Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 49 Svo lýsir þú oft leikjum þar sem sonur þinn, Gisli Felix, er í marki. „Einhver sagði við mig, að þegar Gísli verði vel, þá segði ég í míkró- fóninn, Gísli Felix, en ef ekki þá bara Gísli. Ég man til dæmis í handboltanum síðasta vetur þegar KR vann FH í bikarnum, þá held ég að ég hafi aldrei sagt Felix oftar á jafn stuttum tíma á ævinni. Þetta hefur eflaust líka komið fyrir hjá mér þegar við ís- lendingar unnum Dani með 11 marka mun síðasta vetur. Þá lék ég á als oddi.“ „Allt gengur vel hjá Bjarna Fel.,“ kannast þú við þessa setningu, Bjarni? „Jú, ætli það ekki. Það var eftir að Jón Páll sagði: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál,“ um leið og hann hampaði Evrópumetinu i réttstöðulyftu. Daginn eftir voru menn farnir að segja: „Allt gengur vel hjá Bjarna Fel.,“ niðri á sjón- varpi. Og þið eruð ekkert að hugsa um að flytja úr Vesturbænum? „Nei, ég held við flytjum aldrei hann svo Og nú býður Alfheiður kaffi og með því. „Jú, vist er ég KR-ingur,“ svarar hún spurningu minni og segir: „Ég er ein af KR-konunum, er í bökunarnefndinni. Nei, þeir koma aldrei á réttum tíma í mat og þetta er eilífur þvottur, en það er allt í lagi,“ bætir hún við og hlær. En þú Gísli. Færðu oft að heyra einhverjar glósur um pabba þinn eft- ir leiki? „Jú, en ég hef bara lúmskt gam- an af því“. Hvað er á döfinni hjá þér í hand- boltanum? „Nú er ég að fara út með KR til Noregs og Danmerkur. Það er 10 daga túr og við leikum 15 leiki, þar af sjö leiki á einum sólarhring. Það verður á stóru móti í Noregi, sem stendur yfir í 24 tíma og er haldið árlega. Það verður rólegra í Danmörku. Fimm leikir á átta dögum.“ austur yfir læk,“ segir Álfheiður og Bjarni bætir við: „Vesturbæ- ingar flytja aldrei austur yfir læk nema nauðugir. Ég veit í það minnsta ekki um neinn, sem hefur gert það og ég get ímyndað mér að flestir komi þeir aftur, sem það geta.“ Og allt gengur vel hjá Bjarna Fel. „Já, ég get ekki sagt annað,“ svaraði Bjarni og það var kominn tími til að þakka fyrir kaffið og kveðja fjölskylduna á Birkimel 8 í Vesturbænum. Leikurinn á Skag- anum endaði með jafntefli, 1—1. Mig rámaði eitthvað í að Haraldur hafi sagt í Lesbókinni að Gísli væri sá, sem réði ríkjum á heimil- inu. „Það snérist alla vega allt í kringum hann,“ segir Álfheiður, „og ég hef ekki fengið neitt af völdunum til baka,“ segir Bjarni Fel. — ai Sýning helgarinnar 28.—29. ágúst í sýningarsalnum viö Rauðageröi. Opið frá kl. 2—5. 6\b< V' 4* í dag sýnum viö hina stórglæsilegu Datsun Nizzan Cherry: 3ja dyra 1000 cc ' 3ja dyra 1500 cc 3ja dyra 1500 cc special 5dyra 1300 cc Nýgerð — gjörbreyttur bíll meö frábæra aksturseiginleika og á frábæru veröi! Einnig verða sýndir: 0 Datsun King Cab, þessi með konunglega kraft- inn og snerpuna. 0 Subaru jeppinn, sem er ekki aöeins búinn kostum allra bestu jeppa, heldur er hann einnig búinn öllum kostum fólksbílsins. 0 Wartburg, þessi ódýri sem fæst með svo stór- kostlegum greiðslukjörum að þú verður að fá upp- lýsingar um þau frá fyrstu hendi. 0 Stúdentakadilakkinn, (Trabant) þessi sem kostar ekki nema u.þ.b. 47þúsund kr. splunkunýr, beint úr kassanum. 0 Notaðir, i/el meö farnir bílar. Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/ Rauöagerði. Sími 33560. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK O Þl AlTiI.VSIR l M AI.I.T I.AND ÞF.GAR Þl Al'G- I.ÝSIR I MORGlNBI.AfilNl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.