Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 73 \fík?ÁKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUDAGS „En arabískir leiðtogar knúðu á Palestínumenn, að þeir færu úr landinu — á meðan þeir rækju Israelsmenn I sjóinn. Þeir hétu því að þurrka ríkið af landabréfinu og síðan áttu „flóttamennirnir** að snúa aftur og hirða eignir og auðæfi Gyðinga. Hvers vegna er aldrei bent á þetta?“ segir bréfritari. Meðfylgjandi mynd er tekin á markaðstorgi í Jerúsalem eftir að sprengja sprakk, sem þar hafði verið komið fyrir af skæruliðum, en hún varð tveimur mönnum að bana og særði 42. stofnað og hefur veitt arabískum þegnum sínum full borgararétt- indi? Þeir mega jafnvel gegna störfum í þágu yfirvalda og sitja á þingi. Arabíska og hebreska eru raunverulega jafn rétthá tungu- mál. Meira að segja í knesset, þingi ríkisins, má heyra mál flutt á arabísku. Það er því siðferðilega rangt að kenna ísraelsmönnum einum um „flóttamannavandamálið" sem varð til þegar arabískir menn óhlýðnuðust samþykkt SÞ — og þeir hafa haldið því lifandi í póli- tískri öndunarvél. Óvinir ísraelsmanna eru marg- ir. Verstir eru PLO-menn. Þeir viðurkenna ekki að Ísraelsríki sé til. ísraelsmenn verða að verja land sitt ef þeir ætla að búa þar áfram. Það voru þeir að gera í Líbanon- stríðinu. PLO-menn höfðu hreiðr- að um sig, steinsnar frá ísrael. Þetta minnir að nokkru leyti á Kúbu og Bandaríkin um árið. Kúbumenn leyfðu Sovétmönnum að raða upp alls konar ógnar- vopnum á eynni. Bandaríkjamenn vissu að þeir voru í mikilli hættu. Þeir börðu í borðið, og Kúbumenn (Sovétmenn) létu sér segjast. PLO-menn hafa ekki látið sér segjast. ísraelsmönnum stafar ógn af þeim. Þeir vildu reka þá frá bæjardyrum sínum, og þeim virð- ist hafa tekizt það um sinn. — „Gyðingurinn gangandi" — svo er hann nefndur Gyðingurinn sem hefur hvergi átt eiginlegt heimili í nær 2000 ár. Hann hefur verið hataður, rægður, ofsóttur og pyndaður. Ætli Gyðingahatur hafi ekki einhvers staðar verið við lýði allan þennan tíma? Við þekkjum það núna frá kommúnistalöndum og múhameðstrúarlöndum — og nú enn einu sinni á Vesturlöndum þótt í minna mæli sé en stundum áður. Kristnir menn eru ekki held- ur saklausir í þessu efni, því mið- ur. Gyðingar eru hluti þess mann- kyns sem við erum öll brot af. Þeir hafa raunar gegnt einstæðu hlut- verki í sögunni (það bezta í vest- rænni menningu er frá þeim runn- ið) og sætt verri meðferð en flestir aðrir. Okkur er skylt að vinna gegn hatri á Gyðingum og leyfa þeim að njóta réttar og sannmæl- is. Einn þátturinn í þeirri viðleitni er að átta sig á orsökum núver- andi átaka og ósættis, láta ekki reiði og glymjanda villa sér sýn og reyna að kveða upp réttlátan dóm. Sebúlon Engin strætis- vagnaferð að Norræna húsinu Löngum hefi ég eins og fleiri lit- ið á Norrænahúsið sem einskonar „hjartamiðstöð" norrænnar sam- vinnu og menningartengsla hér á landi. Þétta sérstæða, hógværa hús þarna mitt í gömlu Vatnsmýr- inni og í svo skemmtilegri nálægð við gamla miðbæinn, sýnist svo sannarlega liggja vel við öllum samgöngum. Þó virðist einmitt á þeim vera ein óþarfa brotalöm. Ennþá er engum almenningsvagni