Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982
Guðjón í FH
GUÐJÓN Guðmundsson, leik-
maður með Þór, Akureyri,
knatLspvrnunni og áður með FH,
cr mjög liðtækur handknattleiks-
maður. Hann lék með Þór í 3.
deildinni í fyrravetur og hafði áð-
ur leikið með yngri flokkum FH
Hann mun stunda nám í Reykja-
vík í vetur og allar líkur eru á
því, að hann muni leika með FH
í 1. deildinni í handboltanum.
íslendingur
á HM háskóla
FYRR í þessum mánuði tók ung-
ur íslendingur, Níels Her-
mannsson, Júdódeild Armanns,
þátt í heimsmeistaramóti há-
skóla i júdó. Keppnin fór fram í
Jyváskylá í Finnlandi og tóku
keppendur frá 27 löndum þátt í
mótinu.
Níels vann fyrstu glímuna
við danskan keppanda, tapaði
síðan fyrir Mexíkana og tapaði
síðan mjög naumlega fyrir
Belga. Níels skellti honum
fljótlega og hafði forystu þar
til 1 mín. var eftir — þá náði
Belginn að fella Níels og vinna
með tveimur punktum meira.
Var Niels þar með úr keppni,
en sigurvegari í flokknum varð
Japani.
Bæjakeppni
í Kópavogi
ÁRLEG bæjakeppni í knatt-
spyrnu milli Kópavogs og Vest-
mannaeyja verður á Kópavogs-
vellinum á morgun, og hefst leik-
urinn kl. 15.00. Leikið er heima
og hciman og sigruðu Vestmann-
eyingar í Eyjum i vor, 6—3.
Valsdagur
á morgun
Hinn árlegi Valsdagur verð-
ur haldinn að Hliðarenda á
morgun frá kl. 13.30—17.00.
Dagskráin verður þessi:
Knattspyrnukeppni í telpna-
flokki. Leikir í knattspyrnu: 6.,
5., 4. og 3. flokkur.
Kl. 14.55 Ávarp formanns
Vals, Péturs Sveinbjarnarson-
Kl. 15.00 Keppni í knatt-
leikni í knattspyrnu milli
meistara-, annars og þriðja
flokks.
í íþróttasal: Körfubolti kl.
13.30-14.30 milli m.fl. og 2. fl.
ásamt Tim Dwyer.
Badminton kl. 14.45—17.00.
Öllum fjrálst að spreyta sig.
Valskonur eru með kaffisölu
í félagsheimilinu að venju.
Afrekskeppni
Flugleiða
Afrekskeppni Fiugleiða verður
haldin á Nesvellinum á morgun
og á sunnudaginn. Rétt til þátt-
töku í keppninni að þessu sinni
eiga eftirtaldir kylfingar:
Björgvin Þorsteinsson GA
Sigurður Pétursson GR
Ragnar Ólafsson GR
Jón Haukur Guðlaugsson NK
Sveinn Sigurbergsson GK
Gylfi Garðarsson GV
Ómar Ragnarsson GL
Iléðinn Gunnarsson GA
Viðar Þorsteinsson GK
Hannes Eyvindsson GR
Óskar Sæmundsson GR
Sigurður Hafsteinsson GR
Magnús Birgisson GK
Gunnlaugur Jóhannsson NK
Auk þessara hafa flestir
unglingalandsliðsmenn okkar
rétt til þátttöku, en þeir héldu
utan til keppni í vikunni og
missa því af mótinu. Flugleiðir
veita að venju glæsileg verð-
laun og sjá þeim kylfingum
sem koma frá Akureyri og
Vestmannaeyjum fyrir fari til
Reykjavíkur.
Handboltinn í Þýskalandi að byrja:
„íslensku“ liðin í Bundesligunni
hafa æft mjög stíft undanfarið
Eins og Mbl. hefur áður sagt frá
þjálfar Jóhann Ingi Gunnarsson lið
Kiel í þýsku Bundesligunni i vetur,
og hefur hann þegar hafið störf.
Bundesligan hefst 4. september og
leikur Kiel þá við stórliðið Gross-
waldstadt.
Kiel-liðið hefur æft mjög stift und-
anfarið undir stjórn Jóhanns, og
hafa blöðin líkt æfingum við „pynd-
ingar", í jákvæðum tón þó. Nú um
helgina heldur liðið til Danmerkur
og leikur við tvö bestu liðin þar í
landi, og í október stendur til að
liðið fari í keppnis- og æfingaferð til
Kuwait, þannig að í mörg horn er að
lita.
