Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 16
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 r I kórverki drottningar Atlantsnafsins og van«aveltur um hegðun veður- guðanna næstu vikur. Allt kom fyrir ekki, ruddasjór í hafi lokaði leiðinni að flá Eldeyjar og það var ekki fyrr en föstudaginn 20. ágúst sem Júiíus Árnason skipstjóri í Keflavík gaf grænt ljós á ræsið. Það hafði reyndar rofað til á mánudeginum og bjargmennirnir úr Eyjum komu í snarhasti til lands, en síðan yggldi hann sig aftur og þá var ekkert annað að gera en bíða. Við Júlli á Bryndísi ræddum saman aðfaranótt föstudagsins og bárum saman bækur okkar og veð- urfræðinga Veðurstofunnar sem höfðu sýnt okkur þolinmæði und- angengna daga. Strákarnir í Eyj- um lögðu því upp árla dags eftir ræs kl. 5 og komu fljúgandi til Keflavíkurflugvallar á einkaflug- vél Vals Andersen og Þorkels Húnbogasonar, sem báðir eru þaulvanir bjargmenn. Fór Valur tvær ferðir á vél sinni með liðið úr það var þverhnípt og fikra okkur þannig upp til þess að skoða okkur um stutta stund og taka myndir. Hins vegar er það ekki nýtt að menn auðveldi sér bergleiðina með stigum eða plönkum, og til dæmis notuðu Eldeyjar-Hjalti og félagar hans stiga þegar þeir klifu Eldey fyrst skömmu fyrir síðustu alda- mót. Við vorum nærri fjórar klukku- stundir upp þverhnípt bergið, en lengstur tími fór í það að gera færan síðasta spölinn upp á eynna, 15 metra bergvegg sem er ekki aðeins þverhníptur á kafla, heldur slútir hann fram yfir sig á öllum efri kaflanum. Það þurfti því að koma fyrir festingum í berginu til þess að unnt væri að hemja stigann, sem var bundinn saman úr þremur 6 m löngum ál- stigum, hver upp af öðrum. Það reyndist tafsamt að skjóta fest- ingunum í bergið, sérstaklega vegna þess hve veikt það reyndist og ótraust, mun lausara á þessu svæði en fyrir 11 árum. Kann það að vera háð tímabundinni hring- rás, því á þessum stað flýtur súlu- skítur niður bergið þegar mikið rignir og í súluskítnum eru sterk efni sem tæra eða mola bergið niður i rólegheitum. Við notuðum Hilti-skotbyssu til þess að skjóta þar til gerðum kengjum að berg- inu og síðan voru bönd þrædd í. Á Júlli í Bryndísi í útkikkinu, en hann þekkir nokk lagið á því á Eldeyjar- svæðinu. Eldey úr suðrí, en eins og sjá má er hreiður við hreiður uppi á eynni. l.)ó«myiKj MbL Árni Johnaea. Eyjum, en aðrir leiðangursmenn komu af Reykjavíkursvæðinu. Við höfðum sótt um það að fá leyfi til að gista í eynni, því við töidum einsýnt að við myndum lenda í tímaþröng með allan þenn- an mannskap og þau viðamiklu verkefni sem átti að sinna. Gisti- leyfi var hafnað af Náttúruvernd- arráði, en auðvelt hefði verið að tjalda á hákolli Eldeyjar í slakka sem engin súla verpir i, eða á Neðribring Eldeyjar. Það var lagt af stað úr Höfnum um kl. 9 um morguninn á Bryndísi Júliusar Árnasonar og Rögnu Sig- urðardóttur konu hans sem hefur róið með manni sínum sl. 30 ár við Reykjanes og á Þórarni, bát Jóns Björns Vilhjálmssonar, Bubba. Við höfðum fallið með okkur og kalda af norðri, en hann hafði rif- ið sig upp úr logni þegar birta tók af degi. Var siglt blítt og létt til hinnar rómuðu eyjar og um kl. 11 var komið að Eldey og um leið var byrjað að ferja fólkið í land á Trana í Görn VE, gúmmíhraðbát, sem er upplagður farkostur við erfiðar aðstæður í úteyjum. Það gekk snaggaralega að koma fólk- inu í iand og að lokinni bæn á bænabring, svokölluðum Neðri- bring Eldeyjar, var lagt í bergið, enda ekki til setunnar boðið tím- ans vegna og verkefnanna sem biðu. Til þess að flýta fyrir okkur höfðum við tekið með okkur ál- stiga sem við fengum lánaðan hjá Áka Gránz listmálara í Njarðvík- um. Þegar við fórum í Eldey fyrir 11 árum höfðum við nægan tíma til að klífa bergið með því að skjóta kengjum í bergið þar sem Ævintýraleg mynd af vængjablaki súlu, en myndina tók RAX þegar degi var tekió aó h»ll»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.