ætlað að koma við á þessum ágæta bæ, svo að þeir sem hafa hug á að heimsækja hann, en eru ekki svo stórir að eiga ráð yfir einkabif- reið, verða annað tveggja að kaupa sér bíl eða labba niður til hans, t.d. frá biðskýli uppi á Suð- urgötu. Auðvitað er þetta skamm- ur spölur og auðfarinn öllu frísku fólki. Hins vegar getur hann reynst öldruðum og fótfúnum og ýmsum öðrum óhraustum fullerf- iður viðureignar og yfirferðar í misjöfnum veðrum að haust- og vetrarlagi, jafnvel svo að margir hætta ekki á að leggja í slíka gönguferð, og láta þá oft alveg eiga sig að eyða i dýran „farar- skjóta“ fram og til baka frá ein- hverri bifreiðastöðinni. Sitja ein- faldlega heldur heima. Nú langar mig til að spyrja hina ágætu borgarstjórn: Væri ekki mögulegt að láta einhvern stræt- isvagn, segjum leið 5, renna um hlaðið hjá þessu göfuga húsi í ferðum sínum? Sá krókur tæki naumast meira en 2—3 mínútur, en gæti komið sér vel fyrir marga og að auki fjölgað drjúgum gest- um Norræna hússins. Vísa vikunnar Láttu nú hræðsluna sigla sinn sjó sjáðu að ráð er þér gefið. Taka skal nú öllu með teknískri ró en taka eftir mætti í nefið. Hákur. Ný getn- aðarvörn New Vork, 20. áfftnL AP. VÍSINDAMENN i a.m.k. þremur löndsm eru nú aA vinna að feinaó- arvtfrn i formi nefspreys, aem á að vera jafnt fyrir karlmenn aem kon- ur. I*etta er liður í leit að getnaóar- vtfrn sem g«ti bentað aem flestum. Nefspreyið, sem á að taka einu sinni á dag, er ein af 20 nýjum getnadarvörnum sem hugsanlegt er að verði komnar á markaðinn innan 20 ára, samkvæmt nýút- kominni skýrslu í Bandaríkjun- um. Vísindamennirnir eru að leita aö hinni „fullkomnu“ getnaðar- vörn, þ.e. þeirri sem kemur í veg fyrir getnað, hefur engar auka- verkanir í för með sér og er ódýr, auðveld i notkun og gagnar jafnt báðum kynjum. Nefspreyið sendir smáskammt af hormónum inn í líkamann I gegnum lungun og þannig inn f GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Ég mundi brjóta skálina, ef ég mundi detta. Ré« væri: Ég bryti skálina, ef ég dytti. Sagt var: Þetta gerðist fyrir fimm árum síðan. Rétt væri: Þetta gerðist fyrir fimm árum. SIG6A V/öGA É ‘ÍiLVtgAW Ég þakka öttum hjartanlega sem heimsóttu mig á átt- rœöisafmœli mínu þann 2U- ágúst og glöddu með gjöf- um, blómum, skeytum og ámaðaróskum, öllum bömum mínum og bamábömum fyrir alla fyrirhöfn. Guð blessi ykkur ött um ókomna framtíð, Guðbjörg Krístín Guðbrandsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Fjölbrautir Garðaskóla Skólasetning miðvikudaginn 1. september 1982 kl. 9.00, þá fá nemendur afhentar stundaskrár og bóka- lista gegn nemendafélagsgjaldi kr. 400,00. Kennsla hefst fimmtudaginn 2. september sam- kvæmt stundaskrám. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans Lyng- ási 7—9, Garðabæ, sími 52193. Skólastjóri. ALUTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM imopv —MÍkt— IÞROTTA- VIÐBURÐIR HELGARINNAR í MÁLI OG MYNDUM ítarlegar og spennandi íþróttafréttir vtmz L\K4 VÍ06SA 0VÍ fN9lNáöU4, %\GGA VllV> VÍVW ONÍ mmoNA á \AtK,*\ÁÉ6. \yMZ)Ajy mo« \ átTúK ALiMV M&úW Wl, \%NA vtitv..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.