Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. AGUST 1982 26____________ Magnús G. Ingi- mundarson - Kveðja Fæddur 6. júní 1901 Dáinn 13. ágúst 1982 Föstudaginn hinn 13. ágúst síð- astliðinn klukkan rúmlega 6 að kvöldi, var ég staddur í rúmi mínu í sjúkrastofu á Landspítalanum og hafði hnigið svefn á brá, að ég vakna við það að hendi er stutt á öxl mína og lít þegar upp, en sé engan, hinsvegar þekkti ég hand- takið og skynjaði þegar að breyt- ing hefði orðið á vegferð þess sem studdi á öxl mína. Mér varð litið yfir fjöllin í norð-austri í áttina til innsveita Breiðafjarðar, þar sem kvöldsólin baðaði fjöllin í hníg- andi kvöldskini ágústsólarinnar og kvöldroðinn í allri sinni lita- dýrð breiddist yfir fjöllin, eins og þegar móðir hlúir að barni sínu fyrir svefn að kvöldi. Byggðin var líka að búa barni sínu hinstu hvílu, barninu sem lagt var af stað í sína síðustu ferð út yfir djúp hins ómaelda, að ströndu hins ei- lífa friðar og kærleika. Magnús Ingimundarson fyrrverandi hreppstjóri og vegavinnuverk- stjóri var hniginn að velli. Hann Magnús frá Bæ í Reykhólahreppi. Það er einn hinna mörgu þátta lögmálsins, að þegar sterkur meið- ur hnígur að velli, myndast tóm, sem ekki er alltaf svo létt að fylla upp aftur, það þarf mikinn og traustan efnivið til að fylla sæti Magnúsar Ingimundarsonar frá Bæ. Svo sérstæður persónuleiki var hann til orðs og æðis. Magnús var fæddur í Snartar- tungu í Bitru, 6. júní 1901 og hafði því nú lokið áttugasta og fyrsta aldursári. Foreldrar hans voru Ingimundur bóndi þar og kona hans Sigríður Einarsdóttir. Þau hjónin fluttust að Bæ árið 1903 og bjuggu þar síðan uns Ingimundur missti konu sína 1933. í Bæ ólst Magnús upp með for- eldrum sínum, sem voru rómuð í hvívetna fyrir mannkosti og myndarskap. Ingimundur var hreppstjóri og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, hann dó 25. janúar 1942. Magnús stundaði nám í tvo vetur í Núps- skóla í Dýrafirði og hlaut þar góð- an orðstír, sem og annars staðar á lífsleiðinni. Magnús giftist Jó- hönnu Hákonardóttur frá Reyk- hólum hinn 7. júlí 1923. Hún var fædd 16. ágúst 1901 á Reykhólum, einstök ágætiskona á öllum svið- um, enda heimili þeirra hjóna með einstökum myndarbrag. Þau hófu fyrst búskap í Bæ, síðar á Hrís- hóli, þaðan flytja þau að Miðja- nesi, síðar að Reykjólum og höfðu þar hálfa jörðina, flytja svo að Bæ árið 1935. Eftir tveggja ára búsetu í Bæ varð Magnús fyrir þeirri þungu raun, að missa eiginkonu sína, sem var honum svo einstök í lifsbaráttunni. Baráttu fullhugans fyrir betri kjörum. Þeim hafði þá orðið 6 barna auðið. Þá fyrst reyndi á karlmennsku hans og kjark, þegar hann þurfti að taka að sér föður- og móðurhlutverk í uppeldi barna sinna auk fóstur- dóttur sem þau höfðu þá þegar tekið og gengið í foreldra stað. En það sannaðist þá, eins og svo oft áður, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Á heimiii Bæjar- hjóna dvaldi Ijósmóðir sveitarinn- ar Sigríður Guðjónsdóttir og tók hún að sér hússtjórn þessa stóra heimilis og annaðist börnin, ekki bara sem ráðskona heldur