Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 63 Eldej úr vestri. Eias og sji má er hreiður viö hreidur í eynni, enda jiir hundrað þúsund fugla byggd. Súla bjá unga sínum, en hann er ekki tilbúinn til hafs fyrr en allur dúnn er horfinn. ar, en súlan verpir í 20 ár eftir að hún er orðin kynþroska, 5 ára gömul. Alls voru merktir á sjö- unda hundrað súluungar og er það heimsmet á einum stað á einum degi. Það er stórkostlegt að heim- sækja þessa sérstæðu eyju, en slíkur er áburðurinn uppi á eynni að það vex ekki stingandi strá þar, gúanóið er svo mikið og menn verða að gæta þess hvar þeir stíga niður, því ella er hætt við að menn gangi í for upp á miðjan legg. Lyktin í súlubyggðinni er svo sterk, að fiskimjölsverksmiðja sem keflvískar húsmæður myndu kvarta yfir á háu tónunum, er að- eins eins og vasaútgáfa af ilmin- um sem leikur um kolla Eldeyjar. Hins vegar hrósuðum við happi yfir því að það var gjóla við brún- ir, en allt venzt þetta ef menn eru jákvæðir. Byggðin í Eldey er eins þétt og súlubyggð getur verið og má segja að eyjan sé alsetin, enda situr fuglinn svo þétt að brúnin getur verið kögruð af stélum fuglanna allt um kring þegar lítið flug er á drottningu Atlantshafsins í Eldey. Úr lofti séð virðist Eldey svo til slétt að ofan, en kollur eyjarinnar skiptist í fjölmarga reiti og slakka, eins konar gilskorninga sem hver hefur sinn halla. Súlu- byggðin skiptist því í marga reiti þótt um eitt súlubæli og samfellt sé að ræða. Á nibbum og hryggj- um sitja drottningarnar síðan og bugta sig og beygja, sýna listir sínar, skylmast, dansa, blaka vængjum, reigja háls, munda sig til ástaleikja, venja unga sína, og svo framvegis, en súlan hefur ein- hvern litskrúðugasta persónuleika allra fugla. Það var farið að iíða á kvöld þegar lokið var við að merkja á sjötta hundrað súluunga, skera tugi úr höftum, taka mörg hundr- uð ljósmyndir og filma í kvikmynd fyrir sjónvarpið. Þrátt fyrir ítar- lega leit fannst enginn gróður uppi á Eldey og er það í rauninni einkennilegt þar sem svo margir fuglar búa. En svo er súluskítur- inn magnaður að upplagi að engin jurt þolir nábýlið. Hins vegar er urmull af skordýrum á bælunum, en við vorum nú lítið spennt fyrir þeim í þetta skiptið. Niðurferðin gekk hægt og síg- andi, nibbu af nibbu, polki í berg- inu, og mannskapurinn mjakaðist aftur niður á flánna þar sem Trani í Görn beið hinn rólegasti. Hópur af sel, bæði útsel og landsel, hafði dólað daglangt á klöppunum, en þeim þótti vissara að koma sér til hafs þegar þessir óvæntu gestir nálguðust. Það var lúadautt við Steðjann og slíkt er sjaldgæft við Eldey. Þetta var því eins glerfínt og frek- ast varð á kosið, eins og Súlli á Saltabergi, Hlöðver Johnsen, orðaði það, en hann var þarna að heimsækja Eldey eftir liðlega 40 ár frá því að hann steig þar síðast á brúnir. Hlöðver er hinn spræk- asti fjallamaður þótt kominn sé á sjötugs aldur, en hann ásamt Hjálmari R. Bárðarsyni voru ald- ursforsetarnir í leiðangrinum. Enn blakti islenzki fáninn við hún hjá Júlla og Rögnu á Bryndísi, þau höfðu flaggað þegar fyrsti maðurinn var kominn á brún. Það var traust. Og ekki leið á löngu þar til Trani hafði tiplað ölduna létt með mannskapinn um borð í móðurskipin tvö. Þá roðaði kvöld- sólin þessa perlu íslands, eitt stærsta hreiður í heimi þar sem mikið er spjallað og mikið þrefað í dagsins önn, þar sem fuglamálið ræður ríkjum, en engin verðbólga hefur náð að skjóta upp kollinum. I vestri seig sól og gæsahópur rásaði í oddaflugi á æfingu fyrir haustið, en í Eldey gekk lífið sinn vanagang. Ótrúlega mikill hluti af ungunum var ekki gerður eins og sagt er á veiðimannamáli um skerlinginn, unga sem enn er verulega dúnaður og því ófær til flugs á hafið. Líklega hefur aðeins um 15% af ungunum verið gerður fugl, en til þess að hann fljúgi til hafs þarf móðirin að svelta hann um tíma. Þá loks kemur að því að hann tekur til sinna ráða. Þannig hefur hver tegund sinn stíl í lífs- baráttunni. Það er annaðhvort að duga eða drepast og það er einmitt það eftirsóknarverða við stað ein og Eldey, að kynnast því hvernig þessi stórkostlega fuglabyggð lifir lífi sínu. Það er ekki aðeins skóli fyrir hvern einn mann að klífa það berg sem ver Eldey, það er ekk' síður skóli að verða vitni að því lifríki sem Eldey er og þar á væn* anleg sjónvarpsmynd vonandi eft ir að skila stórum hlut til land manna sem allt of lengi hafa ekki haft tækifæri til þess að kynnasi þessari miklu byggð Drottningai Atlantshafsins, þeirri stærstu í heiminum, steinsnar frá Reykja- nesskaga. Það voru lúnir leiðangursmenn sem klifruðu upp bryggjustigana í Höfnum á háfjörunni laust eftir miðnætti og heldur voru þeir fastari fyrir en stiginn góði á efstu syllu í Eldeyjarbjargi, en það var aðeins enn ein andstæðan þennan dag, andstæðan sem gefur lífinu gildi. Kórverk drottningar Atlants- hafsins í Eldey söng í eyrum, en þegar súlubyggðin í Eldey syngur einum rómi er hávaðinn með ólík- indum. Þá má maðurinn sín lítils. SoHfískrúsínubollur íkorrýsósu Þér bjóðast fjölbreyttar veitingar þessa dagana í veitingasal Laugardalshallar. Kaffi og kökur, öl og brauð. Hamborgarar og pizzur. Þá eru að sjálfsögðu bornirfram réttir dagsins. Auk þessa bjóðast spennandi fiskismáréttir á hverjum degi, t.d. saltfisk-rúsínubollur í karrýsósu, ristaðir humarhalar og blandaðir sjávarréttir í hvítvínssósu. - Ljúffengt ekki satt? Hvernig væri að fjölskyldan fengi sér málsverð á Heimilinu '82? íííé ( SÝNING • HÁTÍD • KÁTÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.