.
Ökumaður
Hafi Flugleidir
þakkir fyrir ...
Menning
á Nesinu
Sekjarnarnesið er hreykið og hátt
llöfðingjar hyggja það, allir í sátt.
Afengis létu þcir búðina í bann.
Bindindi þróast i sérhverjum rann.
Konurnar finar frá hvirfli oni tá
með körlunum reisa til Spáníá.
I’á Bakkus hinn illræmdi bannsettur var
menn bjuggu um hnúta á nesinu þar.
Verkalaun mátuleg vínguðinn fékk,
á Valhúsalóðinni krossfestur hékk.
Halda nú bændurnir hcim til sín,
og hirða ekki framar um brennivín.
Adda
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 10 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér i dálkunum.
Ágæti Velvakandi!
Full ástæða er til, að fram komi
í blöðunum þakklæti til forráða-
manna Flugleiða fyrir það hve
stórmannlega þeir og félagið stóðu
að boðinu til foreldra systranna
frönsku, eftir hinn mikla harmleik
austur á Söndum á dögunum. Við
verðum að vona að frönsk blöð
hafi látið frásögnina um viðbrögð
hins íslenska flugfélags birtast á
síðum sínum. Er ekki að efa að
manneskjuleg viðbrögð Flugleiða
við hinum ólýsanlega harmi fjöl-
skyldunnar, að bjóða foreldrum
systranna að koma hingað til
Reykjavíkur með fyrstu ferð, hafi
orðið hinni frönsku fjölskyldu
nokkur huggun harmi gegn.
Hafi Flugleiðir þakkir alþjóðar
fyrir afskipti sín af þessu máli.
Kona við Sundlaugaveginn
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir kröfðust þess, að mikill fjöldi fanga yrðu
látnir lausir.
Þetta er erlend setningargerð.
Rétt væri: Þeir kröfðust þess, að mikill fjöldi fanga yrði
látinn laus. (Ath.: að fjöldi yrði látinn laus.)
Austurbær
Meöalholt
Vesturbær
Garðastræti Granaskjól
Úthverfi
Selvogsgrunnur.
Logaland
Tunguvegur, Holtasel.
Álfhólsvegur 2.
Álfhólsvegur frá 54—135.
Upplýsingar
í síma
35408
l«rpn
hMÍifo
Badminton
deild
Upplýsingar og innritun hjá formanni deildarinnar,
Einari Davíössyni, sími 79343, einnig í síma 74925 frá
13—15 á daginn og 20—22.
TÖLVUSPIL
Afþreying framtíöarinnar
VARAN NÚMER 1
Rætt viö Ásgeröi Höskuldsdóttur
um gluggaskreytingar og fleira.
ÞANNIG GETUR
LEIKHÚS ORÐIÐ TIL
Litiö inn í Feröaleikhúsiö.
LÍKAMSRÆKTAR-
STÖÐIN
GÁSKI
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina