Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
47
• Þarna hefur eitthvað verið að gerast við Þróttarmarkið f leiknum í gærkvöldi, en hættunni bægt frá eins og alltaf.
Annars var Þróttarsigurinn aldrei í verulegri hættu. i.jó»m. Kmiiia
23. úrslitaleikur bikarsins:
100. innbyrðisleikur ÍA og ÍBK
Þróttarar örugg-
ir í 1. deildina
ÚRSLITALEIKUR bikarkeppni KSÍ
verður á sunnudaginn, og er hér um
nokkuð merkilegan leik að ræða
eins og Mbl. hefur áður skýrt frá.
Leikurinn er 100. innbyrðisviðureign
Akurnesinga og Keflvikinga. Akur-
nesingar leika sinn 10. bikarúrslita-
leik, og hér er um að ræða síðasta
stórleik sem Magnús V. Pétursson
mun dæma hér á landi.
Á blaðamannafundi sem KSÍ
hélt í gær vegna leiksins, þar sem
fulltrúar liðanna voru mættir,
kom fram, að Skagaliðið verður
eins skipað og í undanförnum
leikjum, en ekki er enn ákveðið
hvernig lið ÍBK verður. Liðið leik-
ur gegn ÍBV í 1. deildinni í kvöld,
og að sögn Karls Hermannssonar,
þjálfara liðsins, eru einhverjir
leikmenn enn meiddir síðan í
leiknum við Fram á mánudaginn.
Óhætt er að segja að bikarúrslita-
vikan sé erfið fyrir Keflvíkinga,
leikur á mánudegi, annar á
fimmtudegi og síðan úrslitaleikur-
inn á sunnudegi.
Síðast þegar tvö lið utan
Reykjavíkur léku til úrslita í bik-
arnum, voru það einmitt þessi
• Sigurður Jónsson verður yngsti
leikmaður úrslitaleiksins, en hann
er aðeins 15 ára gamall.
sömu lið. Var það árið 1975 og
sigruðu Keflvíkingar þá 1—0 með
marki Einars Gunnarssonar.
Eins og áður hefur komið fram
hafa Skagamenn aðeins einu sinni
orðið bikarmeistarar, árið 1978, er
þeir sigruðu Val, þrátt fyrir níu
tilraunir. Hafa þeir leikið til úr-
slita oftast allra liða.
Vitað er að mikill áhugi er á
leiknum bæði á Akranesi og í
Keflavík, og verða ferðir frá báð-
um stöðum á leikinn. Frá Keflavík
verða rútuferðir fram og til baka,
en ferðir frá Akranesi falla inn í
áætlun Akraborgarinnar. Heið-
ursgestur á Ieiknum verður Davíð
Oddsson, borgarstjóri Reykjavík-
ur, og mun hann afhenda sigur-
launin að leik loknum. Verð að-
göngumiða á leikinn verður sem
hér segir: Stúka kr. 90,00, stæði kr.
60,00 og barnamiðar kr. 30,00.
Nánar verður fjallað um leikinn í
blaðinu á laugardaginn.
— SH.
ÞRÓTTUR, Reykjavík, gulltryggði
sér 1. deildar sæti í gærkvöldi er
liðið lagði Reyni, Sandgerði, að velli
á l^ugardalsvellinum með einu
marki gegn engu. Þróttarar hafa nú
hlotið 24 stig í 15 leikjum. Liðið á
þrjá leiki éftir og má tapa þeim öll-
um.
Þór, Akureyri, stendur nú best
að vígi til að hreppa annað sætið
og fylgja Þrótti þar með upp í 1.
deild. Þórsarar eru með 19 stig úr
15 leikjum, þremur stigum meira
en FH og fjórum meira en Reynir,
sem bæði hafa leikið jafn marga
leiki. Þór nægir því þrjú stig úr
síðustu þremur leikjum sínum til
að gulltryggja sér sæti í 1. deild
aftur, ef FH og Reynir vinna alla
sína leiki. FH gæti að vísu náð
sama stigafjölda en markatala
Þórs er til muna hagstæðari.
