Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 20
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 . . . veróur sýnd á næstunni. . . vv!yW'v\;ý '!Xv!v: \ í kringum Borgarastyrjöldina í Bandarikjunum og hrun ríkja sam- bandanna, spruttu fram menn, sem þyrsti í ævintýri. Menn, sem nýttu sér óróaástandið í landinu og hatrið á milli Norður- og Suðurríkj- anna, og héldu sig í einu og öllu sem fjærst lagabókstafnum. Fljót- lega urðu til goðsagnir um „góða“ vonda manninn í rómuðum Hróa llattar-stíl. Fremstir í flokki þess- ara ævintýramanna hafa eflaust verið þeir bræður Jesse og Frank James og félagar þeirra, bræðurnir Cole, Jim og Bob Younger. Þegar Jesse James (James Keach) tekur að sér að stjórna útlagagenginu, sem bróðir hans Frank (Stacy Keach) kom á fót, ásamt þeim Cole (David Carra- Bræðurnir SUcy og James Keach, aem hinir frægu James-bræður, upp- teknir við lestarrán. Skjótandi af þungum byssum i gegnum þykkan gulan reykjarmökk og hraðan hófadyn þeysir Jesae James-gengið inn í smábæ í miðríkjum Bandaríkjanna. dine), Jim (Keith Carradine) og Bob (Robert Carradine) auk þeirra Clell Miller (Randi Quaid) og bróður hans Ed (Dennis Quaid), hefja þeir áhættusamar ránsferðir, sem ekki geta endað nema á einn veg. Frá heima- stöðvum sínum í Missouri reið Jesse James-Cole Younger-geng- ið vítt og breitt um héruð og rændu banka, póstvagna og járnbrautarlestir. Á þessum tímum var almenn- ingsálitið útlögum oftast í vil, því oftar en ekki herjuðu þeir á bústna banka og vellrík járn- brautarfélög. Fórnarlömbin höfðu skiljanlega ekki eins mikið álit á bófunum og heimtuðu að ríkisstjórnin gripi á einhvern Bræður leika bræður. Hér sjást fernir bræður. Frá vinstri: Cole, James og Bobby Younger (David, Keith og Robert Carradine), Bob og Charley Ford (Nicholas og Christopher Guest), Ed og Clee Miller (Dennis og Randy Quaid) og Frank og Jesse James (Stacy og James Keach). .Aðeins uglan ómissandi og þög- ul líkneskin á þaki Morley- ættarsetursins verða vitni að morð- unum á Lord Morley og Lady Morley, sem þau hjónin eru að tygja sig til kvöldverðar. Hinn skuggalegi morðingi ekur Bentl- ey-bifreið þeirra hjóna niður heim- reiðina og hoppar úr honum í þann mund sera bíllinn skellur í hjlóð- látt vatnið við ættarsetrið. Eftir miður heppilegt atvik á nærliggjandi bensínstöð mæta tveir nýir frá Scotland Yard, þeir Tart læknir (Tim Conway) og leynilögreglumaðurinn Winship (Don Knotts), á ættar- setrið með bréf í höndunum und- irritað af Lord Morley sjálfum þar sem hann segist gefa þeim leyfi til að rannsaka þetta ótta- lega morð á sér. Þeim er tjáð af hinum brigðlynda þjóni, Justin (Bernard Fox) að dauði fyrrum vinnuveitenda hans hafi verið slys. Þeim er síðan sagt að þar sem Lord Morley sé nú dauður verði auði hans skipt réttlátlega á milli starfsmannanna á ættar- setrinu. Það er Phyllis (Trisha Noble), ættleidd dóttir myrtu hjónanna, sem tilkynnir þetta en hún hefur þann leiða ávana að hverfa inn um hin og þessi göt a veggjum setursins og birtast þegar síst skyldi. Ollum er það ráðgáta hvernig í ósköpunum Lord Morly hafi get- að skrifað þessum harðsvíruðu lögreglumönnum bréfið, sem áð- ur var minnst á, fyrir dauða sinn. Einhverjum sniðugum dettur þó í hug að kannski hafi morðinginn sjálfur skrifað bréf- ið. Lögreglumennirnir, eftir bráðabrigðarannsókn, safna öllu starfsliði setursins í setustofuna Leynilögreglumennirnir hitta fyrir skritnar verur á Morley-ættarsetrinu. Þetta er sennilega þjónninn Uwatsum. verið viðriðinn kvikmyndir. Hann hefur verið í þeim 18 tals- ins. Auk þess er hann með eigin sjónvarpsþátt og hefur hlotið fimm Emmy-verðlaun, sem eru æðstu verðlaun, sem veitt eru sjónvarpsfólki í Bandaríkjunum. Þeir hafa áður unnið saman að kvikmynd Conway og Knotts. The Prize Fighter heitir ein þeirra, önnur The Apple Dumpl- ing Gang, en hana tók Gamla Bíó til sýningar hér um árið. Knotts býr á Beverley Hills með konu sinni og tveim krökkum og hefur mikið gaman af að lesa bækur, þegar hann er ekki á golfvellinum. Conway er einnig með sinn eigin sjónvarpsþátt. Hann er faðir sex barna og ef þið finnið hann ekki á golfvellinum þá er hann í tennis. — ai. eins og lög gera ráð fyrir. Þar eru m.a. samankomin herra Uwatsum, en hann hlaut Lady Morley í verðlaun í bridge- keppni. Hilda, þjónustustúlka, Tibet, sem er umsjónarmaður setursins, og Jock, en úr honum var skorin tungan í Indlandi. Og það fer ýmislegt óhuggulegt að gerast. The Privat Eyes er gaman- mynd, sem hlotið hefur geysi- miklar vinsældir vestur í Banda- ríkjunum og hefur hún halað inn aurinn. Verður hún sýnd á næst- unni í Bíóbæ. Myndin er gerð 1980, framleiðendur hennar eru Lang Elliott og Wanda Dell en sá fyrrnefndi leikstýrir henni einnig. Tim Conway og Don Knotts eru frægir grínarar vest- ur í Bandaríkjunum. Hafa þeir aðallega látið að sér kveða í sjónvarpi. Knotts hefur meira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.