Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 1
7G SIÐUR 189. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Býflugur ganga af göflunum Gloueester, New Jersey, Bandaríkjunum, 28. ágúst AP. SÁ atburdur varð í gær i bænum Gloucester í New Jersey i Banda- ríkjunum, að býflugnamökkur, svo þykkur að ekki sá til sólar fyrir honum, lagðist yfir blokk- arbyggingu þar sem um 1.000 manns búa. Flugurnar virtust gersamlega trylltar og réðust á fólkið, sem flýði veinandi í allar áttir eða reyndi að byrgja sig inni á heimilum sínum. Lögreglumenn komu fljótt á vettvang með hátalara og hvöttu þeir fólk til að halda sig inni í íbúðunum, slökkva á loftkælingunni og loka öllum inngönguleiðum. Þegar mar- tröðinni létti voru 27 manns fluttir á sjúkrahús, þ.á m. nokkrir, sem höfðu verið stungnir a.m.k. 100 sinnum. „Það var eins og ský drægi fyrir sólu, mökkurinn var svo svartur," sagði einn íbúanna, Vito Galati, og annar sagði, að þetta hefði verið skelfilegra en í nokkurri hryllingsmynd. Phil Cosenza, einn björgunarmann- anna, sem kvaddir voru á vettvang, sagði að allt hefði þetta byrjað með því að vöru- flutningabifreið velti um koll býflugnabúum og að þá hefðu flugurnar gengið af göflunum. Það reyndist að lokum fangaráðið í viðureigninni við flugurnar að koma með kúp- urnar þeirra á vettvang og egna fyrir þær með býflugna- drottningunni. Þegar anganin af henni barst um loftið stóð- ust þær ekki mátið og flýttu sér heim. Hann hefur lagt langan veg aó baki á lífaleioinni hann Jón Ntefáatwon í Skaftafelli, sem hér styður sig við stafinn sinn í heimreioinni. Jón er nú hátt á nírcoisaJdri. Hæoir, bæinn þeirra bræðra, Jóns og Ragnars, ber við Skaftalellsfjöll en til vinstri á myndinni er Skeiðarársandur, Skeiðarárjökull og í fjarska Lómagnúpur þar sem „jötunninn stendur með járnstaf í hendi". Ljógm. KÖE Konur og börn hafi for- gang Osló. 28. ágúst. AP. NORSKA stjórnin hefur hafnað beiðni alþjóðlega Rauða kross- ins um að taka nokkra særða PLO-menn inn á norsk sjúkra- hús og gera að sárum þeirra. Á fundi í norska utanríkisáðuneyt- inu í gær var ákveðið, að ef Norðmenn veittu slíka aðstoð yrðu konur og börn að ganga fyrir. Talsmenn Rauða krossins vildu ekki tjá sig um ákvörðun stjórnvalda, sögðu aðeins að þetta væru óháð alþjóðleg samtök og að þeir væru ekki í aðstöðu til að gagnýna hana. Yasser Arafat farinn frá Beirút með mikilli leynd Beiriit, 28. ágúst AP. RfKISÚTVARPIÐ í Líbanon skýrði frá því, að Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, hefði haldið á brott á laun frá Beirút rétt fvrir dögun í morgun. Fregn þessi kom á óvart þar sem tal- ið hefur verið að gífurleg gæsla yrði viðhöfð þegar Ara- fat yfírgæfi Beirút. Að sögn útvarpsins fór hann um borð í skip í höfninni í Beir- Pólland: Biskupar óttast borgarastyrjöld Varajá, 28. ágúst. AP. „ANDRÚMSLOFT uppreisnar og reiði, vonbrigða og kúgunar ríkir nú hjá pólsku þjóðinni," segja pólskir biskupar í bréfí, sem lesið verður upp í öllum kirkjum á morgun, sunnudag, en þar láta þeir í Ijós ótta sinn við að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. „Sú hyldýpisgjá, sem er á milli ráðamannanna og þegn- anna, breikkar stöðugt," segja biskuparnir ennfremur í bréf- inu, en það var samið sl. fimmtudag að loknum hátíða- höldum til minningar um Meyna frá Czestochowa. Kirkjan hefur miklar áhyggj- ur af mótmælunum, sem Samstaða hefur hvatt til nk. þriðjudag, á tveggja ára af- mæli sínu, en stjórnvöld hafa heitið því að koma í veg fyrir þau með öllum. ráðum. Bisk- uparnir