Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 32
32 KRISTINN GUÐNASON Hl. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Mynd þcssa tók Snorri Snorrason í sumar þegar verið var að vinna við loðnuskipið Beiti NK 123 í Slippstöðinni á Akureyri. Á skipið var sett togrenna, eins og sést á myndinni og einnig settar í það saltfiskverkun- arvélar og er hann þvi búinn til togveiða jafnhliða fyrri útbúnaði. Skipulagsbæklingar um Hafnarfjörð gefnir út SVO SEM áður hefur komið fram í fréttum hefur að undanfórnu mikið verið unnið að skipulagsmálum á vegum liafnarfjarðar. Bæjarstjórn hcfur samþykkt nýtt aðalskipulag til ársins 2000 og nýtt skipulag miðbæj- ar. í maí sl. var efnt til viðtækrar kynningar á skipulagstillögunum. Skipulagstillögurnar hafa nú verið gcfnar út í bókarformi og fást í bókaverslunum í Hafnarfirði svo og á bæjarskrifstofunum. Þá hefur bæjarstjórn látið gera kynningarbækling í máli og myndum um Hafnarfjörð. Bækl- ingurinn ber nafnið „Hafnarfjörð- ur, bærinn í hrauninu" og er gef- inn út á fjórum tungumálum: ís- lensku, dönsku, ensku og þýsku. Bæklingnum hefur verið dreift til ferðaskrifstofa og hótela. Einnig liggur hann frammi á bæjarskrif- stofunum og í bóka- og ritfanga- verslunum í Hafnarfirði. (KrélUlilkynnin*.) íoð*n* Aðeins 4 bílar af 15 luku þessari hörðu keppni, við hinar erfiðustu aðstæður. Akstursleiðin var 1500 km. löng. Það er örugglega einsdacmi að settur er í Rallakstur alveg óbreyttur bíll eins og hann kemur frá verksmiðjunum með aðeins 75 hestafla vél eins og BMW 315 bíllinn er. Það hlýtur að teljast stórkostlegt afrek að komast í gegn um allar þessar akstursleiðir án nokkurra bilana og ná öðru sæti á móti sérútbúnum Rall bílum, sýnir þetta glöggt hversu sterkbyggðir, öruggir og traustir BMW bílarnir eru. Samtök um náttúmvemd á Norðurlandi: un og hval- og selveiðar reynt yrði eftir megni að draga úr landspjöllum ef haldið verður áfram við þessa óheppilegu virkj- unartilhögun. A aðalfundinum voru sam- þykktar þrjár ályktanir og fylgja þær hér á eftir: Ályktun um álver í Eyjafirði Aðalfundur Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, haldinn að Árgarði í Skagafirði dagana 21. og 22. ágúst 1982 mótmælir fyrir- hugaðri byggingu álvers við Eyja- fjörð, vegna mengunarhættu og þeirrar félagslegu röskunar sem slíkt stórfyrirtæki veldur. Fundurinn telur að hætta á náttúrufarslegri og félagslegri röskun verði minni af völdum smærri iðnfyrirtækja. Fundurinn bendir enn fremur á að Eyjafjarð- arsvæðið á völ margra annarra og betri iðnaðarkosta en álbræðslu, og skorar á stjórnvöld að skapa ný atvinnutækifæri, án þess að grónu og heilbrigðu atvinnulífi sé stefnt í tvísýnu. Ályktun um Blönduvirkjun Aðalfundur SUNN 1982 átelur harðlega þau vinnubrögð sem opinberir aðilar hafa viðhaft gagnvart heimamönnum við sam- ráð og samningagerð í Blöndumál- inu. Fundurinn harmar að við end- anlega afgreiðslu Alþingis um virkjun Blöndu skyldi ekki tekið fullt tillit til náttúruverndar með rannsóknum og stíflugerð við Sandárhöfða. Fundurinn leggur áherzlu á að ef stíflað verður við Reftjarnarbungu, verði lónsstærð aldrei meiri en 220 GL og öll mannvirki við það miðuð. Þess er ennfremur vænst að stjórnvöld landsins læri af því öngþveiti, sem Blöndumálið hefur skapað, og taki strax breytta stefnu í virkjunarmálum. Þess er krafist að við undirbún- ing virkjana á vatnasvæði Hér- aðsvatna og annarra vatnsfalla landsins, verði náttúruverndar gætt til hins ýtrasta strax í upp- hafi. Ályktun um hvalveiöar og selveiðar Aðalfundur SUNN haldinn i Árgarði í Skagafirði, dagana 21. og 22. ágúst 1982, minnir á nýlega samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um