Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 33 Lækkar olía um 20% á næstu fimm árum? PETER Odell, framkvæmdastjóri al- þjóólegrar miðstöðvar fyrir orku- rannsóknir í Rotterdam, heldur því fram í viðtali við timaritið Internat- ional Management nýverið, að olía eigi eftir að falla um 20% í verði á næstu fimm árum. Odell segir einn- ig, að enginn hörgull sé á olíu í heiminum og það séu einungis stjórnmálamenn og stofnanir, sem komi í veg fyrir algjört verðhrun á olíu. í síðasta fréttabréfi Verzlunar- ráðs er stiklað á stóru í viðtalinu, en þar segir m.a.: Skoðanir Odell hafa löngum brot- ið í bága við viðteknar skoðanir í þessum efnum. Hann hafði þó rétt fyrir sér, er hann fyrir áratug spáði þeim gífurlegu veröhækkunum á olíu, sem nú hafa komið á daginn, en ekki var hlustað á hann þá. Nú er að vita hvort Odell sé eins getspakur og hann var fyrir tíu árum. Odell útskýrir verðþróunina á olíu síðasta áratug þannig, að í kjölfar olíuverðslækkunar á 6. og 7. áratugnum hafi menn orðið kærulausir og sóað olíu. Árið 1950 var olíuverðið 4,25 dollarar á tunnu, en það var komið niður í 1,60 dollara árið 1970, og er þá miðað við skráningu dollarans ár- ið 1974. Þetta lága verð hefði einn- ig komið í veg fyrir eðlilega nýt- ingu annarra orkugjafa. Menn á Vesturlöndum litu á aukna olíu- notkun sem fast og óumbreytan- legt hlutfall af framleiðslunni. Talið var að 1% hagvöxtur hefði óhjákvæmilega í för með sér 1% aukningu í orkunotkun. Smám saman jókst þeirri skoð- un fylgi, að olían væri sérstakt fágæti. Rómarhópurinn og eitt eða tvö olíufyrirtæki hefðu séð um að festa þetta sjónarmið í sessi. Odell líkir þessari áróðursherferð, sem OPEC-ríkin tóku að sjálfsögðu ustu árin en um árabil þar á undan. Hins vegar hefur dregið úr vexti atvinnu. Afleiðingin hefur komið fram í vaxandi atvinnuleysi. Með stöðnun eftirspurnar tók ekki síður fyrir vöxt framleiðni en atvinnu, og því fylgdi kostnaðartil- efni til aukinnar verðbólgu. At- vinnuvandinn hefur þó tekið á sig enn alvarlegri mynd allra síðustu árin. Svo langt og alvarlegt stöðnun- arskeið gerir fyrirtækjum ókleift að halda mannafla óskertum í von um bata, heldur eru þau knúin til meiri háttar hagræðingaraðgerða. Þessa hefur þegar gætt verulega og þá einkum í Bretlandi. Hefur fram- leiðniþróun þar verið örust, um 3—4% í fyrra og í ár, og Frakkland og Þýzkaland fylgja fast eftir, en Japan hefur hins vegar haldið jafn- ari en fremur lækkandi fram- leiðsluþróun. Á síðari hluta árs 1981 fór atvinnuleysi Evrópuland- anna fram úr hlutfalli Bandaríkj- anna, sem hafði haldizt hærra yfir minnst tvo áratugi. Verðbólga Yfir umliðinn áratug hefur verð- bólgan stöðugt haldizt meiri en ásættanlegt verði talið. Meðal- hækkun framfærslukostnaðar OECD-svæðisins árin 1961—1970 var ekki nema 3,3% á ári, en hafði magnazt upp í 9,5% 1971—1978, áð- ur en síðari holskefla olíuverðs reið yfir. Megindrættir framvindunnar eru þeir, að Bandaríkin eru að komast niður í vægt verðbólgustig Japans, Þýzkalands og hliðstæðra ríkja. I Evrópu stefnir hins vegar mjög hægt til betri vegar. Heildarnið- urstaðan er sú, að ekki séu horfur á hjöðnun verðbólgu niður fyrir 7‘/i% á næsta ári, og mismunur milli landa verði þá enn verulegur. Jafn- vel þessi bati er háður því, að verð- bólgubálið tendrist ekki á ný af sömu öflum og ætlað er að vekja endurbata, og veltur mikið á því, að betur takist að hemja grundvallar- tilhneigingar til verðþenslu. einnig þátt í, við heilaþvott. Fólk hefði litið svo á, að olíulindir heimsins væru að ganga til þurrð- ar, ef fram færi sem horfði, og sjálfsagt væri rétt að greiða hærra verð fyrir olíuna. Á þetta lag hefðu OPEC-ríkin gengið og notað hvert tækifæri, sem bauðst, svo sem stríð ísraela og Araba og byltinguna í íran og stríðið milli íran og Iraks, til þess að hækka verðið á olíu upp úr öllu valdi. Olíuverð rauk upp í 30—35 dollara hver tunna og jafnvel hærra. Verðið virtist í fyrstu ekki hafa haft nein áhrif á eftirspurnina, vegna þess misskilnings, að olíu- lindir væru takmarkaðar og kostnaðarsamt væri að finna og vinna olíu. Odell bendir hins vegar á, að á tveimur nýjum olíusvæðum á Norðursjó sé raunverulegur kostnaður við framleiðslu á tunnu af olíu aðeins 4 dollara. Kjarninn í GREIÐSLIJKJÖR i hefðbundnum rasteignaviðskiptum hafa frá árinu 1977 þróast mjög kaupendum i óhag, eins og sézt glögglega á línuritinu. Hlutfad útborgunar af heildarverði fór mjög hækkandi árin 1977—1979, kenningu Odells er, að samhengið á milli framboðs og eftirspurnar hafi verið rofið með áróðri. Nú sé á hinn bóginn að komast á betri tengsl milli framboðs og eftir- spurnar og því sé verðið að lækka. 