Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 29 Dröfn Markúsdótt- ir — Minningarorð Að kvöldi hins 31. júlí barst okkur andlátsfregn vestan um haf. Dröfn hafði látist þá um daginn. Löngu og ströngu sjúkdómsstríði var lokið. Enda þótt löngu væri ljóst hver þar færi með sigur af hólmi kemur andlátsfregn vinar og samferðamanns alltaf sem reiðarslag. Dröfn Markúsdóttir var fædd í Reykjavík 24. maí 1933, dóttir hjónanna Guðbjargar Eiríksdótt- ur og Markúsar ísleifssonar húsa- smíðameistara. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt bræðrum sínum tveim, Erni Ævari og Val, sem nú er látinn. Ung að árum giftist hún skóla- bróður sínum úr Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Halldóri Guðnasyni, og hófu þau búskap í húsi foreldra Drafnar að Miklubraut 13. Fjöl- skyldan stækkaði fljótt, og þegar Halldór hóf nám í læknisfræði voru börnin orðin tvö. Á þeim tím- um var það erfiðleikum bundið fyrir fjölskylduföður að leggja út í langt framhaldsnám. Reyndi þá á eiginkonur námsmannanna, sem oft tóku að sér fyrirvinnuhlut- verkið. Dröfn dró ekki af sér, hún vann af miklum dugnaði ýmis störf utan heimilisins eftir því sem auðið var. Á þessum árum nutu þau einnig aðstoðar foreldra Fæddur 23. júní 1922 Dáinn 21. ágúst 1982 Guðmundur Marías Guð- mundsson var fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 23. júní 1922 og því rétt orðinn sextugur er hann lést um aldur fram úr erfiðum sjúkdómi. Guðmundur var sonur hjónanna Guðmundar Guð- björnssonar og Maríu Jóhannes- dóttur. Foreldra sína missti Guð- mundur um fermingu með um árs millibili. Einn bróður á Guðmund- ur á lífi, Halldór, sem býr á Suður- eyri. Ungur byrjaði hann að vinna bæði til sjávar og sveita. Árið 1952 giftist Guðmundur eftirlifandi konu sinni, Arndísi Theódórs frá Stórholti í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Sama ár hófu þau búskap að Litla-Holti í Saurbæ og bjuggu þau þar til ársins 1968, er þau fluttu til Suðureyrar. Þar hóf Guðmundur störf við sjóinn sem alltaf var honum hugleikinn. Árið 1974 fluttu þau suður og bjuggu síðustu árin í Miðtúni 70, Reykja- vík. Börn þeirra eru Guðmar, sem býr í Kópavogi, og Hólmfríður, sem býr í Reykjavík. Þá gekk Guð- mundur Borgari, syni Arndísar í föðurstað. Við munum alltaf minnast þess hve hlýtt og gott var að koma til ömnmu og afa í Mið- hennar, og þótti henni sem hún fengi seint fullþakkað hjálp þeirra þá. Að loknu læknanámi hér heima hugði Halldór á sérnám og árið 1964 héldu þau hjónin til Banda- ríkjanna með börn sín, sem þá voru orðin fjögur, og bjuggu þar æ síðan. Halldór fékk góða stöðu sem svæfingalæknir en heimilið varð um árabil starfsvettvangur Drafnar, enda í nógu að snúast. Þegar börnin voru vaxin úr grasi fór hún að vinna utan heimilis, lengst af í banka, þar sem hún vann að mestu óslitið meðan kraftar entust. Fyrir tveim árum kenndi hún fyrst þess sjúkdóms sem nú hefur orðið henni að aldurtila. Halldór hafði þá nokkrum árum áður misst heilsuna á besta aldri. Enn varð fjölskyldan fyrir miklu áfalli fyrir réttu ári, er yngri sonurinn, Ingi Valdimar, fórst af slysförum, 27 ára gamall. Ingi var nemandi í húsagerðarlist, hinn mesti efnis- maður og öllum harmdauði er hann þekktu. Börnin sem eftir lifa eru: Hauk- ur Markús, efnafræðingur, og systurnar Guðbjörg og Kristín, öll búsett í Bandaríkjunum. Þegar vinur og samferðamaður er kvaddur koma minningarnar túni. Hann var barngóður og fylgdist vel með barnabörnunum, og vildi reynast þeim hið besta. Veikindin var hannn búinn að bera í nokkur ár, en þegar barna- börnin komu lyfti það honum allt- af upp, sama hversu þjáður hann var, þá lét hann þau aldrei verða þess vör. Þau eiga um hann ljúfar minningar, sem munu alltaf lifa. Barnabörnin og tengdabörnin biðja góðan Guð að varðveita hann alla tíma með þakklæti fyrir gengna tíð. Við vitum að hann mun einnig hjálpa okkur og ömmu að varð- veita góðar minningar. fram í hugann, ein af annarri. Kynni okkar Drafnar hófust er ég giftist Erni bróður hennar. Við bjuggum einnig um skeið í húsi foreldra þeirra og oft var þröng á þingi og frændsystkinahópurinn hávær. En Dröfn hafði gott lag á börnum og það