Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 6
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 l\ á fjölunum MorgunhlaÁiÁ Gudjón. Haraldsson Rúrik kom sjálfur til dyra og bauð okkur inn og upp í stofu. Húsið stendur við hornið á Bakkavör og Suðurströnd á Seltjarnarnesi, tvílyft umkringt stórum garði. Þeir eru stórir gluggarnir, sem snúa á móti suðri og sól, enda er útsýnið í suður úr stofunni mjög fallegt. Sérstaklega þennan sól- ríka ágústdag, sem við litum inn til Rúriks Haraldssonar, leikara. — En fyrir alla muni ekki að hafa þetta of hátíðiegt strákar, sagði hann og bauð okkur að setjast. Og þó hann sé ekki mik- ill kaffimaður, fór hann fram og náði í kaffikönnu og bolla með þeim orðum, að það væri alltaf gott að hafa eitthvað til að sötra. Rúrik er sjaldgæft nafn, er það ekki? — Jú, það er það. Lengi vel held ég að það hafi ekki verið nema ég og svo Rúrik Jónsson í símaskránni. Ég hef bara ekkert athugað þetta lengi. Hrærekur er hin norræna útgáfa á Rúrik og þeir kalla mig það oft niðri í leikhúsi, mínir gömlu vinir. Nafnið er rússneskt að uppruna. Einhverntíma las ég í blaði að flaggskip rússakeisara í fyrri heimsstyrjöldinni hafi heitið Rúrik. Þannig notaði Nikulás keisari það. Annars er sá Rúrik, sem ég er skírður eftir, sögu- persóna í bók. Það er bókin Valdimar munkur, en aðalpers- ónan var þessi Rúrik. Hann var hetjan í sögunni, byssusmiður, indæll og mikill, og góður mað- ur. Þessi bók, Valdimar munkur, var lesin upp til agna á árunum ’20 til ’30, meðal annars af móð- ur minni, sem var svo hrifin af Rúrik byssusmið, að hún skírði mig eftir honum. Hún féll alveg fyrir manninum. Þú ert fæddur í Vestmanna- eyjum. — Já, þar er ég fæddur, en foreldrar mínir koma úr Land- eyjum og úr Fljótshlíð. Frá eyj- um flutti ég 16 eða 17 ára til Reykjavíkur, og vann ýmis skrifstofustörf þangað til ég fór að læra leiklist hjá Lárusi Páls- syni. Svo var ég í hljómsveit. Já já, hjá honum Bjarna gamla Bö, pabba Ragga Bjarna. Það var danshljómsveit Bjarna Bö og ég spilaði á trompet. Ég á hann reyndar ennþá, en hef ekki spil- að á hann í ein 30 ár held ég. Svo var ég líka í hljómsveit Óskars Cortes, frænda Garðars Cortes. Þá voru alltaf böll í Iðnó á laug- ardagskvöldum. Ég spilaði í eitt eða tvö ár með hljómsveit Óskars. Þannig safnaði ég sotl- um aurum til utanfarar. Ég var nú aldrei neitt sérstakur á trompetinn. Lærði á hljóðfærið þegar ég var í Lúðrahljómsveit Vestmannaeyja. Þá var Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, stjórn- andi. Hann Bjarni Bö sagði einu sinni við mig þegar ég hafði spil- að með hljómsveitinni hans í nokkurn tíma: „Ég hef ágætt álit á þér Rúrik minn, en ég held þú ættir að skella þér frekar í leik- listina." Skömmu eftir það fór ég út til Englands að læra leiklist. Það hefur verið 1947, þegar þú varst búinn að vera hjá Lárusi í eitt ár. En hvað kom til, að þú fórst út í leiklistarnám? — Ég hugsaði lengi um, hvort ég ætti að leggja út í þetta. Ja — þá var Þjóðleikhúsið í uppbygg- ingu — Bretarnir nýfarnir úr byggingunni, sem þeir notuðu fyrir geymslu á stríðsárunum — og það var geysilegur áhugi fyrir væntanlegri starfsemi hússins, allt var í bígerð og maður vildi kannski leggja sinn skerf til þessa alls, og svo var auðvitað spennandi að læra leiklist. Ég hafði reyndar mjög lítið fengist við það áður en ég fór til Lárus- ar. Úti í Englandi lærði ég í Central School of Speech Train- ing and Dramatic Art. Skólinn var til húsa í þeirri frægu söng- leikahöll, Albert Hall. Þar vor- um við uppi á lofti. Ég var eini Islendingurinn, og sá fyrsti reyndar, sem lærði í þessum skóla. Það voru nokkrir á sama tíma í öðrum leiklistarskólum. Menn eins og Ævar, Herdís og Baldvin, Gunnar og Klemenz. Það voru öll leikaraefni að mennta sig áður en Þjóðleikhús- ið væri opnað. Þetta var stórk- ostlegur tími, afskaplega spenn- andi og gaman að standa í þessu. Skólinn byrjaði klukkan níu á morgnana og ekki hætt fyrr en fjögur, fimm, sex á kvöldin. Stanslaust allan daginn. Námið var mjög viðamikið og marg- þætt. Það voru raddæfingar og leikfimi, spuni, einbeitingaræf- ingar, Ijóðalestur, búningafræði og leiklistarsaga og svo auðvitað „leikurinn" sjálfur. Svo voru skylmingar og ... Skylmingar? — Já. Og áflog. Áflog? — Skylmingarnar eru mjög góðar fyrir skrokkinn. Þær örva snerpu huga og handa. Líka áflogin eða fjölbragðaglímu, ætti kannski heldur að kalla það. Við flugumst á og létum illa og reyndum að hafa andstæðinginn undir. Þetta voru náttúrulega engin alvöru slagsmál og ekki minnist ég þess, að neinn hafi meiðst á þessu. Mætti gjarna innleiða þetta í leiklistarskóla hérna. Þetta var mjög góður skóli og þangað áttu eftir að fara fleiri íslendingar. Ég man í svip- inn eftir Guðrúnu Ásmundsdótt- ur og Benedikt Árnasyni. Þú hefur svo komið heim á sumrin, eða hvað? — Já. Þá fékk maður ódýrt far með togurunum í Fleetwood eða Hull og svo aftur frá íslandi í ágústlok. 