Sem kunnugt er leika þrír Is-
lendingar með v-þýskum liðum,
Bjarni Guðmundsson og Sigurður
Sveinsson með Nettelstedt og Axel
Axelsson með Dankersen. Bæði
þessi lið hafa æft mjög vel að und-
anförnu, Nettelstedt er nýkomið
úr æfingaferð frá Júgóslavíu, en
Dankersen er þó talið hafa slegið
öllum liðunum við hvað æfingar
snertir. Liðið var í 18 daga æf-
ingabúðum og var æft fjórum
sinnum á dag. Þeir eru taldir með
sterkt lið og gætu orðið í efri hluta
Bundesligunnar en Kiel og Nett-
elstedt er aftur á móti spáð að þau
muni bæði berjast fyrir sæti sínu í
deildinni.
Á meðfylgjandi mynd er Jóhann
Ingi (til hægri) ásamt hinum
„nýju mönnunum" hjá Kiel, en
þeir eru (frá vinstri) Norðmaður-
inn Morten Michelsen, Gregor
Klimczak og Kai Seifert. Liðið lék
sinn fyrsta opinbera æfingaleik á
heimavelli fyrir stuttu, og sigraði
þá SV Fockbek, sem nýkomið er
upp úr svæöadeildinni, með 35
mörkum gegn 9, eftir að staðan í
hléi hafði verið 23:5, og var liðið
sagt leika mjög vel.
Siglingamenn á ferð og flugi
Mikið hefur gengiö á hjá siglinga-
mönnum siöasta mánuö og hafa ver-
ið haldin íslandsmót í sex flokkum.
Dagana 17.—18. júlí var haldið ís-
landsmót í Optimist-flokki.
Úrslit urðu þau að Baldvin
Björgvinsson sigraði með nokkr-
um yfirburðum. Annar varð Sæv-
ar M. Magnússon, ungur og efni-
legur siglingamaður, og þriðji
varð Gísli Þorgeirsson.
Helgina eftir var haldið Is-
landsmót í Mirror-flokki. Mirror
er tveggja manna unglingabátur
og sigruðu þeir félagarnir Baldvin
Björgvinsson og Ottarr Hrafn-
kelsson með yfirburðum, annar
varð Einar B. Birgisson og þriðju
urðu Gísli Þorgeirsson og Sævar
M. Magnússon.
Dagana 13., 14. og 15. ágúst var
haldið Islandsmót í Fireball- og
Flipperflokki á Skerjafirði. í Fire-
ball-flokki urðu úrslit þau að í
fyrsta sæti með miklum yfirburð-
um lentu þeir Páll Hreinsson og
Ólafur Bjarnason, í öðru sæti urðu
Þór Oddsson og Sigurður Ragn-
arsson og í þriðja sæti Gunnlaug-
ur Jónasson og Rúnar Steinsen.
í Flipper-flokki sigruðu Baldvin
Björgvinsson og Ottarr Hrafn-
kelsson þá Jón Gunnar Aðils og
Guðmund Kjærnested eftir jafna
og spennandi keppni. í þriðja sæti
urðu Guðmundur Guðmundsson
og Einar B. Birgisson.
20. og 21. ágúst var haldið ís-
landsmót á Wafarer og Micro-
bátum í Hafnarfirði. Wafarer er
17 feta fjölskyldubátur og til
marks um það er að í tveim efstu
sætunum höfnuðu feðgar, en það
voru þeir Kristján Óli Hjaltason
og Sigurjón Kristjánsson sem
sigruðu með yfirburðum þá Aðal-
stein Loftsson og Loft Ágústsson í
öðru sæti og Erling Ásgeirsson og
Brynjólf Kjartansson í þriðja
sæti.
íslandsmótið á Micro-bátum,
sem eru 18 feta kjölbátar, þ.e. hafa
kjöl sem fylltur er með blýi, sigr-
aði Ari Bergmann Einarsson
ásamt þeim Páli Hreinssyni og
bróður sínum, Baldvini Einars-
syni. I öðru sæti hafnaði formaður
Siglingasambands íslands, Bjarni
Hannesson, ásamt Steinari Gunn-
arssyni og Baldri Jóhannssyni.
Verölaunahafar á Ballantine-golfmótinu í Eyjum.
Ljósm. Sípirgeir.
Gylfi vann á
Ballantine
Á DÖGUNUM var haldiö svokallaö
Ballantine-golfmót í Vestmannaeyj-
um, og var keppni mjög hörö.
í 1.—2. sæti urðu Gylfi Garð-
arsson og Elvar Skarphéðinsson á
73 höggum, og sigraði Gylfi síðan í
bráðabana. Þetta var án forgjafar.
í keppninni með forgjöf sigraði
Ingi Sigurðsson á 66 höggum
nettó, og Gylfi og Elvar urðu aftur
jafnir þarna, báðir á 69 höggum
nettó, og Gylfi sigraði síðan aftur
í bráðabana um annað sætið. Sér-
stök verðlaun voru fyrir að vera
næst holu á 2. og 7. braut og var
Arnar Ingólfsson næstur á báðum
holunum.
