Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 8
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 1 I Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Það vill kannski stundum gleymast, að Bandaríkjamenn hafa lagt fram meiri og merki- legri skerf til hinnar göfugu matargerðarlistar en hamborg- ara og franskar. Þó hvers kyns skyndibitar og fitupottamatur setji mjög svip sinn á amerísk veitingahús, er ýmislegt gott eldað heima fyrir, sem á rætur sínar að rekja til innflytjenda hvaðanæva að úr heiminum. Það er víst óhætt að segja, að líkt og amerískt mannlíf er þar- lend matargerð býsna fjölskrúð- ug. Þó að innflytjendurnir byggðu indíánunum út, komust þeir ekki hjá því að læra ýmis- legt af þeim í matargerðinni. Þaðan er m.a. komin kunnátta þeirra að nota maís á ýmsan hátt, bæði ávöxtinn nýjan og eins maísmjöl. í pinklum sínum og pjönkum hafa þeir vafalaust haft með sér „uppskriftirnar hennar mömmu", auk þess, sem þeir geymdu í kollinum af kunn- áttu í eldamennsku. Þessi áhrif víða að hafa svo oft runnið sam- an, auk þess sem hin einstöku þjóðabrot hafa varðveitt ómeng- aða rétti móðurþjóðanna. Og svo hafa ný heimkynni í Bandaríkj- unum mótað matarhefðina og innlend hráefni hafa bætzt við fyrri efnisskrá. Áhrif matar- gerðar hverrar þjóðar stendur að nokkru leyti í réttu hlutfalli við það hversu viðkomandi þjóð- arbrot er áhrifamikið á hverjum stað. Út á við ber kannski einna mest á enskum áhrifum, enda voru innflytjendur þaðan afar áhrifamiklir og eru væntanlega enn. í kjölfar vakningar banda- rískra blökkumanna fylgdu ekki aðeins vinsældir tónlistar þeirra, heldur einnig matargerð- ar. Þannig er ekki aðeins til soul-músík heldur einnig soul- matur. Bandarískar steikur úr nauta- kjöti þykja með ólíkindum góðar og það þykir sjálfsagt að steikja þær á útigrilli. Um þessa eldun- araðferð hafa þarlendir orðið barbecue, sem er tekið úr spænsku, barbacoa, en það orð er komið í spænsku úr máli þjóða við Karíbahafið, e.t.v. Haítíindí- ána. Og þetta leiðir hugann að spænskum áhrifum á heimaslóð- um amerískrar barbecue-hefðar, þ.e. Texas, Nýju Mexíkó, Arizon, og Kaliforníu. Og spænsku áhrifin koma einnig fram í sós- um sem gjarnan fylgja kjötinu, en í hefðbundnum barbecue- sósum er alltaf rauður pipar, eldsterkur. Auk þess að kunna að fara vel með safaríkar steikur, eiga Bandaríkjamenn ótrúlega fjöi- skrúðuga kökumenningu. Þeir kunna vel að meta kökur og sætmeti, sumir kunna að segja að þess sjáist merki á holdafari þjóðarinnar. Það eru ekki sízt súkkulaðikökur og hvers kyns ávaxtakökur, sem setja svipmót sitt á kökumenninguna. Þeir eru mjög hugmyndaríkir við að baka ýmiss konar ávaxta- brauð, sem eru mitt á milli þess að vera kökur og brauð, og borð- uð með smjöri. Gulrótarkökur og gúrkukökur eru frá þeim tíma þegar allt var notað í kök- ur, gulrætur og gúrkur voru ódýrari kostur en ýmislegt ann- að, sem þykir sjálfsagt í kökur. Ávaxtabrauð og gulrótarkökur hafa reyndar komizt í tízku eftir að farið var að huga að hollustu í mat, enda getur þetta verið öndvegis bakkelsi. Amerískar súkkulaðikökur eru kafli út af fyrir sig. Auk þess að nota súkkulaði í þær er oft einnig notað kakó, eða jafnvel eingöngu. í þær, og reyndar aðr- ar amerískar kökur, er oft notað sódaduft, og vegna þess að það þarf helzt eitthvað súrt til að sódaduftið verki er iðulega not- uð súrmjólk eða sýrður rjómi með því. Þetta kemur okkur e.t.v. spánskt fyrir sjónir, en ykkur er óhætt að trúa, að það er sko ekkert súrt bragð af kök- unum. Þegar innflytjendurnir frá Evrópu byrjuðu að streyma yfir slétturnar miklu, var þar allt ið- andi af dýrum, sem fóru vel í munni og maga, og við rétt skil- yrði gaf jörðin af sér ríkulega uppskeru. Dagbækur frá þessum tíma lýsa gjarnan landsgæðun- um, sólin sortnaði þegar dúfna- gerið flaug upp, gæsir og endur virtust hylja hvern lófastóran blett, alls staðar var nóg af eggj- um. Þeim sem lentu á slíkum matarkistum fannst þeir aldrei hafa lifað jafn vel. En það voru ekki allir svona heppnir, og Is- lendingarnir lentu ekki allir á svona stöðum. Það var þessi gnægð af mat- armiklum og ljúffengum mat, sem fékk Mark Twain til að minnast uppáhaldsrétta sinna eftir að hann hafði ferðazt urn Evrópu í nokkra mánuði. 