1951 færð þú svo þitt fyrsta meiriháttar hlutverk í Þjóð- leikhúsinu. — Það var Dunois í leikritinu „Heilög Jóhanna" eftir Bernard Shaw. Þar lék ég á móti önnu Borg. Hún kom sérstaklega frá Konunglega leikhúsinu í Dan- mörku til að taka þátt í þessari sýningu. Haraldur okkar Björnsson setti verkið upp. Feikna merkileg sýning það. Og geysidýrmætt fyrir ungan leik- ara að fá svo stórt hlutverk á móti svo stórum leikara, sem Anna Borg var. Það var alveg stórkostlegt upplifelsi. Þá var ég 25 ára. Þú hefur verið nervus frum- sýningarkvöldið. — Já, maður er alltaf nervus. Sumir segja það aukist með aldrinum, aðrir segja það venjist af manni með tímanum, en það er einstaklingsbundið. Ég er sen- nilega einhversstaðar mitt á milli. Ég er alltaf jafnnervus á meðan á sýningu stendur. Ef maður væri það ekki, myndi sýn- ingin held ég, fletjast út og verða leiðinleg. Nervusinn verður að vera með. Það fylgir því viss tilfinning, heldur Rúrik áfram og reisir sig við í sætinu — að strunsa inn á svið. Það er nokkurs konar „challenge" eða ja, það er eins og að fara í einskonar bardaga, orustu eða eitthvað, þú ert að opinbera þig sjálfan svo mikið, þú opnar þig fullkomlega fyrir þessu stóra dularfulla skrímsli — eins og sagt er á leikhúsmáli — sem eru áhorfendur, og nú er Rúrik staðinn upp og gengur um gólf. Svo gleymast setningar, er það ekki? — Jú. Stöku sinnum kemur það fyrir. Og við því hef ég að- eins eitt ráð. Það er að labba hægt og rólega út í horn þar sem hvíslarinn er og fá hjá honum setninguna. Annars er þetta mismunandi. Það eru líka til leikarar, sem ekki geta notað suffleurinn eða hvíslarann. En það er hryllileg tilfinning þegar það allt í einu gerist, að maður man ekki fyrir sitt litla líf setn- inguna, sem maður á að segja. Og þessar sekúndur, sem maður er „blankur" eða minnislaus, verða að heilli eiiífð. Og Rúrik er sestur. Er nokkurt hlutverk þér minn- isstæðara en annað? — Nei, ég held ég geti ekki verið að rifja það upp, þau eru mörg. Mér þótti stórkostlegt til dæmis að leika í leikriti Arthur Millers, I deiglunni. Það verkaði mjög sterkt á mig. Ég hef leikið í fjöldanum öllum af leikritum eftir hann og lesið flest hans verk. Ég las mikið leikrit í skól- anum í Englandi og hélt því áfram þegar ég kom heim, þang- að til ég hafði svo mikið að gera að enginn tími var til annars en að leika. Eiginlega voru það mín- ar tómstundir. Og hverjar eru þær núna? — Núna er ég að byggja mér bílskúr í tómstundum mínum. Dunda svona við það. Einhverjir ismar eða stefnur, sem þú aðhyllist í leiklist? — Allskyns „ismar" hafa skotið upp kollum hingað og þangað, en flestir hafa þeir guf- að upp, þegar á þá hefur reynt, en það sem „blífur" er klassikin úr Shakespeare gamla í Hamlet, þar sem hann tekur leikarana í bakaríið: „Engan leikaraskap og láta- læti ... verið eðlilegir, trúir móður Náttúru." Hverjir verða leikarar? Eru það einhverjar sérstakar mann- gerðir? — Er það ekki bara eins og með hvert annað fag? Sumir eru til dæmis góðir smiðir, aðrir kunna ekki að reka nagla. Eins með leikara og aðra menn. Sum- ir eru góðir, aðrir eru klaufar í því, sem þeir eru að fást við, seg- ir Rúrik. Og það er kominn tími til að kveðja. Kaffið er búið og það er orðið framorðið. Rúrik fylgir okkur til dyra. Eftir sumarfrí Þjóðleikhússins, mun hann leika í verki Eugene O’Neills, Long Day’s Journey into the Night. — Það er feiknarlegt stykki. Sorglega ömurlegt, en frábært leikrit, segir hann. Það er stutt í sjóinn frá húsi Rúriks. — Ég hef sterka löngun til að gerast trillukarl, segir hann. — Ég hef skýli hér í garð- inum undir bátinn og svo get ég rennt honum hér yfir götuna og beint í sjóinn. Einhverntíma í náinni fram- tíð. — ai. / Húsgagnasýning í dag frá kl. 1.30—6. H.P. húsgögn Ármúla 33, símar 32035 — 85153.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.