Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 13 Amerfska kvikmyndavikan: „Týndu“ myndirnar sýndar um helgina „TÝNDU“ kvikmyndir Amerisku kvikmyndavikunnar eru nú komn- ar fram í dagsljósið, og er seinni hluti vikunnar því hafinn. Sagði Sigurjón Sighvatsson, sem stendur fyrir sýningunni, í samtali við Morgunblaðið, að filmurnar hefðu lent í röngum pósti og því tafist í þrjár vikur á leiðinni. Myndirnar, sem sýndar verða í dag, eru fjórar. Hinir sjö frá Sec- aucus snúa aftur, er gerð 1978 og er leikstjóri John Sayles. Þessi mynd er sú kvikmynd, segir í vandaðri sýningarskrá, hinna svonefndu „sjálfstæðu" kvik- myndagerðarmanna, sem fyrst náði verulegri hylli almennings. Myndin fjaílar um hóp amer- ískra róttæklinga frá sjöunda áratugnum, sem í dag eru að reyna að fóta sig innan kerfisins. Tíu árum eftir að hafa verið handtekin fyrir að taka þátt í mótmælagöngu hittast hinir sjö frá Secaucus á ný. Þá verður sýnd myndin Kaffi- stofa kjarnorkunnar, sem reyndar var líka sýnd í fyrri hluta kvikmyndavikunnar. Það er nýj- asta kvikmyndin á vikunni og var hún frumsýnd aðeins fyrir nokkrum mánuðum í Bandaríkj- unum og vakti þá strax athygli. Myndin er eingöngu unnin úr áróðursmyndum um kjarnorku, kjarnorkusprengingar, kjarn- orkuvopn og varnir gegn kjarn- orkustyrjöld, sem Bandaríkja- stjórn lét gera á fimmta og sjötta tug þessarar aldar. Einnig verður sýnd myndin Hjartaland, gerð 1979, en hún hlaut Gull- björninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1981. Leikstjóri er Ric- hard Pearce. Myndin er byggð á dagbókum raunverulegrar land- nemakonu, sem bjó í Wyoming- fylki upp úr aldamótunum. Þetta er saga þeirra landnema, þó fyrst og fremst kvennanna, sem tókst að lifa af þessa erfiðu tíma. Samt er þetta ekki rómantísk hetjusaga úr villta vestrinu. Myndin er framleidd af konum og handritið er skrifað af konu og þykir eitt athyglisverðasta framlag kvenna til bandarískrar kvikmyndagerðar síðastliðin ár, segir í kynningu myndarinnar. Fjórða og síðasta myndin, sem sýnd verður í dag, er Tylftirnar, gerð 1980. Leikstjórar eru Christina Dall og Randall Conrad. Tylftirnar er sýnishorn af sjálfstæðri kvikmyndagerð í nágrenni Boston-borgar, sem í dag er samastaður allmargra sjálfstæðra kvikmyndagerðar- manna. Myndin segir frá ungri stúlku, sem reynir að aðlagast þjóðfélaginu á nýjan leik eftir tveggja ára dvöl í fangelsi fyrir ávísanafals. Eins og Hjartaland er myndin Tylftirnar unnin að mestu leyti af konum. Á laugardaginn verða sýndar m.a. myndirnar Yfir, undir, ská- hallt, niður, Clarence og Angel og Neðanjarðarknaparnir. Sú fyrst- nefnda er gerð 1977. Hún er sér- stæð að því ieyti að hún er unnin af pólitískum starfshópi og henni er leikstýrt af þrem leik- stjórum. Fjallar hún um líf og umhverfi verkamannafjölskyldu á vesturströnd Bandaríkjanna. Clarence og Angel er gerð 1980 og leikstjóri hennar er Robert Gardner. Myndin er lýsing á heimi og umhverfi hörunds- dökkra barna í Harlem-hverfinu í New York. Segir í henni frá Clarence Cardova sem er 12 ára gamall svertingi, sonur farand- verkamanns, sem hefur nýlega flust með fjöskyldu sinni til stórborgarinnar frá Suðurríkj- unum. Neðanjarðarknaparnir er gerð 1979, leikstýrt af Amos Poe. Seg- ir í henni frá lífi fimm persóna, sem búa í neðri hluta Manhatt- an-eyju. Mynd um tilfinningar og ástríður, frægð og völd. Pers- ónur í myndinni eru litríkar. Geðklofa saxófónleikari, lesbísk vændiskona, verðandi leikkona, eiturlyfjaneytandi og kona með miðilshæfileika. Á sunnudaginn verða svo sýndar Kaffistofa kjarnorkunnar, Hjartaland, Tylftirnar og Hinir sjö frá Secaucus snúa aftur. Bladamannafélag íslands; Þakkir og stuðningur við Friðjón Guðröðarson Morgunblaðinu hefur bor- izt eftirfarandi samþykkt, sem gerð var á stjórnarfundi í Blaðamannafélagi íslands í gær: Stjórn Blaðamannafélags ís- lands óskar að koma á framfæri þökkum og stuðningi við Friðjón Guðröðarson, sýslumann og lögreglustjóra á Höfn í Horna- firði, vegna góðrar samvinnu hans við starfsmenn fjölmiðla er fylgdust með hörmungarat- burðunum í Öræfum fyrr í þess- um mánuði. Stjórnin er þess fullviss, að hún talar fyrir munn meginþorra íslenskra atvinnu- blaðamanna er hún lýsir yfir stuðningi við starfsaðferðir sýslumanns gagnvart fjölmiðl- um og við miðlun upplýsinga til landsmanna af þeim atburðum er þarna áttu sér stað, atburðum er öll þjóðin fylgdist með af óhug. Það var skylda fjölmiðla þessa daga, sem endranær, að gefa sem gleggstar upplýsingar af framgangi málsins. Oft hefur mjög skort á við svipaðar að- stæður, að blaða- og frétta- mönnum væri gert kleift að gegna þeim skyldum sínum. Friðjón Guðröðarson sýslumað- ur á þakkir skildar fyrir að veita dygga aðstoð við það. Framlcibslu leyivdarmál w sem þú nýtur góðs af... SPRED Latexlakk er bandarískt framleiðslu- leyndarmál sem HARPA H/F hefur umboð fyrir hér á landi. SPRED Latexlakk er árangur snjallrar hugmyndar og þrotlausra rannsókna þarsem niðurstaðan er þrælsterkt lágglansandi vatnsþynnt lakk, sem auðvelt er að mála með pensli eða rúllu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.