Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 24
Norska stúlkan Olil Amble kom heldur betur á óvart þegar hún sigr- aði í tölti og fjórgangi og varð þar meö stigahæst í íslenskri tvíkeppni. Auk þess sigraói hún í hlýðnikeppni. Norsk stúlka íslandsmeist- arí í tölti og fjórgangi Hestar Valdimar Kristinsson IIM SÍÐIISTU helgi var haldið ís- landsmót i hestaíþróttum á félags- svæði hestamannafélagsins Mána. Góð þátttaka var í flestum greinum mótsins og keppni yfirleitt nokkuð jöfn. Veður var hagstætt til móts- halds báða dagana, hlýtt en sólar- laust á laugardag en á sunnudag var sólskin og smá vindgola. Að öðrum keppnisgreinum ólöstuðum er það tvímælalaust töltið sem mestum vinsældum á að fagna meðal áhorfenda. Að þessu sinni var það norsk stúlka, Olil Amble, sem vann töltkeppn- ina á hestinum Fleyg frá Kirkju- bæ. Hlaut hún 103 stig í forkeppn- inni og 96,5 stig í úrslitum. Hún sigraði einnig í fjórgangi og hlýðnikeppni og var jafnframt stigahæst í íslenskri tvíkeppni en það eru samanlögð stig úr tölti og fjórgangi eða fimmgangi. Hlaut hún 169,03 stig. Stigahæsti kepp- andi mótsins varð Tómas Ragn- arsson en hann er aðeins sextán ára gamall en hefur í sumar skip- að sér á bekk með fremstu reið- mönnum landsins með árangri sínum. Sigraði hann einnig í fimmgangi með 73,24 stig en í samanlögðu var hann með 369,74 stig. I unglingakeppninni voru tveir keppendur sem nokkuð skáru sig úr, í eldri flokknum varð stiga- hæstur Sævar Haraldsson með 227,05 stig, sigraði hann í bæði fjórgangi og tölti, varð annar í hlýðniæfingum og fjórði í fimm- gangi. Er hér á ferðinni einn efni- legasti reiðmaður yngri kynslóð- arinnar og hefur hann vakið at- hygli fyrir prúðmannlega reið- mennsku. 1 yngri flokknum bar Haraldur Snorrason höfuð og herðar yfir aðra keppendur og á það einnig við í orðsins fyllstu merkingu. Sigraði hann í tölti, fjórgangi og íslenskri tví- keppni og varð stigahæstur með 152,95 stig. Ekki er því að leyna að þetta íslandsmót er það lakasta sem haldið hefur verið og veldur því fyrst og fremst léleg skipulagning og framkvæmd. Er greinilegt að íslandsmótið er meira mál en svo að lítið hestamannafélag geti eitt síns liðs haldið það svo vel fari. Hér leggur Sigurbjörn Báróarson Ásaþór til skeiðs í gæðingaskeiði en þeir urðu í öðru sæti í þeirri grein. Má í þessu tilviki um kenna mannfæð og reynsluleysi í stór- mótahaidi. Var mikið um mistök og oft á tíðum sambandsleysi milli mótsstarfa og dómpalls. Varð þuli tíðrætt um ýmis mistök og kallaði hann það embættisafglöp starfs- manna, en nú kann einhver að spyrja hvort ekki megi flokka það undir embættisafglöp þular að auglýsa einn keppnishestinn til sölu þegar ekki er um opinbera sölusýningu að ræða. 1 sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja þegar hestar skipta um eig- endur á hestamótum en frekar er það óviðeigandi að þulur, sem á að vera hlutlaus, sé að auglýsa einn einstakan hest þegar vitað er að fleiri hestar eru falir. Um reiðmennskuna á mótinu er allt gott að segja, prúðmannlega riðið, áseta og taumhald yfirleitt til fyrirmyndar og á það sér í lagi við um unglingana. Yfirleitt var hart barist í úrslitum án þess þó að farið væri út