1878 skrifaði hann í bók sinni Tramp Abroad, Flækingur erlendis, að sig væri farið að langa í nokkra uppáhaldsrétti sína að heiman og kannski brosandi út í annað segist hann ætla að senda stutt- an lista á undan sér yfir Atl- antshafið, svo réttirnir bíði hans Matur að westan rjúkandi heitir, þegar heim komi. Listinn ber þess greinilega merki að Mark Twain var ættað- ur úr Suðurríkjunum. Þar er að finna ostrur, silung, gufusoðinn krækling frá San Francisco, heitt hveitibrauð á suðurríkja- vísu, heitar bókhveitikökur, skinku frá Virginínu (sem þykir sérstaklega góð), sléttuhænur frá Illinois, nýja maískólfa, ís- kalda og sæta súrmjólk, ýmiss konar eplakökur og aðrar nafngreindar kökur, og yfirleitt alls konar armerískar kökur. Það sem okkur finnst kannski skemmtilegast að sjá er að Mark Twain fékk líka vatn í munninn af tilhugsun um svið frá New Orleans. Það er enn góður og gegn amerískur matur, þó það beri kannski ekki mikið á hon- um. Það er því sannarlega eftir ýmsu góðgæti að slægjast í Am- eríku. það er líka eftirtektarvert, að Twain nefnir engar sósur í upptalningu sinni, nefnir aðeins alvöru rjóma, tært mösursíróp (maple syrup) og amerískt smjör, sem honum þykir taka því evrópska mjög fram, því það ameríska sé slmennilega saltað. I eftirskrift biður svo Twain um vænan skammt af amerískum ávöxtum, en ekki að þeim sé mingrað út eins og sjaldgæfum djásnum. Það er einmitt gnægð sem ein- kennir margar gamlar amerísk- ar uppskriftir, enda fannst gömlum Evrópubúum þeir hafa himin höndum tekið, þegar nóg var landrýmið til að beita kún- um á, og smjörið og rjóminn flóði eins og hver gat tekið á móti. Og þetta hefur einkennt ameríska matargerð, allt þar til megrunarpostular fengu þar- lenda til að hlaupa á ógnar- spretti út úr húsum sínum í skrautlegum, sérhönnuðum æf- ingabúningum og hlaupaskóm, á hröðum flótta undan smjör- og rjómaflóðinu. Þó að útvortis og innvortis kreppa hafi fengið Bandaríkjamenn til að huga að breyttum matarvenjum, eiga þeir enn gömlu uppskriftirnar sínar, og þar í landi eins og ann- ars staðar er mikill áhugi á upp- runalegum og hefðbundnum mat hinna ýmsu svæða. Eins og suma er kannski farið að gruna, eru uppskriftirnar í dag einmitt komnar að westan, valdar af nokkru handahófi, en minna þó á ýmislegt, sem áður er sagt um matargerð þarlendra. Einhvern veginn finnst mér að bandarísk, hefðbundin matar- gerðarlist ætti að falla vel að íslenzkum matarsmekk. Matur- inn þar er matarmikill og kröft- ugur og yfirleitt ekki sterkur, því alltaf má nota rauða pipar- inn í hófi, ef hann skýtur upp kollinum. Lítið bara á uppskrift- irnar hér á eftir og athugið hvort ykkur lízt ekki vel á. Góða skemmtun! Cole slaw Cole slaw eða coleslaw er sal- at, oftast búið til úr hvítkáli eða öðru káli ásamt sósu úr sykri, salti, ediki og sýrðum rjóma, en sýrður rjómi er einmitt áber- andi í amerískri matargerð, lík- lega einkum fyrir þýzk og slav- nesk áhrif. Og þetta salat er af þýzkum ættum, cole er sama og þýzka, Kohl, skylt íslenzka orð- inu kál. Þýzkir innflytjendur héldu áfam að borða súrkál eins og þeir höfðu alltaf gert heima, og sama er að segja um kjötmeti með káli. Þessi kálelskandi þjóð lagði m.a. kálrétti sína af mörk- um til amerískrar matarmenn- ingar. I þetta salat getið þið notað annað kál en hvítkál, t.d. kína- kál, og svo rótarávexti með, t.d. rófur eða næpur. Rifinn biti af sellerírót gefur salatinu mjög gott bragð. Meginatriðið við þetta salat er að láta það standa í nokkrar klukkustundir, áður en það er borið fram. Þá mýkist hvítkálið og fer vel í munni. Það geymist auk þess ágætlega í allt að tvo sólarhringa. 