Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins: Ríkisstjórnin er ábyrg fyrir útgáfu bráðabirgðalaganna „ÉG SKIL nú ekkert í Olafi að sejya þetta. Ríkisstjórnin er aó sjálfsögðu ábyrg fyrir útgáfu bráðabirgðalaganna og sé ekki með hvaða hætti hefði átt að blekkja forsetann," sagði I’áll l'étursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar borin voru undir hann þau um- mæli Olafs G. Kinarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, að forsetinn hlyti að hafa verið blekktur þegar bráða- birgðalögin voru gefin út um helgina. Páll segir einnig: „Það er ríkisstjórnarinnar að koma lögunum í gegn og það hefur ekkert reynt á það hvort þau hafa þingmeirihluta eða ekki og í hvaða veru þau kynnu að hafa þingmeirihluta. Ég sé ekki að forseta beri nein skylda til þess að kynna sér það, við undirskrift bráða- birgðalaga, hvort þau hafi þingmeirihluta eða ekki.“ Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins: Veit ekki hvað hefur farið fram á milli for- seta og forráðamanna stjórnarflokkanna „ÉG GKT sem minnst um það sagt, því ég hef hvorki eitt né neitt cftir forseta í því efni og veit ekki hvað hefur farið á milli hans og forráðamanna stjórnar- flokkanna. Mér þykir líklegt að forseti hafi spurst fyrir um meiri- hlutastuðning við bráðabirgða- lögin en veit hinsvegar ekkert um hvaða svör honum hafa verið gefin,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins. Sighvatur sagði einnig: „I Dagblaðinu í dag er haft eftir forseta að samkvæmt stjórn- arskránni sé hann hafinn yfir stjórnmál, þetta getur ekki verið rétt eftir haft. Forseti Is- lands hefur veigamiklum stjórnmálalegum skyldum að gegna. Hann veitir, meðal ann- ars, eins og kunnungt er, um- boð sitt til stjórnarmyndunar og það þarf hans atbeina til þess að lög öðlist gildi. Hins- vegar ber forseta engin skylda til þess að skýra obinberlega, eða með öðrum hætti, frá þeim viðræðum sem kunna að hafa farið á milli hans og í þessu tilfelli forsætisráðherra. Einn- ig vil ég taka fram að það er rangt að beina þessari spurn- ingu til forseta Islands, það er forsætisráðherra sem á að svara þessari spurningu Dagblaðsins." Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins: Ráðherra, sem undirritar bráða- birgðalög ber alla ábyrgð á „ÉG HARMA það að Ólafur skuli vera að blanda forseta ís- lands í innbyrðis deilur í Sjálf- stæðisflokknum," sagði Olafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Olafur Ragnar sagði einnig: „Forseti íslands hegðaði sér í alla staði hárrétt varðandi bráðabirgðalögin. Forsetinn hafði samband við mig um kvöldmatarleytið á laugardag- inn til að kanna afstöðu þing- flokksins, eftir að við höfðum lokið okkar síðasta fundi. Ég tjáði forseta að allir þingmenn Alþýðubandalagsins stæðu að útgáfu bráðabirgðalaganna. Mér er kunnugt um að forset- inn aflaði einnig sömu upplýs- inga frá forystu Framsóknar- flokksins. Með því að leita eftir þessu er forsetinn að gera meira en honum ber, stjórn- skipulega séð, þar sem sá ráð- herra sem undirritar bráða- birgðalögin ber alla ábyrgð á þeim. þeim Ég tel að sá sem ber mesta sök í þessu máli, ef um sök er að ræða, sé Eggert Haukdal sem upplýsir nú að hann hafi allnokkru áður tekið ákvörðun um að hætta stuðningi við rík- isstjórnina, en ekki greint frá því opinberlega, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir frétta- manna og annarra stjórnmála- manna. Það var því fullkom- lega eðlilegt að forseti og forsætisráðherra teldu Eggert Haukdal enn stuðningsmann ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir bréfið. Fréttamenn höfðu á síðustu vikum oft spurt hann opinberlega, en hann neitaði ávallt að svara því hvort hann væri hættur að styðja ríkis- stjórnina. Það er að mínu mati einu augljósu blekkingarnar sem hafa átt sér stað í þessu máli. Hafi einhver blekkt, er það Eggert Haukdal," segir Ólafur Ragnar Grímsson að