sem góð móðir og skilningsgóð, hlý og nærgætin, enda meta bornin hana mikils og líta á hana sem sína aðra móður. Magnús hafði þá þeg- ar orðið mikil umsvif. Hann var þá búinn að taka við hreppstjóra- embættinu af föður sínum og gegndi því starfi í tuttugu ár. Hann var vegavinnuverkstjóri í 36 ár, skólanefndarformaður til fjölda ára. Formaður búnaðar- félagsins um áratuga skeið, í stjórn kaupfélagsins um langt skeið, auk þess stórbóndi á ættar- óðali sínu Bæ í Reykhólahreppi. Magnús stefndi aldrei að meðal- mennskunni í einu eða n^inu, hann stefndi mikið hærra. Hans aðal starfsvettvangur var á mikl- um umbrotatímum í þjóðfélaginu, hann var fullhuginn, sem sá fyrir sér myndir framtíðarinnar, mynd- ir ókominna tíma til bættra lífs- kjara, þar sem hjólbörur og hest- vagnar, orf og hrífur tilheyrðu fortíðinni, en við tóku stórvirkar vinnuvélar. Hann sá í draumsjón- um sínum byggðalagið vakna til nýs lífs og lagði gjörva hönd á að svo mætti verða. Það var ekkert það til, sem hann lét sér óviðkom- andi, svo framarlega að hann sæi að það gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir, hann lét ekki aðra ráða ráðum sínum, hann ígrundaði hvert mál til mergjar af hagsýni og snillimennsku hins úr- ræðagóða og framkvæmdi síðan hvert það verk sem hann tók sér fyrir hendur, af alúð og trúmennsku hvort heldur það til- heyrði hans opinberu störfum eða framkvæmdum á jörð hans. Hann fór sínar eigin leiðir, en átti þó samleið með öllum, því hversu hart sem hann deildi og sýndist óbilgjarn, gat hann alltaf sættst, það er sá eiginleiki, sem gerði hann svo sérstæðan meðal sinnar samtíðar. Hann vissi að hvert mál myndi farsælast leysast með friði og mestu verða áorkað á þann veg. Ég hef kynnst mörgum mann- kostamönnum á lífsleiðinni, sem hafa viljað greiða veg samtíðar sinnar, en engan eins og Magnús heitinn frá Bæ. Hann varð að þola mörg þung áföll á lífsleiðinni, þeg- ar dauðsföll bar að innan fjöl- skyldunnar. Aldrei var æðrast, alltaf sama stillingin og festan. Þó var Magnús í sínu innsta eðli við- kvæmur og svo fórnfús gagnvart öðrum, að ef vanda bar að höndum fannst honum það sjálfsögð skylda sín að bregða skjótt við til hjálpar, það var hans göfugi eigin- leiki, sem engum getur leynst, sem til hans þekktu og nutu samfylgd- ar hans. Magnús var afburða söngmaður og naut þess að taka lagið í glöðum félagsskap og var þá hrókur alls fagnaðar. Gestrisn- in á heimili Magnúsar í Bæ var og verður ógleymanleg þeim er henn- ar nutu. Magnús var mikill trúmaður, hann trúði á hið eilífa líf, lífið eft- ir dauðann. Hann hrópaði ekki skoðanir sínar í þeim efnum á torgum úti, trúin var honum dýr- mætari en svo, að hann gerði hana að leiksoppi á alfaraleiðum, hann gekk inn í hús sitt og gjörði bænir sínar þar. Eins og að framan greinir, eign- aðist hann 6 börn með eiginkonu sinni Jóhönnu Hákonardóttur og ól upp fósturdóttur og reyndist henni ávallt sem besti faðir. Síðar eignaðist hann tvo syni með ráðskonu sinni Sigríði Guðjóns- dóttur. Árið 1960 hætti Magnús búskap í Bæ og vann á vetrum við skrifstofustörf hjá vegagerðinni í Reykjavík, en hélt áfram verk- stjórn við vegalagnir í Austur- Barðastrandarsýslu á sumrin. Hinn 25. ágúst 1962 giftist Magn- ús Borghildi Magnúsdóttur frá Hólum í Steingrímsfirði. