Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 28
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 tim u~»»-mh V> f, £f pú öefía^ ái, Látba okkiis f>á et:X.í oftra \>ér." b'fS ... að bíða milli vonar og ótta. TM Raa U.S NL Oft -•« rtghts r*Mmd •1982 LM Ang*tM TknM Syndlcata HÖGNI HREKKVISI /iHAMN SA6&I A& þÖ6£TlK OZÐIV SVFJAÐU*. AF SPRAUTUHUI." * Aratuga áróðursstríð PLO hefur borið árangur Kæri Velvakandi Ég var að lesa í Morgunblaðinu í morgun upptalningu á nokkrum „helstu" hermdarverkum síðari ára gagnvart Gyðingum. Isra- elsmenn segja að Palestínumenn hafi verið þar að verki. Það var ljótur lestur. Ég verð því að játa, að mér fannst ekki sannfærandi að hlusta á frétt í útvarpinu í dag þar sem Arafat var að reikna út hversu mörg börn hefðu farist í Líbanon og að hann væri á móti hermdarverkum. Lesendur Mbl. 24. ágúst, ættu að líta á bls. 19. í fréttum af Líbanonsstríðinu hefur mér svo oft fundizt skína í gegn: ísraelsmenn eru vondu mennirnir sem ráku Palestínu- menn í burtu frá ættlandi sínu með ofríki og eru nú að murka lífið úr konum og börnum í Líb- anon. Fréttamenn úti í löndum (og hér?) eru líklega flestir formæl- endur PLO. Áróðursstríð PLO í áratugi hefur borið árangur. „Flóttamannavandamálið" hef- ur oft borið á góma. „Flótta- mannabúðir" PLO hafa reynzt áhrifamikið vopn í því að ná fylgi við Araba og vekja andúð á ís- raelsmönnum. En það er eins og öxi með sprungu í skaftinu. Látið er líta svo út sem ísraels- menn beri alla ábyrgð í því máli. Það er rangt. Hér er treyst á gleymsku manna. Það er þagað yfir því hvernig „flóttamanna- búðirnar" urðu til og hvernig hef- ur verið farið með þetta fólk — af Aröbum. Það voru Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sem samþykktu árið 1947 að Gyðingar stofnuðu ríki 1948 í Palest- ínu. Þá var Ísraelsríki komið á fót. ísraelsmenn lögðu fast að íbúum landsins að vera kyrrir. Þeir ráku þá ekki i burtu. Þeir skyldu njóta fullra borgararéttinda, Arabar jafnt sem Gyðingar. En arabískir leiðtogar knúðu á Palestínumenn, að þeir færu úr landinu — á með- an þeir rækju ísraelsmenn í sjó- inn. Þeir hétu því að þurrka ríkið af landabréfinu og síðan áttu „flóttamennirnir" að snúa aftur og hirða eignir og auðæfi Gyðinga. Hvers vegna er aldrei bent á þetta? Um eða yfir hálf milljón Palest- ínumanna hlustaði á þennan áróð- ur og fór. Síðan hafa nokkrir bætzt við. Börn þeirra drekka í sig hatur á ísraelsmönnum með móð- urmjólkinni, í bókstaflegum skiln- ingi. Enn vakir fyrir þeim að út- rýma Israelsríki. Hermdarverkin, sem sagt er frá í Morgunbl. 24. ágúst, sýna að allar aðferðir virð- ast vera nothæfar og leyfilegar til að ná settu marki. Arabar hafa aldrei sætt sig við samþykkt SÞ 1947 að Palestínu yrði skipt í tvennt, milli Araba og Gyðinga. Þeir vilja ekki einu sinni viður- kenna að Gyðingar séu þjóð. Á þá að vinna að því að ógilda samþykkt SÞ? Yrði það gert mundi það jafnframt hafa þær afleið- ingar að Gyðingar yrðu enn vega- lausir á þessari jörð — eins og þeir hafa verið frá því Rómverjar lögðu höfuðborg þeirra, Jerúsal- em, í eyði árið 70, þangað til þeir komu aftur „heim“ árið 1948. Þeir eiga hvergi annars staðar land. Þeir sem fóru frá Palestínu 1948 hafa ekki fengið að gerast ríkisborg- arar í Arabalöndum heldur hafa þeir hafizt við í „flóttamannabúð- unum“ — þær eru tromp í haturs- stríðinu gegn ísrael. Þar hefur ríkt eymd á ýmsan hátt. En er það sök Israels — þessa ríkis, sem flóttamenn úr víðri veröld hafa Mestu hryðjuyerkin á síðustu 14 árum I Htl far á e/Ur yfMk J aprengja allar vélaraar I loft upp. Þoaai flugrán ollu þvl, að Haaaaia Jórdaniukonungur rak PLO, frela- iafylkingu Paleatinu, frá Jórdanlu til Libanon »■ aMÍ 1*72. PjðldamorMn I Lod flucatAAmni Þrir I.Aamenn áryagiavarAir á hryðjuvarkamaan iaa á flugvellinum I Manckaa n* fella fian þeirra en allir gialarair láta KftA 17. éaaiakw 1971 HApur ara ir opp farþagaþota fi fjölakyldu og Ivaj ur áAur en þeir n aem i voru 95 u J 22 barnanna, I irnir þrir og lir*A i bardac ajrrAuat ðll XI. |áai 197«. I hryAjui þotu frá Alr I koma frá Tal A| mennina til að f Uganda. Viku al Þessir hringdu . . . Frágangur til fyrirmyndar Sigurður Jónsson, fyrrum hafn- arverkamaður, hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri: „Bæði þegar ég vann sem hafn- arverkamaður við Reykjavíkur- höfn, og ekki síður nú eftir að ég hef látið af störfum, hefur mér oft runnið til rifja hve snyrtimennsku og góðri umgengni um svæðið hef- ur verið ábótavant. Hér er ég ekki að sakast við einn eða neinn, en líklega hefur skort á það að borgin og þau fyrirtæki sem þama hafa aðstöðu hafi séð ástæðu til að mála og fegra umhverfið líkt og flest önnur fyrirtæki í borginni hafa gert átak í á undanförnum árum. Það gladdi mig því er ég kom sem oftar í p'i>npruferð niður að Höfn ekki alls fyr;r löngu, og sá hvar menn frá Hafskip unnu við að máia, skrapa og gera hreint, og greinilegt var að þar hafði verið tekin ákvörðun í þessu efni. Allt annað er til dæmis að sjá girðing- una á svæði Hafskips þar sem komið er frá Skúlagötu, þar hefur verið málað og snyrt, og fleiri dæmi mætti nefna. Forráðamenn Hafskips eiga þakkir skildar fyrir þetta fram- tak, og vonandi er þetta aðeins byrjunin á enn frekari fram- kvæmdum af þessu tagi. Þær glöddu mitt gamla hjarta, og gleðilegt væri ef aðrir fylgdu í kjölfarið. Sameiginlegt átak fyrirtækja við höfnina, Reykjavíkurborgar og allra sem þarna eiga leið um, þarf að gera til að þetta „andlit“ þjóð- arinnar verði sem sviphreinast. Ásjóna landsins blasir víðar við en í flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli.“ Hvað vilja þeir óánægðu gera? Árni Ilelgason hríngdi. „Ég var að lesa Morgunblaðið frá 24. ág- úst, þar sem höfð eru viðtöl við ótal menn úr athafnalífinu og öll- um stéttum þjóðfélagsins. Þar er spurt hvort menn séu ánægðir með efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar og spurningarnar orðaðar þannig, að allir lfta svo á að viðkomandi menn séu mjög óánægðir með ráðstafanirnar. Hvers vegna er ekki einnig spurt hvað mennirnir hefðu við að at- huga og hvað þeir hefðu gert í sömu sporum? Mér finnst Morg- unblaðið, sem er okkar heiðarleg- asta og besta blað, ekki geta kall- að þetta góða blaðamennsku. Ég vona að hér verði bætt um betur með því að spyrja áðurnefndra spurninga. Menn úti á landi og víðar vilja fá að vita hvað þeir óánægðu hefðu viljað gera. Það segja allir að eitthvað verði að gera, en þegar eitthvað er að gert virðast allir óánægðir. Er það ekki lenskan í dag að vera óánægður með allt og alla?“ Sovésk póstþjónusta GG hringdi og vildi gera fyrir- spurn til Rússneska sendiráðsins. „Hvernig stendur á því að bréf frá ferðahópum eða öðru fólki sem ferðast í Rússlandi berast svona seint eins og raun ber vitni um? Ég veit um dæmi þess að fólk hafi skrifað heim á leið sinni um Rússaríki, en mánuði síðar, eftir að fólkið var komið heim, höfðu bréfin ekki enn borist til landsins. Þetta er dulítið undarlegt vegna þess, að það eru daglegar flugferð- ir frá Moskvu til Kaupmanna- hafnar og svo daglegar ferðir milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur. Ég óska skýringa. Þá langar mig til að beina þeirri fyrirspurn til Félagsmálastofnun- ar eða Félagsstarfs eldri borgara, hvort ekki verði farin berjaferð fyrir eldra fólk í ár. í góðri tíð er gaman að fara í stuttar berjaferð- ir.“ Skollaeyru eða skolleyru Pétur Pétursson, útvarpsþulur, hafði samband við Velvakanda vegna skrifa Þórgnýs Guðmunds- sonar fyrrv. skólastjóra um orð- tækið skollaeyru eða skolleyru, eins og bréfritara fannst réttara að segja. Pétur benti Velvakanda á að fletta upp í orðabók Menning- arsjóðs á bls. 598, en þar eru bæði orðin, skolleyru og skollaeyru, gef- in upp svartletruð og geta því, samkvæmt orðabókinni, bæði orð- in staðist. Þá benti Pétur Velvak- anda á að fletta upp í íslensku orð- takasafni á bls. 131 þar sem segir: „Óvíst er, hvort upprunalegra er skolleyru eða skollaeyru. Fyrri orðmyndin gæti verið dregin af skollur „svik“, en hin síðari af skolli, sem bæði merkir „djöfull" og „refur“. Þess má geta, að fyrir kemur á 19. öld skera að e-u skollavettlingana (GJ 138 (OB)) „beita vélum við e-ð, brugga vélar, að því er varðar e-ð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.