Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 10
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Listiðnaðarverkstæði Oidtmans í Linnich er á þessu ári 125 ára. Það hefur í fímm ættliði skrifað sögu steindra glugga og mosaikmynda í Þýzkalandi, eins og þýzkur gagnrýnandi komst að orði. Og það teygir anga sína víðar um heim. Þegar blaðamaður Mbl. var þar á ferð í sumar, var t.d. verið að vinna þar 50 ferm. stóran steindan glugga með íbrenndri platínu og koparhúð fyrir járnbrautarstöð í Japan, steindan giugga í Achen og stórverk í Seattle í Bandaríkjunum, auk þess sem Oidtmansbræður voru nýbúnir að selja af sýningu í London tvo steinda glugga eftir þýzka listamenn í Albert og Vjctoriusafnið og voru um sama leyti stærstu aðilamir í stórri þýzkri farandsýningu á listum í Ástralíu, svo eitthvað sé nefnt Og þar var þá þegar allt í fullum gangi við að undirbúa afmælið með útgáfu mikillar listaverkabókar, sem í verður m.a. stór litmynd af Tollstöðvarbyggingunni í Reykjavík, svo og umfangsmikla listasýningu, sem standa á í 3 mánuði í vetur. Voru í framleiðslu í vinnustofunum allt að 7 metra háir steindir gluggar á sýninguna, og þar verða einnig litlir gluggar eftir íslenzka listamenn. Eftir EUnu Pálmadóttur Listiðnaðarverkstæði Oidtmans hefur í rúm tuttugu ár annazt framkvæmdir verka íslenzkra listamanna bæði hér og erlendis. Flest eru þar verk Gerðar Helga- dóttur í Þýzkalandi og á Islandi t.d. mosaikmyndin á Tollstöðinni, steindu gluggarnir í Skálholts- kirkju, Kópavogskirkju, Saurbæj- arkirkju, Ólafsvíkurkirkju og bronsskúlptúrarnir í Menntaskól- anum í Hamrahlíð. En einnig hafa þeir unnið hér önnur verk, svo sem mosaikaltaristöflu Nínu Tryggva- dóttur í Skálholtskirkju og glugga hennar í Þjóðminjasafni, steinda glugga Benedikts Gunnarssonar í Keflavíkurkirkju og Þykkvabæj- arkirkju og ótal önnur verk. Þetta listiðnaðarfyrirtæki og Oidtmans- bræður hafa því í raun verið stór þátttakandi í upphafi steindrar gluggagerðar og mosaikskreytinga á opinberum byggingum á íslandi. Hafa eigendur þess, Fritz og Ludovikus Oidtman, í tvo áratugi komið ótal ferðir til Islands með sína menn til að setja upp þessi listaverk og tekið miklu ástfóstri við land og þjóð. Hafa raunar, þegar að er gáð, stundum látið þau hafa forgang, þar sem við iðulega höfum ekki sömu forsjálni og fyrirvara og annarra þjóða fólk. Vnnið í vinnustotum Oidtmans að mosaikmynd ettir Gerði Helgadóttur, sem er nú í banka í Þýzkalandi. Einn skúlptúrinn í Menntaskólanum í HamrahHð í vinnslu hjá Oidtmans. Hafa skapað sögu steindra glugga og mosaikmynda 1125 ár En viljum fá allt gert í hvelli. Það var langafi þeirra bræðra, dr. Heinrich Oidtman, sem eftir nám í efnafræði og síðar listnám stofnaði fyrirtækið árið 1858 í litla bænum Linnich. Sonur hans, Heinrich Oidtman II, tók svo við og gaf m.a. út heilmikið af ritum um rannsóknir á steindu gleri og kirkjugluggum og lagði þarmeð mikið til nútímatækni í þessari listgrein. Við fráfall hans 1912 tók við sonur hans, Heinrich III, sem var arkitekt að mennt og lauk við útgáfu á „Sögu steindra glugga í Rínarlöndum", en listamenn þar og kring um Linnich urðu einmitt á þessum tíma þekktir fyrir þetta listform. Hann féll frá ungur að aldri árið 1929, er synir hans þrír voru kornungir. Fritz fjögurra ára og Ludovikus ársgamall. Lista- mennirnir og listiðnaðarmennirn- ir, sem unnið höfðu á vinnu- stofunum og