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en Magnús undi ekki hag sínum þar og hugur hans stefndi til sinnar fögru æskubyggðar, sem er ein af fegurstu perlum íslenskrar nátt- úru og svo fór að hann keypti jörð- ina Klett í Geiradal og bjó þar til ársins 1977 að þau fluttu alfarið suður og áttu heima eftir það á Hagamel 35 hér í borg. Lúðvík sonur Magnúsar var hans önnur hönd við búreksturinn á Kletti enda líkastur föður sínum um marga þætti, að hinum öllum ólöstuðum, alltaf tilbúinn til hjálpar þar sem hann taldi þess þörf, trúr og vinfastur í hvívetna. Börn Magnúsar Ingimundarson- ar og Jóhönnu Hákonardóttur eru: Sigríður, fædd 22. maí 1924. Fyrri maður, Friðgeir Sveinsson, kennari, dó 22. maí 1952. Síðari maður er Sigurður Sveinsson, raf- virkjameistari, þau eru búsett í Reykjavík. Fjögur börn með fyrri manni og eitt með síðari. Lúðvík, fæddur 19. ágúst 1925, heitbund- inn Hrefnu Sveinsdóttur í ágúst 1946 er hún lést af slysförum í sama mánuði. Mörgum árum síðar hóf hann búskap með Guðrúnu Jakobsdóttur og átti með henni tvær dætur. Lúðvík er búsettur í Reykjavík. Arndís, fædd 20. júlí 1927, maður hennar Stefán Guð- laugsson, byggingameistari, bú- sett í Garðabæ, þrjú börn. Erling- ur, fæddur 7. október 1931, vöru- bifreiðarstjóri, kona Helga Hösk- uldsdóttir, búsett í Reykjavík, sjö börn. Ingimundur, fæddur 11. september 1933, byggingameist- ari, kona Sjöfn Smith, búsett á Seltjarnarnesi, fjögur börn. Há- kon, fæddur 11. september 1933, húsasmiður, kona Unnur Jóns- dóttir, slitu samvistum. Hákon er búsettur í Reykjavík. Hákon og Unnur eignuðust sex börn, en elsti sonur þeirra dó í bernsku. Auk þess átti Hákon einn son fyrir hjónaband. Fósturdóttir: Hulda Pálsdóttir, fædd 17. september 1922. Fyrri maður hennar, Hafliði Guðmundsson, dáinn árið 1955, seinni maður, Halldór Jóns- on. Hulda og Halldór eru búsett í Króksfjarðarnesi. Börn Huldu eru 6. Börn Magnúsar Ingimundarson- ar og Sigríðar Guðjónsdóttur eru: Ólafur, fæddur 20. mars 1940, ókvæntur, býr með móður sinni í Reykjavík. Gunnlaugur, fæddur 15. apríl 1945, húsasmíðameistari, kona Guðríður Gígja, búsett á Seltjarnarnesi, tveir synir. Stjúp- sonur: Magnús Haraldsson, fædd- ur 7. maí 1948, tæknifræðingur, kona Kristjana Gísladóttir, búsett í Hafnarfirði, tvö börn. Einn stjúpson átti Magnús, hann er sonur Borghildar og hygg ég að Magnús hafi litið á hann sem sitt eigið barn, því sá var hans siður að reynast öllum á einn og sama veg í orðsins fyllstu merkingu trúr og traustur faðir. Öll börn Magnúsar eru hið mesta ágætis fólk, á öllum sviðum til fyrirmyndar. Sömuleiðis fóstur- dóttirin og stjúpsonurinn. Eftirlif- andi eiginkona Magnúsar, Borg- hildur Magnúsdóttir, er mikil fyrirmyndar ágætis kona og er því alveg viðbrugðið, hvað hún hugs- aði vel um eiginmann sinn í hans þungu veikindum hin síðustu ár allt til