lokum. Stórskemmdur eftir árekstur við staur Ökumaður nýrrar bifreiðar af Datsun-gerð missti stjórn á bíl sínum á Kleppsvegi í gær, með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á staur og kastaðist upp á umferðareyju og er stórskemmdur eins og sjá má af myndinni. Ökumaðurinn var á leið með bílinn úr tolli og var að flytja hann á vegum bifreiðaumboðsins, þegar svona tókst til. Ákæra gefin út í Þverholtsmálinu Magnús Hreggviðsson RITSTJÓRASKIPTI verða á tíma- ritinu Frjálsri verzlun innan skamms. Markús Örn Antonsson borg- arfulltrúi lætur af ritstjórn blaðsins og við tekur Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðing- ur, hinn nýk eigandi Frjáls framtaks hf. útgáfufyrirtækis tímaritsins. Breytingar verða á ritstjórn- ÁKÆRA ríkissaksóknara á hend- ur Hallgrími Inga Hallgrímssyni, sem réðst á unga stúlku í Þver- holti sl. vetur, er nú til meðferðar í Sakadómi. Er Hallgrímur ákærður fyrir tilraun til mannd- áps, líkamsárás og tilraun til nauðgunar, samkvæmt upplýsing- um fleiri tímarita fyrirtækisins á næstunni. Eins og fram hefur komið verður Bryndís Schram ritstjóri Tízkublaðsins Líf og nýir menn munu taka við rit- stjórn Iðnaðarblaðsins og Sjáv- arfrétta og verða nöfn þeirra til- kynnt síðar. Hins vegar verður Steinar J. Lúðvíksson áfram rit- stjóri íþróttablaðsins, en tals- verðar breytingar eru áformað- ar á því. um sem Mbl. fékk hjá Jóni Abra- ham Ólafssyni sakadómara. Hámarksrefsing fyrir manndráp eða tilraun til manndráps er 16 ára eða ævi- löng fangelsisvist, sama hámarksrefsing er fyrir tilraun til nauðgunar eða nauðgun, en fyrir líkamsárás er hámarks- refsing 16 ára fangelsisvist. Hallgrímur situr nú í gæsluvarðhaldi og rennur gæsluvarðhaldið út 12. október. Verjandi Hallgríms Inga var á sínum tíma skipaður Örn Clausen. Barn fyrir bíl DRENGUR á sjötta ári varð fyrir bíl við húsið Austurbrún 37 í gærdag, en samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar eru meiðsli hans ekki talin alvarlegs eðlis. Atvik voru með þeim hætti að drengurinn hljóp út á götuna á bíl sem ók suður Austurbrún. Barnið var flutt á slysadeild. Ritstjóraskipti á Frjálsri verzlun Launamálaráó BHM mótmælir kjaraskerðingunni: „Nánast öfugmæli að hér ríki frjáls samningsréttur“ MORGUNBLAÐINU barst i gær eftirfarandi ályktun launamálaráðs Bandalags háskólamanna: Launamálaráð ríkisstarfs- manna innan BHM mótmælir harðlega þeirri skerðingu verð- bóta sem felst í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 21. ágúst sl. Hér er enn einu sinni gengið á gerða samninga með lagasetningu, en slíkar lagasetningar eru nú orðnar svo algengar hérlendis, að það er nánast öfugmæli að tala um að hér ríki frjáls samnings- réttur. Nú hefur sú vísitöluskerðing, sem ASÍ samdi um frá 1. septem- ber, verið lögfest gagnvart öðrum launþegum og er ASÍ í krafti stærðar sinnar þar með fenginn í hendur samningsréttur fyrir alla aðra launþega í landinu. Ríkis- starfsmenn hafa þó ekki fengið þá launahækkun sem ASÍ samdi um, en hún er talin vera um 9,5%. Launamálaráð vill lýsa van- þóknun sinni á því að fjármála- ráðherra hefur ekki einu sinni lát- ið svo lítið að gera tilraun til að semja við ríkisstarfsmenn innan BHM um endurskoðun aðalkjara- samnings. Ríkisstarfsmenn innan BHM fengu enga grunnkaups- hækkun, þegar síðast var fjallað um kjör þeirra í Kjaradómi í janú- ar sl. og sá gífurlegi munur sem er á launum ríkisstarfsmanna í BHM og sambærilegra hópa á almenn- um markaði hefur því enn aukist. Ríkisstarfsmenn innan BHM hafa sýnt mikið langlundargeð, en öllum má þó ofbjóða, og verði ekk- ert að gert hlýtur að koma til upp- sagna. Launamálaráð leggur þunga áherslu á að .stór hluti ríkis- starfsmanna innan BHM eru lág- launamenn. Það eru því augljósar ástæður fyrir þeirri miklu og vax- andi óánægju og ólgu, sem nú er innan aðildarfélaga BHM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.