var eins og alltaf væri rúm fyrir alla í litlu íbúðinni hennar á Miklubrautinni. Þótti mér þá oft sannast máltækið, að þar sem er hjartarúm er húsrúm. Dröfn var framúrskarandi gestrisin og enginn hélt veglegri jóla- og afmælisboð en hún, þótt efnin væru ekki mikil í þá daga. Ég minnist margra ánægjustunda á Miklubrautinni þegar við vorum öll ung og áttum glæstar framtíð- arvonir. Gestrisnin var sú sama, þegar við seinna heimsóttum þau hjón á glæsilegu heimili þeirra í ná- grenni Washington, meðan allt lék í lyndi. Dröfn tók sér þá frí frá öllum störfum um tíma og fór með okkur í leiðangur á hverjum degi og sýndi okkur höfuðborgina. Mátti þá vart í milli sjá, hver naut lífsins betur, gestir eða gestgjafi. Ég minnist líka heimsókna Drafnar hingað til íslands. Þótt vík væri milli vina voru fundir þó alltíðir, því hún átti þess kost að koma nokkuð oft heim. Var þá jafnan hátíð í bæ. Foreldrar henn- ar heimsóttu hana líka til Banda- ríkjanna, seinast nú í vor, til að kveðja. Dröfn var óvenju heilsteypt manneskja. Hún var hreinskilin og blátt áfram, alltaf sú sama, „Slýr mínu fari heilu heim, í höfn á frióarlandi. I*ar mig í þinni gæslu geym, Ó, (iud minn alLsvaldandi.“ Tengdabörn og barnabörn. jafnt í velgengni sem andstreymi, en hvort tveggja fékk hún að reyna í ríkum mæli. Hún lagði jafnan gott til mála, og aldrei vissi ég hana hallmæla nokkrum manni. Hún var trygglynd og vin- föst, og sem dæmi um það má nefna samband hennar við æsku- vinkonurnar úr saumaklúbbnum, sem aldrei rofnaði. Þær reyndust henni líka vel til hins síðasta. Ræktarsemi hennar við fjöl- skylduna hér heima var mikil. Hún gleymdi aldrei afmælisdegi og öll nutum við gjafmildi hennar, ekki síst yngsta kynslóðin, sem hún lét sér mjög annt um. For- eldrar hennar sjá nú á bak elsku- legri dóttur, sem alltaf lét sér annt um velferð þeirra. Það varð hlutskipti Drafnar að búa mikinn hluta ævi sinnar fjarri landinu sem hún unni. Hún hafði stundum orð á því hér áður fyrr, að hér vildi hún hvíla að leiðarlok- um. Þegar sonurinn, Ingi, lést í Bandaríkjunum fyrir ári og var jarðsettur þar, breyttist sú ákvörðun, og að eigin ósk var hún lögð til hinstu hvíldar við hlið hans. Jarðarförin fór fram 3. ág- úst sl. Það er tómlegra eftir að Dröfn er horfin. Henni fylgdi alltaf hressandi blær, og maður fór allt- af glaðari af hennar fundi. Hún var alltaf svo jákvæð og hugrökk á hverju sem gekk. Kom það ekki síst fram í erfiðleikum síðustu ára. Örlögum sínum mætti hún með ró og æðruleysi, en henni var löngu ljóst að hverju dró. Um hana mátti segja eins og Stephan G. Stephansson kvað um greni- tréð: „Bognar aldrei, brotnar í, bylnum stóra seinast“. Við munum ávallt minnast Drafnar með innilegu þakklæti fyrir samfylgdina og allt það sem hún var okkur. Ástvinum hennar handan hafsins sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Halla Valdimarsdóttir + Fóstra min, SIGRÚN P. JÓNSDÓTTIR, lést aö Elllheimili Akureyrar, 25. ágúst. Jaröarförin auglýst síðar. Þór Ingólfsson. t Eiginkona min, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, VERNA JÓHANNSDÓTTIR, Faxaskjóli 18, Roykjavík, andaöist í Landspítalanum 26. ágúst. Halldór Auöunsson, Ingileif Halldórsdóttir, Reynir Ólafsson, Jóhann Páll Halldórsson, Friðfinnur Halldórsson, Bjarney Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, JÓN GUÐNASON, Öldugötu 26, Hafnarfiröi, andaöist aö St. Jósefsspítala, Hafnarfiröi, aö kvöldi miövikudags, 25. ágúst. Kristín Sigríöur Einarsdóttir, Halldóra G. Jónsdóttir, Guóni Jónsson, Jóhannes Jónsson, María Jónsdóttir, Einar V. Jónsson, Marteinn G. Þorláksson, Berta Björgvinsdóttir, Guörún Lárusdóttir, Jón Pálmi Skarpháöinsson, og barnabörn. + BALDUR EYÞÓR EYÞORSSON, prentsmiöjustjóri, lést aö morgni 26. ágúst i Landspítalanum. Þorgeir Baldursson, Hildur Baldursdóttir, Sólveíg Baldursdóttir, Eyþór Baldursson, Hilmar Baldursson, Steinunn Guömundsdóttir. + Jarðarför fósturmóður minnar, SIGURRÓSAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, fer fram frá Búöarkirkju, Fáskrúðsfiröi, laugardaginn 28. ágúst, kl. 14.00. Ragnar Þorvaldsson. Guðmundur Marías Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.