'h hvítkálshaus 2 gulrætur (biti af sellerírót) Sósa: 1 dl rjómi eða sýrður rjómi 2 msk. vínedik 1—2 msk. sinnep, helzt ósætt 1 msk. sykur 1. Skerið hvítkálið í örþunnar sneiðar, svo þið fáið þunnar kálræmur. Rífið gulræturnar og sellerí, ef þið notið það. 2. Blandið saman sósunni, hrærið í henni svo sykurinn leysist upp og hellið henni yfir salatið. Blandið vel og látið standa í a.m.k. 2—3 klst., gjarn- an lengur. Salatið er gott með hvers kon- ar kjötréttum en það nýtur sín bezt ef það er borið fram á eftir aðalréttinum, sem forréttur, eða á annan hátt sem sjálfstæður réttur. Amerísk súkkulaðiterta Af einhverjum ástæðum er þessi kaka gjarnan kennd við mat sjálfs skrattans. Hvernig á því stendur að jafn góð kaka er kennd við jafn leiða persónu er meira en ég fæ skilið, kannski það sé vegna litarins. Hins vegar hef ég heyrt af góðri konu sem fær sig ekki til að taka sér þetta nafn í munn og kallar kökuna ananastertu ... Reyndar er ým- islegt fleira matarkyns þar vestra kennt við þann svarta sjálfan, t.d. deviled ham. Þetta er hökkuð skinka, sem er hrærð saman við sósu úr rjóma, smjöri, ögn af hveiti, á hnífsodd af rauð- um pipar, og sinnepsdufti. Þessi blanda er síðan sett í form og borin fram köld, t.d. með kexi. Þessi réttur er kominn frá ensk- um innflytjendum, byggður á enskum rétti sem kallast potted ham, n.k. skinkukæfa. Þeim réttum sem eru kenndir við skrattann er það yfirleitt sam- eiginlegt að í þeim er rauður pip- ar, nema auðvitað ekki í kök- unni, svo kannski er það þessi sterki pipar sem hefur kveikt þessi hugrenningatengsl. En kakan hér á eftir er nokk- uð sérkennilega búin til, því í hana er m.a. notuð maísolía, súrmjólk, eða sýrður rjómi, svo deigið verður mjög þunnt. Kak- an er undra bragðmikil, fremur þétt og blaut og einkar bragðgóð. Hún er fljótleg, svo þið sjáið skjótlega árangur framtaks ykk- ur. En hún geymist líka vel eins og flestar aðrar súkkulaðikökur, og það er vafalaust einnig gott að frysta hana eins og aðrar ámóta kökur, þó ég hafi enn ekki haft tækifæri til að sannreyna það. Kakan er góð eintóm, borin fram með þeyttum rjóma. Einn- ig er hægt að skera hana í sund- ur og setja sultu og rjóma eða einhvers konar krem inn í hana. Ameríkanar kunna ýmislegt fyrir sér í kremgerð, og með kök- unni fylgir einnig uppskrift að kremi, sem þeir halda mikið upp á og er einstaklega einfalt að allri gerð. Bakið kökuna ekki í of stóru formi, svo hún verði ekki þunn og þurr. 1,3 dl olía, helzt maísolía 4 egg 2 * lh dl sykur, gjarnan svolítið af púðursykri 2‘A dl hveiti 1,3 dl kakóduft 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. sódaduft 1,3 dl súrmjólk eða sýrður rjómi 1 tsk. vanillusykur ögn af kanel 1. Setjið ofninn á 175°. 2. Þeytið saman egg, olíu og sykur þar til blandan er ljós og létt. 3. Blandið saman þurrefnun- um og sigtið saman við eggja- blönduna, og hellið súrmjólkinni eða rjómanum um leið. Hrærið allt saman, svo þetta samlagist, en ekki lengur. Það er afbragð að nota sleikju til þess. Hellið deiginu í vel smurt form og bak- ið neðarlega í ofninum. Fylgizt með kökunni, svo hún dökkni ekki um of og bakist ekki of lengi. Kakan bakast á um 45 mín. Takið kökuna út og látið hana kólna. Eins og þið sjáið er kakan ótrúlega einföld að allri gerð og hvert stálpað barn getur leikið sér að því að baka þessa köku handa vinum og kunningjum og fjölskyldunni... Kökukrem: 100 gr suðusúkkulaði 2 msk. rjómi 30 gr ósaltað smjör 4. Látið smjörið bráðna yfir heitu vatni. Bætið súkkulaðinu í. Þegar það er bráðnað, hrærið þá rjómanum saman við. Þessu kremi er nú hellt yfir kalda kök- una. Þið getið líka skorið hana í tvennt og hellt því inn í hana. Látið nú kökuna standa í 1 klst. áður en hún er borin fram. Gott ráð til að hella svona kremi á kökur er að stinga sleifarskafti í kökuna hér og þar, þó ekki í gegnum hana, og stungið sleif- arskaftinu í neðri helming kök- unnar, og hellt kreminu síðan yf- ir neðri hluta kökunnar í götiil og yfir. En eins og áður sagði þurfa kakan og kremið ekki endilega hvort á öðru að halda. Kakan getur staðið ein og óstudd, og kremið er hægt að nota á aðrar kökur en þessa. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þi: AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR Þl AIG- LÝSIR í MORGI NBI.ADIM Sérverslun Af sérstökum ástæðum er kvenfataverslun í fullum gangi, meö góðum lager, til sölu og afhendingar strax. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Tilboð sendist til Mbl. fyrir 1. sept. 1982 merkt: “S — 6154“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.