Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 22
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Bla(5burdaifólk óskast! Austurbær Skólavörðustígur. Laugavegur neðri Ingólfsstræti U Laugarásvegur Lindargata fra 2-24 Úthverfí 4% Gnoðarvogur Selvogsgrunnur fra 44—88. Teigasel Skipholt frá 1—50 Stigahlíð Vesturbær KÓPavo9ur frl vesiurpær Alfhólsvegur Granaskjol frá 54 135 Garðastræti Tra 04 pplýsingar í síma 5408 Sjötugur á morgun: Jónas Jónsson framkvæmdastjóri Á morgun, mánudag, verður Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar hf. í Reykjavík, sjötugur. Jónas fæddist 30. ágúst 1912 á Seyðisfirði, sonur hinna merku sæmdarhjóna Jóns Gunnlaugs Jónassonar, málarameistara og síðar kaupmanns á Seyðisfirði, og konu hans Önnu Sigmundsdóttur. Jón, faðir Jónasar, hlaut fyrstur manna á íslandi fullgild réttindi sem málarameistari. Þá iðn hafði hann numið í Noregi. Síðat setti Jón á fót verzlun á Seyðisfirði og rak hana jafnframt því sem hann lagði stund á málaraiðnina. Jónas lauk prófi frá Verzlun- arskóla Islands árið 1931. Að námi loknu starfaði hann við verzlun föður síns, þar til hann, árið 1938, réðst sem bókhaldari og gjaldkeri til Síldarbræðslunnar hf. á Seyð- isfirði. Það var vorið 1942, að fundum okkar Jónasar bar fyrst saman austur á Seyðisfirði. Var ég þar á ferð ásamt Hafsteini heitnum Bergþórssyni til að semja um kaup á Síldarbræðslunni hf. Mér er enn í fersku minni hversu vel mér leizt strax á þennan unga efnilega mann, en hann var þá, eins og áður segir, bókhaldari og gjaldkeri verksmiðjunnar. Árið 1943 var Jónas ráðinn framkvæmdastjóri Stldarbræðsl- unnar hf. Síðar gerðist Jónas einn af hluthöfum í félaginu. Með okkur Jónasi tókust brátt mjög náin kynni samfara vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á í þau 40 ár, sem við höfum þekkzt. Ég tel, að það hafi verið mér mikil gæfa að kynnast slíkum mann- kostamanni. Árið 1953 var Jónas ráðinn framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf. hér í Reykjavík. Var hann fram- kvæmdastjóri beggja félaganna til ársins 1956, er Síldarbræðslan hf. á Seyðisfirði var seld. Er Jónas hafði tekið við fram- kvæmdastjórn félagsins árið 1953 tók félaginu brátt að vaxa fiskur GÓÐ ÞJÓNUSTA TRAUST VIÐSKIPTI ELDHUSVAL S/F BRAUTARHOLTI 6 — 105 REYKJAVÍK SÍMI 29280 Ef þig vantar sérsmídaða eldhúsinnrétt- ingu, smíðaöa á íslandi, þá er Eld- húsval ávallt í leiðinni. Eldhúsval sf. Þórskaffí Brautarholti 6 -S Brautarholt Víðishúsið Laugavegur Leitið verðtllboða, gerið samanburð, sýningareldhús á staðnum Sérhæfum okkur í gerð eldhúsinnréttinga, bjóöum upp á framúrskarandi fal- legar eldhúsinnréttingar. Einnig margar gerðir út- dreginna skápa auk fjölda fylgihluta. Komum á staöinn og teiknum eldhúsið í sam- ráöi við óskir kaupanda. Veljið íslenzkt um hrygg. Verksmiðjan, sem fé- lagið átti að Kletti, var mjög ófullkomin og vanbúin fiskimjöls- verksmiðja. Allur vélbúnaður verksmiðjunnar var endurbættur og afköstin aukin, og öll verksmiðjan smám saman færð í það horf sem bezt gerðist. I öllum þessum framkvæmdum kom glöggt í ljós, að Jónas bjó yfir þeim hæfileikum, sem bezt prýða góðan stjórnanda. Hann hefir alla tíð verið vakinn og sofinn í starfi sínu. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an hf. keypti fjóra nýsköpunar- togara og gerði þá út um 10 ára skeið. Árið 1963 keypti félagið Faxaverksmiðjuna í Örfirisey, og var hún endurbyggð og bætt að verulegu leyti. Tveimur árum síð- ar var flutningaskipið „Síldin" keypt til þess að flytja síld af fjar- lægum miðum og afla þannig verksmiðjunum hráefni, og kom skipið í góðar þarfir á meðan síld- arinnar naut við. Auk þess var „Síldin" notuð til þess að flytja út lýsi. Skipið var síðan selt úr landi þegar síldin hvarf af íslandsmið- Fyrir alllöngu benti flest til þess, að erlendir kaupendur vildu í framtíðinni heldur kaupa fiski- mjöl ósekkjað, og var raunar útlit fyrir að reynzt gæti erfiðleikum bundið að selja sekkjað mjöl á helztu mörkuðum V-Evrópu. Þetta hefur síðan komið á daginn og reynzt rétt. Árið 1977 voru því reistir tankar fyrir ósekkjað mjöl við verksmiðjuna í örfirisey með tilheyrandi útskipunarbúnaði, sem flytur mjölið beint úr mjöl- tönkunum í lestar flutningaskips. Tankar þessir eru af fullkomn- ustu gerð þannig að blöndun og kæling á mjölinu er mjög auðveld og er hægt að fylgjast með hita- stigi þess af sjálfvirkum hitamæl- um. Þá er þar búnaður fyrir sjálfvirka prufutöku, og við út- skipun fer mjölið í gegnum sjálf- ritandi vog. Fyrrgreint ár voru reistir 6 tankar, en á árinu 1980 var fjórum tönkum bætt við. Heildar tank- rými er nú u.þ.b. 2200 tonn af ósekkjuðu mjöli. Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an hf. er eina verksmiðjan hér á landi sem byggt hefur slíkan bún- að fyrir geymslu á ósekkjuðu mjöli. Af þeim fáu atriðum sem hér hefur verið drepið á, má ljóst vera að Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an hf. hefur eflzt mikið og dafnað vel undir stjórn Jónasar. Af fram- sýni, atorku og árverkni hefur honum tekizt að verja félagið þeim áföllum sem á undanförnum árum hafa svo mjög sett svip sinn á rekstur flestra fyrirtækja, er í sjávarútvegi starfa. AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.