yfir lauk og baráttan var á enda. Við sem höfum kynnst veik- indaerfiðleikum skynjum ef til vill betur en aðrir, hvað vinátta og kærleikur er sjúkum mikils virði, það er besta græðismyrsl sem til er. Afkomendur Magnúsar Ingi- mundarsonar eru orðnir margir. Hann átti sjálfur átta börn, svo eru 25 barnabörn, 20 barnabarna- börn, 1 barnabarnabarnabarn, samtals 54 afkomendur. Svo átti fósturdóttirin Hulda Pálsdóttir 6 börn og stjúpsonurinn Magnús Haraldsson 2 börn, sem ég veit að hafa verið í hugskoti Magnúsar jafn mikil afabörn. Ég minntist þess í upphafi þessa greinarstúfs, að ég hefði þekkt handtakið er ég vaknaði á sjúkra- húsinu. Sú sama hönd klappaði fyrst á öxl mína fyrir 60 árum fyrir neðan túnið heima í sveitinni okkar og var ég þá á fjórða aldurs- ári mínu. Já fyrir 60 árum. Það líður mér aldrei úr minni fallegi góði maðurinn, sem talaði svo hlýlega við mig, það var greypt í sál mína í eitt skipti fyrir öll. Nú er þessi stórbrotni persónuleiki hann Magnús Ingimundarson frá Bæ horfinn sjónum okkar yfir landamærin inn í heim guðdóms- ins, inn í heim friðar og kærleika til áður genginna ástvina, því svo margþætt var hans góðverk með glöðum huga af hendi leyst meðal samtíðarmanna hans. Hans ein- læga trú á hið góða, sem allt gæti leitt til betri vegar, hefur vegur hans að lokum verið bjartur og fagur. Kveðjuathöfnin, sem haldin var í Dómkirkjunni er hann var að leggja í sína síðustu ferð vestur að Reykhólum, þar sem hinsta hvílan hans er, ber þess gleggst merki, að þar var vinsæll samferðarmaður að kveðja, því kirkjan mátti heita full. Já það voru margir, sem fylgdu Magnúsi Ingimundarsyni síðasta spölinn. Svo var eins og veðurguðirnir legðust á eitt með að gera förina sem fegursta, það var logn og skafheiðríkt veður, svo æskustöðvar hans voru klæddar í sitt fegursta skart þegar hann kom heim að leiðarlokum. Eftirlifandi eiginkonu frú Borghildi Magnúsdóttur, svo og öllum börnum hans og öðrum ætt- ingjum og vinum bið ég allrar blessunar í nútíð og um alla fram- tíð, að algóður Guð vaki yfir vel- ferð þeirra allra til hinstu stund- ar. Minningin um Magnús Ingi- mundarson frá Bæ í Króksfirði í Reykhólahreppi, mun lengi geym- ast í hugum samferðamanna hans. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Guðmundur A. Jónsson Ingibjörg Asta Filippus- dóttir — Minning Fædd 12. maí 1898 Dáin 23. ágúst 1982 í dag er til moldar borin frú Ingibjörg Á. Filippusdóttir, sem lézt í Landakotsspítala hinn 23. þessa mánaðar. Ingibjörg fæddist íGufunesi 12. maí 1898, dóttir hjónanna Filipp- usar Filippussonar bónda og út- gerðarmanns (f. 27.08 1852, d. 19.02. 1905) og Guðrúnar Guð- mundsdóttur (f. 20.02 1860, d. 1.03. 