Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 5 Þrír dómarar settir við Hæstarétt Guðrún Erlendsdóttir fyrsti kvendómarinn við Hæstarétt Dómsmálaráðherra setti í gær þrjá dómara við Hæstarétt, en þeir eru Guðmundur Jónsson borgar- dómari og hæstaréttarlögmennirnir Guðrún Erlendsdóttir dósent og Guðmundur Skaftason. Dómararnir eru settir í embættin að tillögu Hæstaréttar og munu starfa við Hæstarétt á tímabilinu 15.septem- ber nk. til 30. júní 1983. Guðrún Erlendsdóttir er fyrsta konan sem settur er dómari við Hæstarétt. Guðrún Erlendsdóttir lauk lögfræðiprófi árið 1961 og hefur síðan rekið málflutningsstofu í Reykjavík með manni sínum, Erni Clausen. Hún hefur jafnframt verið dósent við lagadeild Háskóla Islands. Guðmundur Jónsson lauk laga- prófi árið 1952 og starfaði síðan hjá borgardómaranum í Reykja- vík. Hann var skipaður borgar- dómari árið 1962 og forseti Fé- lagsdóms árið 1974. Guðmundur Skaftason lauk lagaprófi árið 1952, en hann er jafnframt viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Hann hefur rekið lögfræði- og endur- skoðunarskrifstofu frá 1967. Hann hefur verið formaður Kjaradóms, ríkisskattanefndar og kauplags- nefndar, auk annarra starfa. I samtali við Morgunblaðið sagði Baldur Möller ráðuneytis- stjóri i dómsmálaráðuneytinu að lögin sem heimiluðu tímabundna fjölgun dómara við Hæstarétt heimiluðu setningu tveggja til þriggja dómara í sex mánuði hvort árið, 1982 og 1983, og því Fríðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra: Útilokað að gulltryggja bráðabirgðalög fyrirfram „ÞRJÁTÍU og einn þingmadur geta gert meira en 29 og það verður að reyna á það að mál ríkisstjórnarinnar stöðvist eða nái fram að ganga,“ sagði Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hann var spurður hvernig hann sem dómsmálaráðherra mæti stöðu ríkisstjórnarinnar nú, þegar hún hefur ekki meirihluta í neðri deild Alþingis. „Sem alþingismaður tel ég ávallt erfitt að fella gagnlegar, nauðsynlegar og óhjákvæmilegar ráðstafanir sem ríkisstjórn grípur til. Ég vissi ekki áður en bráða- birgðalögin voru sett um afstöðu Eggerts Haukdals, hann hafði ekki kvatt sér hljóðs vegna þessa máls. En mér var kunnugt um að haft var samband við hann vegna setningar bráðabirgðalaganna og hann látinn fylgjast með undir- búningi og gerð þeirra. En ég veit ekki nákvæmlega hvenær hann tók síðan þá ákvörðun að hætta að styðja ríkisstjórnina," sagði Frið- jón. „Auðvitað er æskilegast að hafa styrk minnst 32 þingmanna, en ég er hræddur um að æði margar rík- isstjórnir yrðu valtar, ef þeirri reglu yrði alltaf fylgt. Auk þess held ég að það sé næstum því úti- lokað að gulltryggja það fyrirfram að bráðabirgðalög verði samþykkt á Alþingi, enda alþingismönnum heimilt að skipta um skoðun hve- nær sem er,“ sagði Friðjón. Spurningu um hvað gerðist ef stjórnarandstaðan felldi mál rík- isstjórnarinnar í neðri deild, svar- aði Friðjón á þann veg að þá yrði að meta allar aðstæður og horfast í augu við staðreyndir. „Ef menn vilja taka það á sig að fella hvað sem er, þá er það ósköp einföld lífsregla,“ sagði Friðjón Þórðar- son. Svavar Gestsson um stöðu ríkisstjórnarinnar: Treysti því sem sam- starfsmenn mínir segja „ÞAÐ VAR aðallega fjallað um fjár- lögin, annars veit ég ekki alveg um hvað var rætt, því ég fór snemma af fundi,“ sagði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins í samtali Taka upp plötu undir eftirliti lögreglu UPPTAKA á nokkuð sérstæðri hljómplötu hefst í hljóðverinu Glóru í Hraungerðishreppi í Árnessýslu á þriðjudagsmorgun. Þar ræður Ólafur Þórarinsson, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Mána og þekktur hljómlistarmaður, ríkjum. Plata þessi þætti ekki fyrir nokkr- ar sa'kir merkilegri en aðrar nema fyrir þá sök, að hljómsveitin, sem þarna er að taka upp, er alfarið skip- uð föngum af Litla-Hrauni. Fara upptökur fram undir eftirliti lög- reglumanna, sem munu gæta fang- anna. Er ætlunin að platan verði gefin út á vegum fangahjálparinnar Verndar. Fangarnir hafa um langt skeið fengið að æfa saman og um tíma sl. vetur fór Bubbi Morthens reglulega austur að Litla-Hrauni til þess að spila með þeim. Öll lögin á plötunni eru eftir fangana sjálfa, svo og text- arnir. við Morgunblaðið, en hann var spurður hvert fundarefniö hefði ver- ið á löngum þingflokksfundi Alþýðu- bandalagsins á miðvikudagskvöld. Hann var spurður hvort óvissa stöðu ríkisstjórnarinnar hefði ekki borið á góma. Hann svaraði: „Það var eitthvað spjallað um það, en fjárlögin voru aðallega til um- ræðu þegar ég var á fundi.“ Spurningu um hvaða afleiðingar það hefði í för með sér að ríkis- stjórnin hefði aðeins 20 stuðn- ingsmenn í neðri deild, svaraði Svavar þannig: „Við sjáum til hvað gerist þegar atkvæði verða greidd á Alþingi í haust eða vetur. En falli ríkisstjórnin, verða ein- hverjir að taka við stjórnartaum- unum og ekki virðist ráðsnilld stjómarandstöðunar mikil, hún virðist ekki hafa ráð undir rifi hverju. Þegar bráðabirgðalögin voru sett tóku formenn flokkanna ábyrgð á þvi að þingmenn í þeirra flokkum greiddu þeim atkvæði. Ég tel verulegar líkur á því að bráða- birgðalögin verði samþykkt, en það mál hlítur auðvitað úrskurði Alþingis. Ég ber ábyrgð á mínum flokki og aðrir á sínum og ég treysti því sem mér er sagt af samstarfsmönnum mínum,“ sagði Svavar Gestsson. Guðmundur Skaftason Guðrún Erlendsdóttir Guðmundur Jónsson lægi þessi málsmeðferð í hlutarins eðli, þar sem lögunum væri ekki framfylgt fyrr. Baldur sagði að rökin fyrir þess- ari tímabundnu fjölgun, væri langur hali óafgreiddra mála við Hæstarétt og þyrftu mál að bíða a.m.k. eitt og hálft ár við dóminn, frá því að þau væru tilbúin til flutnings. Með þessum viðbótar- dómurum væri unnt að láta Hæstarétt starfa í tveimur deild- um og þannig gengju mál hraðar í gegnum dómstólinn. Áður störfuðu átta dómarar við Hæstarétt, en með tilkomu þeirra þriggja sem nú voru settir eru þeir orðnir ellefu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.