samdrátt í hvalveiðum og hvalveiðibann árið 1986. Telur fundurinn sjálfsagt að fara að til- mælum ráðsins og skorar á ríkis- stjórnina að lýsa samþykki sínu og undirbúa lagasetningu í sam- ræmi við það, ennfremur að efla rannsóknir á hvölum, sem grund- vallað geti skynsamlega nýtingu þeirra í framtíðinni. Fundurinn fagnar þeim skyn- samlegu og mannúðlegu viðbrögð- um sem heimamenn á Rifi á Snæ- fellsnesi sýndu, er hvalavaða hljóp þar á land 20. þessa mánaðar. Jafnframt lýsir fundurinn furðu sinni á þeirri drápsherferð, sem hafin var sl. vor gegn selum við strendur landsins, fyrir forgöngu Hringormanefndar. Er þess kraf- ist að þetta fjöldadráp verði stöðv- að nú þegar og lög sett hið allra fyrsta, til að slíkir atburðir endur- taki sig ekki. Fundurinn telur brýnt að stór- auka fræðslu um dýrategundir lands og sjávar, um samskipti þeirra og skynsamlega nýtingu á þeim, ella getur svo farið að við hljótum þann vafasama heiður að útrýma fleiri tegundum en geir- fuglinum. «!«i.ysin(;asíminn kr: ítí 22480 AÐALFUNDUR Samtaka um nátt- úruvernd á Norðurlandi, SUNN, var haldinn í Árgarði í Skagafirði laug- ardaginn 21. og sunnudaginn 22. ág- úst i fógni veðri við sæmilega að- sókn. í tengslum við fundinn var far- ið í skoðunarferð fram Austurdal, allt fram að Ábæ og var farið yfir Jökulsána á kláfnum við Skatastaði. í ferðinni voru skoðuð ýmis athyglis- verð náttúrufyrirbæri, svo sem fá- gætar eða þroskamiklar plöntur, berglög og bergtegundir ásamt hol- um í berglögin eftir stóra trjáboli. Á laugardag var haldin kvöld- vaka með skagfirsku efni. Björn Egilsson, Sveinsstöðum, sagði frá uppruna Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings, sem fæddur var á Steinsstöðum og ennfremur sagði hann frá Örlygsstaðabar- daga, en hann var háður þarna í nágrenninu þennan sama mánað- ardag og vikudag fyrir 744 árum. Þá las Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka ljóð eftir Hjörleif Jónsson. Hróðmar Jónsson stjórn- aði almennum söng og sagði ferða- sögu af nokkrum skagfirskum hagyrðingum upp á Hofsafrétt. Þá var einnig lesin frásaga eftir Hall- grím Jónasson, kennara, og loks söng Jóhann Már Jóhannsson í Keflavík nokkur lög við mikla hrifningu áheyrenda. í stjórn SUNN eru Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri, Áslaug Kristjánsdóttir, Hrísey, Bjarni Guðleifsson, Möðruvöllum, Guð- mundur Gunnarsson, Akureyri og Jón Fornason, Haga. Á fundinum var mikið fjallað um Blönduvirkj- un og fyrirhugaða virkjun Hér- aðsvatna. Kom fram almenn óánægja með það hvernig unnið hefur verið að undirbúningi Blönduvirkjunar og einnig kom fram ótti við að svipuð vinnubrögð yrðu enn viðhöfð við undirbúning virkjana á vatnasviði Héraðs- vatna. Flestir eða allir fundar- manna töldu að virkjun Blöndu eftir tilhögun I með stíflu við Reftjarnarbungu væri mikið áfall fyrir náttúruvernd, vegna þess að Blöndu hefði mátt virkja á annan veg til verndar gróðurlendi. Hins vegar var lögð á það áhersla að imeygöul þér meó síöustu iætin! Orlof aldraðra 23. september Grikkland. Ör- fá sæti laus. 2. september Portoroz. Biö- listi, 3. vikna feröir, dvöl á hóteli meö hálfu fæöi. Farar- stjóri: Ásthildur Pétursdóttir. Rimini 9. sept. Örfá sæti laus daga. 11 Grikkland 2. sept. biölisti. 23. sept. Örfá sæti laus. Portoroz 2. september. Biölisti. Toronto 2. sept. 11 dagar örfá sæti laus. Amsterdam Flug og bíll, verö frá 4.600.- Flug og hótel í 4 daga. Verö frá 5.220.- Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆT) 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Ályktanir um álver í Eyjafirði, Blönduvirkj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.