1% hagvöxtur krefst nú aðeins 0,4% aukningar á orkunotkun, sem breytir miklu, þegar menn ætla að áætla orkunotkun í fram- tíðinni. Spá Odells um verðlækkun á olíu byggist aðallega á þrennu: 1. — Olíuframleiðsla utan OPEC hefur aukizt gífurlega, en sumir spá því reyndar, að OPEC-olíu verði ekki þörf eftir árið 1990. 2. —Aukin nýting annarra orkugjafa, sem nú þegar er farin að skila sér. 3. —Betri orkunýting, sem tak- markar eftirspurnina. Eins og fyrr spáir Odell 20% lækkun á olíu fyrir lok þessa ára- en hefur að mestu staðið í stað síð- an. Lán, sem seljendur veita á eftir- stöðvum eru greidd á skemmri tíma en áður þekktist. Árið 1977 var al- gengt að lánin væru greidd á 8 árum tugar, undir lok næsta áratugar verði verðið komið niður í 24—25 dollara á tunnu og í lok aldarinnar verði olíuverðið 15—20 dollara, semsé eðlilegt verð til lengri tíma litið miðað við þær markaðsfor- sendur, sem fyrirsjáanlegar eru. og aö þau bæru 12% ársvexti. Árið 1981 var lánstíminn kominn niður í 4 ár og vextir voru almenn 20%. Nokkur hluti fasteignaviðskipta í dag fer nú fram með verðtryggðum Þess má svo geta, að Odell spáir því, að olíuverð muni ekki hækka aftur í vetur eins og OPEC-ríkin gera sér vonir um. Hann telur að verðið þurfi að lækka allt niður í 15 dollara á tunnu, ef nokkur von væri til að auka etirspurnina. kjörum. Þá eru nú allflest lán til lengri tíma verðtryggð. I>essar upp- lýsingar koma fram í nýútkominni ársskýrslu Fasteignamats ríkisins fyrir árið 1981. Erlendar stuttfréttir ... HJÓLIN hjá AEG-Telefunken eru nú farin að snúast á nýjan leik, eftir að vestur-þýzkir bank- ar gáfu út yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir lofuðu fyrirtækinu 700 milljóna marka fyrir- greiðslu, með því skilyrði, að rík- ið gengi í ábyrgð. Síðan kæmu 400 milijónir marka til viðbótar síðar. EBE-verndar- tollar Efnahagsbandalag Evrópu, EBE, hefur ákveðið að setja 28,8% verndartolla á innfluttar efnavörur frá Austur-Þýzka- landi, þar sem þær séu verulega niðurgreiddar. við vestræn ríki eru hins vegar 27 milljarðar dollara. Olíuskip Pólland Skuldir Pólverja við Sovét- menn nema nú um 4,25 milljörð- um dollara, en skuldir Pólverja Fjöldi olíuskipa, sem lagt hef- ur verið í heiminum, hefur aldrei verið meiri en í dag. Sérfræð- ingar telja, að einn fimmti hluti flotans liggi bundinn og muni ekki sigla framar. Peninga- birgðir Donald Regan, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, hefur lát- ið í það skína, að peningamagn í umferð verði aukið á næstunni. Mexíkó Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ákveðið að aðstoða ríkis- stjórn Mexíkó í þeim miklu efna- hagsörðugleikum, sem landið á við að stríða, með 4 milljóna dollara dráttarréttindum. Frakkland — verðbólga Verðbólga jókst aðeins um 0,3% í júlímánuði í Frakklandi, sem er minnsta hækkun á einum mánuði um langt árabil. Á einu ári hefur framfærsluvísitala hækkað um 11,9% og er þá mið- að við tímabilið júlí 1981 til júlí 1982. Ef hins vegar tímabilið júní 1981 til júní 1982 er skoðað kemur í ljós um 13,5% hækkun. Bretland — verðbólga Verðbólga í Bretlandi hefur ekki verið minni um langt árabil, en um þessar mundir er verð- bólguhraðinn um 7,5%. Brezkir hagfræðingar telja næsta víst, ef engin óvænt áföll verða, að verð- bólgan verði komin niður í 6,5% í lok ársins. Bretland — launahækkanir Á einu ári hafa laun hækkað um 9,8% í Bretlandi og er þá miðað við tímabilið júlí 1981 til júlí 1982. Launahækkunin á tímabilinu júní 1981 til júní 1982 var hins vegar um 10,4%. De Lorene Hvorki gengur né rekur í mál- um De Lorean-bíJafyrirtækisins írska, sem hefur átt í gríðarleg- um rekstrarerfiðleikum undan- farin misseri. Viðræður hafa staðið yfir milli De Lorean og nokkurra fyrirtækja um hugsan- lega yfirtöku, en þær fóru út um þúfur í vikunni. Breytt greiðslukjör í fasteignaviðskiptum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.