1941). Eftir að Filippus dó flutti Guð- rún með börnin til Reykjavíkur, en þau voru Þuríður og Guðmund- ur málarameistari, sem bæði eru látin, og Filippus sem lagði land undir fót og fluttist til Kanada 1911 og síðan 1919 til San Franc- isco í USA og er hann nú 89 ára Síðustu 20 árin sem Guðrún lifði dvaldist hún á heimili Ingibjarg- ar. Ingibjörg fór í Kvennaskólann og öðlaðist þar góða menntun, sem hún bjó að alla ævi í leik og ævi- starfi sínu sem höfðingleg hús- móðir. Ingibjörg var falleg kona, búin góðum mannkostum, og má með sanni segja að hún hafi blómstrað allt fram á síðasta dag. Þann 2. nóv. 1918 giftist hún lífsförunaut sínum, Guðmundi Þórðarsyni frá Hóli, en hann starfaði lengst hjá SÍF í starfi yf- irbókara. Guðmundur lézt 6. marz 1960. Árið 1925 keyptu þau hjón húsið Vesturgötu 39 og bjó Ingibjörg þar alla tíð. Oft mátti sjá þau Guð- mund og Ingibjörgu á gangi hönd í hönd niðri í bæ, gleðileg sjón, sem speglaði þeirra góða samband. Guðmundur og Ingibjörg eign- uðust þrjú börn, Þórð, kvæntur Ingibjörgu Ingvarsdóttur, Þórður lézt 24. maí 1972, Guðrún, gift Harald Faaberg, Guðrún lézt 28. apríl 1973 og Sigríði, gift Pétri O. Nikulássyni. Sárt var fyrir Ingibjörgu að sjá á eftir tve'imur barna sinna með árs millibili, en þau voru aðeins um fimmtugt, en harm sinn bar hún í hljóði og sótti styrk í trúna. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast þessum mætu og glæsilegu hjónum árið 1944 og urðu þau síðan tengdaforeldrar mínir. Þau Guðmundur og Ingibjörg voru höfðingjar heim að sækja og var oft gestkvæmt á smekklega búnu heimili þeirra. Marga fallega hluti áttu þau og málverk gömlu meistaranna prýddu veggina í stofum þeirra. Mörg sameiginleg áhugamál áttu þau hjón. Ófáar ferðirnar fóru þau á hestum yfir óbyggðir landsins og komust þannig í nána snertingu við landið sem þeim var ávallt hugfólgnast og áttu margar góðar minningar úr þeim ferðum. Við áttum margar ógleymanlegar stundir við laxveiðar í Straum- fjarðará, þar sem fjölskyldan naut þess að vera saman í góðum fé- lagsskap. Mikla ánægju hafði Ingibjörg af garðinum sínum. Oft staðnæmist fólk fyrir framan húsið hennar á Vesturgötunni og skoðar garðinn. Eftir að hún var lögð inn á spítala í apríl sl. var henni mikið kapps- mál að um hann væri hirt og garð- urinn væri henni ekki til skamm- ar. Einnig hugsaði hún alltaf jafn vel um húsið sitt og ósjaldan sást þessi fullorðna kona þvo húsið hátt og lágt, slíkur var dugnaður hennar alla tíð og frekar vildi hún vinna hlutina sjálf en þurfa að leita á náðir annarra. Það er ekki hægt að minnast á Vesturgötuna án þess að nefna hve góða nágranna og vini þau áttu þar. Guðmundur er fæddur á Hóli sem stóð við Vesturgötu og bjó hann því við þá götu nær alla tíð. Systkini Guðmundar voru 8 og eru þau öll dáin og makar þeirra og er Ingibjörg sú síðasta sem deyr. Oft hef ég dáðst að því hve vel peningarnir entust hjá Ingibjörgu eftir að hún varð ekkja. Hún hafði litlar tekjur aðrar en ellilífeyrinn, en samt hélt hún húsinu sínu vel við og var rausnarleg í gjöfum. Barnabörn og barnabarnabörn voru tíðir gestir hjá henni og verða viðbrigði fyrir litlu angana að geta ekki heimsótt ömmu Bögg sem alltaf tók þeim opnum örmum og stakk upp í þau mola þegar bjátaði á. Að lokum vil ég og fjölskyldan færa henni þakkir fyrir allt sem hún var okkur og við biðjum henni guðsblessunar. Pétur O. Nikulásson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.