Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 23 Bing & Gröndahl: Postulínssýning á Kjarvalsstöðum f DAG opnar sendiherra Dana á íslandi J. Paludan sýn- ingu á dönsku postulíni aö Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Verður sýningin opin til mánudagsins 30. ágúst. Er þessi sýning merkasti þátturinn í umfangsmiklum sýningum, sem hin rótgróna danska postulínsverksmiðja heldur um allt ísland. Þá verða sér sýningar hjá umboðsmönnum víðs vegar um landið. Er á þessari sýningu gerð tilraun til þess að gefa eins fullkomna mynd og gerlegt er af breidd Bing & Gröndahl- postulínsverksmiðjunnar. Nær sýningin yfir sögulega postulínsmuni, m.a. verk eftir Thorvaldsen og muni frá nú- verandi framleiðslu. Má þar nefna veggflísar og smáskálar eftir íslenzku listakonuna Rúnu (Sigrúnu Guðjónsdótt- ur). Komst verksmiðjan í samband við hana, þegar hún vann samkeppni um skreyt- ingar á hátíðarplöttum í til- efni af 1100 ára afmæli upp- hafs byggðar á íslandi. Þá er á sýningunni safn sjaldgæfra platta, þar á meðal Þarna er H.C'. Andersen að segja lítilli va-nu sógu. En hvaoa sögu, þ»d er erfitt að segja. Sagan hlytur ad vera skemmtileg, því sú litla hlustar hugfangin á. íslenzkra jóla- og minisplatta. Er þar fyrstr jólaplatti, sem gerður var árið 1895, og er plattinn metinn á um 30.000 kr. Þessi platti er upphaf að safnarahefð, sem teygir sig út Danskur postulínsmálari er á sýn- ingunni og mun skreyta diska sam- kvæmt aldagamalli hefð. Þessir vasar eru nú ekki samkvcmt hefðinni hjá Bing & Gröndahl, en verða eflaust innan fárra ára að ákveðinni hefð hjá verksmiðjunum. um allan heim í dag. Eru líka jólaplattar, sem Bing & Grön- dahl framleiddu sérstaklega fyrir ísland á árunum 1928-1930. Aðrir plattar, sem sérstak- lega eru tengdir íslandi verða til sýnis, t.a.m. minnisplattar um heimsókn Friðriks 8. Danakonungs til íslands árið 1907, 1000 ára Alþingishátíð 1930, og 1100 ára þjóðhátíð 1974. Á sýningunni er kona frá verksmiðjunni sem skreytir muni samkvæmt gamalli hefð. Jafnframt er sýnt hvernig postulínsstykki er á hinum ýmsu þrepum fram- leiðslunnar. I tengslum við sýninguna geta sýningargestir spreytt sig við það að skreyta diska. Verður í verðlaun stytta frá verksmiðjunni. Frá Bing & Gröndahl-verksmiðjunni koma 2 listráðunautar fólki til halds og trausts á sýning- unni og eru samtals 6 Danir hér á landi í tengslum við sýn- inguna. 12 félagasamtök sýna borðskreytingu á sýningunni og geta menn fengið hug- myndir að borðskreytingu fyrir heimilið. Nýjung er hjá Bing & Grön- dahl á sýningunni. Eins og jólaplattinn varð grundvöllur að safnarahefð allt frá árinu 1895, þá er nú á þessu ári byrjað á annarri safnarahefð, „ársstyttunni". Er það stúlka með bolta, sem er fyrsta stytt- an í þessum flokki og mun styttan kosta um 985 kr. þeg- ar hún kemur í verzlanir í byrjun september. Eigum nokkra bíla á gömlu verði A HOIWDA >1CCORD 4ra hurða Verö frá kr. 158.000,- QLUinTET Verö frá kr. 147.000,- Æ HONDA ^mmzx xiccord 2 i 3ja huröa EX Verö kr. 163.000 ' Sedan Verö kr. 131.000 Wagon Verö kr. 129.000, Acty am Sendibílar c^c Verö kr. 74.000,- Þetta verð aðeins til 3. september. á íslandi, Suöurlandsbraut 20, sími 38772

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.