fyrir almennt velsæmi. Ekki fannst manni dóm- arar taka nógu hart á ef ekki var riðið á réttum hraða og má í því sambandi nefna úrslit í fimm- gangi en þar er gert ráð fyrir að tölt sé riðið hægt eða upp að milli- ferð. Aðeins einn hestur virtist vera á réttum hraða en hinir fjórir á góðri milliferð og þaðan af meira. Einnig þótti mönnum hratt riðið í úrslitum í fjórgangi þegar dæmt var yfirferðartölt. Ekki er hér verið að gefa í skyn að dómar- ar hafi gert einhverja regin skyssu heldur þetta nefnt hér til að vekja menn til umhugsunar og koma af stað umræðu um þessi mál. En úrslit urðu annars sem hér segir: Fullorðnir Tölt stig 1. Olil Amble á Fleyg 96,50 2. Aðalsteinn Aðalsteinss. á Safír 92,25 3. Trausti Guðmundsson á Goða 91.00 Itruilr AurtsnáHwkl S}5 5. Ingimar Ingimarsson á Víkingi 84,25 Fjórgangur 1. Olil Amble á Fleyg 66,30 2. Trausti Guðmundsson á Goða 64,60 3. Aðalsteinn Aðalsteinss. á Safír 63,24 4. Sigurbjðrn Bárðarson á Bjarma63,24 5. Jón Árnason á Frímanni 61,54 Fimmgangur 1. Tómas Ragnarsson á Fjölni 73,24 2. Jón Árnason á Hrafni 72,14 3. Sigurbjörn Bárðarson á Sóta 69,86 4. Reynir Aðalsteinss. á Randver 69,71 5. Jón Steinbjörnsson á Roða 58,14 Trausti Þór Guðmundsson keppti á Goða frá Ey og lentu þeir í öðru sæti í fjórgangi og þriðja sæti í tölti. Gæðingaskeið 1. Tómas Ragnarsson á Berki 80,50 2. Sigurbjörn Bárðarson á Ásaþór 75,50 3. Hreggv. Eyvindss. á Kolskegg 74,50 Hlýðnikeppni 1. Olil Amble á Fleyg 39,00 2. Reynir Aðalsteinss. á Randver 38,00 3. Tómas Ragnarsson á Fjölni 34,00 Hindrunarstökk 1. Erling Sigurðsson á Hannibal 69,50 2. Reynir Aðalsteinss. á Randver 57,50 3. Sigurbjörn Bárðarson á Sóta 54,00 Sigurvegari í íslenskri tvíkeppni Olil Amble á Fleyg 169,03 stig. Stigahæsti keppandi mótsins Tómas Ragnarsson með 369,74 stig. Sigurvegari í ólympiskri tvíkeppni Erl- ing Sigurðsson á Hannibal með 102,50 stig. Unglingar 13—15 ára Fjórgangur stig 1. Sævar Haraldsson á Háf 59,67 2. Hinrik Bragason á Erli 58,48 3. Þórir Ásmundss. á Hrefnu 55,25 4. Sigurður Kolbeinss. á Flugari 53,89 5. Ingunn Reynisd. á Madonnu 50,83 Tölt 1. Sævar Haraldsson á Háf 82,50 2. Sigurður Kolbeinss. á Flugari 80,25 3. Rósa Waagefjörð á Natan 79,50 4. Hörður Harðarson á Stormi 72,50 5. Þórir Ásmundss. á Hrefnu 71,50 Fimmgangur 1. Hðrður Harðarson á Bjarka 66,14 2. Ingunn Reynisdóttir á Núp 65,14 3. Ragnar Hilmarsson á Hrappi 64,43 4. Sævar Haraldsson á Núma 63,86 5. Dagný Ragnarsd. á Berki 42,00 Hlýðnikeppni 15 ára og yngri 1. Ingunn Reynisd. á Núp 12,4 2. Sævar Haraldsson á Núma 12,2 3. Annie B. Sigfúsd. á Blakk 12,0 Sigurvegari í íslenskri tvíkeppni Sævar Haraldsson á Háf með 151,67 stig. Stigahæsti keppandi Sævar Haralds- son með 227,05 stig. Unglingar 12 ára og yngri stig 1. Haraldur Snorrason á Smára 87,0 2. Guðmundur S. Ólafss. á Ljósbrá 78,0 3. Annie B. Sigfúsd. á Blakk 74,0 4. Soffía Reynisd. á Melódíu 66,0 Fjórgangur 1. Haraldur Snorrason á Smára 65,95 2. Soffía Reynisd. á Melódíu 56,01 3. Annie B. Sigfúsd. á Blakk 52,07 4. Guðmundur S. Ólafss. á Æsu 37,82 Stigahæsti keppandi og sigurvegari í íslenskri tvíkeppni Haraldur Snorra- son með 152,95 stig. VK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.