Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982 11 Tónlist Jón Þórarinsson Fimmta sinfónían eftir Gustav Mahler er stórvirki, hvernig sem á hana er litið: Sjálf hugsun hennar er stórbrotin, hún krefst stórrar hljómsveitar og er erfið í flutningi, og hún er svo löng, að ekki er þörf á öðrum verkum til uppfyllingar á þeim tónleikum, þar sem hún er á efn- isskrá. Þetta risavaxna og vandasama verk mundi við venjuleg skilyrði varla vera talið heppiiegt viðfangsefni fyrir nemendahljómsveit. En það er eins og skilyrði séu sjaldnast venjuleg, þar sem Paul Zukofsky stendur á palli stjórnandans. Paul Zukofsky Zukofsky-námskeiðið: Fimmta sinfónía Mahlers á tónleikum í Háskólabíói Með undraverðum hætti eflir hann ungt og óreynt listafólk til dáða og leysir það úr læðingi þannig að hið ómögulega verður mögulegt og það erfiða virðist verða leikur einn. Þetta höfum við séð hvað eftir annað þau sex sumur, sem Zukofsky-námskeiðin hafa verið haldin hér á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík, en kannski aldrei betur en nú. Væntanlega á það þó eftir að koma enn betur í ljós á síðustu tónleikum nám- skeiðsins að þessu sinni, þar sem flutt verður tímamótaverkið „Vorblót" eftir Igor Stravinsky í tilefni þess, að á þessu ári var öld liðin frá fæðingu tónskálds- ins. Það er tilhlökkunarefni að heyra hér í fyrsta skipti þetta mikla verk, sem olli slíku upp- námi þegar það var frumflutt í París 1913, að annars eins eru ekki dæmi í tónlistarsögunni. „Vorblót" krefst, eins og sin- fónía Mahlers, stærri hljóm- sveitar en svo, að Sinfóníuhljóm- sveit íslands geti ráðizt í flutn- ing þess án aðfengins liðsauka. Það er glæsilegur vottur um gróskuna í íslenzku tónlistarlífi, að stórvirki sem þessi skuli vera frumflutt hér á landi af nem- endahljómsveit, þar sem yngstu hljóðfæraleikararnir hafa ekki enn náð fermingaraldri. Og ein- kennilegt fyrir þá, sem muna aftur til áranna fyrir og um 1950, þegar verið var að hrinda Sinfóníuhljómsveit íslands af stokkunum og slást við alla þá erfiðleika, sem því voru samfara, m.a. vegna skorts á hæfum hljóðfæraleikurum, að hugsa til þess, að hér hafa á þessu ári komið fram þrjár hljómsveitir, sem með réttu geta borið sin- fóníunafn. Á ég þá við, auk Sin- fóníuhljómsveitar íslands, þá ungu sveit sem Guðmundur Emilsson stjórnaði á Listahátíð í sumar, og loks yngstu hljóm- sveitina, sem hér kom fram. Þó að einhverjir hljóðfæraleikarar hafi léð lið fleiri en einni af þess- um sveitum, breytir það ekki heildarmyndinni, og sérstakt ánægjuefni var að sjá hér meðal ungmennanna fáeina reynda hljóðfæraleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem fylltu í skörðin hjá nýliðunum, en viku fyrir þeim úr sætum fyrirliða. Fundur Iðntæknistofnunar Norðurlanda: Umræða um nám með aðstoð tölva NÚ STENDUR yfir fundur Iðn- tæknistofnana Norðurlanda um sjálfvirkni og örtölvutækni í Menntaskólanum á Laugar- vatni. Um 40 manns sækja þenn- an fund, sem árlega er efnt til á vegum rafeinda- og sjálfvirkni- deilda ITÍ. Þar er m.a. skipst á upplýs- ingum um þróun tölvutækni með hliðsjón af áætlunargerð og framtíðarhorfum í þágu iðnaðarins. Hér á landi er að vísu engri rafeindadeild til að dreifa, en fulltrúa frá íslandi var þó boðið að sitja fundinn, en þar ber hæst umræðu um nám með aðstoð tölva. Af þeim sökum var ákveðið að fá tölvu, sem tengd er við mynd- band með dönsku kennslufor- riti, hingað til lands, en í Danmörku eru rannsóknir komnar talsvert langt á veg á þessu sviði. Eru einvörðungu til þrjár samstæður af þessu tagi. Og sú hugmynd hefur verið reifuð að festa kaup á þeirri, samstæðu sem hér er í láni á vegum Iðntæknistofn- unar. Ef fjármagn fæst til þess, en kostnaður er 100.000 danskar kr., er hugsanlegt að Iðntæknistofnun og Háskóli Islands standi sameiginlega að kaupunum. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni þessa fundar sagði Oddur Bene- diktsson, dósent, að það væri eingum vafa undirorpið að samtenging tölvu og mynd- bands byði upp á mikla mögu- leika í tæknilegum efnum. Og þó að forritið sé miðað við þau, sé unnt að gera forrit sem lúta að öðrum sviðum. Einnig væri sá kostur fyrir hendi að nota þessa samstæðu til mats á vörugæðum. T.a.m. kæmi til greina að fylgjast með því hvort hringormar væru í fisk- afurðum með hjálp þessarar tækni. Oddur sagði að fyrir- huguð væri nánari samvinna um gerð forrita, en síðan er ráðgert að þau verði notuð við kennslu í tækniskólum á Norð- urlöndum. Vilborg Harðardóttir, fréttafulltrúi Iðntæknistofn- unar, sagði að vegna hinnar geysilega hröðu framvindu tækninnar þyrfti oft og einatt að þjálfa starfsfólk fyrirtækja með því að gangast fyrir nám- skeiðum. Því væri þessi sam- stæða mjög hentug til kennslu í ýmsum tækniatriðum. Að sögn Sigurðar Guðmundsson- ar, starfsmanns Iðntækni- deildar, er öldungis gagnlegt að taka þátt í þessum fundi, enda hafa margir norrænir sérfræðingar þar mikla þekk- ingu. Það kæmi einnig til góða að allar upplýsingar sem fram kæmu á fundinum stæðu ís- lendingum ókeypis til boða. Því hefðu ýmis gögn verið send héðan til Iðntæknistofn- anna á Norðurlöndum til úr- vinnslu. Á fundinum er ennfremur fjallað um fjölvinnslu í ADA forritunarmáli, hönnun tölvu- rása, gagnafjarskipti, upplýs- ingatækni ofl. Að lokum má geta þess að fundinum lýkur föstudaginn 27. þ.m. 1983 og mótstaða við inngöngu Spánar í CEE verður háð þeim 100.000 atkvæðum frá suðurhér- uðum Frakklands, þar sem franskir akuryrkjubændur berj- ast með ofbeldi gegn spænskri samkeppni. Sérfræðingar halda því fram, að til þess að fá stuðning Frakka við aðild Spánar að CEE, muni þeir krefjast gagnkvæmra pen- ingalána og sérstakra stjórn- málasamninga sterkustu aðild- arríkja bandalagsins. Bandalag- ið sjálft, með sín ótal alvarlegu akuryrkju- og fjármáiavanda- mál, hefst ekki handa á meðan. Þýðingarmiklir eiginhagsmunir aðildarríkjanna tíu og mikil og hægfara skriffinnska flýta ekki heldur fyrir ákvörðun um stuðn- ing við inngöngu Spánar. Hvað viðkemur svari banda- lagsins við akuryrkjustefnu Spánar, mikilvægustu hlið samningaviðræðnanna, verður ekkert gert í málinu fyrr en í október nk. En þar sem þing- kosningar verða brátt á Spáni, mun stjórn landsins ekki gefa þessu málefni mikinn gaum. Sósíalistar á Spáni búast ekki heldur við þýðingarmiklum breytingum hvað varðar álit og vilja Frakka, fyrr en áðurnefnd- um héraðskosningum í Frakk- landi lýkur. Spænski sósíalista- flokkurinn myndi samþykkja að veita Frökkum ýmis sérleyfi og undanþágur, ef þeir síðarnefndu styddu inngöngu Spánar í Efna- hagsbandalagið. Rættist þá langþráður draumur allra Spánverja. A OLLUM HÆÐUM I TORGINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.