bjuggu yfir reynslu og þekkingu, þjöppuðu sér saman um Ludoviku móður þeirra, sem þá var aðeins þrítug að aldri og rak hún verkstæðin þar til hún var myrt á leið eftir skógarstíg á reiðhjóli sínu í stríðslok, fáum dögum áður en synir hennar tveir komu heim úr fangabúðum og til- kynningin kom um að sá elsti hefði fallið á vígstöðvunum á ár- inu áður. Ludovikus var 17 ára og hafði verið tekinn í herinn síðasta stríðsárið og lent í fangabúðum Rússa, en Fritz, sem var 21 árs, kom úr fangabúðum Breta á ít- alíu. Verkstæðisbyggingin sjálf var í rúst, er þeir bræður tóku við. En nú eru synir þeirra að búa sig undir sitt hlutverk, Heinrich Fritzson starfar við listiðnað í Heidelberg og Stefán Ludovikus- arson er í arkitektúrnámi og vinn- ur á milli í Linnich. Unnið með sjálf- stæðum listamönnum í þessu virta listiðnaðarfyrir- tæki í Linnich, sem oftar en einu sinni hefur hlotið listiðnaðarverð- laun í Þýzkalandi og erlendis, hef- ur frá upphafi verið unnið með sjálfstæðum listamönnum víðs vegar að. Listamennirnir eru ekki á launum hjá fyrirtækinu og því ekki í samkeppni við frjálsa skap- andi listamenn. Leggja þeir bræð- ur mikla áherslu á að halda því. „Þetta er eins og hljómsveit með mörgum hljóðfærum og hér vinn- um við partiturana og gefum þeim fyllingu, eins og blaðamaður einn orðaði það,“ sagði Ludovicus. Og ef dvalið er nokkra daga í vinnustof- unum, kemur vel fram, að staðn- um má líkja við rómverkst forum, þar sem tengjast og komast í snertingu víðs vegar að listamenn, arkitektar, framkvæmdaaðilar og kirkjunefndir, sem eru að leita eftir listaverkum á opinbera staði, svo og þeir sem þurfa viðgerðar við á fornum verkum. Þeir sjá þar gjarnan verk listamannanna ým- ist í vinnslu eða fullunnin og setja sig í samband við þá, sem þeim líst á, eða þeir hittast þegar báðir að- ilar eiga erindi á staðinn vegna vinnslu á verkum. Linnich er fallegur lítill bær, friðsæll og tandurhreinn. Ekki svo stór að stutt er út í náttúruna með skógum og högum og í bænum kirkja með fallega steindum gluggum og listaverk, svo sem stór mosaikmynd eftir íslenzku lista- konuna Gerði í bankanum. En skammt frá eru stórborgirnar Köln, Achen og Dússeldorf. Verkstæðið er heilt listaverk. Báðir bræðurnir búa þar, hvor í sínum væng byggingarinnar, með fjölskyldum sínum. Þessi gamla bygging er stílhrein með hvítum veggjum, og bæði heimilin og vinnustofurnar, sem eru rúmgóðar og hljóðlátar, eru þaktar lista- verkum. Þar er víða horft út um fallegan steindan glugga. Þarna má sjá verk eftir ýmsa fræga listamenn, svo sem Soulage, sér- kennilegan hvítan glugga með rós eftir Cocteau, fallega glugga eftir Saffrath, Jean Marais, Buchulte, Katzgrau og þar má sjá gul- og grænleitan steindan glugga eftir Nínu og fyrsta tilraunagluggann vegna Skálholtsglugganna eftir Gerði. Það hlýtur að vera uppörf- andi og hafa áhrif að vera alinn upp í svo listrænu umhverfi. Þegar þeir bræður Fritz og Fritz Oidtman lengst til hægri og franski leikarinn Jean Marais, sem i seinni árum teiknar og milar og lætur framleiða steinda glugga eftir sig hji Oidtmans. Konan er Marie Christine Treiner. Vinnustofurnar í Linnich eru í gamalli fallegri bygg- / einum glugganum í verkstæði Oidtmans er þessi ingu, þar sem gamalt tré prýðir húsagarðinn. steinda mynd af rauðu blómi í hvítleitum fleti eftir franska listamanninn Jean Cocteau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.