Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón Sighvatur Blöndahi
Ný vél frá Kvíkk sf.:
Sker gellur og kinn-
ar úr þorskhausum
FYRIRTÆKIÐ KVIKK sf. hefur hannað og hafið framleiöslu
á vél, sem sker gelluna og kinnarnar úr þorskhausnum og
nýtir þannig um það bil 60% af þyngd haussins, sem er
nýjung.
Það hefur þótt of dýrt að
handvinna kinnar og gellur,
enda eru afköst venjulegs
manns, sem handsker, á bilinu
30—40 hausar á klukkustund.
Vélin á hinn bóginn afkastar
um 1.200 hausum á klukku-
stund.
Verðmæti hráefnisins eykst
því við þessa vinnslu, þar sem
gellan og kinnarnar eru um
10% af heildarþyngd fisksins.
Samkvæmt upplýsingum
Kvikk-manna er vitað að
nokkur markaður er í Frakk-
landi, Vestur-Afríku, Spáni og
Portúgal fyrir þessar afurðir.
Þá má geta þess, að vélin
var nýlega kynnt á Nor-Fish-
ing-vörusýningunni í Noregi
og vakti þar athygli fiskverk-
enda og annarra.
Úr tollskránni!
BÚSÁHÖLD eru í sama tollflokki og munaðarvörur.
Vatnsglös verða þannig nokkuð dýr út úr verzlunum.
Nú eru komin á markaðinn ódýrari glös, og þeim fylgja
leiðbeiningar um notkun. Fólki er ráðlagt að fylgja
þessum leiðbeiningum áður en drukkið er úr glösunum:
„Skrúfið lokið af, losið sinnepið úr, skolið og setjið upp
í skáp.“ Ef sams konar glös væru flutt inn án sinneps,
væru þau að sjálfsögðu talsvert dýrari. Þennan fróðleik
er að finna í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðsins.
Mikill taprekstur hjá Air Canada:
Félagið hyggst segja um
2.000 starfsmönnum upp
— og beita ýmsum hagræðiaðgerðum til að rétta hag þess við
KANADÍSKA ríkisflugréiagiA Air
('anada tilkvnntí fyrir skömmu, aö
starfsmönnum þess yrði fækkaö um
a.m.k. 2.000 fyrir lok ársins, aðallega
vegna mikils taprekstrar og minnk-
andi flutninga.
Hjá Air Canada starfa í dag lið-
lega 23 þúsund starfsmenn og þetta
er í fyrsta skipti, sem félagið hefur
þurft að grípa til neyðarráðstafana
eins og þessara.
Claude Taylor, stjórnarformaður
félagsins, sagði á fundi með blaða-
mönnum fyrir skömmu, að viðræð-
ur væru þegar hafnar við verka-
lýðsfélögin, um á hvern hátt staðið
yrði að uppsögnum, en frétta af
nákvæmri tölu þeirra, sem sagt
verður upp, væri ekki að vænta fyrr
en 1. nóvember nk.
„Það eru of mörg flugfélög, of
mikið sætaframboð og of fáir far-
þegar," sagði Taylor ennfremur, en
hann sagði að félagið byggist við
miklu tapi á þessu ári, eftir að
hagnaður hefur verið á rekstri fé-
lagsins undanfarin fimm ár.
Tekjur félagsins á öðrum árs-
fjórðungi voru liðlega 10,8 milljónir
Kanadadollara, en til samanburðar
voru tekjur félagsins um 19,4 millj-
ónir Kanadadollara á sama tíma í
fyrra. Minnkun tekna milli ára er
því um 44%.
Á fyrri helmingi þessa árs var
tap Air Canada um 16,2 milijónir
Kanadadollara, en til samanburðar
var hagnaður upp á 15,8 milljónir
Kanadadollara á sama tíma í fyrra.
Heildarvelta félagsins var um 574,4
milljónir Kanadadollara á öðrum
ársfjórðungi þessa árs, en til sam-
anburðar var hún um 574,8 milljón-
ir Kanadadollara á sama tíma í
fyrra. Ástandið á fyrri helmingi
ársins í heild var heldur skárri, en
heildarveltan var þá 1,11 milljarðar
Kanadadollara, samanborið við 1,06
milljarðar á sama tíma í fyrra.
Auk fækkunar starfsmanna
hyggst félagið grípa til ýmiss konar
hagræðingaraðgerða, eins og
minnkandi ferðatíðni á ýmsum
flugleiðum. Taylor sagði á fundin-
um með blaðamönnum, að hann
reiknaði með 6—7% samdrætti í
flutninum félagsins á árinu.
*
Hagfræðideild Seðlabanka Islands:
Litlar horfur á bráðum bata
í efnahagsmálum umheimsins
FKAMVINDA efnahagsmála á al-
þjóðaveltvangi hefur verið vaxandi
áhyggjuefni að undanförnu. Stöðnun
eða samdráttur, eftir því á hvaða
ma-likvarða er litið, hefur nú staðið
hátt á þriðja ár, og virðast litlar horfur
á bráðum eða auðveldum bata. Þetta
segir m.a. í inngangsgrein ágústheftis
llagtalna mánaöarins, sem llagfra>ði-
deild Seölabanka íslands gefur út.