Þór á eftir að leika við Fylki og
Þrótt R. á útivelli, og síðasti leik-
urinn er gegn Skallagrími fyrir
norðan. FH á eftir Njarðvík
heima, Þrótt N. úti og Völsung
heima og Reynir á eftir að leika
við Skallagrím heima, Njarðvík
úti og Þrótt N. heima. Keppnin um
annað sætið verður vafalítið mjög
hörð en óneitanlega standa Þórs-
arar vel að vígi.
Svo við snúum okkur aftur að
Staðan
KFTIR leikinn í gærkvöldi er staðan
í 2. deiidinni þessi:
Þróttur R. 15 10 4 1 22:7 22
I»ór Ak. 15 6 7 2 28:15 19
FH 15 5 6 4 17:20 16
Reynir S. 15 6 3 5 20:15 15
Njarðvík 15 5 4 5 22:24 14
Einherji 15 6 2 7 21:24 14
Völsungur 15 4 5 6 17:19 13
Fylkir 15 1 10 4 12:16 12
Skallagrímur 15 4 4 7 16:25 12
Þróttur N. 15 4 3 8 7:20 II
Tap í Færeyjum
ÍSLENSKA drengjalandsliðið, skipað
leikmönnum 16—18 ára, tapaði í gær
vináttuleik fyrir Færeyingum í Fær-
eyjum með einu marki gegn engu. Lítið
var um færi í leiknum, sem var þóf-
kenndur, en hann fór fram í rigningu
og við mjög erfiðar aðstæður. Liðin
leika aftur á morgun.
- SH.
leiknum í gærkvöldi, þá var hann
nokkuð fjörugur. Knattspyrnan
var ágæt, sérstaklega af hálfu
Þróttara þó „dúkkuspil" þeirra
hafi verið fullmikið í fyrri hálf-
leiknum. Þeir léku þá mjög vel úti„
á vellinum en ógnuðu markinu
ekki nógu mikið.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
var Ágúst Hauksson rekinn af
leikvelli fyrir gróft brot. En Þrótt-
arar lögðu ekki árar í bát heldur
héldu áfram galvaskir og aðeins
fimm mín. síðar höfðu þeir náð
forystunni og reyndist það sigur-
mark leiksins. Sverrir Pétursson
skoraði þá af miklu harðfylgi eftir
baráttu í vítateig Reynis.
Nokkur harka var í leiknum, en
dómarinn, Friðgeir Hallgrímsson,
hafði engu að síður mjög góð tök á
honum og skilaði sínu starfi með
miklum sóma. Gaf hann þremur
leikmönnum gult spjald og einum
rautt eins og áður sagði. Þrátt
fyrir að þeir væru einum færri var
sigur Þróttara aldrei í mikilli
hættu, Reynismenn sóttu að vísu
töluvert í síðari hálfleiknum en
fengu ekki afgerandi færi._ gjj
Opið hús
KNATTSPYRNUDEILD Víkings
verður með opið hús í félagsheimili
Víkings við Hæðargarð í vetur. Þessi
nýbreytni i starfi dcildarinnar er
vegna getraunasölu. Menn koma í
félagsheimilið og skila af sér get-
raunaseðlum, jafnframt því að þeir
geta keypt getraunaseðla. Félags-
heimilið verður opið í fyrsta sinn á
laugardag — þegar 1. umferð ensku
deildarkeppninnar hefst.
Kaffiveitingar verða á boðstól-
um í Víkingsheimilinu og sýndar
verða myndir úr leikjum Víkings í
1. deild — bæði í sumar og einnig
síðastliðið sumar er Víkingur varð
Islandsmeistari í knattspyrnu í
fyrsta sinn í 57 ár. Menn geta gert
fleira en koma saman til þess að
rabba saman yfir kaffibolla og
horfa á knattspyrnu. Fyrir þá sem
vilja, verður baðaðstaða opin og
geta menn skokkað sér til heilsu-
bótar. Víkingsheimilið verður
opnað klukkan 10 og verður opið
til kl. 13.
Aðalleikvangur Laugarúal
— Víkingur
í kvöld kl. 19
Framarar styðjið ykkar lið og
fjölmennið.