Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 30
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Umsjón: Séra Karl Sipurbjömsson Séra Audur Eir Vilhjálmsdóttir A ÍJ DROTTINSDEGI „Er þetta safn alltaf opið?“ „Er þctta safn alltaf opió?“ spurði strákur, þegar þau gengu inn í kirkjuna. Það var sumar og sól og fjölskyldan hafði dvalið um skeið í sumarbústað nærri sögufrægum kirkjustað. Nú hafði verið ákveðið að skoða kirkjuna. Inni var kyrrt og svalt, fiskifluga suðaði í giugga. Yfir altari Kristsmynd og engla- myndir á prédikunarstól. Strák- urinn virti fyrir sér skírnarfont- inn og spurði hvað þetta væri eiginlega, sem mamma útskýrði þolinmóð. Og svo gengu þau út í sólskinið á ný. Kirkjuferðinni var lokið. En einhvern veginn gat móðirin ekki gleymt spurn- ingu sonar síns: „Er þetta safn alltaf opið?“ Kirkjan er annað og meira en safn — hvað sem allri sögufrægð líður. En í hugum margra er hún varla meira en safn. Við hana eru margar minningar tengdar um stórar stundir. Hátíða- stemmningu um jól, fögur hughrif við skírn, fermingu eða brúðkaup. Meira varð það ekki. Því það er erfitt að trúa þegar engin hátíð er. Það er erfitt að koma auga á að þá eigi maður erindi í kirkju. Það er svo erfitt að trúa á nálægan Guð, sem læt- ur sig hag okkar varða, og stór orð eins og hjálpræði, fyrirgefn- ing synda, eilíft líf. Er hægt að taka þau alvarlega? Snerta þau tilveru okkar á einhvern hátt? Hátíðalausa tíma- bil kirkjuársins kallast tíminn frá þrenning- arhátíð og fram að aðventu. En þá er einmitt athygli okkar beint að hversdagslín kristins manns og því hvað stóru orð trúarjátn- ingarinnar merkja í lífi okkar. Jesús Kristur kallar okkur nefnilega til fylgdar við sig í daglegu lífi okkar og starfi. Og í textum þeim sem lesnir eru og útlagðir í kirkjunni í dæmisög- um Jesú og orðræðum, og í áminningum postulanna og frá- sögnum Gamlatestamentisins, er fjallað um það hvernig boð- skapur guðsorðs snertir líf okkar og hver stefna hans er um líf manns og heims, líf mitt og þitt. Kristur kallar okkur til fylgdar. Hvað merkir það í nútímanum? Hér eru nokkur meginatriði stefnu hans: • ilann krefst þess, að við stönd- um ávallt með þeim varnar- lausu og einmana, ofsóttu, kúg- uðu og hrjáðu. • llann krefst þess, að við fyrir- gefum skilyrðislaust, þeim sem gera á hlut okkar. • Hann vill að við álítum alla menn bræður og vini, hvað sem líður þjóðerni og kynþætti, hvort sem þeir eru góðir eða illir, hvort sem þeir auðsýna okkur ástúð eða óvild. • Ilann krefst þess, að við minn- umst þess, að „hvíldardagurinn varð til mannsins vegna“, þ.e. að við tökum einstaklinginn fram yfir stofnunina, kerfið. • llann fer fram á það að við leit- um vegsagnar orðs Guðs og vilja í trausti og kærleika til þess Guðs, sem sýnir veru sýna og hjartaþcl í frelsaranum, Jesú Kristi, og beinir okkur á brautir kærleikans og miskunnseminn- ar, fyrirgefningarinnar og frið- arins í samskiptum manna. • Lolrs brýnir hann fyrir okkur að óttast ekki dauða og forgengi- leika, heldur trúa á eilíft líf í hendi Drottins. Snertir þetta ekki líf þitt og til- veru? Þetta er stefna Krists og kirkju hans. Að vera kristinn er lika það að fylgja þeirri stefnu og láta hana hafa áhrif í lífi sinu og umhverfi. Það fylgir þvi mikil ábyrgð að vera kristinn. Framtíð og von Margir bera ugg í brjósti um þessar mundir vegna framvindu mála í heiminum. Tímanna tákn eru skelfileg, þegar helsprengju- forðinn vex, vistkreppan vofir yfir, hungrið hrjáir milljónir manna. Kristinn maður er raunsær, en þó lítur hann fram á við með VON. Það er vegna þess, að hann trúir á hinn lifandi Drottinn, sem er að verki í lífi manna einnig nú í dag. Með áhrifum anda síns og vegsögn Biblíunnar kallar hann menn til virkrar afstöðu til góðs, gegn hinu illa, og mótar þá til sinnar myndar. Því trúin og vonin og kærleikurinn er nokkuð sem tek- ur mann allan, ekki einungis hugsun og vit, heldur allt sem þú ert og gerir. „Er þetta safn alltaf opið?