Vestrænar þjóðir réðu að þessu
sinni tiltölulega vel við vanda ann-
arrar olíukreppunnar frá 1979, er
var kveikjan að stöðvunarvandan-
um. Hins vegar hefur baráttan við
verðbólguna reynst þrálátari, og
eiga vandamálin að miklu leyti rót
sína að rekja til djúptækra mót-
sagna milli efnahagslegra megin-
markmiða og beitingar mismun-
andi hagstjórnartækja.
Framleiðsla
Á fyrri hluta umliðins áratugar
varð hagvöxtur mjög ör, upp í rúm
6% hjá iðnríkjunum í heild árið
1973. Hrávöruverð hækkaði þá
mjög ört og reyndist einn megin-
þátturinn í verðbólgu iðnríkjanna,
er náði hámarki með fjórföldun
olíuverðs í krafti einokunarsam-
taka olíuframleiðsluríkjanna.
Afturkippurinn varð snöggur en
skammær, með nánast staðnaða
þjóðarframleiðslu iðnríkja árið
1974—1975. Veitti það færi á að
þoka verðbólgu niður á svipað stig
og árið 1973, en þó hélzt hún um
tvöfalt meiri en áratuginn á undan.
Við tókum sæmilegt vaxtarskeið
næstu fjögur árin 1976—1979, með
tiltölulega jafnan hagvöxt, 4,1% að
ármeðaltali.
Verðbólga ágerðist nokkuð og í
kjölfar hennar varð nærri þreföld-
un olíuverðs frá 1978. Þessi síðari
olíukreppa markaði upphaf nýs
stöðnunarskeiðs, sem hefur senn
staðið í þrjú ár.
Þessir meginþættir koma fram á
meðfylgjandi myndum þar sem
stillt er saman framleiðslu- og
verðlagsþróun iðnríkjanna. Nánara
yfirlit um vöxt þjóðarframleiðslu er
hér að framan, ásamt spá fram til
1983.
Efni þessa yfirlits byggir að
mestu á þekktum stærðum til og
með fyrri hluta þessa árs, en úr því
er að sjálfsögðu um spá að ræða. í
því sambandi er vert að veita því
athygli, að samsvarandi spár hafa
að undanförnu reynzt of bjartsýn-
ar. Spáin fram á við hverfist tiltölu-
lega jafnt, bæði með tilliti til mis-
sera og landa, um 2,5% hagvöxtur.
Ertirspurnin
Til grundvallar þessari stöðnun
framleiðslunnar liggur stöðnun eft-
irspurnar eða þjóðarútgjalda. Þess-
ar breytingar hafa komið mjög mis-
jafnt niður á löndum og útgjalda-
flokkum. Eftirspurnin dróst saman
árið 1980 í Bandaríkjunum um 1,1%
og í Bretlandi um 3%. Síðan breidd-
ist samdrátturinn út til annarra
Evrópulanda og varð þar mestur og
almennastur 1981, 2% í fjórum
helztu Evrópulöndunum og 0,9% á
OECD-svæðinu utan Bandaríkj-
anna, þar sem eftirspurn jókst á ný
um 2,6%, en á fyrri hluta 1982 varð
mestur samdráttur, um 3% í
Bandaríkjunum og 4% í Kanada.
Aðeins þessi tvö misseri varð sam-
dráttur eftirspurnar á OECD-
svæðinu í heild, um 0,1% síðari
hluta 1981 og um það bil Vi % fyrri
hluta 1982. I framhaldi af þessu er
spáð tiltölulega almennri og jafnri
endurþenslu eftirspurnar í svipuð-
um mæli eins og þegar er frá greint.
Atvinna og framleidni
Sú stöðnun eða samdráttur í lág-
um hlutfallstölum talið, sem hér
hefur verið lýst, tekur á sig mun
alvarlegri mynd að tiltölu við vax-
andi mannafla og framleiðslumátt.
Þannig metin hefur niðursveifla
þjóðarframleiðslu í Norður-Amer-
íku og helztu iðnríkjum Evrópu
numið 5—6% frá 1979 til 1982.
Mannafli vestrænna iðnríkja hef-
ur farið örar vaxandi nokkur síð-
Hagvöxtur í % frá fyrra ári eða hálfári (árshœkkun)
Medalial 1982
1971/80 1980 1981 / II Alli 1983
Bandarikin .1.0 —0.1 2,0 — 1' : 2 — I1 : 2'/4
Japan 4,S 4.4 2,9 1 'j i ~) 4
V Þýskalund 2.8 1.9 —0,1 \ 4 2 1 3'/4
1 rakkland 1.6 1.2 0.1 20 3 2'4 21/»
Brelland 1.9 — 1,4 1 ■> 1 ") 1 '4 1 '/4
ílalia 1,1 4,0 —0,2 2'v "> i , 1' :
hvrópulönd OLCD .... 2.9 1.5 —0,1 1' : 2' j 1 1 : 21 ’
Hclsiu OI ( D—lönd. 3,3 l.l 1.2 * 4 2'4 1 4 Tl/,
Önnur OEC'D— lönd i.i 2,0 0.8 I'j “) 1 1: 2 ‘/’
OECDalls 3,3 1.1 1.2 — l/s 2' 4 * 1 ', 7'A
Hagvöxtur og veróbólga
iðnríkjanna
Breyting í % frá fyrri ári
I_DVerðlag þjóðarframleiðslu
Raunveruleg þjóðarframleiðsla
1973 74 75 76 77 78 79 80 81 82
Spé