skora á almenning og herstjórnina að forðast átök og segjast „vilja trúa" því, að óháðu verkalýðsfélögunum verði leyft að starfa á ný. Jozef Glemp, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Pól- landi, hvatti fólk í ræðu, sem hann flutti sl. fimmtudag, til að halda sig heima en sagði, að stjórnvöld yrðu á móti að leysa Walesa og aðra forystu- menn Samstöðu úr haldi, leyfa starfsemi verkalýðsfé- laganna og nefna ákveðinn dag fyrir heimsókn páfa. Páfi hafði ætlað sér að vera viðstaddur hátíðahöldin í Czestochowa en stjórnvöld bönnuðu það, sögðu að ekkert yrði af komu hans fyrr en „kyrrð" landi. væri komin á Pól- hver er. út, en ekki var vitað ákvörðunarstaður þess Frétt útvarpsins var ekki stað- fest af PLO, né bandarískum gæsluliðum við höfnina. Arafat hafði frest til 3. sept- ember til að yfirgefa leynilegan dvalarstað sinn í borginni. Dagblöð í Beirút voru í vikunni með vangaveltur þess efnis, að líkast til færi Arafat fyrst til Sýrlands og þaðan með flugvél til Marokkó þar sem haldinn verður fundur æðstu manna Arabaríkja í Fez þann 6. sept- ember. Tveir franskir gæsluliðar særðust í morgun við línuna, sem skiptir Beirút á milli krist- inna og Múhammeðstrúar- manna, þegar þeir unnu við að gera jarðsprengjur óvirkar. PLO-menn höfðu komið þeim fyrir í stórum stíl í skærunum við kristna þjóðvarðliða 1977. Yfirlýsing Ariel Sharons, varnarmálaráðherra ísraels, á fundi með bandarískum emb- ættismönnum í Washington í gær, þar sem hann sagði að Israelar myndu „aldrei sam- þykkja" stofnun palenstínsks ríkis á Vesturbakkanum og í Gaza, hefur aukið enn á þá póli- tísku spennu, sem ríkt hefur á milli Bandaríkjamanna og ísraela undanfarið. Frá því var skýrt í dag, að Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, eða Schulz, utanríkis- ráðherra, myndu væntanlega kynna útlínur nýrrar banda- rískrar stefnuskrár í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs í næsta mánuði og þá hugsan- lega á fundi í Sameinuðu þjóð- unum. Sovéskur vísindamaður flýr af ráðstefnu til Bandarí kjanna Brasiliu, 28. igúst. AP. BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær, að sovéskur vísindamaður hefði beðið um pólitískt hæli í land- inu. Þar með lauk vikulöngum vangaveltum um afdrif Sevim Gueraibekov. í stuttri tilkynningu, sem stjórn Brasilíu barst frá Banda- ríkjastjorn segir að Gueraibekov, 32 ára gamall, hafi sótt alþjóð- lega ráðstefnu vísindamanna í Rio de Janeiro 9.—14. águst. Sagði ennfremur að hann væri ekki lengur í Brasilíu og hefði beðið um pólitískt hæli í Banda- ríkjunum. Gueraibekov sást síðast 14. ág- úst í verslunarmiðstöð í Rio de Janeiro. Vekur það hins vegar at- hygli að nafn hans var ekki í skrá yfir sovésku sendinefndina, sem sat alþjóðlega ráðstefnu vísinda- manna í borginni. Blöð í Brasilíu hafa undanfarna daga verið með óstaðfestar fregnir um að Guera- ibekov hafi verið njósnari KGB. Þá tilkynnti stjórnin í Bogota í Kólombíu í dag, að annar sendi- raðsritari austur-þýska sendi- ráðsins í borginni, Manfred Jantschek, hefði leitað til sendi- ráðs Vestur-Þýskalands og sótt um pólitískt hæli. Fór hann með konu sína og barn í sendiráðið og eru þau nú undir lögregluvernd þar. Jantschek reyndi að sögn kól- ombískra yfirvalda að komast úr landinu með flugvél til Frankfurt á þriðjudag, en þá hindruðu austur-þýskir sendiráðsstarfs- menn hann í að komast úr landi. Yfirvöld í Kólombíu hafa heitið að hjálpa honum að komast hvert sem hann óskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.