“ Kirkjan er ekki safn, hvað sem öllum minningum líður, hversu glæsta sögu sem hún á að baki. Kirkjan er samfélag lifandi fólks við lifandi Drottin og frelsara. Hún ber mönnum boðskap vonar og kærleika og ber áhrif anda Krists til einstaklinga og sam- félags. Þess vegna kallar hún til guðsþjónustu á þessum Drott- insdegi sem öðrum. Þar bíður þín sæti og hlutverk, svo og sess og óþrjótandi viðfangsefni í þeirri guðsþjónustu, sem heldur áfram þegar helgin er um garð gengin og hversdagsleikinn tek- ur við. Þar mætir hann þér ekki í hrífandi helgi heldur í þeim sem hann kallar sína minnstu bræður. — KS Effaþa - opnist þú 12. sunnudagur eftir trinitatis Mark. 7, 31—37 Enn einu sinni fáum við að heyra um kraftaverk í guð- spjallinu í dag. Jesús gaf heyrnarlausum og mállaus- um manni heyrn og mál. Og menn undruðust og sögðu: Allt gerir hann vel. Við biðj- um stundum um kraftaverk. Það kemur fyrir að við finn- um okkur knúin til að biðja um það, sem okkur finnst í rauninni ómögulegt. Samt biðjum við um það. Og við megum biðja um það. Það kemur líka fyrir að bænum okkar er svarað eins og við báðum um, við verðum sann- færð um að Guð gerði krafta- verk fyrir okkur. Og þá segj- um við: Allt gerir hann vel. Hjörtu okkar fagna og fyllast friði og við finnum nálægð Drottins. En stundum finnst okkur bænum okkar ekki svarað. Við skiljum ekki að Guð skuli ekki sjá eins og við að það er bráðnauðsynlegt að hann heyri. Það myndi breyta svo miklu fyrir svo mörgum. Og ástandið, sem við erum að biðja Guð að breyta, finnst okkur svo tilgangslaust, svo óþolandi. Samt svarar Guð ekki, finnst okkur. Þá kemur til seiglunnar í trú okkar. Við megum ekki gefast upp, hvorki í trausti okkar á Drottin né í þraut- seigju okkar í þessum óviðun- andi aðstæðum. Við verðum að halda áfram að biðja, biðja um styrk til að standast erfiðleikana og til að standa óbrotin i trú okkar. Við verð- um að minnast þess að Drott- inn sagði sjálfur að okkur væri um megn að skilja hugs- anir hans. Við verðum að treysta því þótt okkur finnist hann ekki heyra bænir okkar þá heyri hann þær samt og geri einmitt það, sem verður að gera, hversu óskiljanlegt, sem okkur finnst það. Og tök- um eftir öllu því, sem Guð gerir fyrir okkur fyrir utan þetta, sem við biðjum um og finnst við ekki fá. Guð gerir kraftaverk sem við sjáum ekki. Biðjum Guð að opna augu okkar fyrir þeim. Bókaútgáfan Þjóðsaga: Fyrstu fjögur bindi í þjóðsagnasafni Sigfúsar Sigfússonar að koma út FYRSTII fjögur bindi nýrrar út- gáfu af „Islcnskum þjóðsögum og sögnum" eftir Sigfús Sigfússon, eru væntanleg frá Bókaútgáfunni Þjóðsögu nú fyrir jólin, að því er Hafsteinn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri útgáfunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Þegar er eitt bindi komið út, og þrjú eru væntanleg á næstunni, en alls verða þau níu talsins að sögn Hafsteins. Þessi útgáfa á sögnum þeim og þjóðsögum, er Sigfús safnaði og skráði á löngum tíma, er sem fyrr segir önnur útgáfa verksins. Óskar Halldórsson hefur búið verkið til prentunar, og segir hann svo í formála að hinni nýju útgáfu: „Tvennt veldur því eink- um að Þjóðsaga ræðst í nýja út- gáfu á hinu mikla safni Sigfúsar Sigfússonar, íslenskar þjóðsögur og sagnir: Fyrst er að í fjölda ára hafa menn leitað þess hjá bóksöl- um með litlum árangri en hitt er einnig að fyrri útgáfunni var í ýmsu ábótavant; hún tók 36 ár og lauk ekki með þeim hætti sem út- gefendur fyrstu bindanna höfðu ætlast til þegar verkið hófst 1922. Þá þegar átti safnið langa „tilveru og baráttusögu" að baki og var áformað að birta hana ásamt ævi- þætti safnandans en hvorugt varð. Ennfremur er útgáfan snauð að skrám og öðrum leið- beiningum til að auðvelda notkun hennar. Loks er að geta þess að í handritum Sigfúsar er allmargt að finna sem heyrir safni hans til en var ekki prentað." Sem fyrr segir mun þessi nýja útgáfa verða níu binda verk, og verður sérstakur kafli um Sigfús Sigfússon og söfnun hans í loka- bindinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.