Síðasta ferðin í Kerlingafjöll
í DAG Töstudag, veröur efnt til siö-
ustu skíöaferðar sumarsins i Kerl-
ingarfjöll. Fariö veröur frá Umferö-
armiðstööinni kl. 18.00.
Skíðafæri er mjög gott og lyftur
og skíðakennsla í fullum gangi
fram á sunnudag. Á laugar-
dagskvöld verður haldin loka-
k-. 'dvaka með dansi á eftir og sér
„Skíðabrot" með Eyva, Sigga og
Einari um stemmninguna. Má bú-
ast við mörgum yngri og eldri
nemendum skólans í fjöllin og
miklu fjöri að vanda.
Ferðaskrifstofan Úrval tekur á
móti skraningu þátttakenda, en
menn geta einnig mætt í bílinn á
Umferðarmiðstöðinni kl. 6, ef þeir
ná ekki sambandi við Úrval í tæka
tíð. Ferðin sjálf, fram og ti! baka
með bílunum, kostar kr. 500.00 en
kr. 1600.00 ef gisting, fæði, lyftur
og kennsla bætist við.
• Þessi mynd er frá Kerlingafjöllum.
Frjálsar íþróttir:
Bandaríkja-
menn sterkir
Bandarískt frjálsíþróttafólk lét
mikió aö sér kveöa á stórmóti í
Koblenz í Vestur-Þýskalandi í
fyrrakvöld, og náöi m.a. besta ár-
angri í heimi á árinu I fjórum
greinum.
Bandarísku hlaupararnir
Greg Foster og Henry Marsh
náðu besta heimsárangri á ár-
inu í sínum greinum, Foster
hljóp 110 m grindahlaup á
13,22 sek. og Marsh bætti eigið
met í 3000 m hindrunarhlaupi
er hann fór á 8:16,17 mín.
Landi þeirra, Dave Laut, sigr-
aði í kúluvarpinu, kastaði
22,02, og hefur aðeins einum
manni í heimi tekist að kasta
lengra, heimsmeistaranum
Udo Bayer frá Austur-Þýska-
landi.
David Lee jafnaði árangur
landa síns, Bandaríkjamanns-
ins Dave Patrick, í 400 m grind,
er hann hljóp á 48,44 og batt
þar með endahnútinn á frá-
bæran árangur bandarisku
keppendanna.
Leiruvöllur:
Þrjár nýjar
holur teknar
í notkun
Á morgun hefst sparisjóösmót-
iö í golfi á Leiruvellinum og verö-
ur hér um tímamótaviðburð að
ræöa, þar sem þrjár nýjar holur
verða teknar í notkun á mótinu.
Er völlurinn þar meö oróinn 12
holur, og eftir 5 ár veröur hann
aó öllum líkindum oröinn 18 hol-
ur.
Leikið verður í tveimur
flokkum karla, og einum
opnum flokki kvenna. Karla-
flokkur með forgjöf 11—23
leikur á morgun og hefst
keppni kl. 9.00. Karlaflokkur
með forgjöf 0—10 og opni
kvennaflokkurinn leika síðan á
sunnudag og hefst keppni einn-
ig þá kl. 9.00 árdegis. Það er
Sparisjóður Keflavíkur sem
gefuröll verðlaun til keppninn-
ar.
Kaiserslauten
vann á móti
í Valencia
Ýmis æfingamót eru nú í full-
um gangi i Evrópu áöur en deild-
ir hinna ýmsu landa hefjast. Hér
erum við með úrslit úr nokkrum
þcirra.
Kaiserslauten frá Vestur-
Þýskalandi tryggði sér sigur í
„Valencia-Naranja“-keppninni
með því að sigra Valencia 3—0
á miðvikudaginn. Bongarde,
Eilenberl og Allofs skoruðu
mörkin.
Brasiliska liðið Porto Alegre
sigraði Manchester City í úr-
slitaleik „Joan Gamper“-
keppninnar í Barcelona er það
vann 3—1. Edevaldo (víti),
Paulo Cesar og Fernando Rob-
erto skoruðu mörk Brassanna,
sem komust í 3—0. Bobby
McDonald lagaði stöðuna fyrir
Englendingana stuttu fyrir
leikslok.
Lið Borussia Dortmund frá
Vestur-Þýskalandi lék til úr-
slita í „Villa de Madrid"-
keppninni á miðvikudaginn,
þrátt fyrir að Bundesligan sé
hafið. Liðið sigraði Atletico
Madrid örugglega með tveimur
mörkum gegn engu. Murgs-
muljer og Aorc skoruðu mörk-
in. Áður hafði Universidad frá
Mexikó sigrað Atletico Mineiro
í leiknum um þriðja sætið, með
einu marki gegn engu.